Þjóðviljinn - 16.09.1986, Qupperneq 7
UÚMUINN
Umsjón:
Magnús H.
Gíslason
Hér liggja þeir látnu hlið við hlið. Fremst á myndinni er lík dr. Charcots.
Pourquoi Pas?
Þjóðin var
harmi lostin
Hálfraraldargömul
sjóslysasaga
Dr. Jean Charcot.
Fimmtíu ár eru nú liðin síðan
franska hafrannsóknarskipið
Pourquoi pas? fórst í skerja-
kiasanum út af Straumfirði á
Mýrum. Með skipinu fórust 38
menn, aðeins einn komst af.
Meðal þeirra, sem þarna fór-
ust, var dr. Jean Charcot,
heimskunnur vísindamaður
og heimskautafari, og mikill
unnandi íslands og íslend-
inga.
Sumarið 1936 hafði skipið ver-
ið við rannsóknir í Norðurhöfum
og var nú á heimleið. Það kom
við í Reykjavík, þar sem staðið
var við í nokkra daga. Þriðjudag-
inn 16. september var förinni
haldið áfram og til að byrja með
átti að fara til Kaupmannahafn-
ar, en annar varð áfangastaður-
inn. Hamslaust ofviðri var
skammt undan og reið það yfir er
skipið var undan Garðsskaga.
Ógerlegt reyndist að komast fyrir
Reykjanesið í slíku hamfara-
veðri. Reynt var að leita lægis en
torvelt að átta sig á kennileitum
vegna dimmviðris.
Um kl. 5.30 rakst skipið á sker
og sáu skipverjar þá að þeir
höfðu hafnað í miklum skerja-
klasa. Barst nú skipið af einu
skeri á annað og strandaði loks á
skerinu Hnokka, skammt út af
Straumfirði á Mýrum. Getgátur
voru uppi um það, að skipverjar
hefðu villst á vitum, séð Akranes-
vitann og álitið vera vitann á
Gróttu. En um það verður
auðvitað ekkert fullyrt. Sjór gekk
nú látlaust yfir skipið. Reynt var
að setja út björgunarbáta en þeir
brotnuðu þegar í spón. Skipverj-
ar, sem allir komust í björgunar-
belti, leituðu sér handfestu hvar
sem hana var að fá, en allt kom
fyrir ekki, þeim skolaði fyrir borð
einum af öðrum.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Með birtingu sást til skipsins úr
landi og stóðu þá siglutrén ein
upp úr sjó. Haft var þegar sam-
band við Slysavarnarfélagið og
fór varðskipið Ægir á strandstað-
inn ásamt vélbátnum Ægi frá
Akranesi. Síðan kom á vettvang
danska varðskipið Hvidbjörnen,
sem lá í Hvalfirði. Varðskipin
voru of stór til að komast að flak-
inu en biðu átekta við Þormóðs-
sker. Vélbáturinn komst hinsveg-
ar alveg að flakinu er veður tók
að lægja um hádegið. Var þá eng-
inn maður eftir um borð en líkin
flutu í björgunarbeltum umhverf-
is skipið. Um kvöldið hafði lánast
að finna 22 lík, ýmist í sjónum
eða rekin á fjörur. Vélbáturinn
Ægir flutti líkin til Akraness en
þar var ætlunin að Hvidbjörnen
tæki við þeim. Það reyndist þá
ógerlegt vegna sjógangs og fór
því báturinn með hina látnu inn
fyrir Viðey þar sem Hvidbjörnen
tók við og flutti síðasta spölinn tii
Reykjavíkur. Voru líkin flutt í
Landakotskirkju eftir að fram
hafði farið sorgarathöfn.
Franska stjórnin sendi tvö skip
eftir líkunum. Minningar- og
kveðjuathöfn fór fram í
Landakotskirkju þann 20. sept..
Viðstödd var ríkisstjóri íslands,
sendiherrar erlendra ríkja og
mikill fjöldi annars fólks. Allri
var athöfninni útvarpað og
endurvarpað íFrakklandi. Fánar
blöktu hvarvetna í hálfa stöng og
öllumfyrirtækjumvarlokað. Síð-
an voru kisturnar bornar úr
kirkju og settar á bíla, sem óku
þeim að franska skipinu Aude,
sem lá við Sprengisand. Kista dr.
Charcots var flutt á þeim bíl, sem
fremstur fór í lestinni. Var þessi
athöfn öll virðuleg og harmræn í
senn. Fyrir fór hópur skáta og
báru þeir íslenska fánann. Þá
kom Lúðrasveit Reykjavíkur og
lék sorgarmars. Slðan bílalestin
og gengu átta sjóliðar með hverj-
um bíl. Á eftir bílunum gengu,
Mulenberg biskup og kórdrengir,
skrúðklæddir en síðan prestar,
yfirmenn frönsku skipanna, ríkis-
stjórnin, sendiherrar, franskir
sjóliðar og síðan mikill fjöldi
bæjarbúa. í líkfylgdinni voru
mörg þúsund manns, enda laust
þetta hörmulega slys þjóðina alla
þungu höggi.
En hvað með þann eina, sem
„hjálpaðist af“ úr dauðadansin-
um undan Mýrum hina örlaga-
ríku óveðursnótt fyrir 50 árum,
stýrimanninn Eugene Gonidec?
Hvað hlífði honum við þeim ör-
lögum, sem félagar hans urðu að
lúta? Hann var í rúmi sínu er
skipið strandaði, fór þá upp, girti
sig björgunarbelti en skolaði fyrir
borð eins og öðrum. í öldurótinu
náði hann taki á landgöngubrú og
barst með henni til lands, þar sem
honum var bjargað af fólkinu í
Straumfirði, og fékk þar alla þá
hjúkrun, sem unnt var að veita.
Dr. Charcot hafði veitt máv,
og geymdi hann í búri undir þilj-
um. Er sýnt þótti að hverju fór
sótti dr. Charcot mávinn og
sleppti úr búrinu. Þar skildi með
þeim. Mávurinn flaug móti frels-
inu. Dr. Cnarcot gekk til fundar
við dauðann.
-mhg
Minningarathöfn
íLandakotskirkju
um þá sem fórust með Pourquoi pas ?
Landakotskirkja
I tilefni af því að 50 ár eru nú
liðin síða Pourquoi pas? fórst
kom franska herskipið
Vauquelin hingað til lands
þann 12. þ.m. og hefur verið
hér síðan. Sýning til minningar
um dr. Charcot hefur verið um
borð í skipinu.
Síðastliðinn sunnudag var
messa í Landakotskirkju. Voru
þar franskur prestur og íslenskur
og var prédikað bæði á frönsku
og íslensku. Viðstödd þessa
minningarathöfn voru m.a.
forseti íslands Vigdís
Finnbogadóttir og ráðherrarnir
Sverrir Hermannsson og Albert
Guðmundsson. Eftir messuna
var blómsveigur lagður við
minnismerki um franska
sjómenn í kirkjugarðinum við
Suðurgötu. Klukkan 15.00 í gær
fór Vigdís Finnbogadóttir,
forseti, í einkaheimsókn um borð
í herskipið.
Klukkan 8.30 í morgun sigldi
skipið á þær slóðir þar sem
Pourquoi pas? fórst. Þar verður
flutt bæn og blómsveigum varpað
í hafið. Gert er ráð fyrir að skipið
komi til baka kl. 15.00. Á
miðvikudagsmorgun siglir það
svo til Kaupmannahafnar og svo
þaðan áleiðis til Frakklands.
-mhg