Þjóðviljinn - 11.09.1986, Blaðsíða 6
SKEIÐARA
Ritari
Viöskiptaráðuneytiö óskar að ráða ritara
sem fyrst.
Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlanda-
máli æskileg.
Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu Arn-
arhvoli fyrir 20. september n.k.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því,
að gjalddagi söluskatts fyrir ágústmánuð er
15. september.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna
ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
ÞJOÐVILIINN
Við viljum ráða duglegt og hresst sölufólk í kvöld-
og helgarvinnu, við að safna áskrifendum.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Pétursdóttir í
síma 681333.
LAUS STAÐA
Staöa skrifstofumanns í Þjóðminjasafni íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Helstu verkefni, sem í starfinu felast, eru þessi:
Gjaldkerastörf, umsjón meö reikningshaldi og áritun reikninga, bókhald að
hluta og ýmis skrifstofustörf, eftir því sem aðstæöur leyfa og þörf krefur.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og starfsferil skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu fyrir 10. október næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið, 8. september 1986
Þaö sér vel til Skeiðarár af hlaðinu í Skaftafelli og hér bendir Ragnar til vatnasvæðisins.
Skaftafell
Þetta ern lítil hlaup
Staldrað við hjá Ragnari í Skaftafelli. *
Hlaupin nú lítil miðað við þau sem áður voru.
Það er sérkennileg tilfinning að
standa á hlaðinu í Skaftafelli um-
kringdur náttúruöflum sem lengi
vel mótuðu líf og kjör ibúa Skaft-
afellssýslna. íshjálmurinn gnæfir
yfir og í logninu söng hinn þungi
beljandi Skeiðarár undir þar sem
hún rennur í kvíslum og strengj-
um niður af bænum. Og jöklafýl-
an var enn stæk þótt hún væri víst
ekkert á við það sem hún var á
fyrri dögum hlaupsins. Við knúð-
um dyra og ræddum stutt við
Ragnar um Skeiðarárhlaup. Ég
AFMÆLISlfíGAFA
vegna 70 ára afmælis Guðrúnar Guðvarðardóttur
FERÐA-
SÖGUR
FRÁ
VESTFJÖRÐUM
NIÐJATAL
Þóru
Gunnlaugsdóttur
frá Svarfhóli
Álftafirði
Guðrún Guðvarðardóttir
í tilefni af 70 ára afmæli Guðrúnar Guðvarðardóttur í vor s.l.
mun Starfsmannafélag Þjóðviljans gefa út ferðasögur hennar frá Vestfjörðum
og niðjatal Þóru Gunnlaugsdóttur frá Svarfhóli.
Bókin er væntanleg á markaðinn í október.
Þeir sem hug hafa á að tryggja sér eintak geta
hringt í síma 681333/73687 (Jóhannes) og 610398 (Jörundur)
eða fyllt út pöntunarseðil og sent Starfsmannafélagi Þjóðviljans.
Pósthólf 8020, 128 Reykjavík.
Nöfn áskrifenda munu birtast í bókinni sem heillakveðja.
Bókin kostar kr. 1.300.- til áskrifenda.
(Útsöluverð úr búð verður kr. 1.500.-).
Pöntunarseðill
Nafn
Heimili Sími
Póstnúmer
spurði fyrst hvernig væri að vera í
svona jöklafýlu.
„Það er allt í lagi með jöklafýl-
una“, segir Ragnar og brosir.
„Það er tilbreyting í henni. Þetta
var nú lítið hlaup, en lyktin samt
mjög mikil. Hlaupin núorðið
renna rólega fram og á löngum
tíma. Þau vaxa hægt, víkka far-
veginn út smátt og smátt og fjara
hægt út. Frá 1939 hafa hlaupin
verið misstór. Síðasta stórhlaup
var 1938 og stærsta hlaup af ró-
legri hlaupunum var 1954.
Þú segir að þáttaskil hafi orðið
1939, hvernig voru hiaupin fram
að því?
„Þau voru styttri, oftast viku í
senn og ruddust fram með meira
offorsi. Þá var jakaburður mun
meiri og stundum bar áin fram
ísjaka sem voru á við hálf íbúðar-
hús að stærð. Hún flæmdist oft
yfir stóran hluta Skeiðarársands
austur með öllu og olli víðtækum
gróðurskemmdum á engja-
löndum og graslendi austur með
öræfabyggðum. Hér í Skaftafelli
var lengi einn bær og stóð niðri
við sandinn, nokkuð vestar en
Þjónustumiðstöðin er nú. Þar
voru tún og engjalönd á láglendi
en Skeiðará færðist austar með
hverju hlaupi og tók meir og meir
af landi. Svo fór að lokum að bær-
inn var færður upp í brekkuna og
hér standa Skaftafellsbæir enn í
dag.
Gæti Skeiðarárbrú staðið slíkt
hlaup af sér?
„Það tel ég af og frá. Það er
slíkur straumur í ánni og mikill
jakaburður að hún þolir varla
slíkt“.
Ég segi við Ragnar að það
hljóti að vera sérkennilegt að búa
í svo nánu samneyti við náttúru-
öflin sem íbúar þar gera. Hann
samsinnir því og minnir á að íbú-
ar Skaftafellssýslna hafi um aldir
búið í nábýli við mikil náttúruöfl
og ófáir þurft að bregða búi
vegna þess. Minnir hann á Skaft-
árelda 1783 og þær hamfarir sem
oft fylgdu Kötlugosum.
Og svo er um Skaftafellsbónd-
ann eins og fleiri sem búa í návist
slíkra ofurafla að úr svip og fasi
skín yfirvegun og ró sem margan
skortir sem býr í öruggari lands-
hlutum.
-GH
Tóbaksvarnanámskeið
Lungna- og berklavamadeild mun í haust halda 2
námskeið til stuðnings þeim sem vilja hætta að
reykja, en hefur ekki tekist upp á eigin spýtur.
Námskeiðin verða á þriðjudögum frá kl. 13-
14.30. Það fyrra byrjar 7. október en það síðara
11. nóvember.
Á hvoru námskeiði verða haldnir 5 fundir með
skuggamyndasýningum og umræðum á eftir.
Þátttakendur fá afhenta möppu með fræðsluefni
fundanna.
Frá og með fyrsta fundinum er hætt að reykja.
Námskeiðsgjald er 2.000 kr.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru beðnir að
skrá sig í síma 22400 frá kl. 9-11 virka daga.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
Lungna- og berkiavarnadeild
(gengið inn frá Egilsgötu).
Aðalfundur VERNDAR
Aðalfundur félagasamtakanna Verndar verður
haldinn miðvikudaginn 17. sept. nk. kl. 17.30 í
funda- og ráðstefnusal ríkisstofnana, Borgartúni
6.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.