Þjóðviljinn - 09.09.1986, Síða 14
FLÓAMARKAÐURINN
(búð óskast
Starfsmaður Þjóðviljans óskar eftir
að taka á leigu 2-3ja herb. íbúð sem
fyrst. Tvennt í heimili. Reglusemi og
öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í
síma 681331 kl. 9-17.
íbúð til sölu
Til sölu er einstaklingsíbúð i
Laugarneshverfi. Ný teppi, nýmál-
uð. Ibúðin er ósamþykkt, en mjög
snyrtileg. Uppl. í síma 83809. '
Örlagið
hefur ánægju að kynna Dagbók
Lasarusar, nýja Ijóðabók eftir Kjart-
an Árnason. Bók sem lyftir andan-
um og er til sölu hjá höfundi.
Hamrahlíð 33A, Máli og menningu,
Eymundssyni og Laxdalshúsi á Ak-
ureyri. Örlagið, sími 32926.
Tilboð óskast í
24 hestafla loftkælda
Lister dieselvél með stefnisröri og
skiptiskrúfubúnaði. Uppl. í s.
51018.
Vel með farinn
Swit-Hun barnavagn til sölu
Verð ca. 5 þús. kr. Uppl. veitir Björg
ísíma 20095 til kl. 16.00.
Kalkoff, 3ja gíra reiðhjól til sölu
Verðhugmynd kr. 6 þús. Uppl. í s.
32098.
Lftil sambyggð trésmíðavél
til sölu
Uppl. í síma 37666. Mig vantar
gamla saumavól fyrir lítinn pening.
Sími 76803.
Hjónarúm
Til sölu lítið notað hjónarúm ásamt
náttborðum úr massífri furu. Selst
ódýrt aðeins kr. 14.000.- Þeir sem
hafa áhuga, hringi í síma 84310.
Skólaföt á börnin
Jogging-gallar úr bómullar- og
glansefnum á kr. 1.500.- Ennfrem-
ur allskyns sérsaumur. Spor í rétta
átt, sími 15511.
Ódýrt fullorðinsreiðhjól óskast
Sími 622829.
Sófasett til sölu ódýrt
Sími 18038 eftir kl. 5.
Húsnæði óskast
Ungt og reglusamt par í algjörum
húsnæðisvandræðum óskar eftir
íbúð til leigu sem allra fyrst. Góðri
umgengni og skilvísum greiðslum
heitið. Sími 13174.
Rösk og ábyggileg
unglingsstúlka
óskast til ræstinga í heimahúsi í
Þingholtunum 1 sinni í viku, 4-5
tíma í senn. Þarf að kunna til verka.
Uppl. ís. 27989 eftir kl. 18.
Barnahúsgögn til sölu
Samstætt skrifborð og hillur frá Ný-
borg til sölu ódýrt. Sími 38153 á
kvöldin.
2ja metra langur
tekkborðstofuskápur fæst gefins.
Uppl. í s. 37898 eftir kl. 9 á kvöldin.
Óska eftir að kaupa rúm
og kommóðu fyrir 4ra ára barn.
Sími 16461. Á sama stað er til sölu
ungbarnarúm og sæng.
Bókasafnsfræðingur með barn
óskar eftir lítilli íbúð í Reykjavík eða
á Seltjarnarnesi. Uppl. í s. 21792
eftir kl. 5.
Hjól hefur tapast
frá Seljabraut 78. Hjólið er gult og
blátt drengjahjól, ítalskt BÍMX-gerð
með handbremsu. Finnandi láti vita
í síma 73668. .
Kolakyntur suöupottur
fæst gefins
gegn brottflutningi. Sími 10329.
Kvenúr fannst
við Osta- og smjörsöluna við
Snorrabraut fimmtudaginn 28. ág-
úst. Uppl. í s. 14987.
Hæ, hæ allir hressir húseigendur
Viljum taka á leigu lítið hús eða íbúð
í Reykjavík. Erum mjög róleg og
reglusöm. Getum borgað einhverja
fyrirframgreiðslu ef nauðsyn krefur.
Vinsamlegast hafið samband við
Hjördísi í s. 79126 í kvöld og næstu
kvöld.
Karlmaður óskar eftir
herb. í vesturbæ
má vera í kjallara. Uppl. í s. 15564.
Til athugunar
fyrir skólanemendur sem
vetursetu hafa í borginni o.fl.
Til sölu mjög ódýrt skrifborð, bóka-
hillur nokkur stykki, 2 stærðir, smá-
borð, ofl. Sími 33094.
Austin Allegro árg. ’78
til sölu á kr. 10.000.- Uppl. í síma
37666.
4 ungir páfagaukar
fást gefins og 2 búr fylgja. Uppl. í s.
40511 eftir kl. 5.
Til leigu
er 4ra herb. ibúð fyrir reglusamt
fólk. Uppl. í s. 34879 eftir kl. 18.
Ung hjón með eitt barn
óska eftir 2ja-3ja herb. íbúð, helst í
Hólahverfi. Reglusemi og mögu-
leiki á fyrirframgreiðslu. Uppl. í s.
31471.
3 ungiingarúm
með dýnum o.fl. fást gefins gegn
því að þau verði sótt. Sími 37745.
Bíll til sölu
Góð Lada til sölu árg. 1976. Verð-
hugmynd 35.000,- Staðgreidd.
Uppl. í síma 688204 eftir kl. 9 á
kvöldin.
Fatlaður maður
óskar eftir aö kaupa lítið notað lit-
asjónvarp með fjarstýringu. Uppl. í
s. 14637.
Körfustóiar - gítar
Tveir körfustólar til sölu kr. 1.500.-
kr. stk. Kosta 3.000.- nýir. Einnig
Yamaha þjóðlagagítar til sölu. Selst
ódýrt. Uppl. í s. 22461.
íbúð óskast
26 ára einstæð móðir með eitt barn
óskar eftir 2ja herb. íbúð sem fyrst.
Öruggar mánaðargreiðslur. Góðri
umgengni heitið. Meðmæli ef ósk-
að er. Uppl. í s. 73426 eftir kl. 17.
íbúð óskast
Systkin óska eftir 3ja-4ra herb.
íbúð. Öruggar mánaðargreiðslur, s.
73426 eftir kl. 17.
Óska eftir ýmsum notuðum
handverkum til trésmíði
svo sem smergeli, lítilli hjólsög o.fl.
Sími 72072.
Ford Cortina árg. ’69 til sölu
Ekin 90 þús. km. Uppl. í síma 74008
síðdegis og á kvöldin.
Til sölu vel útlítandi svaiavagn
kr. 1.800.-, sem nýr ungbarnastóll
kr. 900.- og Silver Cross kerra með
svuntu, skermi og innkaupagrind
kr. 4.800.- Uppl. s. 27628 eða
53805 eftir kl. 19.
Atvinna óskast
Ég er 17 ára stúlka og mig vantar
atvinnu nú þegar. Vinsamlegast
hafið samband í síma 84563.
Á mölinni mætumst með
bros á vör — ef bensíngjöfin
HEIMURINN
Ástralía
Sömu íhaldsúiræðin
Stjórn Verkamannaflokksins íklípu - Stirðnandi sambúð við
Bandaríkin - Niðurskurður á velferðarkerfinu
Bob Hawke forsætisráðherra.
Stjórn Verkamanna-
flokks Bobs Hawkes í Ást-
ralíu er í slæmri klemmu:
hún þarf að „stjórna krepp-
unni“ og sýnist ekki hafa
önnur ráð á prjónum en sí-
gild íhaldsúrræði. Ástra-
líumenn hafa búið við
versnandi greiðsluhalla,
þeir hafa safnað feiknar-
lega miklum erlendum
skuldum og er ein helsta
ástæðan sú, að helstu út-
flutningsvörur þeirra hafa
lækkað mjög í verði og þá
ekki síst málmar. Og Bob
Hawke ætlar nú að svara
því ástandi með miklum
niðurskurði á fjárlögum,
sem mun m.a. höggva stór
skörð í velferðarkerfi í
landinu.
Keating fjármálaráðherra ger-
ir ráð fyrir að halli á fjárlögum
verði miljarði ástralíudollara
minni en gert var ráð fyrir. Samt
sem áður verður verulegur halli á
fjárlögum. En breytingar þær
sem stærstar eru frá fyrra fjárlag-
aári eru þessar: útgjöld ríkisins
verða skorin niður um þrjá milj-
arði ástralíudollara. Þar af eru
500 miljónir skornar af velferð-
arkerfinu, 300 miljónir af fram-
lögum til heilbrigðismála. Lagðar
eru á nýjar álögur uppá 1,4 milj-
arði dollara (á bensín, vín, lúxus-
bíla - og svo á heilbrigðisþjónust-
una).
Þeir éta
okkar köku
Keating var bersýnilega meira
en lítið argur útí umheiminn þeg-
ar hann flutti fjárlagaræðu sína.
Hann sagði, að aðrir hefðu skorið
rækilega af þjóðarköku Ástralíu-
manna og það er ekki út í bláinn
sagt. Markaðsöflin hafa leikið
málmútflutninginn grátt, en svo
hefur það valdið Ástralíu-
mönnum miklum erfiðleikum, að
Bandaríkin hafa dembt á niður-
greiddu verði af offramleiðslu
sinni á korni og sykri yfir ýmsa
helstu kaupendur ástralskra mat-
væla - Sovétmenn og Kínverja.
Ástralíumenn hafa að sönnu ekki
átt í þeim djúptæka ágreiningi um
kjarnorkumál við Bandaríkin
sem hefur hrakið Nýja Sjáland út
úr hernaðarbandalaginu ANZ-
US, en það er til dæmis um
versnandi sambúð við Bandarík-
in, að Ástralíumenn hættu við að
taka þátt í heræfingum með
bandarískum sveitum „af sparn-
aðarástæðum". Og utanríkisráð-
herra landsins hefur gefið það til
kynna að vel geti verið að Ástra-
líumenn verði að hætta við vopn-
akaup í Bandaríkjunum vegna
þess tekjutaps sem stafar af
bandarískum útsölum á niður-
greiddum matvælum.
Ástralíumenn bönnuðu ártð
1983 sölur á úrani til Frakka í
mótmælaskyni við tilraunir
þeirra með kjarnorkuvopn á
Kyrrahafi. Og það segir sína sögu
af því hve hart þeir telja sig
keyrða í utanríkisviðskiptum nú,
að nú verður þessi útflutningur
aftur leyfður.
Meira en
járnfrúin þorir
En eins og fyrr segir taka menn
mest eftir þeim harkalega niður-
skurði á útgjöjdum ríkisins sem
þykir með miklum ólíkindum
þegar Verkamannaflokkur á í
hlut. Stjórn Hawkes ætlar m.a.
að fresta hækkun á eftirlaunum,
afnema námsstyrki og gera ýmis-
legt fleira sem breska blaðið Gu-
ardian segir, að frú Thatcher
áræði ekki að gera í Bretlandi.
Aftur á móti megi segja, að nið-
urskurður á útgjöldum til heilsu-
gæslu, framfærslu, kennslumála
og áform um að halda launa-
hækkunum innan þess ramma að
þær séu ekki nema hálfdrættingar
á við verðbólguna hverju sinni -
allt þetta gæti verið komið beint
úr breskum fjárlögum liðinna
ára. Sem og frestun á lækkun
tekjuskatta, sem lofað hafi verið
og hærri skattar á bensín, vín og
ýmsan munaðarvarning.
Stjórn Bobs Hawkes trúir ber-
sýnilega á hrossaskammta -
öllum þeim ráðstöfunum sem fyrr
voru nefndar dembt yfir lands-
menn á einu bretti. Þar með ætlar
stjórnin að minnka hallann á fjár-
lögum um 40% og halda ríkisút-
gjöldum fullkomlega í skefjum.
Stjórnin kveðst nú vilja meiri
fjárfestingar og minni neyslu og
gerir samt ráð fyrir því, að áfram
dragi úr hagvexti - í bili að
minnsta kosti. Fari hann úr 4%
niður í 2,5%, en verðbólgan
verði áfram um 8%, sem sýnist
ekki mikið en er samt meiri en
hjá helstu viðskiptavinum Ástral-
íumanna (ástralski dollarinn hef-
ur verið á niðurleið að undan-
förnu vegna þess misræmis m. a.).
Fylgishrun
Allt mun þetta vekj a upp mikla
reiði í vinstri armi flokksins, eins
og lög gera ráð fyrir. Bob Hawke
hefur lengst af átt allgóða
sambúð við verkalýðsfélögin, en
forseti alþýðusambandsins,
Simon Crema, hefur Iýst áhyggj-
um sínum af þeim tilburðum til
að frysta launin sem fram koma í
efnahagsráðstöfunum stjórnar-
innar. Leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, John Howard, hefur eins
og hægrimanns var von og vísa
gagnrýnt ráðstafanirnar vegna
þess að í þeim felst aukin skatt-
heimta af ýmsu tagi - og líklegt er
að það miðjufólk sem stutt hefur
Verkamannaflokkinn taki undir
þá kveinstafi.
Þegar öllu er til skila haldið
sýnist mjög ólíklegt að stjórn
Bobs Hawkes takist á því rúma
ári sem er til næstu kosninga að
koma af stað nokkru því „efna-
hagsundri" í Ástralíu, sem um
muni og dugað gæti til að endur-
heimta það fylgi sem nú hefur
streymt frá honum. Fyrst fyrir
þær sakir að ekki væri á málum
tekið fyrr en um seinan, og svo
fyrir það, að Verkamannaflokk-
ur kann í hinu ástralska dæmi
ekki önnur ráð en íhaldið.
-áb tók saman
Söngfólk
Selkórinn á Seltjarnarnesi óskar eftir söngfólki í
allar raddir.
Bráðhress félagsskapur. Fyrirhuguð söngför er-
lendis.
Upplýsingar og skráning hjá:
Stefáni sími 626434
Pálu sími 618357
Ástu sími 611446
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN