Þjóðviljinn - 09.09.1986, Síða 13
HEIMUMNN
Herlög tekin
í gildi í Chile
eftir misheppnað banatilrœði gegn Pinochet
Santiago - Lýst var yfir her-
lögum í Chile í gær eftir að
vinstri sinnaðir skæruliðar
höfðu gert misheppnað bana-
tilræði gegn Augusto Pinochet
forseta landsins. Fimm af sex
lífvörðum hans létu lífið en
hann slapp með skrámu á
vinstri hendi.
Pinochet birtist í sjónvarpinu í
gær með vinstri höndina í sára-
bindum og sagði hann þar frá til-
ræðinu. Hann bætti við að nú
stæði yfir styrjöld „milli Marxista
og lýðræðis eða milli upplausnar
og lýðræðis“.
Vinstri sinnaðir skæruliðar
hafa lýst yfir ábyrgð sinni á til-
ræðinu og sagt að í næsta skipti
muni þeim ekki mistakast. Þetta
tilræði var gert aðeins fjórum
dögum áður en þess verður
minnst í Chile að þrettán ár eru
liðin síðan her landsins steypti
Salvador Allende forseta úr stóli
og kom á einræðisstjórn.
Pinochet slapp...
Kínverska
lögreglan hefur handtekið 63
menn i héraðinu Shanxi í miðhluta
Kína og lagt hald á tugi þúsunda
verðmætra forngripa, sem glæpa-
flokkar ætluðu að selja olöglega,
að sögn Alþýðudagblaðsins í Pek-
ing. Erlenda útgáfa blaðsins segir
að „ákveðnir menn og hópar“ hafi
fært sér í nyt ferðamannastraum-
inn til landsins síðan 1979 til að
selja útlendingum dýrmætar forn-
minjar. Shanxi-hérað og höfuð-
borg þess Xian, eru talin vagga
kínverskrar menningar í fornöld
og er þar mikið af fornum minjum.
Alþýðudagblaðið sagði að lög-
reglan hefði gómað fjölmarga
glæpaflokka í tveimur borgum í
héraðinu og lagt hald á meira en
26000 forngripi. Einnig hefði lög-
reglan handtekið smyglara frá
borginni Macao, sem er undir
stjórn Portúgala, og lífvörð hans:
er smyglaranum gefið að sök að
hafa smyglað munum út úr Kína
ellefu sinnum á einu ári.
Samkvæmt herlögunum fá
stjórnvöld í Chile vald til að tak-
marka upplýsingafrelsi, funda-
frelsi og ferðafrelsi,koma á rit-
skoðun á fréttum, einkabréfum
og öðru, og handtaka menn án
dóms og laga og senda þá í útlegð
utanlands eða innan. Síðast voru
herlög í gildi í Chile frá nóvember
1984 til júnímánaðar 1985 og
voru þá sex tímarit og blöð
stjórnarandstöðunnar bönnuð,
útgöngubann var fyrirskipað og
miklar handtökur voru í fátækra-
hverfum. Samkvæmt fréttum frá
Chile voru a.m.k. tveir
stjórnmálamenn stjórnarand-
stöðunnar handteknir í gærmorg-
un og hermenn gerðu húsleit í fá-
tækrahverfum í Santiago.
Ráðist var á bifreið Pinochet
seint í fyrrakvöld um 29 km fyrir
austan Santiago, þegar hann var
að koma til bæjarins frá sveita-
setri sínu. Lokuðu u.þ.b. tólf
skæruliðar veginum með vagni en
aðrir skæruliðar komu í bifreið á
eftir forsetanum og var ráðist á
hann með vélbyssum, rifflum og
sprengjum. Kom þá til bardaga
milli skæruliða og lífvarða Pino-
chets, og biðu fimm lífverðir hans
bana en tíu særðust, en Pinochet
sjálfan sakaði ekki að öðru leyti
en því að hann fékk skrámu af
sprengjubroti á vinstri hendi.
Sprengutilræði í Stokkhólmi
Stokkhólmi - Sprengja sprakk í
húsi í miðhluta Stokkhólms í
gær, þar sem útlægir fulltrúar
Þjóðarflokks Afríku höfðu
bækistöðvar sínar, og olli hún
miklum skemmdum en ekkert
manntjón varð.
Sten Anderson, utanríkisráð-
herra Svíþjóðar, sem kom á stað-
inn skömmu eftir sprengjutil-
ræðið, sagði að þetta væri brjál-
æðisleg aðgerð, og sagðist hann
ætla að biðja leiðtoga flokksins í
Lúsaka persónulega afsökunar á
því að slíkt skyldi geta komið
fyrir í Svíþjóð. Hann sagði einnig
að menn Þjóðarflokksins ættu
rétt á auknu öryggi í landinu.
enda hefði tilræðið getað orðið
mörgum mönnum að bana.
Þegar blaðamenn spurðu utan-
ríkisráðherrann hvort draga bæri
þá ályktun af tilræðinu að flugu-
menn frá Suður-Afríku væru að
störfum í Svíþjóð, svaraði hann,
að tilræðið væri verk geðveiks
manns og væri það hlutverk lög-
reglunnar að hafa upp á honum.
Engin samtök hafa enn sem kom-
ið er lýst yfir ábyrgð á verknaðin-
um.
Svíar hafa lengi barist gegn að-
skilnaðarstefnu í Suður-Afríku
og veita þeir Þjóðarflokknum
fjárhagslegan stuðning, en þeir
hafa ekki viljað stöðva viðskipti
við landið.
Sprenging í
ráðhúsi Parísar
Mannfall
í flug-
vélar-
Sjötugur
kínverskur eftirlaunamaður kom
hjólandi inní Lhasa, höfu&borg Tí-
bet, á föstudaginn og lauk þannig
27.000 km löngum reiðhjólatúr í
gegnum öll héruð Kína, að því er
fréttastofan Nýja Kína sagði í gær.
Þessi ferð hafði tekið meira en tvö
og hálft ár. Reiðhjólakappinn, Wu
Jisheng að nafni hafði áður unnið í
úraverksmi&ju í bænum Chong-
qing í héraðinu Sichuan í miðhluta
Kína, og var hann í góðri þjálfun
eftir að hafa æft hjólrei&ar í
flmmtán ár. Hann hoppaði á bak
reiðhjóli sinu í júlí 1983, og síðustu
7000 km hjólaði annar áhugamað-
ur, Chen Kaiming 61 árs að aldri,
með honum. Wu sag&i fréttastof-
unni að hann hefði í huga a& fara í
annan hjólreiðatúr gegnum
Suðaustur-Asíu.
París - Mikil sprenging varð í
gær í pósthúsi við hliðina á
ráðhúsi Parísar, og var talið að
um sprengjutilræði væri að
ræða. Kona ein lét lífið og sex-
tán særðust. Allir þeir sem
voru staddir í ráðhúsinu yfir-
gáfu það þegar í stað og héldu
slökkviliðsmenn og sprengju-
sérfræðingar á vettvang. Jacq-
ues Chirac, forsætisráðherra,
sem einnig er borgarstjóri Par-
ísar, var á fundi með nokkrum
ráðherrum til að ræða um al-
mannaöryggi, en hann fór
einnig strax á staðinn, þar sem
sprengingin haföi orðið.
Þessi sprenging varð aðeins
hálftíma eftir að tólf Kúrdar, sem
höfðu lagt undir sig skrifstofu
flugfélags íraks í hjarta Parísar og
tekið átta menn í gíslingu, höfðu
gefist friðsamlega upp fyrir lög-
reglunni. Kúrdarnir höfðu með-
ferðis handsprengjur og sprengi-
efni og sögðust þeir vera að mót-
mæla fjöldamorðum, sem her ír-
ERLENDAR
FRÉTTIR
EINAR MÁR/d r i t~t C D
JÓNSSON /R E U I E R
aks hefði framið á Kúrdum. Áður
en þeir gáfust upp, hótaði einn
skæruliðinn að sprengja bygging-
una í loft upp.
Pósthúsið var í rústum eftir
sprenginguna og virtist sprengj-
unni hafa verið komið fyrir við
afgreiðsluborðið. Mikill viðbún-
aður hefur verið í París, síðan
misheppnað sprengjutilræði var
gert í neðanjarðarlest í borginni í
síðustu viku. Óttast menn að
skæruliðar frá Austurlöndum
nær, sem krefjast þess að hryðju-
verkamenn í frönskum fangels-
um verði látnir lausir, hefji nýja
hermdarverkaherferð, og hefur
þess vegna aukið lögreglulið ver-
ið flutt til borgarinnar.
ram
Karachi - Tala þeirra sem féllu,
þegar víkingasveitir gerðu
árás á flugræningjana, sem
höfðu rænt þotu frá Pan Am
flugfélaginu á fliígvellinum í
Karachi, komst upp í nítján í
gær. Sögðu talsmenn sjúkra-
húss að þrír hefðu látist af sár-
um stnum. Af þeim sem biðu
bana fyrir kúlum ræningjanna
voru þrettán Indverjar, tveir
Bandaríkjamenn og tveir Paki-
stanar en um þjóðerni tveggja
var ekki vitað. Hin opinbera
fréttastofa landsins skýrði frá
því að af þeim hundrað
mönnum sem særðust væru
32 enn á sjúkrahúsum í Kar-
achi. Nokkrir voru fluttir tii
Frankfurt og Bombay í fyrra-
dag og aðrir hafa fengið að
fara úr sjúkrahúsi.
Lögreglan hefur haldið uppi
víðtækri leit að mönnum sem
kynnu að hafa verið í vitorði með
flugvélarræningjunum. Fjórir
ræningjar voru handteknir og
munu þeir hafa gefið upp einhver
nöfn við yfirheyrslur. Yfir þeim
vofir dauðarefsing. Haft er eftir
lögreglumönnum, að þeir hafi
gert húsleit í ýmsum húsum í
tveimur fínum hverfum í Karachi
og einnig leitað í farfuglaheimil-
um að hugsanlegum vitorðs-
mönnum.
Nokkrar deilur hafa verið um
frammistöðu víkingasveitar-
manna, sem handtóku ræningj-
ana, og hefur Rajiv Gandhi, for-
sætisráðherra Indlands, ásakað
þá fyrir klaufaskap. Segja sumir
að þeir hafi ekki komið á vett-
vang fyrr en fimmtán mínútum
eftir að skothríðin hófst.
Danmörk
Hægri klúbbur rægirGert Petersen
Frá Gesti Guðmundssyni, fréttaritara Þjóö-
viljans I Kaupmannahöfn:
Að undanförnu hafa hvað eftir
annað birst opinberlega, ásakan-
ir á hendur Gerts Petersen for-
manns Sósíalíska þjóðarflokksins
fyrir að hafa verið nasisti á yngri
árum.
Að vísu hefur Gert Petersen
fyrir löngu viðurkennt að hann
var félagi í samtökum ungnasista
í nokkra mánuði þegar hann var
13 ára en hann hefur um leið sýnt
framá að síðar snerist hann á sveif
með andspyrnuhreyfingunni.
Bæði flokksfélagar og andstæð-
ingar Gerts Petersen hafa lýst því
yfir að bernskubrek hans sé löngu
liðin tíð og enginn efist lengur um
hollustu hans við lýðræðið.
Samt hafa þessar ásakanir
haldið áfram að birtast í hægri
blöðum, lesendabréfum, og nú
síðast í vikublaðinu Se og hör sem
birti mynd af einkennisklæddum
ungnasistum og hélt því fram að
einn þeirra væri Gert Petersen.
Síðar kom það í ljós að Gert Pet-
ersen hafði aldrei í slíkan búning
komið og unglingurinn á mynd-
inni líktist honum ekki einu sinni.
Á föstudaginn afhjúpaði viku-
blaðið Sosialistisk week-end
hvernig á þessari rógsemi stend-
ur. Hún er skipulögð af ofstækis-
fullum samtökum and-
kommúnista sem kalla sig Varð-
berg (Selskabed til værnd for
dansk folkestyrelse). Samtökin
eru hálfgerður leyniklúbbur, en
meðal stuðningsmanna þeirra
eru Erhard Jacobsen formaður
Mið-demókrata, Færeyingurinn
Ole Breckman og ýmsir frammá-
menn í Framfaraflokki Glistrups.
Samtökin hafa sent út fjölritað
uppkast af gögnum gegn Gert
Petersen til allra félaga og stuð-
ingsmanna og þau hafa beitt
ítökum sínum í fjölmiðlum til að
hamra á róginum.
Flokkur Gert Petersen nýtur
vaxandi vinsælda og það verður
stöðugt líklegra að hann taki við
stjórnartaumunum ásamt kröt-
um eftir næstu kosningar. Rógs-
herferð Varðbergs mun tæplega
ná þeim tilgangi sínum að draga
úr þessum líkum.