Þjóðviljinn - 02.09.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.09.1986, Blaðsíða 14
’K ||nyi tónlistarskóiinn úmk44 sími-.39210 nno:66Z7-4446 Frá Nýja tónlistarskólanum Innritun nemenda fyrir næsta skólaár fer fram í skólanum frá miövikudegi 3. sept. til föstudags 5. sept. kl. 17-19. Nemendur frá í fyrra mæti á miðvikudag og fimmtudag og staöfesti umsóknir sínar frá í vor meö greiðslu á hluta skólagjaldsins. Þetta á einn- ig viö nemendur úr forskóla. Tekiö veröur á móti nýjum umsóknum föstu- daginn 5. sept. á sama tíma. Innritun í forskóla, fyrir börn á aldrinum 6-8 ára, veröur alla dagana frá kl. 17-19. Skólinn veröur settur mánudaginn 15. sept. kl. 18. Sjúkraliðar Almennur félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 4. sept. kl. 20.30 aö Grettisgötu 89, 4. hæð. Fundarefni: Kjaramálin. Sjúkraliðar eru hvattir til aö mæta vel og stund- víslega. Stjórnin Byggingasamvinnu- félagið Aðalból B.S.A.B. tilkynnir byggingu nýs áfanga í Grafarvogi í Reykjavík. Um er aö ræöa 6 raðhús til úthlutunar. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í Lágmúla 7 í Reykjavík, milli kl. 13.00-16.00 virka daga eöa í síma 33699. P^Frá grunnskólum ^ Garðabæjar Innritun: Innritun nýrra nemenda fer fram í skólanum daglega kl. 10-12 og 13-15. Símatími Flataskóla er 42656, Hofsstaöaskóla 41103 og Garöaskóla 44466. Til þess að unnt sé að tryggja nemendum skólavist verður að tilkynna þá nú þegar. Sömuleiðis verður að tilkynna brottflutning þeirra nemenda sem ekki veröa í grunnskólum bæjar- ins næsta skólaár. Upphaf skólastarfs 1986 Kennarafundir veröa í skólanum mánudaginn 1. sept. kl. 9 árd. Hofsstaðaskóli: Nemendur komi í skólann fimmtudaginn 4. sept. sem hér segir: kl. 9.00 - 2. bekkur kl. 10.00 - 1. bekkur kl. 11.00 - 6 ára forskóli Flataskóli Nemendur komi í skólann fimmtudaginn 4. sept. sem hér segir: kl. 9.00 - 5. bekkur kl. 10.00 - 4. bekkur kl. 11.00 - 3. bekkur kl. 13.00 - 2. bekkur kl. 14.00 - 1. bekkur Garðaskóli: Nemendur komi í skólann sem hér segir: 9. bekkur miövikud. 3. sept. kl. 13.00 8. bekkur fimmtud. 4. sept. kl. 13.00 7. bekkur fimmtud. 4. sept. kl. 13.30 6. bekkur fimmtud. 4. sept. kl. 15.00. Skólastjórar. HEIMURINN Daglega lífið í Beirut. Ungur Shíta-múslimi í bardagaham með sprengjuvörpu á meðan gamall íbúi borgarinnar heldur leiöar sinnar. Sýrlendingar hafa að undanförnu átt mikinn þátt í að koma í veg fyrir slíkar aðstæður. Sýrlendingar í Líbanon Sáttasemjari og lögregla Sýrlendingar hafa að undanförnu tekið síaukinn þátt ífriðarumleitunum í landinu og eiga kristnir erfitt með að sœtta sig við þá þróun mála. Svo virðist sem þeir að nokkru fyrir svæði í S-Líbanon þar sem Shíta-múlimar halda til). Þessar aðgerðir hafa leitt til þess að hinir fjölmörgu hópar mú- hameðstrúarmanna og kristinna sem ganga undir hinum ýmsu nöfnum, og hafa gert götur borg- arinnar svo óöruggar, hafa þurft að halda sig mikið til innandyra. Þar með hefur þessi friðaráætlun náð nokkrum vinsældum meðal stríðshrjáðra borgarbúa, og þá einnig Sýrlendingar. Maronítar sem eru fjölmenn- asti hópur kristinna í Líbanonn hafa átt erfitt með að sætta sig við þessi auknu áhrif Sýrlendinga í landinu. En þeir kölluðu þá í rauninni yfir sig í upphafi. Þegar borgarastríðið var að hefjast í landinu árið 1975, báðu Maronít- ar Sýrlendinga um aðstoð þegar þeir sáu fram á að múslimar í landinu, jafnt sveitir Palestínuar- aba sem .Amal- Shítar, ætluðu að ná af þeim völdunum. Allt frá því hafa Sýrlendingar verið með her- sveitir í landinu. Hlutverk írana En friðarumleitanir Sýrlend- inga geta orðið all erfiðar þegar tekið er tillit til suðurhluta lands- ins. Þar eru eins og áður sagði Amal- Shítar sem eiga vísan stuðning írana. Samtök þeirra nefnast Hizbollah (Flokkur Guðs). Þeir hafa að undanförnu gert harða hríða að UNIFIL friðargæslusveitum Sameinuðu Þjóðanna sem í eru 5.800 menn og vilja þær burt. UNIFIL var skipað við landamærin að ísrael til að hafa eftirlit með friðsam- legu brotthvarfi ísraelskra her- sveita þaðan og koma á líbönsk- um yfirráðum. En ísraelsmenn stjórna enn landsvæði á landa- mærunum sem þeir nefna „örygg- issvæði“. Talið er líklegt að UN- IFIL sveitirnar verði sendar á brott innan skamms og þá horfast Shíta-múslimar og ísraelsmenn í augu, nema Sýrlendingar skerist í leikinn. IH/Information, Reuter. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. september 1986 komist ekki hjá því í þessari viku hefja kristnir og Múhameðstrúarmenn innan ríkisstjórnar Líbanons enn einar viðræðurnar eftir að hafa ekki ræðst við í níu mán- uði. Stríðsþreyttur almenning- ur í Líbanon, Múhameðstrúar- menn sem kristnir, vonast sem fyrr til að vopnahlé takist nú milli stríðandi fylkinga. En þótt slíkur samningur náist, þykja miklir erfiðleikar vera á því að langtímasamningur verði undirritaður. Astæðurnar fyrir því er flestar að finna erlendis. Þeir aðilar sem ráða mestu um friðarhorfur í Lí- banon eru Sýrlendingar, ísraels- menn og íranir. Dagblað eitt í Líbanon, L,OrientLe Jour, sagði í ritstjórnargrein nýlega að „yfir- völd í Líbanon leiti stöðugt þeirrar „töfraformúlu" sem tryggi friðsamlegt eftirlit hinna órólegu nágranna, Sýrlands og ísraels án þess að missa sjálfstæði sitt“. Gamalreyndur stjórnmála- maður tók í sama streng við fréttamann Reuters: „Ég sé eng- an endi á þessari kreppu fyrr en Sýrlendingar og Israelsmenn gera með sér einhvers konar sam- komulag um málefni Líbanons. Þá eru áhrif írana meðal Shíta- múslima í suðurhluta Líbanons mikilvæg í þessu samhengi". Ólíkir hagsmunir Það sem bregður skýrara ljósi á þessa hagsmunabaráttu í Líban- on er að sumir leiðtogar múslima telja að ísraelsmenn vilji koma í veg fyrir að samningamenn krist- inna í landinu nái samkomulagi við múslima. Heimildarmenn Reuters í röðum hersveita krist- inna segja hins vegar að Sýrlend- ingar og íranir keppist nú við að tryggja sína skilmála í samninga- viðræðunum. Einn fulltrúi í röðum hersveita kristinna sagði nýlega við fréttamann Reuters að Sýrlendingar hafi þegar sagt bandamönnum sínum í röðum múslima að mögulegt samkomu- lag verði að byggjast á „Þríaðila- samkomulaginu" svonefnda sem undirritað var í desember síð- astliðnum í Damaskus. Þetta samkomulag snerist í megin- atriðum um að veita múslimum meiri aðild að stjórn Líbanons en þar hafa Maronítar (hópur krist- inna) haldið um taumana í gegn- um tíðina og teljast í raun yfir- stétt landsins. Þeir sem gerðu með sér „Þríaðilasamkomulagið" voru, fyrir múslima, Walid Jumb- latt, leiðtogi Drúsa, Nabih Berri, leiðtogi Amal-Shita, og síðan Elie Hobeika, yfirmaður her- sveita kristinna í Líbanon. Harðlínumenn meðal kristinna voru ekki par hrifnir af þessu samkomulagi og hröktu Hobeika frá völdum. Samkomulagið varð síðan að engu þegar Amin Gema- yel, Libanonforseti, neitaði að viðurkenna samkomulagið. Ón- efndur fulltrúi kristinna sagði ný- lega við fréttamenn Reuters, að kristnir menn hefðu í raun ekkert á móti því að deila völdum með múslimum. „í smáaletri þessa samnings voru hins vegar ákvæði sem hefðu Ieitt til þess að Sýr- lendingar hefðu innan tíðar tekið völdin, jafnt félagslega, hernað- arlega sem efnahagslega. f samkomulaginu segir t.d. að Sýr- lendingar skuli endurhæfa líb- anska herinn. Slíkt þýðir í raun að Sýrlendingar endurskipuleggi herinn og noti hann síðan til að stjórna Líbanon." Orð og aðgerðir En þó að kristnir menn í Líban- on afneiti Sýrlendingum í orði er hins vegar ekki svo „á borði“. Sýrlendingar hafa að undanförnu átt mikinn þátt í þeim friðarmleit- unum sem fram fara í Líbanon. Sem dæmi um þetta má taka síð- ustu friðaráætlun (þá þrettándu) sem gerð var varðandi Beirut fyrir skömmu. Sú áætlun snerist um að afvopna vopnaðar sveitir á götum Beirut og hófst í byrjun júlí. Sýrlenskar hersveitir gegna þar veigamiklu hlutverki. (Þessi áætlun hefur reyndar einnig gilt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.