Þjóðviljinn - 03.09.1986, Side 15

Þjóðviljinn - 03.09.1986, Side 15
ÍÞRÓTTIR England Wimbledon efst! -þegar 4. umferð er hálfnuð. WestHam og Tottenham töpuðu. Smáfélagið Wimbledon gerði sér lítið fyrir og skaust á topp ensku 1. deildarinnar. Wiinble- don sigraði Charlton á útivelli 0:1 er því efst þegar 4. umferðin er hálfnuð. Það var Dennis Wise sem tryggði Wimbledon sigurinn með marki á 87. mínútu. Þetta er ótrú- legt afrek hjá þessu litla félagi, en það er aðeins níu ár síðan liðið hóf keppni í ensku deildarkeppn- inni og eru nú í fyrsta sinn í 1. deild. Frank Mcavennie kom West Ham yfir á 19. mínútu gegn Nott- ingham Forest, en Nigel Clough og Neil Webb skoruðu 2 mörk á tveimur mínútum og tryggðu Forest sanngjarnan sigur. Colin Clarke skoraði eftir að- eins 3 mínútur fyrir Southampton gegn Tottenham og var það hans fimmta mark á keppnistímabil- inu. Tottenham sótti mun meira en Peter Shilton stóð sig mjög vel og hélt hreinu. Það var svo Danny Wallace sem gulltryggði sigur Southampton þremur mín- útunt fyrir leikslok. Það leit allt út fyrir jafntefli í leik Everton og Oxford í síðari hálfleik. Trevor Steven kom Everton yfir snemma í síðari hálf- leik en Ray Houghton jafnaði stuttu síðar. Alan Harper kom svo Everton yfir á 72. mínútu og Kevin Langley bætti þriðja mark- inu við átta mínútum fyrir leiks- lok. Það voru þeir Niall Quinn og Tony Adams sem tryggðu Arse- nal sigur á Sheffield Wednesday. Chelsea hefur gengið erfiðlega 2. deild kvenna Aftur og nýbúið KA-stúlkurnar léku nákvsem- lega sama leik og KA-strákarnir gegn Skallagrími á Akureyri á laugardaginn. KA vann Skal- lagrím 13-0 í síðasta leik A-riðils 2. deildar kvenna. Anna Gunnlaugsdóttir gerði 5 mörk, Hjördís Ulfarsdóttir 3, Valgerður Jónsdóttir 3, Erla Sigurgeirsdótt- ir 1 og Tinna Óttarsdóttir. Sá mis- skilningur hafði átt sér stað að Skallagrímur hefði gefið þennan leik fyrr í sumar, en það var ekki rétt. -K&H/Akureyri Ítalía Udinese upp aftur ítalska liðið Udinese, sem eins og kunnugt er var dæmt til að leika í 2. deild mun leika í 1. deild komandi keppnistímabil. Udinese var dæmt til að leika í 2. deild fyrir mútur og getrauna- svindl. Þeir áfrýjuðu og nú um helgina var málið tekið fyrir að nýju. Niðurstaðan var sú að Udinese leikur í fyrstu deild, en hefur keppni með 9 stig í mínus. Liðið sem koma átti í stað Udin- ese, Pisa, leikur því áfram í 2. deild. Þá mun Lazio, sem búið var að dæma til að leika í 3. deild, halda sæti sínu í 2. deild, en á sömu skilmálum og Udinese. -Ibe/Reuter. að skora. Hafa aðeins skorað eitt mark í 4 leikjum og gerðu í gær markalaust jafntefli við Covent- ry. Wimbledon er því efst með 9 stig, Everton í öðru sæti með 8 stig og svo koma Tottenham, Li- verpool, West Ham og Notting- ham Forest með 7 stig. Oldham komst í efsta sæti 2. deildar með sigri á Ipswich 0:1 á útivelli. Oldham er með 10 stig, en næstu lið eru Birmingiiam, Hull, Sheffield United og W.B.A. með 7 stig. Úrslit leikja á Englandi í gær: 1. deild: Arsenal-Sheff. Wed................2:0 Charlton-Wimbledon 0:f Chelsea-Coventry..................0:0 Everton-Oxford...................3:1 Southampton-Tottenham.............2:0 WestHam-Nottm.Forest............. 1:2 2. deild: Barnsley-Leeds...................0:1 Hull-Portsmouth...................0:2 Ipswich-Oldham...................0:1 Shetf.Utd.-Millwall..............2:1 Stoke-W.B.A......................1:1 Þá voru einnig leiknir seinni leikirnir í 1. umferð enska deildarbikarsins. Heildarúrslit í sviga: Blackburn-Wigan..............2:0(5:1) Bolton-Bury..................0:0(1:29 Brentford-Southend...........2:3(2:4) Bristol C-Bournemouth........1:1 (2:1) Burnley-Rochdale.............1:3(2:4) Cambridge-Orient.............1:0(3:2) Crewe-Shrewsbury.............0:4(0:4) Darlington-Scunthorpe........1:2(1-4) Halifax-Huddersfield.........2:2(3:5) Lincoln-Wolves...............0:1 (2:2) Mansfield-Walsall............2:4(2:5) Middlesbrough-Hartlepool 2:0(3:1) Newport-Exeter...............1:0(1:0j Plymouth-Cardiff 0:1 (4:6) Preston-Blackpool.......... ... 2:1 (2:1) Rotherham-Doncaster..........4:1 (5:2) Swansea-Hereford.............5:1 (8:4) Torquay-Swindon..............2:3(2:6) Tranmere-Stockport...........3:3(4:5) Wrexham-Chesterfield.........2:2(4:2) York-Sunderland..............1:3(5:5) - Ibe/Reuter íslands- og Bikarmeistarar í 2. flokki, KR. Þeir tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn, nú fyrir stuttu, með sigri á Fram 4:2 í úrslitaleik. Mynd: E.ÓI. V-Pýskaland Stórsigur Leverkusen Frá Jóni H. Garðarssyni, frétta- manni Þjóðviljans í V-Þýskalandi Bayer Leverkusen styrkti stöðu sína á toppi Bundesligunnar með stórsigri á Köln 1-4 á útivelli. En sex leikir voru í Bundesligunni í gær. Köln byrjaði vel á móti Le- verkusen og átti síst minna í leiknum fyrstu mínúturnar, en þegar líða tók á leikinn fór Le- verkusen að sækja í sig veðrið. Wolfgang Rolff og Herbert Vaas komu Leverkusen yfir í fyrri hálf- leik. Köln fékk gott tækifæri til að minnka muninn, en Klaus Allofs brenndi af í vítaspyrnu. Florian Hinterberger og Christian Schei- er bættu svo tveimur mörkum við fyrir Leverkusen í síðari hálfleik, en Stefan Engels minnkaði mun- inn með marki úr vítaspyrnu. Það var Manfred Kaltz sem var maðurinn á bakvið 2-0 sigur Hamburg á Frankfurt. Hann lagði upp bæði mörkin og átti stórleik. Það voru Heinz Gruendel og Thomas Von Hees- en. Bayer Uerdingen kom á óvart gegn Schalke. Liðið spilaði stífan varnarleik, en varð að sætta sig við tap 2-1. Werner Buttgereit kom Úerdingen yfir með glæsi- legu skoti af 25 metra færi, hans 6. mark á fimm árum. En það dugði ekki til Schalke sótti mun meira. Andre Bistram og Werner Buttgereit skoruðu mörk Schalke. Werder Bremen vann ósann- gjarnan sigur á Gladbach 1-2. Gladbach sótti mun meira en gekk illa að nýta færin. Michael Kutzop kom Bremen yfir með marki úr vítaspyrnu, en Guenter Thiele jafnaði. Hans fyrsta mark fyrir Gladbach, en hann var keyptur frá Dusseldorf fyrir eina milljón marka nú fyrir stuttu, en hefur gengið illa í leikjum með Gladbach. Kutzop bætti við öðru marki fyrir Bremen, einnig úr vít- aspyrnu og innsiglaði sigurinn. Dusseldorf kom á óvart og sig- raði Mannheim 2-0. Það var áhugamaður, Michael Praetz, sem kom Dusseldorf yfir með sínu fyrsta marki í Bundesligunni og Sven Demandt innsiglaði sig- urinn með marki í síðari hálfleik. Dusseldorf kom á óvart í þessum leik. Lék mjög vel og sókn liðsins var mjög góð. Þá vann Borussia Dortmund Homburg 3-0 og stefnir allt í það að Homburg fari beint niður aft- ur. Frakkland Platini ekki með Henri Michel tilkynnti í gær 16 manna hópinn sem leikur gegn Is- lendingum á Laugardalsvellinum eftir viku. í þessum hópi eru 10 leikmenn úr HM-liði Frakka. Michel Platini gefur ekki kost á ser, segist ekki vera tilbúinn. Þá eru þeir Maxime Bossis, Alain Giresse og Dominigue Rochteau hættir að leika með landsliðinu. Þá er Jean-Pierre meiddur, en að öðru leyti er þetta sterkasta lið Frakka. 16 inanna hópurinn lítur því svona út: Markverðir: Joel Bats, Bruno Martini. Varnarmenn: Manuel Amor- os, William Ayache, Patrick Battiston, Basile Boli Jean- Francois Domerque. Miðjumenn: Luis Fernandez, Jean-Marc Ferreri, Bernard Genghini, Fabrice Poullain, jean Tigana, Philippe Vercruysse. Sóknarmenn: Gerard Busc- her, Stephane Paille, Yannick Stopyra. Fyrirliðií stað Platinis er Batt- iston. - Ibe/Reuter Portúgal Enginn úr HM-hópnum Portúgalar eru búnir að velja 40 manna hóp til æfínga fyrir for- riðla Evrópukeppninnar. I þess- um hópi er enginn úr þeim 22 manna hóp er tók þátt í Heimsmeistarakeppninni í Mex- íkó. Ástæðan fyrir þessu er sú að 8 leikmenn liðsins voru dæmdir í bann fyrir að hafa farið í verkfall vegna bónusgreiðslna. Meðal þeirra sem fóru í verkfall voru markvörðurinn Bento og miðju- leikmaðurinn Manuel. Hinir 14 sem eftir voru ákváðu þá að gefa ekki kost á sér til að mótmæla þessum dómi. Þetta setur hinn nýja lands- liðsþjálfara Ruy Seabra í miklum vanda. Hann getur þó huggað sig við það að hann fær að nota markahæsta mann portúgölsku deildarinnar, síðasta keppnis- tímabil, fyrirliða Sporting Lissa- bon, Manuel Fernandes, en hann tók ekki þátt í HM vegna and- stöðu sinnar við fyrrverandi þjálfara landsliðsins, Jose Tor- res. Eins og kunnugt er gekk Port- úgölum frekar illa í heimsmeist- arakeppninni. Unnu England í fyrsta leik, en töpuðu svo fyrir Póllandi og Marokkó. Þá voru þeir þó með sitt besta lið. Portúgalar eru í riðli með Sviss, Ítalíu, Svíþjóð og Möltu og leika fyrst gegn Svíþjóð 12. októ- ber. - Ibe/Reuter

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.