Þjóðviljinn - 03.09.1986, Side 16

Þjóðviljinn - 03.09.1986, Side 16
Lífeyrissjóðirnir Ovissa um önnur lán Eftir þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hjá lífeyrissjóð- um landsins, þar sem þeir kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu, er allt í óvissu um hvað tekur nú við með aðra lánastarfscmi þeirra. Þess vegna eru nú fyrir- huguð mikil fundahöld í þessum mánuði og næsta. Hrafn Magnússon fram- kvæmdastjóri SAL sagöist ekki þora að spá í hvað verður í þessu máli. Hann sagðist þó búast við að sumir sjóðirnir myndu halda uppi einhverri lánastarfsemi áfram, þótt hún yrði minni en hingað til. Hann benti á að hætt væri við að lífeyrissjóðsfélaga skorti veð til frekari lántöku eftir að vera búnir að fá fullt lán hjá Húsnæðisstofnun. Þjóðviljinn hefur hlerað að sumir sjóðir, þeir sterkustu, hyggist halda uppi fullri lána- starfsemi, aðrir muni veita fé- lögum smálán og enn aðrir hætta allri lánastarfsemi. -S.dór Samvinnubankinn Þefur í útibúinu Dagbjört Höskuldsdóttir útibússtjóri. Óánœgja hjá bankamönnum sem sóttu um stöðuna. Pólitískur þefur af ráðningunni Dagbjört Höskuldsdóttir hcfur verið ráðin útibússtjóri Sam- vinnubankans í Grundarfirði. Hefur ráðning hennar vakið reiði bankamanna sem sóttu um stöð- una, þar sem Dagbjört mun aldrei hafa starfað að bankamál- um, en aftur unnið fyrir kaupfé- lög. Þykir vera pólitískur þefur af ráðningunni, þar sem Dagbjört hefur mikið tekið þátt í pólitísku starfi Framsóknarflokksins, hef- ur meira að segja glímt við Alex- ander Stefánsson í prófkjöri í Vesturlandskjördæmi. Nú sár- vantar konu á lista Framsóknar á Vesturlandi í næstu kosningum og mun Dagbjört þykja þar áiit- legur kostur. Þessa Framsóknarfléttu sætta bankamenn sig ekki við og ríkir reiði meðal þeirra vegna alls þessa. -S.dór Hundahald Vátlamir í hund ogkött Hundaeftirlitsmenn íReykjavík vœðasttal- stöðvum. Reykvískir hundar lúsalausir „Það er mikið í húfi, hundarnir bíða ekkcrt eftir okkur og þá þurfum við að geta verið snöggir í snúningum við að grípa þá. „Því höfum við nú fest kaup á talstöðv- um í bílana til að geta verið í stöðugu sambandi okkar í milli.“ Þetta sagði Oddur R. Hjartarson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkursvæðis. Oddur sagði að tvær mann- eskjur væru á ferð um borgina til að sinna kvörtunum vegna hundahalds og til að hafa uppi á hundum sem ganga lausir. Að- spurður um það yfir liverju væri kvartað varðandi óþrif sagði hann þar væri helst um að ræða að fólk léti oft vita þegar það sæi hundaeigendur leyfa hundum sínum að gera þarfir sínar á gangstéttir. Oddur sagðist ekki vita til þess að flær fyndust á hundum, ekki heldur lús. Hvað varðar hunda á víxlum sem minnst var á í Þjóðviljanum í gær, sagði Oddur að fólki hefði verið boðið að greiða árgjaldið fyrir að halda hund, með víxlum þegar það sagðist myndu eiga í erfiðleikum með að kljúfa kostn- aðinn, 4800 krónur. „Þetta fór allt í hund og kött,“ sagði Oddur. „Víxlarnir féllu og þurfti særingar til að fá fólk til að greiða. Nú er þetta hins vegar orðið í góðu lagi, fólk hefur greitt nokkuð skilvís- lega.“ Oddur bað fyrir þau skila- boð að menn settu hunda sína kirfilega í hreinsun sem fram fer í október og nóvember hjá dýra- læknum. -IH Þetta er hundurinn Lubbi í örmum Hildar Garðarsdóttur. Hún heldur á merki sem þýðir að búið er að borga fyrir hann. Lubbi greyið hlaut annars þann vafasama heiður að leika í nýlegri mynd sem ku fjalla um Reykjavík. Síldarsamningarnir Kanadamenn undirbjóða Samninganefnd Sovétríkjanna kemur ínæstu viku. Samningar við Pólverja og Tékka hefjastí vikulokin. j Vesturbær Hljóðfæri í Frostaskjól Borgarráð ákvað í gær að verja 500 þúsund krónum tii kaupa á hjóðfærum í Félagsheimilið Frostaskjól. Hljóðfærin verða notuð til kennslu yngri barna, en verða í eigu félagsheimilisins. Þetta var samþykkt samhljóða í borgarráði, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir benti á að einnig þyrfti að leysa vanda Tónskóla Vesturbæjar, sem ekki hefur fengið endanlega umfjöllun og afgreiðslu í borgarkerfinu. - gg Erfiðasta vandamálið í síldar- sölusamningum okkar um þessar mundir er gegndarlaust undirboð Kanadamanna á heimsmarkaði. Þeir hafa að vísu undirboðið undanfarin ár en sjaldan eins og nú. Matthías Bjarnason viðskiptaráðhcrra sagði í gær að samningar við So- vétmenn hæfust i næstu viku, en við Pólvcrja og Tékka í vikulokin. Matthías sagði að fyrir utan undirboð Kanadamanna hefði fall dollarans og lækkandi olíuverð áhrif á samningana við Sovétmenn. Þeir hefðu lýst yfir vilja sínum á að kaupa af okkur verkaða síld, en verð hefði enn ekki verið nefnt. Sovéska viðskiptakerfið er þungt í vöfum, sem kunnugt er og ekki bætir það úr að nýr maður hefur tekið við þessum við- skiptum við íslendinga, en sá er fór frá hafði séð um þá um árabil og þekkti vel til þeirra viðskipta. Vitað er að Sovétmenn hafa gert kröfur um sérverkun síldar- innar sem er mjög erfið í fram- kvæmd og hafa menn leitt getum að því að þessar kröfur séu settar fram til að fá íslendinga til að falla frá samningum, vegna undirboða Kandamanna í síldar- viðskiptum við Sovétmenn. En þessi mál ættu að skýrast í næstu viku þegar sovéska viðskipta- nefndin kemur til íslands. -S.dór UðÐVIUINN tlífI JHfirirtJWÁRA 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Miðvikudagur 3. september 1986 198. tölublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Frystihúsavandinn Taka erlend lán Ríkisstjórnin samþykkti áfundi sínum í gœr að taka 300 miljón króna erlent lán til að leysa vandafrystihúsanna. Auk þess erþvíbeint til Seðlabanka og Landsbanka að leysa vanda nokkurra beturstœðrafiskvinnslufyrirtœkja Það var samþykkt tillaga frá mér á ríkisstjórnarfundi rétt áðan um að gera ráð fyrir fjár- magni á lánsfjáráætlun næsta árs, sem í gegnum Byggðasjóð verði veitt til þeirra frystihúsa, sem þar eru til meðferðar, en á fimmtudaginn var fjallaði ríkis- stjórnin einnig um vanda frysti- húsanna og þá var samþykkt að fela Landsbanka og Seðlabanka að leysa vanda ákveðinna frysti- húsa með lánum, sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í gær, að loknum ríkisstjórnarfundi. Þá var og samþykkt að Seðlabankinn láni Byggðastofnun fé til að leysa að hluta þann vanda sem hann glím- ir nú við til að bjarga nokkrum frystihúsum. „Ég held aö meö þessu sé þetta mál sæmilega afgreitt frá ríkis- stjórninni, jafnvel þau hús sem talað hefur verið um að erfitt sé að bjarga eru inní þessu dæmi,“ sagði Steingrímur. Tillagan sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær hljóðar svo: „Ríkisstjórnin ákveður að Byggðastofnun skuli á lánsfjárá- ætlun 1987 heimilað að taka lán allt að 300 miljónir króna, eða jafnvirði þess í erlendri mynt. Fé þetta skal endurlána fiskvinnslu - fyrirtækjum íþví skyni að bæta lausafjárstöðu þeirra, eða endur- lána eigendum fiskvinr.slufyrir- tækja, til aukningar á eigin fé fyrirtækjanna.Þar sem fjárhags- vandi margra fiskvinnslufyrir- tækja er mikill beinir ríkisstjórn- in því til Seðlabanka íslands að hann hlutist nú þegar til um að útvega Byggðastofnun þann hluta af lánsfénu sem hún þarf í þessu skyni á árinu 1986. Fé þetta mun endurgreitt Seðlabankanum 1987, enda mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að heimild til lántöku verði veitt á lánsfjár- áætlun þess árs“. Þá sagði Steingrímur Her- mannsson að jafnframt þessu væri gert ráð fyrir því að fram fari skuldbreyting hjá frystihúsunum. Að mati forstjóra Byggðastofn- unar ætti þetta að fara langt með að bjarga vanda fiskvinnslufyrir- tækjanna. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.