Þjóðviljinn - 24.09.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 24.09.1986, Side 14
MINNING Friögeir Guðjónsson Fœddur 31.10. 1918 - Dáinn 14.9. 1986 í dag er til grafar borinn frá Kapellunni í Fossvogi Friðgeir Guðjónsson vörubflstjóri Álfhól- sveg 111 í Kópavogi. Friðgeir andaðist hinn 14. þ.m. eftir skamma legu en hafði kennt sjúk- dóms um nokkurn tíma. Friðgeir var fæddur að Við- borði á Mýrum í Hornafirði 31. október 1918. Foreldrar hans voru hjónin Pálína Jónsdóttir og Guðjón Gíslason bóndi. Árið 1936 þegar Friðgeir var 17 ára gamall flutti hann með foreldrum sínum að Kotströnd í Ölfusi en aðeins einu ári síðar lést faðir hans og tók Friðgeir þá við búinu með móður sinni. Var hann þar aðal fyrirvinna fjölskyldunnar þar til móðir hans lést árið 1944. Var þá jörðin seld og flutti Frið- geir þá til Vopnafjarðar. Á Vopnafirði kynntist Friðgeir eft- irlifandi konu sinni Ólöfu Sigur- björnsdóttur. Ekki vildi hann þó setjast að á Vopnafirði heldur fluttu þau í Kópavog og keyptu lítinn sumarbústað við Álfhóls- veginn þar sem þau hafa búið síð- an. Friðgeir Guðjónsson var alinn upp við erfiðar aðstæður og mikla fátækt á uppvaxtarárum sínum eins og algengt var í sveitum landsins á þeim tíma. Lífsbarátt- an var líka hörð fyrstu árin við Álfhólsveginn. Þar var byrjað með lítil efni en með miklum dugnaði og atorku bættu þau hjónin hag sinn og byggðu sér og börnum sínum gott heimili. Litla sumarbústaðnum breyttu þau smátt og smátt í snoturt íbúðar- hús eftir því sem fjölskyldan stækkaði. Þau hjónin eignuðust 8 börn, 6 dætur og tvo syni. Eldri son sinn misstu þau þegar hann var á barnsaldri og var þeim að því mikill harmur, en að öðru ieyti bjuggu þau við mikið barnalán og tel ég að það hafi verið þeirra mesta lífsgleði. Hjónin að Álfhólsveg 111 stunduðu ekki skemmtanalíf borgarinnar eða skemmtireisur heldur sóttu þau lífsfyllingu í störf sín, uppbyggingu heimilis- ins og uppeldi bamanna. Nú eru dætumar allar giftar og hafa stofnað sín eigin heimili, en son- urinn sem er yngstur systkinanna býr enn í foreldrahúsum og er að ljúka námi í húsasmíði. Aðeins tveimur ámm eftir að þau hjónin fluttu í Kópavog keypti Friðgeir sinn fyrsta vörubfl og hóf akstur frá Vömbflastöðinni Þróttur. Varð akstur vömbfla hans aðal lífsstarf að undanteknum þeim tíma sem hann vann hjá Strætis- vögnum Kópavogs. A vörubílastöðinni naut hann mikilla vinsælda meðal félaga sinna og samstarfsmanna. Átti hann sæti í stjórn stéttarfélagsins í nokkur ár. Þegar Strætisvagnar Kópavogs vom stofnaðir árið 1957 kom Friðgeir þar til starfa sem vagnstjóri og störfuðum við þar saman samfellt í 10 ár. Fyrir það samstarf og ómælda aðstoð var ég aldrei búinn að þakka eins og hugur minn stóð til, en geri það nú þó að seint sé. Óeigin- gjörn störf hans fyrir Strætis- vagna Kópavogs verða aldrei fullþökkuð. Á fyrstu árum í rekstri Stræti- svagna Kópavogs voru starfsað- stæður oft erfiðar, einkum í vetrarveðmm og reyndi þá oft mikið á hvem einstakan starfs- mann. Var þá oft leitað til Frið- geirs af mér og öðmm starfs- mönnum eftir aðstoð og hjálp- semi hans brást aldrei. Það var samstilltur hópur sem starfaði hjá Strætisvögnum Kópavogs fyrstu árin. Þar ríkti sérstök stemmning yfir þeirri djörfu ákvörðun bæjar- stjórnar að bæjarfélagið skyldi annast rekstur vagnanna. Allir starfsmenn vagnanna lögðu sig fram um að reksturinn gengi vel og ekki verður annað sagt en það hafi tekist. Eiginkona, og nú ekkja Frið- geirs Guðjónssonar, Ólöf Sigur- björnsdóttir nýtur þess nú við missir eiginmannsins að eiga stór- an barnahóp, samtals 29 afkom- endur. Við hjónin sendum henni og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Jónsson Friðgeir nágranni minn er látinn. Hann hafði um alllangt skeið verið haldinn erfiðum sjúk- dómi, hvítblæði, en banamein hans var heilahimnubólga. Mér verður margt til hans hugsað. Ég er ekki fróður um formleg atriði f æviferli Friðgeirs. Þó veit ég að hann var fæddur á Viðborði í Hornfirði 31. okt. 1918; hann varð því tæpra 68 ára gamall. For- eldrar hans voru hjónin Pálína Jónsdóttir frá Flatey á Mýrum og Guðjóns Gíslason á Viðborði. Þar bjuggu þau og eignuðust 6 börn. Árið 1936 fluttust þau að Kotströnd í Ölfusi, og þangað fór Friðgeir með foreldrum sínum og átti heima um hríð. Síðan fer hann að heiman til að stunda sjó, fyrst frá Hornafirði og síðar frá Vopnafirði, og þar var það sem hann kynntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Ólöfu Sigurbjörns- dóttur - Ólu, eins og vinir og kunningjar kalla hana. Þau bjuggu fyrst á Vopnafirði, en fluttu til Reykjavíkur 1945 og áttu þar heima stuttan tíma. Friðgeir og Óla settust að á Digraneshálsinum 1947, byggðu þar hús á landi sem þau fengu leigt á erfðafestu. Það hús fékk síðar númerið 111 við Álfhóls- veg. Þar hafa þau átt heima alla tíð síðan. Þau voru frumbýlingar í Kópavogi. f mínum huga hefur það sér- Iega jákvætt inntak að hafa verið frumbýlingur í Kópavogi. Ég er sjálfur ekki af þeim hópi, en margir þeirra hafa staðið mér nær. Fjölskylda Helgu, konu minnar var þeirra á meðal, næstu nágrannar Friðgeirs og Ólu. Margt af þessu fólki komst til mikils þroska í harðri lífsbaráttu. Lítið sem ekkert var lagt upp í hendurnar á því, og á fátt var að treysta nema eigið vit og atorku og pólitísk samtök sem gengu þvert á flokksbönd. En ekki síst er að nefna samhjálp granna, sem sýknt og heilagt varð þessu fólki til lausnar á vandkvæðum og til lífsfyllingar. Það er gleðileg lífsreynsla að koma í samfélag þessa fólks og mega eiga það að. Til dæmis um hjálpsemi Friðgeirs má hér nefna, að í allmörg ár bjuggu frumbýlingarnir á hálsin- um við vatnsskort, og þurfti að sækja það að langa leið. Friðgeir sótti vatn á vörubfl sínum fyrir margar fjölskyldur og tók aldrei greiðslu fyrir. Börnin sem þá voru í byggðinni munu líka vel þegar hann setti pallhús á bflinn sinn og ók krakkaskaranum þar í grenndinni í berjamó. Eins og sönnum frumbýlingum sæmdi, unnu þau Friðgeir og Óla hörðum höndum til að koma undir sig fótum og til að komast af. Þau eignuðust níu börn. Sjö þeirra lifa, öll manndómsfólk: Erla, Þóra, Sigurbjörg, Pálína, Hulda, Fríða og Guðjón Hreinn. í þessu lífsstríði efldust mannkostir Friðgeirs. Hann var bæði kappsamur og verklaginn og jafnframt ódeigur að fást við hvað sem gera þurfti. Hann var einyrki og mátti sem fleira vera sinn eiginn læknir, lögfræðingur og kennari. Prestverk má líklega undanskilja, en ljósmóðurstörf veit ég að hann vann a.m.k. einu sinni, þegar fæðingu dótturbarns hans bar brátt að. Hvort sem þurfti að vinna við húsbyggingu eða gera við bfl, þá kunni Frið- geir á því tök, og ég hygg að dag- leg heimilisstörf hafi ekki farið honum illa úr hendi. Hann var bflstjóri að atvinnu, lengst af vörubflstjóri, og ég held að hann hafi lítt til annarra leitað um við- gerðir eða viðhald á bifreið sinni. Eftir að ég eignaðist heimili í næsta nágrenni við Friðgeir, fyrir um 20 árum hef ég oft notið kunnáttu hans og reynslu. Sam- hjálp frumbýlinganna teygði anga sína inn í neysluþjóðfélagið. Eða kannski fremur: neyslu- þjóðfélagið með lífsfirringu sinni óx utan um samfélag frumbýling- anna, en hið síðar nefnda lifði áfram eins og ríki í ríkinu. Ég á Friðgeiri ekki einungis að þakka ýmis verk og viðvik í mína þágu, heldur og góðar samverustundir. Við hittumst að vísu ekki nógu oft síðustu árin, en kynnin voru góð. Hann var greindur maður, las talsvert og fylgdist vel með þjóðfélagsmálum, og stéttvís var hann í besta lagi. Hann vissi víst aldrei hvað ég lærði af því að tala við hann um pólitík. Friðgeir var maður skapríkur, þykist ég vita, en vel fór hann með það. Mér er þó lífsgleðin minnisstæðari. Þótt lífsbaráttan væri hörð, fór því fjarri að hún næði að uppræta lífsnautn mannsins. Á efri árum sínum, þegar börnin voru flest uppkom- in, sköpuðu þau hjónin sér að- stöðu til að njóta betur lífs og lands en þau gátu meðan þau bjuggu við mikla ómegð. Þau ferðuðust talsvert, og þau keyptu sér sumarbústað í Kjósinni og dvöldust þar oft. Milli heimila okkar var alltaf nokkur sam- gangur, og kemur mér þá fyrst í hug, að marga nýársnótt höfum við Helga mátt njóta gestrisni Ólu og Friðgeirs og .gleðilegrar samveru. Saman gengum við grannarnir á veiðar nokkrum sinnum. Seint fer mér úr minni útilega okkar og Haralds Briem í leitarmannakofa undir Bláfelli í upphafi rjúpnaveiðitímans 1975. Friðgeir var mjög góður veiðifé- lagi, áhugasamur, léttur í lund og umfram allt hjálpsamur. Og kunni flest, líka matseld. Sambúð þeirra Friðgeirs og Ólu var orðin löng, nær hálfri öld. Ég hygg að þau hafi verið svo samrýnd og hvort öðru háð, að ekki sé ofmælt að hún hafi nú misst snaran þátt af sjálfri sér. Ég vildi að hún mætti í þessum línum skynja samúð mína og fjölskyldu minnar og mágafólks, og hið sama ber ég börnum þeirra og öllum aðstandendum. Ég hef skrifað þessar línur vegna þess að ég hef notið nábýlis og vinsemdar Friðgeirs Guðjóns- sonar meira en ég fæ þakkað. Líka vegna þess að hann hefur oft vakið aðdáun mína. í huga mín- um er hann lifandi dæmi um al- þýðumann sem þroskast og menntast í hörðum reynsluskóla. Ég leyfi mér að vitna til Stefáns G. og halda því fram að hann hafij boðið samferðamönnum sínum hvassan skilning, haga hönd/ hjartað sanna og góða. Fínnur Torfi Hjörleifsson Þór Eiiing Jónsson verktaki Fœddur 17. janúar 1939 - Dáinn 16. september 1986 Kveðjafráfélögum í Lionsklúbbnum Muninn, Kópavogi Síðastliðið vor er við félagarnir héldum upp á fimmtán ára afmæli klúbbsins okkar gátum við stoltir heiðrað 6 starfandi stofnfélaga. Þór Erling Jónsson var einn þeirra. En nú er skarð fyrir skildi í Lionsklúbbnum okkar. Þór Erling, eins og hann jafnan var nefndur, var sonur Ingu Ket- ilríðar Þorsteinsdóttur og Jóns Hákonar Kristjánssonar en hann fórst með Heklunni er Þór Erling var aðeins 3 ára gamall. Seinni maður Ingu, Jón Þorsteinsson trésmiðameistari, gekk honum í föður stað og saman stóðu þeir m.a. að stofnun Lionsklúbbsins Munins í Kópavogi. Tólf ára gamall flutti Þór Er- ling í Kópavog og hér bjó hann og starfaði lengst af sem verktaki. Þór Erling var áhugasamur um félagsmál í bæjarfélaginu og lét þau til sín taka. Þannig var hann einnig einn af stofnendum JC Kópavogur og var formaður þess klúbbs 1971-1972. Stjórnmál voru og hans áhugaefni og starf- aði hann bæði í Félagi ungra sjálfstæðismanna og var þar for- maður um skeið sem og í flokksfélagi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Mér er til efs að önnur þau fé- lög sem Þór Erling gekk í og starf- aði með hafi notið starfskrafta hans sem Lionsklúbburinn Mun- inn. Hann var eins og áður segir einn af stofnendum hans og gegndi þar flestum þeim störfum sem þar til falia og var alla tíð verkdrjúgur félagi. Hann var m.a. formaður klúbbsins 1975- 1976. Einn er þó sá þáttur í starfi klúbbsins sem tengt er nafni hans, það var moldarsala klú- bbsins. Öflun fjár til líknarmála er eitt af tímafrekustu störfum Lionsklúbba og góðar fjárö- flunarleiðir eru ekki á hverju strái. Því vakti það nokkra eftir- tekt innan hreyfingarinnar er þessi háttur var tekinn upp. Og þannig var það um langt árabil í lífi okkar Lionsfélaganna að vor- ið, moldarsala Munins og Þór Er- ling voru fastir fylgifiskar. Árið 1964 giftist Þór Erling, Guðnýju Sverrisdóttur. Eignuð- ust þau 6 mannvænleg börn en ólu auk þess upp dóttur Guðnýj- ar, Hildi. Þau eru Inga, Sverrir, Jón Kristinn, Ingibjörg, Selma og óskírður 5 mánaða sonur. Þór Er- ling var börnum sínum um- hyggjusamur faðir og jafnan voru þau ásamt honum í fjölskyldu- ferðum klúbbsins. Eiginkonu og börnum hans sendum við Lionsfélagarnir í Muninn innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að styðja þau og blessa í sorg þeirra. Blessuð veri minning Þórs Er- lings Jónssonar. Lionsfélagar í dag, 24. sept. verður jarðsett- ur frá Kópavogskirkju, kl. 15.00, Þór Erling Jónsson, verktaki. Hann var fæddur í Reykjavík, sonur Ingu K. Þorsteinsdóttur og Jóns H. Kristjánssonar en faðir hans lést þegar Mikki var 3ja ára. Síðar giftist Inga, Jóni Kr. Þor- steinssyni, sem reyndist honum sem be'sti faðir alla tíð á meðan hann lifði. Þegar Mikki var 12 ára, þá fluttist hann í Kópavog en það var einmitt skömmu síðar sem við kynntumst, því hann kom fljótlega í götuna okkar, Skjólbrautina, aðeins nokkur hús á milli. Árið 1964,12. desember giftist hann eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Sverrisdóttur úr Kópa- vogi og eignuðust þau saman 6 mannvænleg börn en Guðný átti eitt fyrir, sem er Hildur, síðan er Inga, Sverrir, Jón, Ingibjörg, Selma 3ja ára og það yngsta, sem er 5 mánaða gamall drengur, sem er óskírður. Börnin 7 búa öll í Funafoldinni en Inga gifti sig þann 13. þessa mánaðar, Þor- steini Sigtryggssyni og eiga þau eitt barn, Steinþór. Mikki vann lengst af sem verk- taki á Stór-Reykjavíkursvæðinu en síðustu árin hjá Hreiðari Svav- arssyni veitingamanni í Smiðju- kaffi og Y. Mikki var einnig mjög félags- lyndur og var formaður í fjöi- mörgum félögum, t.d. í Félagi ungra sjálfstæðismanna, Félagi sjálfstæðismanna, J.C., stofnfé- lagi og formaður í Lionsklúbbn- um Muninn. Hann vann mikið fyrir öll þessi félög enda var hann einstaklega greiðvikinn og hjálp- samur svo af bar. Það verða erfiðir dagar fram- undan hjá þessari stóru fjöl- skyldu eftir að verða að sjá á bak ástkærum eiginmanni, föður, tengdaföður og afa, en við von- um að Guð hjálpi þeim í raunum þeirra og styrki þau á allan hátt. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa átt Mikka að vini öll þessi ár. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Guðnýjar og fjölskyldu. Vippa og Siggi 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 24. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.