Þjóðviljinn - 03.09.1986, Page 1
4
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
MENNING
ÍÞRÓTTIR
HEIMURINN
Keflavíkurflugvöllur
Mengun haldið leyndrí
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja ekki látið vita afþvíað vatnsból hernámsliðsins er orðið mengað. Auglýst
eftir bandarískum aðilum til að athuga málið. Aðstoð Orkustofnunar og Verkfrœðistofu Sigurðar
Thoroddsenhafnað. Varnarmáladeild: Auglýsingin farið fram hjá okkur. Vitum ekkihversvegna
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja var ekki látið vita
Ljóst er að hernámsliðið á
Keflavíkurflugvelli hefur ætl-
að að halda leyndri mengun sem
orðin er í vatnsbóli þess á Kefla-
víkurflugvelli. Hernámsliðið hef-
ur auglýst í Bandaríkjunum eftir
þarlendum aðilum til að rann-
saka mengunina. Fyrir tilviljun
frétti Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen af auglýsingunni og
sendi inn tilboð í samvinnu við
Orkustofnun en því boði var
hafnað af hernámsyfirvöldum.
Þá er ljóst að herinn hefur haldið
þessari mengun leyndri fyrir
Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja,
sem þó á að fylgjast með málinu.
„Eg hef bara aldrei heyrt þetta
fyrr og hef ég þó unnið í sam-
vinnu við aðila á Keflavíkurflug-
velli að heilbrigðismálum þar
efra. Það hefur enginn nefnt
þetta við mig,“ sagði Magnús
Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi
Suðurnesja, í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Loftur Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen sagðist
hafa fengið auglýsingu frá hem-
um á Keflavíkurflugvelli senda
frá Bandaríkjunum, þar sem ósk-
að var eftir rannsókn á menguðu
vatni á Keflavíkurflugvelli. Hann
sagði að verkfræðistofan hefði þá
í samvinnu við Orkustofnun sent
inn tilboð í verkið en því hefði
verið hafnað. Það væri ekki rétt
sem komið hefði fram í útvarpinu
að Orkustofnun og verkfræði-
stofan hefðu sent inn tilboð í sitt
hvoru lagi, þar hefði verið um
samvinnu að ræða.
Sverrir Haukur Guðjónsson
Kjaradeilur
Útvaips-
menn
sýknaðir
hjá varnarmáladeild sagði að um-
rædd vatnsból væru skammt frá
öskuhaugum og teldu menn að
rannsaka þyrfti efnamengun í
vatninu. Hann sagði að auglýs-
ingin sem birt hefði verið í banda-
rísku blaði hefði ekki verið til-
kynnt til varnarmáladeildar.
Hann sagðist heldur ekki vita
hvers vegna Heilbrigðiseftirlit
Suðurnesja hefði ekki verið Iátið
vita. -S.dór
Ragnar Arnalds leikskáld meðal Þjóðleikhússmanna. Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri „Uppreisnarinnar" til vinstri. (Mynd E.ÓI.)
Þjóðleikhúsið
Ragnar afhjupadur
Á stóra sviði Þjóðleikhússins í
gær var hulunni svipt af því hver
er höfundur leikritsins Uppreisn-
in á Isafirði, sem Þjóðleikhúsið
frumsýnir 25. september. Á svið-
inu voru rúmlega 40 leikarar, sem
allir fara með hlutverk í leiknum
auk Brynju Benediktsdóttur,
leikstjóra og Sigurjóns Jóhanns-
sonar leikmyndasmiðs er höfund-
urinn, Ragnar Arnalds þing-
maður, gekk inn á sviðið og
heilsaði öllum með handabandi.
Uppreisnin á ísafirði fjallar um
Skúlamálið svokallaða og að
sögn Ragnars Arnalds byggir
hann mikið á bókum Jóns
Guðnasonar um Skúla Thorodd-
sen, auk þess sem bók Þorsteins
Thorarensen, Eldur í æðum,
reyndist honum vel.
„Það er býsna algengt að rit-
höfundar séu fjölmennir í róttæk-
um flokkum. Það er alþjóðlegt
fyrirbæri,“ sagði Ragnar er hann
var spurður hvers vegna svona
margir þingmenn Alþýðubanda-
lagsins hefðu fengist við bók-
menntir.
Ragnar vann að Uppreisninni
sumarið ’83, ’84 og ’85. „Um leið
og leikritið fjallar um söguleg
átök er slegið á léttari strengi og
þrátt fyrir allt endar leikritið
frekar vel,“ sagði Ragnar að lok-
um. -Sáf
Varnarsáttmálinn
Steingrímur vill endurskoðun
/
Steingrímur Hermannsson: Vaxandi stirðleiki ísamskiptum Islands
og Bandaríkjanna
Igær voru útvarpsmennirnir 10
sem ákærðir voru fyrir að
stöðva útsendingar ríkisútvarps-
ins með ólögmætum hætti þann 1.
október 1984 sýknaðir.
Voru útvarpsmennirnir, sem
lögðu niður vinnu vegna þess að
fastir starfsmenn höfðu ekki
fengið mánaðarlaun sín greidd
þann dag eins og lög gera ráð
fyrir, sýknaðir á þeim forsendum
að með verknaðar- og aðgerðar-
leysi sínu hafi þeir ekkert gert
sem truflaði útsendingar með ó -
lögmætum hætti, en það er skil-
yrði refsiábyrgðar þeirrar greinar
sem kæran var grundvölluð á.
- K.ÓI.
Sjá bls. 3
Árekstrarmál eins og hvala-
málið, Rainbow málið, kjötinn-
flutningurinn og fleiri hafa valdið
ákveðnum stirðleika í sam-
skiptum okkar við Bandaríkja-
menn og ef ekki finnst viðunandi
lausn þá tel ég að við ættum að
fara fram á endurskoðun varn-
arsáttmálans, sagði forsætisráð-
herra í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Steingrímur nefndi sérstaklega
útboð Bandaríkjamanna á rann-
sóknum á vatnsbólum á Reykja-
nesi og sagði slíkt háttalag ekki
ná nokkurri átt. Aðspurður um
hvað myndi felast í endurskoðun
varnarsamningsins sagðist hann
telja að íslendingar þyrftu að
koma inn í hann ákvæðum um
flutninga til hersins, kjötinnflutn-
ing og rannsóknir á borð við þær
sem Bandaríkjamenn hafa nú
boðið út einungis til landa sinna.
„Einnig er mögulegt að setja
sérstök lög um að fTutningar verði
háðir útboðum og til greina kem-
ur að herða á lögunum um kjöt-
innflutning frá 1928. Það má alls
ekki skilja ummæli mín um end-
urskoðun samningsins þannig að
ég vilji losa okkur við herinn.“
-gg
Heilaþvottur
fyrir alla
New York - „Dóttur minni er
ekki haldið í gíslingu og hún
klæðir sig ekki upp í fræg föt
föður síns.“
Það er Priscilla Presley, fyrrum
eiginkona rokkkóngsins sáluga
sem fann hjá sér þörf til að lýsa
þessu yfir í viðurvist frétta-
manna. Hún sagðist vilja ræða
þessi mál opinberlega þar sem
hún gæti ekki lengur á sér setið
vegna fréttaflutnings blaðanna af
dóttur hennar. „Þeir segja líka að
hún hafi verið heilaþvegin,"
sagði Priscilla. „Ef gott samband
við móður, fjölskyldu og vini
þýðir heilaþvottur, ættu allir að
láta heilaþvo sig.“ - IH/Reuter