Þjóðviljinn - 16.09.1986, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 16.09.1986, Qupperneq 9
f öörum enda salarins var hlýtt meö andakt á upplestur... Sóknarsalur fullur af smáfólki Þá var komið hlé og poppi og gosi í massavís dreift til gestanna sem tekið var fegins hendi. Var mikill handagangur í öskjunni enda margt svangt fólk saman- komið. í lokin var haldið bingó þar sem í boði voru vegleg verð- iaun, vinsælustu barnabækurnar, enda datt þá allt í dúnalogn og spennan komst í algleyming. Að síðustu var diskótek þar sem Barnahátíð Þjóðviljans var geysilega vel lukkuð og á hana mættu alls 4-500 manns þann- Ig að salurinn í Sóknarhúsinu var troðfullur. Voru gestir há- íðarinnar hinir ánægðustu og gleðin skein úr hverju andliti. Hátíðin hófst á því að Guðrún Helgadóttir las úr væntanlegri bók sinni um systurnar Heiðu, Lóulóu og Öbbu hina og vakti upplestur hennar mikla kátínu krakkanna. f>á föndruðu börnin hatta í öllum regnbogans litum undir stjórn Herdísar Egilsdótt- ur, kennara og taldist okkur til að föndraðir hefðu verið 250 hattar. Voru þeir mjög vinsælir og til dæmis um vinsældir þeirra má geta þess að í lok hátíðarinnar kom faðir að sækja hatt sem hafði gleymst, en eigandinn gat ekki hugsað sér að fara í háttinn án þess að eiga hattinn vísan. Sá fékk hattinn sinn og gat sofið rótt. Eins og á allar góðar hátíðir komu að sjálfsögðu trúðar og „gerðu allt vitlaust" eins og trúðum er lagið og vöktu tiltæki þeirra mikla hrifningu. Þá lásu Sólveig Pálsdóttir og Guðmund- ur Ólafsson fyrir börnin og Hallveig Thorlacius kom með brúðuleikhúsið sitt, Sögusvunt- una, og sýndi við góðar undir- tektir. Einnig fór hún í leiki með gestunum. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 16. september 1986 dansfíflin fengu að njóta sín. Þótti barnahátíðin takast mjög vel og voru aðstandendur hennar ákaflega ánægðir. Góð þátttaka sýnir að það er fullt af krökkum sem taka boði um skemmtanir fegins hendi, enda lítið um að börnum sé boðið upp á annað en lélegar bíómyndir til afþreyingar, eða hvað? -GH Frá verðlaunaathöfninni á Waldorf Astoria-hótelinu í New York: Yoko Ono, Ólafur Ragnar Grímsson, Jimmy Carter. Þetta styrkðr okkur Ólafur Ragnar tekurfyrir hönd PGA við friðarverðlaunum frá „Better World Þetta er mikill heiður fyrir þing- mannasamtökin, og mér þótti persónulega mjög ánægjulegt að taka við þessari viðurkenn- ingu úr höndum Yoko Onosem er ein af goðsögnum okkar kynslóðar, sagði Olafur Ragnat Grímsson við Þjóðviljann, ný- kominn til landsins frá Banda- ríkjunum. Þar tók hann sem fulltrúl alþjóðlegú þingmann- asamtakanna PGA við fyrstu friðarverðlaunum nýstofnaðra samtaka, Better World/betri heimur. Við sama tækifæri afhenti Jim- my Carter fyrrverandi Bandaríkj- aforseti verðlaun fyrir störf að mannúðarmálum, sem voru veitt Alþjóðasamtökum Rotary- félaga, og Andrew Young, borg- arstjóri i Atlanta og fyrrum full- trúi Bandaríkjanna hjá SÞ, af- henti Mannfjöldastofnun Sam- einuðu þjóðanna verðlaun Better World fyrir baráttu gegn offjölg- un í heiminum. Better World eru samtök ým- issa framámanna í stjórnmálum, menningu og fjölmiðlun, og með- al annarra forystumanna en fyrr eru nefndir eru Aga Khan prins, Ted Turner eigandi sjónvarps- fréttastöðvarinnar CNN, Cyrus Vance fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Norðmanna, franski sjávarlíf- fræðingurinn Han Cousteau, rit- höfundurinn Norman Mailer, kvikmyndastjörnumar Jack Lemmon, Gene Kelley, Shirley MacLaine, Gene Kelly, söngvar- inn Harry Belafonte... - Þetta var mjög virðuleg athöfn þama á Waldorf Astoria- hótelinu í New York, sagði Ólafur Ragnar, - og áhrifarík. Aðalræðuna flutti Mario Como, ríkisstjóri New York-fylkis og einn af líklegustu frambjóðend- um demókrata í næstu forseta- kosningum í Bandaríkjunum, og þetta var fyrsta almenna stefnu- ræða hans um utanríkismál. Það var afar athyglisvert að heyra að Mario Como lýsti yfir eindreginni afstöðu með allsherjarbanni við tilraunum með kjamorkuvopn, og hafnaði meginþáttunum í víg- búnaðarstefnu Reagan- stjórnarinnar. Það er varla hægt að hugsa sér meiri stefnumun en milli viðhorfa Reagan- stjórnarinnar og þeirra forystu- manna sem þarna létu í ljós álit sitt, Como, Carter og Cyrus Van- ce. Como lýsti ekki aðeins yfir vilja um tilraunabann og tók Frá athöfninni á Waldorf Astoria-hóteli: Jimmy Carter fyrrverandi forset Bandaríkjanna og Mario Como ríkisstjóri sem margir telja að verði í forseta- framboði '88. undir með Sovétstjórninni í þeim efnum, hann vill að kjarnorku- vopn verði sett í sama flokk og til dæmis sýklavopn og útrýmt með öllu. Jimmy Carter, sem bæði er nákunnugur kjarnorkutækni og vel heima í sovéskum málefnum, fagnaði tilraunabanninu þar eystra. - Það var ekki síður áhrifa- mikið við þessa athöfn þegar veislustjórinn John Denver söng í lokin nokkur nýleg lög sín með stórt vídeótjald í bakgrunni þar sem sýndar voru myndir um gjör- eyðingarmátt þeirra vopna sem söngvarnir beindust gegn. - Þessi verðlaunaafhending og þau nýstofnuðu samtök sem að baki standa, „Better World“, sýna vel hvað andstæðurnar eru orðnar miklar innan Bandaríkj- anna í þessum efnum. - Hverjar forsendur voru nefndar fyrir verðlaununum til þingmannasamtakanna PGA? - í þessum samtökum, sem á ensku eru kölluð Parlimentarians Global Action, eru rúmlega 600 þingmenn frá 36 ríkjum. A stefnuskrá þeirra ei að reyna nýj- ar aðferðir í afvopnunarmálum og að bæta sambúð norðurs og suðurs, iðnríkja og þróunarríkja. Friðarverðlaunin eru veitt fyrir tvennt, annarsvegar það frum- kvæði samtakanna sem leitt hefur til samstarfs þjóðarleiðtoganna sex, sem síðast hittust í Mexíkó í sumar, og ekki síður fyrir að hafa með viðræðum við sovéska ráða- menn komið þvt í kring að banda- rískir vísindamenn eru nú innan landamæra Sovétríkjanna við eft- irlit með því að Sovétmenn haldi yfirlýst hlé sitt á tilraunum með kjarnavopn. Að þessu var lagður grundvöllur í viðræðum okkar við Shevardnadze utanríkisráð- herra í apríl. Þetta er verulegur ávinningur, - í 25 ár hafa sovésk stjórnvöld hafnað kröfum Vest- urveldanna um slíkt eftirlitskerfi. - Þessi eftirlitsdvöl bandarísku vísindamannanna og það að So- vétmenn hafa tekið vel tillögum þjóðarleiðtoganna sex um eftirlit hefur afhjúpað Reagan-stjórnina í þessum efnum. Hún hefur nú hlaupið frá eftirlitsröksemdinni og það eitt stendur eftir að hún vill halda áfram sínum tilraunum. Afstaða manna einsog Carters og Vance, og meirihluta fulltrúa- deildar bandaríska þingsins, er hinsvegar að halda sig við hefð- bundna stefnu Bandaríkjastjórn- ar í þessum málum, allt frá dögum Eisenhowers, - að ganga til samninga þegar eftirlit væri tryggt- Hvað er framundan hjá PGA? - Þessi viðurkenning styrkir okkur mjög í því starfi sem nú er í gangi. Ég kom til Washington í þessari ferð vestur og ræddi þar við menn í fulltrúadeildinni, öld- ungadeildinni og utanríkisráðu- neytinu, og það er ljóst að mögu- leikar okkar til að ná árangri hafa eflst mjög á síðustu mánuðum, og fylgst vel með fréttum af okkar frumkvæði. - í lok september verður í Grikklandi fyrsti fundur skipu- lagsnefndar leiðtogahópsins. Þar verða rædd viðbrögð við leiðtog- afundinum í Mexíkó og byrjað að móta næstu tillögur leiðtoganna sex. Reagan-stjórnin hefur verið afar andsnúin öllum hugmyndum um tilraunabann, að ekki sé talað um svokallaða frystingu í kjarn- orkuvopnabúrum og afvopnun. Er einhver von um árangur áður en hún fer frá? - Staðan núna er sú að það hef- ur verið sýnt fram á að eftirlit með tilraunabanni er mögulegt, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 og Sovétmenn hafa fallist á til- Jögur um erlent eftirlit. Þessar tæknilegu og pólitísku hindranir eru úr vegi. Á undanförnum misserum hefur Reagan-stjórnin, og ef til vill stjórn Thatchers í Bretlandi, einangrast í afstöðu sinni. í fyrsta lagi eru óháðu ríkin einarðir fylgismenn tilrauna- banns, og í öðru lagi nýtur slíkt bann rnikils stuðnings forystu- manna í bandalagsríkjum Banda- ríkjanna í Evrópu, - þarvið má bæta Ástralíumönnum og Kan- adamönnum. Jafnvel Helmut Kohl hefur lýst stuðningi sínum í bréfi til þjóðarleiðtoganna sex. í þriðja lagi hefur meirihluti í full- trúadeild Bandaríkjaþings greitt atkvæði með því að skrúfa fyrir fjármagn til tilraunanna. Þannig er sótt að einstrengingslegri stefnu Reagan-stjórnarinnar úr ýmsum áttum, og meginástæðan fyrir þeim þunga sem nú er í þeirri sókn er að Sovétmenn hafa fyrir sitt leyti samþykkt þetta nýja eftirlitskerfi. - Ég fann greinilega til þess í Washington í síðustu viku að innan Bandaríkjaþings er fullur vilji til að halda áfram að setja skrúfu á Reagan-stjórnina í þess- um efnum. Möguleikamir á að auka þrýstinginn fara töluvert eftir úrslitum í kosningunum til öldungadeildarinnar nú í nóvem- ber. Mér sýnist markmið dem- ókrataflokksins vera að fram- bjóðandi þeirra til forseta 1988 haldi fram afdráttarlausri stefnu um að hætta tilraunum, og innan repúblikanaflokksins reyna and- stæðingar tilrauna, sem í fulltrúa- deildinni eru uni 30, að koma í veg fyrir að stefna Reagans verði varanleg í þeim flokki. - Það er því augljóst að spenn- an í þessum málum á eftir að aukast. Til að árangur náist í þessum efnum er þó ekki síður nauðsynlegt að Sovétríkin fram- lengi aftur einhliða hlé sitt þegar fresturinn rennur út öðru sinni nú um áramótin, - að ráðamenn í Moskvu láti ekki undan þeim þrýstingi sem til staðar er af hálfu sovéska hersins um að hefja til- raunir á ný. Það yrði stór sigur fyrir Reagan-stjórnina ef Sovét- menn byrjuðu aftur, og það er heitasta ósk þeirra í Hvíta húsinu að Kremlarmenn hjálpi þeim útúr klemmunni með því að hefja aftur tilraunir. Það er ljóst að um franthald tilraunahlésins er vgru- legur ágreiningur innan sovéska kerfisins, - vonandi standast nú- verandi forsvarsmenn þann þrý- sting. fp- m —......

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.