Þjóðviljinn - 16.09.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.09.1986, Qupperneq 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA ÍÞRÓTTIR HEIMURINN MANNLÍF VIÐHORF Herinn Allir vilja endurskoðun TillögurAbl. fá ekki hljómgrunn íAlþýðuflokknum. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Endurskoðun löngu tímabœr Mér finnst það löngu orðið tímabært að endurskoða sam- skipti okkar við herinn, sagði Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir þing- kona Kvennalistans þegar Þjóð- viijinn leitaði álits hennar á hugs- anlegum stuðningi við væntan- lega tillögu þingflokks Alþýðu- bandalagsins um endurskoðun á öllum samskiptum við herinn. Hún benti á að í stefnuskrá Kvennalistans frá 1983 væri að finna dágóðan kafla um sam- skiptin við herinn og sagðist ekki fá betur séð en að þær hugmyndir sem Alþýðubandalagið setur fram nú væru syipaðar því sem þar stæði og þetta tvennt ætti að geta farið saman. „Ég vil samt geyma mér allar yfirlýsingar um stuðning við fyrirhugað þingmál Abl. þangað til ég í fyrsta lagi hef séð það og í öðru lagi þar til ég hef haft tækifæri til að ræða þetta mál i Kvennalistanum,“ sagði Sig- ríður. „Ég tel rétt að endurskoða varnarsamninginn við Bandarík- in, en það breytir ekki því að við eigum að fylgja óbreyttri stefnu í öryggis- og varnarmálum. Ég held að tillaga Alþýðubandalags- Belgía Fiskur með glerauga Fiskur af mjög sjaldgæfri teg- und úr Kyrrahafinu gekkst ný- lega undir uppskurð í Belgíu og var sett í hann glerauga. Fiskur þessi, sem er fimmtán sentimetra langur, var eitt vinsæl- asta sjávarkvikindið í fiskakeri háskólans í Liége. Ákveðið var að skera hann upp, þegar hann missti sjón á öðru auga. Aðgerð- in var erfið því m.a. þurfti að festa gleraugað með e.k. sogskál, en dýrafræðingarnir sem fram- kvæmdu hana sögðu að hún virt- ist hafa tekist mjög vel. Þeir bættu því við, að sjúklingurinn yrði aftur til sýnis í fiskakeri há- skólans mjög bráðlega. ins muni ekki fá hljómgrunn í Al- þýðuflokknum eins og hún er,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður Alþýðuflokksins þegar Þjóðviljinn leitaði álits hennar á málinu í gær „Mín skoðun er sú að við eigum að endurskoða fyrirkomu- lag flutninga til og frá hernum, framkvæmd verktakastarfsemi í tengslum við hann og þá á ég við að afnema eigi einokun íslenskra aðalverktaka á því sviði og loks þarf að endurskoða tollfrjáls að- föng til hersins,“ sagði Jóhanna. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur áður lýst yfir stuðningi við end.urskoðun á her- stöðvasamningnum. Hann sagði í gær að hann væri hlynntur þeirri hugmynd að taka samninginn til Lögmenn Vinna gegn Lögvemd Samtökin Lögvernd: Dæmi um að lögmenn neiti að semja við félagsmenn. 700 auglýsingar um nauðungaruppboð íReykjavík íþessari viku. Senda reglulegafréttir afástandinu tilNorðurlanda mánaðarlaun verkamanns en ekki að sjá að innt hafi verið af hendi teljanleg vinna né heldur útlagður kostnaður sem neinu nemi.“ Þessum upplýsingum verður á næstu vilcum komið á framfæri til fréttamanna á Norðurlöndum þar sem ástand eins og það sem ríkir hér á landi er nánast óþekkt fyrirbrigði og réttarstaða al- mennings er öllu tryggari. -gg Lögmenn hafa augljóslega unn- ið gegn starfsemi Lögverndar og hefur það skeð oftar en einu sinni að félögum hefur verið neitað að semja um vanskilaskuldir nema þeir hættu starfi hjá Lögvernd, segir m.a. í bréfi sem Samtökin Lögvernd sendu Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra í gær. Samtökin hafa ákveðið að senda a.m.k. tvisvar í mánuði fréttaskeyti til fjölmiðla á Norð- urlöndum með umfjöllun um starfsemi sína m.a. í þeim tilgangi að auka þrýsting á íslenska al- þingismenn t.d. á þingum Norðurlandaráðs. Ætlunin er að upplýsa ná- granna okkar um á næstu vikum hvemig verðtryggingarkerfi okk- ar leikur fólk, vanskil, nauðung- aruppboðin og afleiðingar þeirra, framferði lögmanna og réttar- hjálp, sem samtökin segja að sé nánast engin hér á landi. í fyrsta fréttaskeyti samtak- anna til annarra Norðurlanda kemur m.a. fram að í þessari viku er áformað að auglýsa um 700 nauðungaruppboð í Reykjavík einni. Anna Kristjánsdóttir for- maður Lögverndar upplýsti í gær að um 100 nauðungarsölur hafi farið fram á sl. ári, þar af 33 á Suðurnesjum. í bréfinu til Steingríms segir að starfsmenn skrifstofu Lögvernd- ar hafi séð ótal marga reikninga frá starfandi lögmönnum „sem eiga það sameiginlegt að upphæð hvers reiknings er á við tvöföld endurskoðunar annað slagið. „Hvort það á að gerast reglulega veit ég ekki og ég get ekki tjáð mig um hugmyndir Abl. þar sem ég hef ekki getað kynnt mér þær.“ ________________ -gg Knattspyrna Fögnuður á Húsavík Sjaldan hefur ríkt eins mikil gleði á Húsvík og á sunnudag þegar fjendur og fornvinir stukku í loft upp af fögnuði. Ástæðan var sigur íþróttafélagsins Völsungs í 2. deild í fótbolta. Félagsheimilið á Húsavík fylltist af fólki og blóm- um og skeytum rigndi yfir for- ystumenn knattspyrnumála í bænum. „Ég er búinn að bíða eftir þessu frá því að ég fékk vit í kollinn," sagði einn gamall heiðursmaður sem aldrei hefur misst af því að sjá Völsung leika. Já, gleðin var mikil og félaginu bárust kveðjur frá gömlum görpum sem óskuðu liðinu góðs gengis í 1. deildinni að ári. Bæjarstjórnin bauð leik- mönnum og forystumönnum íþróttamála á Húsavík til kvöld- verðar og dansað var frameftir nóttu á sunnudeginum. Flestir reiknuðu með því að KA myndi bera sigur í deildinni og því var sigurlaununum komið fyrir á Ak- ureyri en þegar ljóst var að KA hefði tapað en Völsungur sigrað máttu forráðamenn KSÍ aka til Húsavíkur og afhenda bikarinn eftirsótta. Sjá nánar á íþróttasíðu. -ab/Húsavík. Inga Steinunn Helgadóttir (Helgasonar kappa úr Völsungi og Onnu Garðarsdóttur sjúkra- þjálfara liðsins) er hálfundrandi á svipinn yfir öllum þessum óskapalátum í samborgurum sín- um á Húsavík á sunnudag. Mynd -E.ÓI. Framarar fagna Knattspyrnumenn Framara hafa fagnað stórum sigrum síðustu tvo dagana. Á laugar- daginn urðu þeir íslands- meistarar í fyrsta skipti í 14 ár og í fyrrakvöld voru tveir þeirra kjörnir bestu og efnil- egustu leikmenn 1. deildar. Guðmundur Torfason var út- nefndur Knattspyrnumaður ársins og Gauti Laxdal efnil- egasti leikmaður 1. deildar. í kvöld eru svo Framarar enn í sviðsljósinu því kl. 18 hefst á Laugardalsvellinum viður- eign þeirra við pólsku bikar- meistarana GKS Katowice í Evrópukeppni bikarhafa. -VS Sjá íþróttir bls. 9-12

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.