Þjóðviljinn - 11.09.1986, Blaðsíða 5
SKEIÐARA
Rett einsog bæjarlækur
Skeiðarárhlaup að renna útísandinn
í sól og fallcgu veðri þeystu út-
sendarar Þjóðviljans austur um
sveitir í silfurgljáandi Subaro
gæðing sínum með það höfuð-
markmið í huga að berja augum
Skeiðarárhlaupið, helsta hald-
reipi gúrkutíðarfréttamannsins,
mynda það í bak og fyrir, og
skrifa stórkostlegar lýsingar á
þeim ógnarkrafti náttúruaflanna
sem þarna fær framrás. En ekki
eru allar ferðir til fjár, og, eins og
ein heimavön stúlka í Öræfa-
sveitinni sagði, þá var Skeiðaráin
í hennar augum „rétt eins og
bæjarlækur...“ Því miður,
hlaupið hafði sjatnað um helming
er við komum að. Engu að síður
þótti okkur nokkuð til koma, því
ekki var allur kraftur úr Skeiðará
enn. A kafla mátti sjá hvar hún
braust fram í mjóum streng með
tilheyrandi drýlum og mann-
skepnan var ósköp smá við hlið-
ina á þeim ógnaröflum sem þar
byltust um sandana.
Er okkur bar að Skeiðarárbrú
voru þar tveir vatnamælinga-
menn að störfum. Með apparati
festu í trissu sem hékk á bílnum
mældu þeir dýpt árinnar undir
brúnni endilangri með u.þ.b. 2-3
metra millibili. Þetta er ærið
verk, enda Skeiðarárbrú löng en
við svifum á þá og báðum þá að
segja okkur frá gangi hlaupsins.
Þeir Bjarni Kristinsson og
Snorri Zophaniasson voru að
vonum brosleitir yfir seinheppni
okkar gúrkutíðarfréttamanna.
Þeir sögðu að það væri venju-
legur gangur Skeiðarárhlaupa að
áin vex á löngum tíma en síðan
dregur úr hlaupinu á mun
skemmri tíma. - Þeir töldu að á
þeim sólarhring, sem liðið hafði
síðan hlaupið náði hámarki,
hefði sjatnað í ánni um helming..
„Það er erfitt að segja alveg
ákveðið um það, en líklega náði
hlaupið hámarki aðfaranótt
mánudags. Þá var áin rúmlega
840 metra breið og 5,60 metrar
mesta dýpt og frá brúnni séð var
áin sem hafsjór á að líta því
hvergi sást í eyrar. Rennsli árinn-
ar var um 2000 rúmmetrar á sek.
þegar mest var og til samanburð-
ar má geta þess að sumarrennsli í
Þjórsá er 400 rúmmetrar á sek. og
50 í Blöndu þannig að vel má
ímynda sér hvflíkt rennsli hér er á
ferð. Og til gamans má geta þess,
að þegar áin hættir að vaxa má
ætla að kominn sé einn rúmkíló-
metri af vatni ofan úr Grím-
svötnum, hingað niður á sanda“.
- Hvernig hlaup er þetta á
mælikvarða Skeiðarárhlaupa?
„Þetta var lítið hlaup, mjög
svipað og hlaupið sem var 1982.
Menn voru búnir að spá stóru
hlaupi og reiknuðu það út frá hæð
Grímsvatna, en svo virðist nú
sem framrásin hafi hækkað þar
einhverra hluta vegna. Það vildi
svo til að samtímis Skeiðarár-
hlaupi nú komu hlaup í Súlu og
Sandgígjukvísl sem líklega eiga
upptök í Grænalóni og margir
vildu meina að þar væri komin
skýringin á litlu hlaupi Skeiðarár.
Sú er þó ekki raunin og ekkert
bendir til að vatn hafi hlaupið úr
Grímsvötnum í þær“.
Hór sést glöggt hversu hátt upp á varnargarðinn Skeiðará náði þegar beljand-
inn var sem mestur og hér, hefur hún náð að rífa með sér grjót og möl úr
garðinum.
Sameinaðar stöndum við
Þjóðviljinn spyr
1. Hvað veldur að illa gengur í
kjarabaráttu kvenna?
2. Hvað er til ráða?
Helga Jóhannesdóttir svarar
1 ■ Sjálfsagt er margt sem
veldur því að kjarabarátta
kvenna hefur gengið eins hægt og
raun ber vitni en eina aðalástæð-
una tel ég vera ósamstöðu.
Allt of margar konur bera því
við að þær hafi hvorki tíma né
áhuga, það má vel vera en ef ár-
angur á að nást verðum við að
standa saman því að öðruvísi
næst sáralítill árangur. Eins og
við vitum er vilji allt sem þarf.
Það næst sáralítill árangur ef
við ætlumst til að einhverjar örfá-
ar konur eigi að standa í því fyrir
okkur hinar að ná fram kjara-
bótum. Tökum fiskvinnsluna
sem dæmi. Þar er greiddur bónus
ofan á tímakaup (sem eru lúsar-
laun) og til þess að ná sæmilegri
bónusgreiðslu verðum við, sem
framleiðum stóran huta af
gjaldeyristekjum þjóðarinnar, að
leggja á okkur óhóflegt erfíði.
Það er alveg vitað mál að það
endist enginn í þessu aukna álagi
nema takmarkaðan árafjölda því
allflestar konur sem stunda vinnu
utan heimilis eru sko aldeilis ekki
búnar að ljúka sínum vinnudegi
þegar heim er komið. Það bíður
ýmislegt ógert heima fyrir sem
ekki gerir sig sjálft eða fer neitt í
burtu meðan að konurnar standa
í fiskvinnslu eða annarri vinnu frá
kl. 8 á morgnana til kl. 7 á kvöldin
ogiafnvel um helgar líka.
Eg skil mætavel að þessar kon-
ur eigi ekki mikla orku eftir til að
sinna félagsmálum en samt verð-
um við að gera okkur það ljóst að
ef við ætlum að ná fram árangri í
kjarabáráttunni verðum við að
berjast fyrir því sjálfar. Okkur
verður ekki fært neitt á silfurfati,
síður en svo.
Það er ekki alltaf hægt að
kenna öðrum um það sem illa
gengur. Kannski höfum við ekki
verið nærri því nógu vakandi og
áhugasamar sjálfar, því verðum
við að berjast fyrir betri kjörum
með samstöðu og aftur sam-
stöðu. Sömu laun fyrir sömu
vinnu hefur heyrst í gegnum ára-
tugi en hvernig er það í raun? Því
miður, það er bara búinn til titill
fyrir „tippalingana", verkstjóri,
flokkstjóri, lagerstjóri, eða
eitthvað því um líkt því þá er hægt
að borga „aðeins“ hærri laun þótt
unnin sé sama vinnan. Hvernig
væri nú að taka höndum saman
og styðja við bakið hver á annarri
hvar í stétt sem við erum.
Við konurnar sjálfar höfum
ekki verið nærri því nógu virkar í
öllu því sem viðkemur kjarabar-
áttu því er nú ver og miður. Nú er
kominn tími til að snúa blaðinu
við, taka höndum saman og
sækja fast mannsæmandi laun svo
að við þurfum ekki að vinna
myrkranna á milli. Ef við náum
því þá höfum við lengri tíma til að
sinna áhugamálum, vera meira
með fjölskyldunni, því lífið á að
vera aðeins meira en bara vinna
og streð.
2. Ef ég ætti nú einhverja alls-
herjar lausn á þessu máli þá væri
nú gaman að lifa (sem það nú
annars er). Samstaða númer eitt,
tvö og þrjú og meiri fræðsla. Þá
mun nú einhver spyrja: „í hvaða
formi ætti sú fræðsla að vera?
Enginn mætir á fundi til þess að
hlusta á þessa fræðslu".
Þessi fræðsla þyrfti að koma
inn í skólana. Ekki man ég til þess
á minni skólagöngu að neitt væri
minnst á verkalýðsfélög, önnur
stéttafélög eða starfsemi þeirra
og hvaða tilgangi þau þjóna yfir-
leitt í daglegri vinnu. í grunn-
skólum hjá 12-14 ára gömlum
börnum. Það verður líka að huga
vel að því hvernig þetta yrði
framsett. í léttu aðgengilegu
formi, ekki bara þurr lestur og
upptalning á hvað á að gera og
hvað á ekki að gera, því að ef
þeim er sagt frá þessu áður en þau
koma út á hinn almenna vinnu-
markað verða þau betur undirbú-
in og meðvituð um það sem þar er
að gerast.
Að lokum þetta, sameinaðar
getum við náð miklu betri árang-
ri, sundraðar komumst við ósköp
hægt fram á við.
Helga Jóhannesdóttir er verka-
kona á Stöðvarfirði
Flmmtudagur 11. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5