Þjóðviljinn - 11.09.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.09.1986, Blaðsíða 12
------—--w---- ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Austurlandi Boöaö hefur verið til aöalfundar kjördæmisráös á Austurlandi á Fáskrúðsfirði 11.-12. október. Samkvæmt reglum ráðsins skal hvert aðildarfélag kjósa einn fulltrúa fyrir hverja 8 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Er því áríðandi að þau félög sem ekki hafa haldið aðalfund geri það hið fyrsta til að kjósa í kjördæmisráðið. Framkvæmdanefnd. ÆSKULÝÐSFYIKINGIN Hagfræðinámskeið! Efni: Þjóðhagsreikningar og Hugtök í Hagfræði. Leiðbeinandi: Ari Skúlason. Fróðleiksfúsir sem hafa áhuga þurfa að taka frá í dagbókinni sinni fimmtudagskvöldin 18. og 25. sept- ember næstkomandi (kl. 20:00). Fjöldinn verðurtak- markaður við 20 þátttakendur. Skráning í síma 1 75 00, hjá Æskulýðsfylkingunni. Áhugahópur um fræðsiumiðlunarstarf. Haustfagnaður, Haustfagnaður! Árlegt glens, grín, fjör, og gaman að hætti ÆF-félaga verður 20. sept. n.k. Þá verður kaffihús um daginn milli 14:00 og 18:00, þar sem ýmsir þjóðkunnir sem óbreyttir félagar verða teknir á beinið og látnir skemmta bæði sér og öðrum. Einstök kvöldvaka hefst svo klukkan 22:00, þar sem skerpt verður á söngröddinni með dynjandi baráttumúsik fram á nótt. Fjartengslahópur Landsþing! Kæri félagi nú fer senn að líða að landsþingi, þannig að það er ekki seinna vænnna að fara að plotta. Þingið verður haldið 3. til 5. október í Ölfusborg- um. Dagskrá verður auglýst síðar og ef þú ert skráður félagi í ÆF mátt þú eiga von á pappírsbunka um bréfalúguna einhvern daginn. Ef þú vilt koma einhverjum hugmyndum á framfæri; hvaö sem það kynni nú að vera þá, getur þú annað hvort skrifað okkur á skrifstofuna Hverfisgötu 105, eða hreinlega mætt á staðinn i kaffi og kjaftaö við okkur. Skrifstofan hjá ÆF verður opin daglega fram að þingi frá 9-18. Framkvæmdarpð ÆFAB Alþjóðlegt friðarþing í Kaupmannahöfn 15.-19. október 1986. Kynningarfundur miðvikudaginn 10. septemb- er kl. 20.30 á Hverfisgötu 105, 4. hæð. Ásdís Þórhallsdóttir segir frá undirbúningsfundi sem hún er nýkomin af. Allir velkomnir. Áhugahópur um utanlandsferðir Ásdís Þórhallsdóttir. Halló Hveragerði!!! Fundaherferð Æskulýðsfylkingarinnar er að skella á. Fyrsti fundurinn verð- ur í Verkalýðsfélagshúsinu Boðinn í Hveragerði kl. 20.00 fimmtudaginn 11. september. Hvað er ÆF? Hvað erum við að gera? Hvað viljum við? Þetta allt og miklu meira fáið þið að vita ef þið komið á fundinn í kvöld og spjallið við fulltrúa Fylkingarinnar. Sjáumst HÆ ÞÚ! Landsþing, landsþing! Viltu bylta, þarf að þreyta? Ef þú ert með hugmyndir, komdu þeim þá endilega á framfæri við félaga þína og ræðum þær svo á landsþinginu þar sem við hittumst öll. Pappírsbunkinn sem boðað hefur komu sína inn um bréfalúgu ÆF-ara verður sendur út um miðja næstu viku. Þú getur komið á framfæri lagabreytingum, tillögum, ályktunum og bara hugrenningum þínum yfirleitt í þessum bunka. Komdu þessu bara til Ónnu á skrifstofunni Hverfisgötu 105 eigi síðar en á þriðjudaginn 16. október, þú aetur gert það hvort sem er símleiðis, bréfleiðis eða komuleiðis. A skrifstofunni getur þú fengið vélritunaraðstöðu og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Hafðu samband. Framkvæmdaráð ÆFAB SKÚMUR KALLI OG KOBBI Mér finnst kominn tími til að við förum að fá hér nýjan pabba. Hvenær lýkur s kjörtímabilinu hjá þér? r i { /V'<^ ' Éa Mér þykir það leitt sonur, ég er skipaður í þá stöðu ævinlangt. / GARPURINN FOLDA í BLÍÐU OG STRÍÐU PÓST- OG Sí M AMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða VERKAMENN til starfa í nágrenni Reykjavíkur. Nánari upplýs- ingar verða veittar í síma 26000. r 2 ; T" □ ■ 8 3“ 7 LJ ii 9 10 1 □ ii ■ 12 13 n 14 • L.J 18 18 m 17 [18 m 18 20 21 ; f ■ □ 22 23 í;S □ 24 m 28 KROSSGÁTA Nr. 15 Lárétt: 1 sæti 4 skrafi 8 baráttu- skap 9 spýjan 11 fjær 12 dimma 14 sólguð 15 óhreinkar 17 flókna 19 títt 21 svardaga 22 karl- mannsnafn 24 kyrrð 25 flakk Lóðrétt: 1 vond 2 ans 3 nískan 4 skordýr 5 umboðssvæöi 6 eyðir 7 sjá eftir 10 ósannsöglir 13 inn 16 hrósa 17 vatnagróður 18 súld 20 málmur 23 mælir Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 kver 4 seig 8 keflinu 9 eski 11 unnt 12 meiðar 14 al 15 aska 17 skinn 19 lúr 21 lið 22 illt 24 árar 25 Æsir Lóðrétt: 1 krem 2 ekki 3 reiðan 4 slurk 5 ein 6 inna 7 gutlar 10 serk- ir 13 asni 16 alls 17 slá 18 iða 20 úti 23 læ 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. september 1986 All Rights Reserved

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.