Þjóðviljinn - 09.09.1986, Side 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
9
september
1986
þriðju-
dagur
203. tölublað 51. árgangur
PJÖÐVIUINN
ÍÞRÓTTIR
MANNUF
VIÐHORF
Góðœri
Mesta af laár sögunnar
Um 900.000 tonn hafa borist á land á árinu. Metafli hjá
rœkjubátum og smábátum
N
ú stefnir í mesta aflaár ís-
landssögunnar, um 900.000
tonn hafa borist á land fyrstu átta
mánuði ársins samkvæmt tölum
Fiskifclags íslands, og er það
meira en nokkurn tima áður.
Ágústmánuður er metmánuð-
ur í rækjuafla, um 5.200 tonn
hafa veiðst af rækju síðastliðinn
mánuð en á sama tíma í fyrra
veiddust rúmlega 2.800 tonn.
Aukningin stafar að miklu leyti af
því að aukinn fjöldi báta gerirút á
rækju því verð er mjög hátt nú.
Ef sami afli næst á land næstu
Knattspyrna
Vikufrí til
að fagna
Húsvíkingar glaðir,
Völsungur í 1. deild í
fyrsta sinn
Gífurleg fagnaðarlæti brutust
út á Húsavík seint á sunnudaginn
þegar Ijóst var að knattspyrnu-
liðið Völsungur hafði unnið sér
þátttökurétt í fyrstu deild að ári.
Það var engu líkara en liðið hefði
unnið sjálfan íslandsmeistaratit-
ilinn.
Á næsta ári eru liðin 60 ár frá
stofnun íþróttafélagsins
Völsungs og er árangurinn í 2.
deild nú kærkomin afmælisgjöf til
félagsins. Liðið hefur aldrei áður
leikið í 1. deild meistaraflokks
karla og í gleðskap í félagsheimili
Húsavíkur á sunnudagskvöldið'
mátti sjá margar aldnar kempur
með tár í augum. Forráða-
mönnum félagsins bárust heilla-
óskir í formi blóma og skeyta og
formaður Völsungs, Freyr
Bjarnason, sagðist ætla að taka
sér vikufrí til þess eins að fagna
langþráðum áfanga.
AB/Húsavík
Sjá íþróttir bls. 9-12
fjóra mánuði og í fyrra, má búast
við að heildaraflinn á árinu nái
30.000 tonnum sem er meira en
nokkurn tíma áður.
Sömu sögu er að segja af smá-
bátaveiðum, afli báta undir 10
tonnum var í lok ágúst 24.720
tonn en í fyrra veiddust 20.600
tonn sem þótti mjög gott. Þetta
virðist því ætla að verða besta
aflaár smábáta einnig, og þakka
menn bæði fleiri trillum á miðun-
um og betra tíðarfari en var á síð-
asta ári.
- vd.
Karpoff fer
halloka
Fjórtánda skákin í einvígi
Karpoffs og Kasparoffs fór í bið í
gær eftir talsverðar sviptingar, og
hefur heimsmeistarinn allgóðar
vinningslíkur.
Staðan fyrir 14. skákina var 7-6
fyrir Kasparoff, og vinni hann
biðskákina í dag stendur hann
mjög vel að vígi, þarsem
heimsmeistari telst sigurvegari
við jafna vinninga, og þyrfti
Karpoff því að vinna þremur
skákum meira en Kasparoff af
þeim tíu sem eftir eru verði allar
skákir tefldar. JT/-m gjfi 2
Ærslast í Sandgerðislaug: Daníel, Nína Rut, Brynja, Ólöf, Rannveig, Freyja, æðislegt að vera", sögðu krakkarnir um leið og þau busluðu framan í Ijós-
Sylvia, Arney, Helga, Sigrún sem heldur á Helgu litlu fyrir framan sig. „Hér er myndarann. Ljósm.: Sig.
Heilsubót
jpm jC u r u u u
Æði i laugmni
Sundlaug Sandgerðinga endurbœtt á 100 ára afmælinu
Maður skilur nú ekki hvar
krakkarnir léku sér áður því
hér hefur ætíð verið mikið af
börnum í leik og námi síðan sund-
laugin opnaði enda er þetta eina
útisundlaugin hér suður frá,
sagði Erla Eyjólfsdóttir baðvörð-
ur í sundlauginni í Sandgerði er
Þjóðviljamenn kíktu þar inn.
Ýmsar framkvæmdir hafa stað-
ið yfir við íþróttamannvirkin í
Sandgerði, en skólinn, íþróttahús
og útisundlaug eru á einum stað.
Erla sagði að búningsaðstaðan
hefði verið slæm hingað til, sér-
staklega yfir sumartímann þegar
knattspyrnutímabilið stendur
yfir. Það stæði hins vegar til bóta
því nú væri verið að innrétta nýja
klefa, sem kæmu í góðar þarfír.
f Grunnskóla Miðneshrepps
sækja nemendur allt grunnnám
nema 9. bekk,sem ekki hefur ver-
ið starfræktur ennþá. Þurfa þeir
nemendur því að sækja nám til
Keflavíkur.
Kiarasamningar
Ut úr vrtahringnum
Asmundur StefánssonforsetiASI:
Uppstokkun launakerfisins meginverkefni nœstu samninga. Dreifðir samningar hugsanleg leið
Uppstokkun launakerfisins var
frestað við gerð síðustu kjara-
samninga, en það er alveg Ijóst að
við verðum að taka á henni í
næstu samningum. Það er mjög
erfitt að finna flöt á því að gera
róttækar breytingar með því að
gera allt í sömu andránni á cinu
borði og því velti ég þeirri spurn-
ingu upp hvort dreifðir samingar
séu ekki rétta svarið, sagði Ás-
mundur Stefánsson forseti ASÍ í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Ásmundur setur þá hugmynd
fram í leiðara í nýjasta tölublaði
Vinnunnar hvort ekki sé rétt að
verkalýðsfélögin semji jafnvel
sjálf við einstök fyrirtæki í næstu
samningum. Hann sagði í gær að
tilgangurinn með því yrði fyrst og
fremst að komast út úr þeim víta-
hring yfirborgana sem launakerf-
ið væri í nú.
„Það má finna galla á öllum
aðferðum og ég geri mér grein
fyrir að þessi aðferð getur haft
fjölmarga ókosti í föi með sér.
Það er varla hægt að svara því
fyrirfram hvaða starfsgreinar
yrðu útundan ef samið yrði með
þessum hætti, en það er ljóst að
mismunandi staða fyrirtækja og
atvinnugreina getur leitt til mis-
vægis í samningum. En staðan er
jú þannig í dag vegna mismun-
andi yfirborgana og út úr þeim
vítahring verðum við að komast
Þetta kerfi þarf hins vegar ekki
að verða til frambúðar og það
mætti vel hugsa sér að næstu
samningar verði síðan nýttir til
samræmingar, sagði Ásmundur.
Vilhjálmur Egilsson hagfræð-
ingur VSÍ sagði í gær að þessa
hugmynd þyrfti að ræða
gaumgæfilega. „Þetta hefur
augljósa kosti og galla, en það er
sjálfsagt að ræða þessa hugmynd
eins og aðrar. Þessi aðferð gæti í
mörgum tilvikum verið mjög
þung í vöfum og við þetta myndu
báðir aðilar að vissu leyti missa
samtakamáttinn,“ sagði Vil-
hjálmur.
-gg
Forsœtisráðherra
Á flótta með
falskt skegg
Fyrrverandi forsætisráðherra
Túnis flúði í síðustu viku til Alsír
og komst yfir landamærin
skrýddur rauðri tyrkjahúfu, með
dökk sólgeraugu og falskt yfir-
skegg.
Múhameð Mzali hafði verið
forsætisráðherra frá 1980 og ver-
ið talinn „erfingi“ hins aldna Bo-
urgiba þar til hann féll í ónáð í júlí
í sumar. Að sögn fréttastofunnar
Tab í Túnis laumaðist hann útum
bakdyrnar á húsi sínu í úthverfi
Túnisborgar, var ekið að alsírsku
landamærunum og laumaðist yfir
þau dulbúinn. - reuter.