Þjóðviljinn - 24.09.1986, Qupperneq 5
DJÚÐVIUINN
Umsjón:
Páll
Valsson
„Góðu sprettirnir eru flestir tengdir þeim Guðmundi Olafssyni og Bríeti Héðinsdóttur“, segir Sverrir Hólmarsson. Hér er Guðmundur í hlutverki Sólmundar ásamt Ragnheiði Arnardóttur.
UPPRUNAFRÆDI
Leikfélag Reykjavíkur sýnir:
UPP MEÐ TEPPIÐ, SÓLMUNDUR
eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur o.fl.
Leikstjóri: Guðrún Ásmundsdóttir
Leikmynd: Guðrún Eria Geirsdótt-
ir.
Leiksýning þessi er til komin af
þeim sökum að á næstunni heldur
þetta gamla og gróna leikfélag
okkar upp á stórafmæli, fyllir
brátt níunda tuginn. Þótti þá
ástæða til að líta yfir farinn veg og
rifja upp ýmislegt úr sögu félags-
ins á fyrstu árum þess, allt frá því
er iðnaðarmenn reistu veglegt
samkomuhús í Reykjavík og
gerðust þess hvetjandi að stofnað
yrði félag til að gangast fyrir
sjónleikjahaldi í húsinu. Fjalla
raunar flest skemmtilegri atriði
sýningarinnar um samskipti iðn-
aðarmanna og leikara. Síðan er
brugðið upp ýmsum myndum úr
starfseminni og birtast á sviðinu
ýmsir frumkvöðlar íslenskrar
leiklistar, Indriði Einarsson og
Einar Kvaran svo og þeir leikarar
sem mest settu svip á starfið
fyrstu áratugina. Inn í þessi atriði
er svo skotið hlutum af nokkrum
sýningum félagsins. Þarna er
langt atriði úr fyrsta verkefninu,
Ævintýri í Rósenborgargarði
eftir Johan Ludvig Heiberg,
einnig úr Álfhól eftir sama
höfund, svo og úr Einu sinni var
eftir Holger Drachmann.
Þessi samtíningur verður satt
að segja helsti tætingslegur og
sundurlaus. Höfundur reynir að
halda atriðunum saman með
persónunum Sólmundi og Guð-
rúnu, en það nægir ekki til að
gefa verkinu stefnu. Ýmis ein-
stök atriði eru prýðilega gerð, en
það er revíusnið á heildinni og
auk þess sligast hún illilega af
alltof löngum atriðum úr gömlum
og leiðinlegum leikritum sem erf-
itt er að sjá hvaða tilgangi þjóna.
SVERRIR
HÓLMARSSON
Þrátt fyrir ýmsa góða spretti
verður sýningin of löng og ólán-
leg í laginu til að vekja verulega
gleði.
Góðu sprettirnir eru flestir
tengdir þeim Guðmundi Ól-
afssyni og Bríeti Héðinsdóttur
sem fara með hlutverk Sólmund-
ar trésmiðs og Guðrúnar frá Súl-
unesi. Guðmundur fær hér tæki-
færi til að sýna margvíslega hæfi-
leika sína, ótrúlega agaða og
kraftmikla raddbeitingu, mikinn
líkamsstyrk og kostulega kímni-
gáfu. Bríeti tókst með tæknilega
agaðri hófstillingu að gera kostu-
lega en einnig hjartnæma per-
sónu úr konu sem hrekst til höf-
uðborgarinnar undan
suðurlandsskjálftanum og endar
sem hvíslari, saumakona og vinn-
ustúlka hjá Thomsen kaup-
manni.
En þessi tvö hlutverk eru líka
það bitastæðasta í textanum, aðr-
ar persónur eru lítið annað en
Tónleikar
Tón-
verk
ungra
tón-
skálda
Flutt afungu
tónlistarfólki í Norræna í
kvöld
Þrjú af tónskáldunum sem verk eiga á tónleikum U.N.M. í kvöld: Kjartan Ólafsson, Haukur Tómasson og Mist
Þorkelsdóttir. Fjórða tónskáldið er Helgi Pétursson sem ekki er til á mynd hér á blaðinu.
Ungttónlistarfólkstendurfyrir
tónleikum í Norræna húsinu í
kvöld klukkan 21 og eru þeir
haldnirformlegaávegum U.N.M.
(Ung nordiskmusik).
Tónleikarnir eru haldnir til
kynningar og fjáröflunar fyrir
þátttöku íslands í árlegri tónlist-
arhátíð norræns æskufólks, sem
verður haldin að þessu sinni í Ár-
ósum dagana 4.-12. október
næstkomandi. Áætlað er að 13
manna hópur ungra hljóðfæra-
leikara og tónskálda sæki hátíð-
ina af íslands hálfu og flutt verða
átta íslensk tónverk.
Á efnisskrá tónleikanna í Nor-
ræna húsinu verða fjögur þessara
verka. Frumflutt verður „Tríó“
eftir Hauk Tómasson. Flytjendur
eru Gerður Gunnarsdóttir á
fiðlu, Bryndís Björgvinsdóttir á
selló og Anna Guðný Guðmunds-
dóttir á píanó. Anna Guðný mun
einnig leika undir víólu Helgu
Þórarinsdóttur í „Dimmu“
Kjartans Ólafssonar, en geta má
þess, að þetta verk hreppti verð-
laun í tónsmíðasamkeppni Ríkis-
útvarpsins á síðasta ári. Eftir
Misti Þorkelsdóttur verður flutt
„Danslag“, en það heyrist nú í
fyrsta sinn í útfærslu fýrir sópr-
anrödd. Það er Jóhann Linnet,
sem syngur við gítarundirleik
Páls Eyjólfssonar. Fjórða verkið
á efnisskránni er raftónverk eftir
Helga Pétursson og ber það titil-
inn „Trans I-II“.
flatar pappafígúrur. Það er til
dæmis sorglegt að Gísli Halldórs-
son skuli ekki fá meira úr að
moða í hlutverki Kristjáns Ó.
Þorgrímssonar, sem maður hefði
fyrirfram ætlað að væri kjörið
tækifæri fyrir hann að gera úr
verulega skemmtun, en nei, því
er ekki að heilsa, hann fær eina
góða setningu og eiginlega ekkert
meir. Stefanía Guðmundsdóttir
gerir ekki annað í þessu verki en
að ganga inn á sviðið og segja, ég
er Stefanía, glæsilegasta leikkona
íslands, og standa svo og taka sig
út. Þetta gerir Ragnheiður Arn-
ardóttir að vísu með glæsibrag,
en hefði átt betra skilið. Sömu
sögu er að segja um aðra gamla
leikara sem hér eru dregnir upp á
svið, það verður undur lítið úr
þeim. Öllu meira púður er í Guð-
birni trésmíði sem Guðmundur
Pálsson leikur með töluverðum
húmor, einkum þegar hann verð-
ur reiður.
Leikstjórinn Guðrúnar Ás-
mundsdóttir er sýnu betri en
handrit hennar og hún sýnir víða
næmt auga fyrir skopi. En atriðin
úr gömlu leikritunum bregðast
henni algerlega, hún hefur ekki
fundið þeim stfl, sem gæti gert
þau skemmtileg. Guðrún Erla
Geirsdóttir hefur gert leiktjöld í
naífum stíl sem er ekki alltaf al-
veg sannfærandi naífur, t.d. ekki
hofið uppi á Akrópólis. En bún-
ingar hennar eru hrein snilld eins
og við var auðvitað að búast. Lýs-
ing er víða skemmtileg, t. d. þegar
gömlu sviðskantlýsingunni er
beitt.
Eins og oftast í Iðnó var söng-
urinn afbragð. Jóhann G. Jó-
hannsson og Guðmunda Elías-
dóttir eiga heiður skilinn fyrir að
stjórna honum af skörungsskap.
Minnisstæð atriði eru Furusjóar-
kvartettinn, Guðmundur Ólafs-
son í Álfhólslaginu og lokakór-
inn.
Þessi sýning minnir okkur á
þau gömlu sannindi að það er
vandasamt að skrifa fyrir leikhús
- og erfitt að gera góða sýningu úr
gölluðum texta.
Sverrir Hólmarsson.
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5.