Þjóðviljinn - 11.09.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.09.1986, Blaðsíða 13
DJÓÐVILJINN og þetta líka... Sirkusar í Finnlandi mega ekki lengur nota fíla og önnur stór villidýr í sýning- um sínum frá næsta mánuði að telja, að því er embættismaður í landbúnaðarráðuneytinu sagði fréttamönnum í gær. Felst þetta í reglum, sem banna illa meðferð á skepnum og eiga að fara að ganga í gildi. Embættismaðurinn Pirkko Skutnabb sagði að þetta bann næði til margra villidýra, svo sem fíla, krókódíla, flóð- hesta, nashyrninga, ránfugla, apa og kengúra. Dýravernundarfélög bæði í Finnlandi og annars staðar á Norðurlöndum hafa lengi barist fyrir því að slíkt bann yrði sett, og nær það bæði til finnskra sirkusa - sem eiga nú sem komið er ein- ungis tvo fíla - og til erlendra sirkusa sem koma til Finnlands og halda þar sýningar. „Hér á landi er vestur-þýskur sirkus með sex fíla og fær hann leyfi til að ljúka sýningarferð sinni í næsta mánuði, en síðan verður erfitt fyrir sirkusa með slík dýr að fá leyfi til sýninga", sagði embættis- maðurinn. Ljóðasafn eftir rússneska skáldið Nikolai Gumilyou, sem skotinn var 1921 fyrir gagnbyltingarstarfsemi og hefur verið bannaður síðan, verður nú gefið út í Sovétríkj um, að sögn blaðsins „Sovietsk- aya kultura". Blaðið sagði að von væri á bókinni innan tíðar, en nefndi ekki hve stórt upplagið myndi verða. Búist er við því að eftirspurnin verði mikil, því að Gumilyou er talinn til meiriháttar skálda, en hingað til hafa einung- is sérfræðingar haft aðgang að verkum hans. „Árum saman var ekki aðeins ógerningur að birta verk eftir hann, heldur jafnvel að nefna nafn Gumilyous“ sagði blaðið. Vegna frjálslyndari stefnu Gorbatséffs í menning- armálum hafa nokkur kvæði og bréf eftir Gumilyou verið prent- uð í tímaritum á þessu ári til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans. Gumilyou var giftur skáldkonunni Önnu Akhmatovu, sem er enn þekkt- ari. Hann var skotinn 1921, því að hann „var ósammála bylting- unni og flæktist í gagnbyltingar- samsæri“, eins og Sovéska al- fræðibókin segir. Vatnabuffall slapp nýlea úr sláturhúsi í Kanton í Suður-Kína og gekk berserks- gang í grennd við það, að sögn dagblaðs frá þessum slóðum. Særði dýrið tólf menn áður en lögreglan kom því fyrir kattarnef með vélbyssu. Umsjón: Einar Már Jónsson Noregur Norðmenn draga úr olíuútflutningi til að styrkja olíuverð á mörkuðum Osló - Norsk yfirvöld tilkynntu í gær að dregið yrði úr útflutn- ingi olíu frá Norðursjó um tíu af hundraðj í nóvember og des- ember. Er þessi ákvörðun í samræmi við þá stefnu stjórna Opec-ríkjanna að minnka það olíumagn sem er á markaði til að koma í veg fyrir verðfall. Talsmenn norska olíu- og orku- málaráðuneytisins tilkynntu að sú olía, sem olíuframleiðendur afhenda yfirvöldum síðustu mán- uði ársins upp í skattgreiðslur, yrði sett í geymslu og höfð sem neyðarbirgðir. Á þann hátt væri hægt að draga úr olíuútflutningi um tíu af hundraði í nóvember og desember. Norska stjórnin hafði áður tilkynnt að hún myndi taka þátt í aðgerðum til að styrkja olíuverðið, ef Samtök olíuútflytj- enda (Opec) gætu fengið stjórnir olíuvelda til að draga úr fram- leiðslunni. Ákveðið var á fundi Opec-ríkjanna í ágúst að aðildar- ríki samtakanna, sem eru þrettán að tölu, skyldu framleiða olíu eftir ákveðnum kvótum. Norðmenn framleiða 880.000 tunnur af hráolíu á dag, en vinnsla nýrra olíulinda gæti vald- Olíuborun á Norðursjó. ið því að framleiðslan kæmist upp í miljón tunnur. Athygli manna beinist nú að Bretum sem framleiða um 2,5 miljónir tunna af olíu á dag. Margaret Thatcher mun ræða við Gro Harlem Bruntland, forsætis- ráðherra Norðmanna, í dag, en hingað til hafa Bretar skellt skoll- aeyrum við allri hvatningu til að minnka olíuframleiðslu sína og telja þeir að markaðsöflin ein eigi að ákveða olíuverðið. í júlí féll olíuverðið, sem var 40 dollarar á tunnu rétt eftir 1980, niður í tíu ísraelsmenn gera árás á Suður-Líbanon Sidon - A.m.k. þrír menn létu lífið og þrettán særðust þegar ísraelskir herbátar skutu eld- flaugarskotum á bækistöðvar Palestínuaraba I Suður- Líbanon I gær. Þetta var fyrsta árás ísraelsmanna á líbanskt land síðan ísraelskar herflug- vélar gerðu árás á Palestínu- menn í Bekaa-dal fyrir mánuði og urðu átta mönnum að bana. Talsmaður hersins í Tel Aviv sagði að þessi árás hefði verið gerð í dögun, eftir að ísraelsk her- skip hefðu komið í veg fyrir til- raun skæruliða til að laumast inn í ísrael sjóleiðis. í tilkynningu sem Palestínumenn birtu í Sidon sagði að margir skæruliðar hefðu verið á leiðinni til ísraels í fyrrinótt, þegar byssubátur réðst á farkost þeirra. Hefði komið til bardaga, sem staðið hefði í tvær stundir, og hefðu skæruliðarnir orðið að hörfa aftur til stranda Líbanons. Talsmaður hersins sagði að árás ísraelsmanna hefði beinst Yamoussoukro - Frá Rauða hafinu og næstum því allar götur suður að Góðrar vonar höfða ógna nú engisprettur Afríku, og sagði yfirmaður þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem sér um þessi mál, að þetta væri versta engi- sprettuinnrásin í fjörutíu ár. Yfirmaðurinn, Lukas Brader, sem er staddur í Yamoussoukro, höfuðborg Fflabeinsstrandarinn- ar, á ráðstefnu landbúnaðarráð- herra Afríkuríkja, sagði frétta- mönnum, að ef ekkert yrði að gert myndu engisprettur bráð- lega eyðileggja uppskeru í stór- um hlutum Austur- og Suður- Útlögum bannað að koma til Chile Buenos Aires - Vopnaðir ör- yggisverðir komu i veg fyrir að um þrjátíu útlagar, sem ætluðu að fara frá Argentínu til Chile, kæmust út úr flugvélinni á flugvellinum í Santiago. Urðu þeir að snúa aftur til baka með sömu vél. Haft var eftir einum útlaganna, Julieta Campusano, fyrrverandi öldungadeildarmanni, að fjöru- tíu vopnaðir verðir hefðu komið um borð í flugvélina og bannað farþegum að hreyfa sig. Mikill viðbúnaður hersins var á flugvell- inum, og öryggisverðir gerðu upptækar filmur argentínskra fréttamanna. Flugvélin beið í fjóra tíma, og reyndu Argentínu- menn að tala máli útlaganna við yfirvöld Chile en án árangurs. Meðan þetta gerðist héldu stuðn- ingsmenn Pinochet útifund í Santiago og báru spjöld með á- skorunum um að „binda endi á hryðjuverkastarfsemi“. dollara á tunnu, en það fór aftur upp í 15 dollara eftir samþykkt Opec-ríkjanna um takmörkun framleiðslu. Sérfræðingar efast þó um að þessi samþykkt haldist í gildi lengur en fram að næsta fundi Opec-ríkjanna 6. október, og spá þeir því að stjórnir aðildarríkj- anna fari þá að deila um hluti sína í markaðnum. Fréttir herma að olíuframleiðsla í Saudi-Arabíu og emírötunum við Persaflóa sé nú meiri en nemi kvóta þessara ríkja. gegn bækistöð skæruliða í suður- jaðri Sídon-borgar sem notuð hefði verið til árása gegn ísrael. Heimildarmenn í Sídon sögðu, að eldflaugarnar hefðu fallið á iðnaðarhverfi, og var haft eftir vitnum, að hundrað verslanir hefðu skemmst eða eyðilagst, þriggja hæða hús hrunið í rúst, og fjöldi manna flúð heimili sín. „Þetta var eins og jarðskjálfti, dyrnar ruku af hjörum og him- inninn var fullur af reyk“, sagði einn íbúi hverfisins. Engisprettur ógna Afríku Afríku. Fjórar tegundir af þess- um skorkvikindum dafna nú vel vegna rigninganna þetta ár, sem bundu endi á margra ára þurrka- tímabil, og hefur ein tegundin fjölgað sér svo mikið að þegar er litið á hana opinberlega sem plágu. Brader sagði að engisprettur ætu allt, og reiknaðist honum svo til að í engisprettusveim, sem næði yfir ferkflómetra, væru 60 miljónir skordýra og gætu þau eyðilagt hundrað tonn af upp- skeru á einum degi. Tegundirnar fjórar halda sig á mismunandi stöðum í álfunni, en þegar skor- dýrin eru fullorðin geta þau flakkað mjög mikið; ein kynslóð getur þannig farið yfir mörg hundruð kílómetra. Brader sagði að áætlun um aðgerðir gegn þess- ari plágu hefði verið lögð fram á fundi í júlí. Fórnarlömb hryðjuverka- manna grafin Istanbúl - Nítján Gyðingar, sem sjálfsmroðssveit arabískra hryðjuverkamanna skaut til bana í bænahúsi á laugardag- inn, voru bornir til grafar í Ist- anbúl í gær, og fór jarðarförin fram frá bænahúsinu, þar sem hryðjuverkin voru framin. Fengu ekkjur og ættingjar hinna iátnu þau fáu sæti sem ekki höfðu skemmst í árásinni, en alls staðar voru sýnileg kúlnaför og brunaskemmdir. Mikill fjöldi manna var við- staddui jarðarförina og komu þangað leiðtogar Gyðinga frá Israel, Evrópu og Bandaríkjun- um, m.a. yfir-rabbíi fsraels. Þús- und manna stóð á götunum fyrir utan bænahúsið og hlýddi á at- höfnina. Mikill lögregluviðbún- aður var allt í kring og stóðu lög- regluþjónar og hermenn á þökum nálægt bænahúsinu. Fors- eti Tyrklands sendi blóm og innanríkisráðherra landsins var viðstaddur athöfnina sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Fulltrúi Bandaríkjanna flutti Gyðingum í Istanbúl, sem eru 25.000 talsins, sérstaka kveðju Reagans forseta. Tveir hryðjuverkamenn rudd- ust inn í bænahúsið á laugardag- inn, skutu úr vélbyssum á þá sem þar voru að bænahaldi, helltu niður bensíni og kveiktu í því og sprengdu loks sjálfa sig með handsprengju. Lögreglan hefur ekki enn komist að því hverjir þessir menn voru, en hún telur að ekki hafi aðrir verið flæktir í árás- ina. Flmmtudagur 11. september J986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.