Þjóðviljinn - 11.09.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.09.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTflR Jool Bats markvörður Frakka í vandræðum eftir hornspyrnu, aðþrengdur af eigin varnarmönnum og Sævari Jónssyni (6). Péfur Pétursson lenqst til hæqri Mynd: E.Ol. Ísland-Frakkland Rós í hnappagatið! Jafntefli gegn Evrópumeisturunum - einhver bestu úrslit í íslenskri knattspyrnusögu. Verðskuldað þóttnaumt vœri í lokin íslensk knattspyrna fékk rauða rós í hnappagatið í gær. Það er varla hægt að biðja um betri byrj- un í Evrópukeppni landsliða - stig tekið af sjálfum Evrópu- meisturunum í fyrsta leik, og það verðskuldað. Munurinn á liðun- um var ótrúlega lítill og leikað- ferð Sigfrieds Held landsliðsþjálf- ara gekk upp. íslensku leikmenn- irnir náðu ekki í þetta stig með stífri varnarknattspyrnu - þeir vörðust vel og léku skynsamlega og yfirvegað. íslenska landsliðið hefur burði til að standast þeim bestu snúning, það sást enn og aftur á Laugardalsvcllinum í gær- kvöldi. Leikurinn var lengst af í jafnvægi og liðin sóttu til skiptis. Á nokkrum köflum náðu Frakk- ar að pressa talsvert en gekk mjög illa að skapa sér færi og í fyrri hálfleiknum var íslenska lið- ið hættulegra. Arnór Guðjohn- sen skaut yfir franska markið rétt utan markteigs á 5. mínútu eftir góðan undirbúning Ásgeirs Sig- urvinssonar og Péturs Péturs- sonar á vinstra vængnum. Á 15. mínútu sendi Ragnar Margeirs- son fyrir markið, Omar Torfason skallaði á Arnór sem skaut í varn- armann og í horn. „Ég hefði getað skorað með smá heppni, boltinn hefði farið á erfiðan stað fyrir markvörðinn ef hann hefði ekki breytt stefnu,“ sagði Arnór. En besta færið kom á 22. mín- útu þegar Arnór tók hornspyrnu og Sævar Jónsson skaut framhjá af markteig. Ragnar var við bolt- ann líka og þeir Sævar virtust setja hvor annan úr jafnvægi. Joel Bats markvörður var kom- inn útúr markinu og allt opið. Frakkar áttu eitt umtalsvert færi í hálfleiknum. Bernard Genghini komst í skotfæri á 14. mínútu eftir nett spil og Bjarni Sigurðsson varði skot hans naum- lega í horn. „Þetta var erfitt skot, hann var í góðu færi inni í teignum en ég tók réttan séns,“ sagði Bjarni. Seinni hálfleikur þróaðist svip- að. Frakkar náðu af og til nokk- urri pressu en íslenska liðið náði alltaf að vinna sig útúr henni og loka öllum leiðum. Aftur voru ís- lensku marktækifærin hættulegri, Ásgeir Sigurvinsson átti hörku- skot á 51. mín. sem Joel Bats varði og rétt á eftir gómaði Bats boltann af tám Péturs Péturs- sonar á síðustu stundu. Á 71. mín. átti Ásgeir glæsisendingu innfyrir vörnina á Arnór sem virt- ist ætla að sleppa í gegn en hinn 19 ára gamli nýliði, Basile Boli, náði að elta hann uppi og loka hann af á snyrtilegan hátt. Mótspyrnan fór sífellt meira í skapið á Frökkunum og Vercrysse slapp vel með gult spjald þegar línuvörður sá hann hrækja á íslenskan leikmann. Sig- urður Jónsson skallaði yfir mark Frakka eftir hornspyrnu Ásgeirs á 77. mín. en strax í næstu sókn kom fyrsta hættulega færi Frakka í hálfleiknum. Fernandez náði góðu skoti rétt utan vítateigs en Bjarni varði vel. Mínútu síðar komst Genghini í opið færi en skaut yfir. Arnór Guðjohnsen var nálægt því að tryggja íslandi sigur á 79. mín. Hann og Sigurður Jónsson spiluðu sig fallega í gegnum miðja vörnina, Arnór slapp inní 'vítateiginn en renndi boltanum naumlega framhjá Bats og stöng- inni fjær. Bats varð að hlaupa út- fyrir vítateiginn tveimur mínút- um síðar til að bægja hættunni frá eftir góða sendingu Ásgeirs innfyrir vörnina. En í lokin mátti ekki miklu muna að Frakkar næðu að knýja fram sigur í örvæntingarfullum lokatilraunum sínum. „Þegar við sáum að lítið var eftir kom svipuð staða upp í hugann, og í leikjum sem við höfum tapað á síðustu mínútunum. Við þorðum ekki að taka áhættu og við það opnuðust leiðir fyrir Frakkana,“ sagði Atli Eðvaldsson fyrirliði. Sævar Jóns- son bjargaði á síðustu stundu í horn þegar hár bolti fór afturfyrir vörnina og á allra síðustu mínút- unni slapp ísland með skrekkinn. Vercruysse fékk boltann á mark- teig, markið virtist blasa við hon- um, en hann var lengi að athafna sig, Gunnar Gíslason náði að hirða boltann og bægja hættunni frá. Rétt á eftir var flautað af - Frakkarnir gengu niðurlútir og sárir af leikvelli og margir þeirra neituðu að taka í hendur íslensku leikmannana í leikslok. „Þetta er stór stund fyrir okk- ur, ég er mjög ánægður með úr- slitin. Baráttan var góð í liðinu, allir lögðu á sig það sem þurfti, og eftir færum hefðum við getað unnið leikinn. Það var ekki að sjá að við værum að leika við sjálfa Evrópumeistarana,“ sagði Ás- geir Sigurvinsson. Vörn íslenska liðsins stóð sig mjög vel í leiknum. Gunnar Gíslason, Sævar Jónsson og Ág- úst Már Jónsson voru sterkir og samhentir og unnu flest návígi gegn frönsku sóknarmönnunum. „Ég er mjög ánægður með hvern- ig vörnin lék fyrir framan mig, hún datt aðeins niður um miðjan seinni hálfleik en það tókst að hnýta hana saman aftur. Þetta var alveg eins leikur og gegn Skotum og Spánverjum í fyrra, nema nú kom stigið. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust,“ sagði Bjarni Sigurðsson markvörður. Vörnin fékk líka góðan stuðn- ing. Sigurður Jónsson og Atli Eð- valdsson léku sem nokkurs konar bakverðir og Ómar Torfason var rétt framan við vörnina. Ragnar og Ásgeir komu einnig vel til baka og með þessu tókst íslenska liðinu að loka á miðjuspil Frakk- anna, þeim tókst sárasjaldan að finna leiðir til að senda á fram- herjana. „Vinnslan á miðjunni var númer eitt og réð mestu um úrslitin. Þetta er ekki uppáhalds- staðan mín á vellinum en mér er sama hvar ég spila i landsleikjum - maður er að spila fyrir íslands hönd og það skiptir mestu máli,“ sagði Sigurður Jónsson. „Við lékum þennan leik af skynsemi og sú mikla reynsla sem þetta lið býr orðið yfir hefur mikið að segja. Sigi Held trúði því aidrei virkilega að við gætum þetta - og hann er hamingjusam- asti maðurinn hérna í kvöld,“ sagði Atli Eðvaldsson, sem byrj- ar vel sem fyrirliði. Það er ósanngjarnt að tína til einstaka leikmenn, allt liðið lék vel, en að öðrum ólöstuðum áttu Ragnar Margeirsson og Ásgeir Sigurvinsson bestan leik. Þeir réðu ríkjum á löngum köflum á miðjunni og að leika slíkt gegn mótherjum á borð við Tigana og Fernandez segir sína sögu. En það sem mestu máli skipti var að það var samheldið og samstillt lið sem náði þessum úrslitum, ekki nokkrir einstaklingar. Heilsteypt liðsheild með gott vald á nýrri leikaðferð - stig gegn sjálfum Evrópumeisturunum og ótrúlega stutt í sigur. Þetta er árangur og úrslit sem jafnast á við það besta til þessa í íslenskri knattspyrnu- sögu. Ísland-Frakkland Leikurinn í tölum Laugardalsvöllur 10. september ísland 0 Frakkland 0 Dómari: Alan Ferguson (Skotlandi) Áhorfendur: 13,758 Island: Bjarni Sigurðsson - Gunnar Gíslason, Ágúst Már Jónsson, Sævar Jónsson - Sigurður Jónsson, Ómar Torfa- son, Ragnar Margeirsson, Ásgeir Sigur- vinsson, Atli Eðvaldsson - Arnór Guð- johnsen, Pétur Pétursson. Frakkland: Joel Bats - William Ayache, Manuel Amoros, Basile Boli, Patrick Batt- iston - Phillippe Vercruysse, Jean Tigana, Luiz Fernandez, Bernard Genghini - Yannick Stopyra, Stephane Paille. Gul spjöld: Pétur Pétursson (54. mín), William Ayache (56.), Phillippe Vercrysse (65.), Manuel Amoros (89.) Bjarni Sigurðsson - 2 erfið skot varin, 1 auðvelt. 7 góð úthlaup, 1 slæmt úthlaup. Gunnar Gíslason - 16 góðar sendingar, 2 slæmar. Vann bolta 17 sinnum, tapaði 2svar. Ágúst Már Jónsson - 11 góðar sendingar, 4 slæmar. Vann bolta 22svar, tapaði 5 sinnum. Sævar Jónsson - 20 góðar sendingar, 5 slæmar. Vann bolta 18 sinnum, tapaði 5 sinnum. Eitt skot á mark, framhjá. Sigurður Jónsson - 14 góðar sendingar, 4 slæmar. Vann bolta 6 sinnum, tapaði 1 sinni. Einn skalli á mark, yfir. Omar Torfason - 7 góðar send- ingar, 5 slæmar. Vann bolta 7 sinnum, tapaði aldrei. Ragnar Margeirsson - 8 góðar sendingar, 3 slæmar. Vann bolta 9 sinnum, tapaði 1 sinni. Ásgeir Sigurvinsson - 22 góðar sendingar, 5 slæmar. Vann bolta 11 sinnum, tapaði 4 sinnum. Eitt skot á mark, varið. Atli Eðvaldsson - 12 góðar sendingar, 4 slæmar. Vann bolta 12 sinnum, tapaði aldrei. Einn skalli á mark, varinn. Arnór Guðjohnsen - 11 góðar sendingar, 4 slæmar. Vann bolta 4 sinnum, tapaði 1 sinni. Þrjú skot á mark, 2 framhjá og eitt yfir. Pétur Pétursson - 10 góðar sendingar, 5 slæmar. Vann bolta 6 sinnum, tapaði 2svar. Franska liðið átti 12 skot eða skalla á mark, 10 framhjá, 2 var- in. lsland átti 6 skot, 3 framhjá, 1 varið af varnarmanni, 2 af mark- manni. Island fékk 6 hornspyrnur, Frakkland 6. Dæmdar voru 24 aukaspyrnur á ísland fyrir brot, 17 á Frakk- land. Islensku sóknarmennirnir voru 5 sinnum dæmdir rangstæðir, þeir frönsku aldrei. -Ibe/VS Evrópukeppnin Stórsigur Rúmena Rúmenar, með 8 Evrópumeistara frá Steua innanborðs, burstuðu Austurríkismenn 4-0 í 1. riðli Evrópu- keppni landsliða f knattspyrnu í gær- kvöldi. Finnland og Wales gerðu jafntefli, 1-1, í 6. riðli og í 7. riðli voru tvö jafntefli. Belgar og írar skildu jafnir f Brussel, 2-2, og þar jafnaði Liam Bra- dy fyrir íra úr vftaspyrnu á síðustu mínútu. Skotar og Búlgarir gerðu 0-0 jafntefli í Glasgow. í vináttuleikjum unnu Svíar Eng- lendinga 1-0 í Stokkhólmi og Danir unnu Austur-Þjóðverja 1-0 í Leipzig. -VS/Reuter -VS Fimmtudagur 11. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.