Þjóðviljinn - 09.09.1986, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 09.09.1986, Qupperneq 16
1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA Þriðjudagur 9. september 1986 203. tðlublað 51. árggngur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Kaffibaunamálið Sigurður gaf fyriimælin SigurðurÁ. Sigurðsson viðurkennir að hafa gefið fyrirmœli umfaktúrufalsanir. Erlendur og Hjalti neita allri ábyrgð. Sigurður segist hafa haft samráð við Hjalta Sigurður Árni Sigurðsson for- stöðumaður skrifstofu SÍS í London og éður deildarstjóri fóð- urvörudeildar viðurkenndi í yfir- heyrslum fyrir Sakadómi í gær að hafa gefið fyrirmæli um að notað yrði tvöfalt kerfi vörureikninga vegna kaupa Sambandsins á kaffibaunum í Brasilíu. Hins veg- ar hafi hann ekki tekið ákvörðun um það, heldur gert það í sam- ráði við Hjalta Pálsson fram- kvæmdastjóra innflutnings- deildar. Hjalti og Erlendur Einarsson forstjóri SIS hafa fram að þessu neitað að hafa borið ábyrgð á ó- löglegum kaffibaunaviðskiptum Sambandsins og undandrætti af- sláttar sem ganga átti til Kaffi- brennslu Akureyrar. Ber Er- lendur við nær algerum þekking- arskorti á málinu. Jónatan Sveinsson ríkissaksóknari telur sig hins vegar hafa ástæðu til að ætla að Erlendur viti meira en hann upplýsir. Þeir Erlendur, Hjalti, Sigurð- ur, Gísli Theódórsson og Arnór Valgeirsson eru ákærðir fyrir að hafa á árunum 1980 og 1981 náð undir SÍS með refsiverðum hætti um 200 miljónum með því að halda eftir í sjóðum fyrirtækisins afslætti af kaffibaunum, sem átti að renna til Kaffibrennslu Akur- eyrar og til neytenda í iækkuðu vöruverði. Auk þess eru þeir ákærðir fyrir skjalafals og gjald- eyrisbrot. Greiðslur inn á bankareikning í Sviss sem skráður var á Pierre Luogon er þáttur í rannsókninni, sem ekki hefur fengist upplýstur. Bæði Erlendur og Hjalti segjast ekkert kannast við þær greiðslur. -gg Ráðstefna á norður- slóðum r Igær var sett á Hótel Loftleiðum ráðstefna um uppgræðslu Jands á norðurslóðum sem haldin er á vegum Alþjóða- norðurskautsráðsins. Ráðstefn- an stendur út þessa viku og sitja hana 90 manns víðs vegar að úr heiminum. Ráðið var stofnað árið 1979 og forseti þess er Louis Rey frá Sviss, en höfuðstpðvar þess eru í Mónakó, þar sem það var stofnað. „í Mónakó hefur alltaf verið mjög mikill áhugi á umhverfis- vernd og þess má geta að Prins Albert var um aldamótin mikill frumkvöðull og áhugamaður um verncjun gróðurs“ sagði Louis Rey í samtali við blaðið í gær. Þetta er 7. ráðstefna ráðsins og kvaðst Rey mjög ánægður með hversu margt fræðimanna væri á ráðstefnunni. Alla ráðstefnudag- ana verða haldnir fyrirlestrar um skógrækt á norðurslóðum, iandnám, þróun og röskun gróð- urs og framleiðslu á sáðvöru svo örfá dæmi séu tekin. -vd. Sjónvarp Páll fluttur Páll Magnússon varafrétta- stjóri sjónvarpsins hefur verið ráðinn fréttastjóri nýju stöðvar- innar sem taka mun til starfa í næsta mánuði. í gær var haft eftir Páli í útvarpi að launamál ráði miklu um að hann ákveður að söðla um. í Valhallarheimilinu: eitt rúm setið, annað autt. Launin of lág, enginn fæst til starfa. (mynd: Sig) Valhöll Bömin send heim Foreldrar skiptast á að hafa börnin heima vegna skorts á starfsfólki. Lág launfœlafrá Eins og er vantar okkur ófag- iært fólk. Nánar tiltekið tvo aðstoðarmenn á deild fyrir 10 mánaða til tveggja ára börn. Við höfum auglýst eftir starfsfólki í nokkrar vikur en ekkert gengur, sagði Ingibjörg Snævarr for- stöðumaður barnaheimilisins Valhöll við Suðurgötu. „Þess vegna þurftum við að grípa til þess ráðs í gær að leita eftir sam- starfi við foreldrana og biðja þau um að skiptast á að hafa börnin sín heima. Hluti barnanna var heima í gær og annar hluti þeirra verður heima í dag.“ Ingibjörg sagði að foreldrarnir hefðu sýnt málinu mikinn skiln- ing. Aðspurð um ástæðuna fyrir því að fólk virðist ekki vilja vinna þessi störf sagði Ingibjörg vera lág laun. „Byrjunarlaun hjá 18 ára ófaglærðri stúlku eru 20.500 á mánuði. Margar hafa sýnt þessu starfi áhuga en hætta við vegna lágra launa. Ég hef stundum haldið að þetta væri allt að smella saman en þá hætta stúlkurnar við. Ein ætlaði til dæmis að hefja störf en hætti við því hún gat fengið sömu laun fyrir hálfsdags vinnu annarstaðar. Ingibjörg sagði ennfremur að þetta vanda- mál væri ekkert einsdæmi á Val- höll. „Þetta er víðtækt vandamál vegna lágra Iauna.“ Að lokum sagði hún að hún vonaðist til þess að það þyrfti ekki að vísa börnun- um frá Valhöll lengi enn. SA. SUJ Ungkratar gegn hemum Vilja uppsögn varnarsamningsins. Framsókn hvíli sig þingi Sambands ungra jafn- aðarmanna á laugardaginn samþykkt ályktun um að rétt að segja upp svokölluðum narsamningi við Bandaríkja- Talið er „ekki sæmandi frjálsri þjóð að vera með erlent herlið í landi sínu“ og sagt ljóst að „eftir- litshlutverk" herstöðvarinnar sé hægt að leysa af hendi með miklu minni umsvifum en nú. Með tilliti til þessa og samskiptaörðugleika við Bandaríkjastjórn eigi að segja upp samningnum, en nú strax þurfi að takmarka starfið við nauðsynlegt eftirlit, auka forræði og þátttöku íslendinga í eftirlitinu, láta íslensk lög gilda í herstöðinni og „afnema með öllu einokun einstakra fyrirtækja“ á herframkvæmdum. Á SUJ-þinginu var samþykkt stjórnmálaályktun þarsem lögð er áhersla á að Alþýðuflokkurinn verði í stjórn eftir næstu kosning- ar. Þar segir einnig að Framsókn- arflokknum sé best að einbeita sér að endurhæfingu utan ríkis- stjórnar. Nýr formaður SUJ var kjörinn María Kjartansdóttir úr Hafnar- firði. -m Vari Jón býst við rannsókn Þessar ásakanir eru þannig vaxnar að ég tel óhjákvæmilegt annað en að þau verði athuguð nánar, sagði Jón Helgason dómsmálaráðherra í sam- tali við Þjóðviljann í gær aðspurður um hvort orðið yrði við beiðni um opinbera rannsókn á öryggisþjónust- unni Vara. Nokkrir starfsmenn Securitas fóru fyrir skömmu fram á að starfsemi Vara og Securitas yrði rannsökuð og týndu/til fjöimörg atriði sem gera starfsemi Vara vafasama. Jón sagði í gær að „það væri nauðsynlegt að kanna hvort þessar ásakanir ættu við rök að styðjast.“ -gg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.