Þjóðviljinn - 03.09.1986, Side 9

Þjóðviljinn - 03.09.1986, Side 9
Háskóli íslands ■75 ára rannsóknir Guörún Ólafsdóttir landfræðingur: „Ég vasastíýmsu og er hálfgerður fjölfræðingur". Landafrœði Vil upplifa allan heiminn Rœtt við Guðrúnu Ólafsdóttur landfrœðing Guðrún Ólafsdóttir landfræð- ingur hóf störf við Háskóla ís- lands árið 1973 og var skipuð í lektorsstöðu árið 1975. Við byrj- uðum á því að spyrja hana hver væru helstu viðfangsefni landa- fræðinnar og í hvaða starfsgrein- ar landfræðingar veljast helst. „Landfræðingar rannsaka tengslin á milli mannlegs samfé- lags og náttúrunnar. Við reynum að kortleggja áhrif mannsins á náttúruna og skýra þau. Því eru viðfangsefnin mjög margþætt. Meginspurningar landafræðinnar eru hvar, hvenær og hvers vegna og þess vegna byrja landfræðing- ar fyrst á kortlagningu fyrirbæra, hvort sem þau eru náttúrufarsleg eða samfélagsleg. Landafræðin tekur bæði til raunvísinda og félagsvísinda og þess vegna getur maður fundið hana í ýmsum deildum háskól- anna. Hérlendis er henni skipað meðal raunvísinda en ég hef húmaníska menntun erlendis frá. Sums staðar er henni skipt á milli deilda og stundum er landafræðin jafnvel sett í heimspekideild. Landafræðirannsóknir skiptast því í þrjú svið og raunar óteljandi undirflokka og landfræðinga er að finna í hinum fjölbreytilegustu störfum. Kortlagningar eftir pöntunum Landfræðinga er til dæmis að finna í auknum mæli við skipu- lagsstörf hjá ríki og sveitarfé- lögum og þeir henta ákaflega vel til slíkra starfa þar sem þeir hafa bæði félagslega og náttúrufars- lega menntun og eiga þess vegna að geta gert sér grein fyrir afleið- ingum ákvarðana fyrir umhverfi og samfélag. Meðal annarra starfsgreina má nefna kennslu, ferðaþjónustu, fréttamennsku og kortlagningarþj ónustu. Þess má reyndar geta að nýlega tók til starfa hér á landi fyrirtækið sem annast kortlagningar eftir pöntunum og þar vinna eingöngu íandfræðingar. Þetta fyrirtæki nefnist Landkostir hf. og er stað- sett á Selfossi." - Rannsóknir hérlendis síðustu ár, Guðrúti ? „Kollegi minn, Gylfi Már Guð- bergsson, hefur ásamt Ingva Þor- steinssyni tekið þátt í kortlagningu gróðurs á íslandi undanfarna áratugi og núna er hann einnig upptekinn af því að kortleggja landamörk býla og jarðeigna á íslandi. Við þessa kortlagningu hefur hann nýtt sér loftljósmyndir og þannig fengið áhuga á fjarkönnun, það er að segja notkun gervitunglamynda við rannsóknir. Landfræðingar eru mjög spenntir fyrir þessari nýju tækni og fjarkönnun er stækkandi svið innan landafræði- rannsókna. Er sannur landfræðingur Sjálf er ég sannur landfræðing- ur að því leyti að ég vasast í ýmsu. Landfræðingar hafa fengið það orð á sig að vera fjölfræðingar, sem þykir ekki fínt í vísinda- heiminum í dag. Ég er sagnfræð- ingur öðrum þræði og hef reynt að tengja þetta tvennt sem er enginn vandi því að landfræðing- urinn hefur áhuga á því sem gerist í rúmi og sagnfræðingurinn á því sem gerist í tíma. Allt gerist í tíma og rúmi og út frá því get ég gert hvað sem er! Ég hef lengi haft áhuga á eyjabúskap á íslandi, bæði í nútíð og fortíð, og er að vonast til að ég geti sent eitthvað um það efni frá mér bráðlega. Ég fer jafn aftar- lega í tíma og heimildir leyfa og rek eyjabúskap fram á þennan dag. Ég athuga í fyrsta lagi hvaða eyjar hafa verið byggðar en það er engin leið að kortleggja nytj- aðar eyjar því þær eru svo óend- anlega margar og heimildir eru einnig óljósar hvað það snertir. Þá reyni ég að gera mér grein fyrir sérkennum eyjabúskapar í samanburði við landbúskap og mismuninn á þessum búskapar- háttum og breytingum á þeim í tímans rás. Einnig athuga ég tengslin á milli eyjarskeggja og þeirra sem búa á landi. Það er jú augljóst að breytingarnar á eyjabúskapnum standa í tengsl- um við þær breytingar sem eiga sér stað í atvinnuháttum almennt svo það er ekki hægt að einblína á hann um of einan og sér. Grundvallarheimild mín fyrir fortíðina er að sjálfsögðu Jarða- bók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem er alveg stórkostleg heimild. Auk þess styðst ég við aðrar gamlar ritaðar heimildir. Iivað nútímann varðar hef ég gert vettvangsrannsóknir, og þá sérstaklega í Breiðafjarðareyjum en þær eru þungamiðja þessa verkefnis. Ég notfæri mér einnig loftljósmyndir til þess að spá í landnýtingu og leifar frá eldri skeiðum. Niðurstöðurnar munu síðan birtast sem kafli í öðru bindi bókaflokksins íslensk þjóð- menning sem Jón Hnefill Áðal- steinsson og Haraldur Ólafsson hafa umsjón með og hyggjast hefja útgáfu á fljótlega. Ánnað verkefni sem ég hef unnið að er skylt því fyrrnefnda en það er um sel og seljabúskap á íslandi og þá fyrst og fremst á Reykjanesskaganum en þar hef- ur seljabúskapur verið stundaður af hvað mestu kappi, hvort sem menn trúa því eða ekki. Kvennalandafræði Sem kona þá er eðlilegt að ég hef fengið áhuga á rannsóknum sem tengjast konum sérstaklega. Ég byrjaði á að velta fyrir mér búsetu kvenna samanborið við búsetu karla og niðurstöðurnar komu ekki á óvart. Því minni og einhæfari sem staðirnir eru því einhæfara er atvinnulífið og þess vegna er færri konur þar að finna en karla. Sé atvinnulíf einhæft er það enn einhæfara fyrir konur og gott dæmi um það eru litlu út- gerðarstaðirnir. Þar mætum við þeirri þversögn að þar er veruleg eftirspurn eftir vinnuafli kvenna en þaðan er hvað mestur flótti ungra kvenna. fframhaldi af þessu hef ég ver- ið að reyna að rannsaka atvinnu- líf kvenna og atvinnuþátttöku þeirra sem er mjög verðugt rann- sóknarefni." - Pað eru setn sagt ákveðin við- fangsefni innan landafræðinnar sem mœtti nefna „kvennalanda- frœði"? „Já, það má segja það. Brýnt rannsóknarefni er til dæmis at- vinnuþáttaka kvenna eftir búsetu og kannski er enn brýnna að kanna atvinnumöguleika eftir búsetu og kortleggja og leita skýringa á hinum kyngreinda vinnumarkaði. Þá væri þörf á að athuga vandamál kvenna í sam- bandi við það að samræma störf sín á heimili og á vinnumarkaði og áhrif tækninýjunga á konur. Það mætti kanna hvernig hið op- inbera sinnir sérstökum þörfum þeirra eftir því hvar þær búa og þau skilyrði sem fjölskyldulífi er búið eftir landshlutum og starfs- greinum. Þá má nefna rannsóknir á launamisrétti og rannsóknir á flutningum kvenna en þeim hefur lítið verið sinnt enda þótt rann- sóknir á fólksflutningum hafi mikið verið stundaðar. Örnefni og konur Sumir velta fyrir sér hvort um- hverfisskynjun kvenna sé önnur en karla og það er hún tvímæla- laust. Til dæmis hafa sumir stúd- entar mínir, sem unnið hafa að söfnun ömefna, komist að því að karlar eru miklu betri heim- ildarmenn um örnefni en konur. Það er vegna þess að konur hafa verið bundnari við heimahúsin allt frá því að þær voru smástelp- ur en karlarnir hafa verið meira' úti við, bæði við leiki og störf. Umhverfisskynjun hlýtur þannig að mótast af tengslum við um- hverfið. Rannsóknir á stöðu konunnar í þriðja heiminum eru að verða mjög umfangsmiklar og land- fræðingar hafa þar lagt hönd á plóginn. Ég vil leyfa mér að full- yrða að þessar rannsóknir eru meðal þess merkasta sem fram hefur komið í félags- og hagfræði að undanförnu, því það hefur komið í ljós svo ekki verður á móti mælt að þær breytingar, sem eru að eiga sér stað í þriðja heiminum og við köllum gjarnan „þróun“, hafa oft haft mjög nei- kvæð áhrif á líf og kjör kvenn- anna í þessum löndum. Þá hefur það einnig sýnt sig að breytingar sem stefnt hefur verið að hafa ekki náð fram að ganga þar vegna þess að ekki var hugað að því hvaða hlutverki konurnar gegna í samfélaginu.“ Vil upplifa allan heiminn - Að lokum Guðrún, hver var ástœðan fyrir því að þú fékkst upphaflega áhuga á landafrœð- inni? „Áhugi minn á landafræði kemur upphaflega til af áhuga mínum á heiminum, að sjá og upplifa allan heiminn og ekki síst svo fjarlæga heimshluta einsog þriðja heiminn. Ég byrjaði reyndar háskólaferil minn á því að kenna á námskeiði um þróun- arlönd með aðaláherslu á Afríku og áður hafði ég skrifað um Afr- íku í bókaflokknum Lönd og lýð- ir. Því miður hef ég ekki haft neina aðstöðu til rannsókna í þróunarlöndunum en ef hún væri fyrir hendi þá myndi ég gjarnan vilja leggja hönd á plóginn við rannsóknir um líf og kjör kvenna þar.“ -vd. Miðvikudagur 3. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.