Þjóðviljinn - 24.09.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.09.1986, Blaðsíða 16
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Miðvikudagur 24. september 1986 216. tölublað 51. örgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Hafrannsóknarstofnun Minni sókn í þorskinn Hafrannsóknarstofnun leggur til að þorskafli verði 300.000 tonn á næsta ári tilþess að nýta stóra árgangafrá 1983 til 1984 til endurreisnar stofnsins. Ekkert skammaðir Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi skömmuðust ekki neitt þegar Útvarp Hagvangs- könnun marklaus við kynntum skýrsluna fyrir þeim, aldrei slíku vant, sagði Jak- ob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar í gær þegar stofnunin kynnti skýrslu sína um aflahorfur fyrir árið 1987. Af þorskstofninum er það helst að frétta að árgangarnir frá 1983 og 1984 eru báðir óvenju sterkir, en það eru að minnsta kosti tveir áratugir síðan það gerðist síðast að tveir stórir árgangar fóru sam- an. „Pað er því tækifæri núna til að breyta um nýtingu á þorskstofn- inum og nota þessa árganga til þess að byggja stofninn upp, en að okkar mati hefur verið sótt of harkalega í hann“, sagði Jakob. Þess vegna leggur Hafrannsókna- stofnun nú til að aflinn verði tak- markaður við 300.000 tonn árin 1987 og 1988. Til samanburðar er gert ráð fyrir því að þorskafli í ár verði 350.000 tonn. Verði miðað við þá tölu næsta ár spáir stofnun- in því að veiðistofninn fari hægt vaxandi og hrygningarstofn hald- ist óbreyttur. Hafrannsóknarstofnun telur æskilegt að óbreyttri sókn verði haldið í ýsustofninn næstu árin, eða að veidd verði 50.000 íonn á næsta ári og 55.000 tonn 1988. Þá leggur stofnunin til að afli verði takmarkaður við 65.000 tonn af ufsa á næsta ári, 75.000 tonn af karfa, 25.000 tonn af grálúðu, 10.000 tonn af skarkola, 70.000 tonn af síld, 2.700 tonn af humri og 14.550 tonn af hörpudiski. - vd. Kvennaathvarf 100 þúsund frá Kópavogi í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að vísa til bæjarráðs tillögu um 100 þúsund króna aukastyrk til kvennaathvarfsins í Reykjavík. „Kvennaathvarfið hefur hing- að til fengið það sem það hefur beðið um hjá okkur“, sagði Val- þór Hlöðversson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins og flytjandi tillögunnar. „Nú er hins vegar mjög erfitt ástand hjá því, og þessvegna flutti ég þessa tillögu. Ég á von á því að bæjarráð sam- þykki fjárframlagið strax á næsta fundi sínur^og get ekki merkt að félagar mínir í meirihlutanum séu annað en samþykkir styrknum“. -ÖS. „Ég skal vera fyrstur manna til að viðurkenna það að hlustenda- könnun Hagvangs var ekki vís- indaleg könnun og ekki nærri því eins áreiðanleg og vísindaleg könnun hefði orðið“, sagði Ólafur Stephensen formaður Sambands íslenskra auglýsinga- stofa þegar hann var inntur álits á grein Þórólfs Þórlindssonar próf- essors í Morgunblaðinu í gær, en þar segir hann niðurstöður könnunarinnar marklausar, bendir á að úrtak spurðra var of lítið og telur upp ýmsa aðra galla við framkvæmdina. „Það mátti sjá það í upphafi að miklir annmarkar yrðu á þessu en SÍA þótti ekki stætt á að hafa könnunina viðameiri, og við telj- um að hún hafi gefið okkur mjög góða vísbendingu“, sagði Ólafur. Ólafur sagði að ekki yrði hætt að skipta við Hagvang en fyrirhugað væri að Félagsvísindastofnun gerði 6 kannanir árlega um út- varpshlustun og sjónvarpsgláp. „Það er vonast til að þrjár slík- ar kannanir verði gerðar fyrir áramót og þá getum við borið þær saman við könnun Hagvangs", sagði Ólafur Stephensen. - vd. Sjúkraliðar Uppsagnir streyma inn , J>að streyma hér inn uppsagn- ir frá sjúkraliðum og samstaðan er mjög góð“, sagði Hulda S. Ól- afsdóttir formaður Sjúkraliðafé- lags íslands, en félagsfundur þess skoraði á sjúkraliða í starfs- mannafélögum Reykjavíkur- borgar og ríkisins að segja upp störfum frá og með 1. október. Uppsagnirnar taka gildi um ára- mót og á sama tíma eru samning- ar lausir. „Ummæli Geirs Haarde eru einu viðbrögðin sem við höfum fengið frá ríkisvaldinu, en hér er um uppsagnir að ræða, ekki ólög- mætt verkfall“, sagði Hulda þeg- ar hún var spurð álits á ummælum Geirs Haarde í DV á mánudag þar sem hann segir fjöldaupp- sagnir vera ólögmætt verkfall ef BSRB veitir stuðning úr verk- fallssjóði. „Við erum auðvitað að knýja á um betri kjör og því fylgja miklir annmarkar að grípa til svo róttækra aðgerða. Ég vísa til um- mæla Kristjáns Thorlaciusar varðandi stuðning úr verkfalls- sjóði og auk þess hafa formenn starfsmannafélaganna tveggja, þeir Einar Ólafsson og Haraldur Hannesson lýst yfir stuðningi við aðgerðir okkar.“ - vd. Munch til íslands. Lengst tll vinstri er kappinn á sjálfsmynd, en uppsetjendur framan við: Ríkharður Hördal, Hilmar Einarsson, Ólafur Kvaran og Knut ódegárd. (Mynd: Sig). Norræna húsið Munch í Vatnsmýrinni Fjörutíu verk norska meistarans íjyrsta sinn á íslandi. Sýningin tryggðfyrir rúman milljarð Komin eru til landsins 40 verk eftir norska málarann Edvard Munch. Þetta er fyrsta stórsýning hér á landi á verkum hins mikla málara og því um mikinn listvið- burð að ræða. Verkin koma hingað frá Munch-safninu í Oslo og spanna tímabilið 1903 til andláts Munchs 1944. Þau eru sérstaklega valin til; að sýna þá hlið listamannsins „sem nú væri tímabærust með til- liti til aðalstrauma í myndlist dagsins, hinnar djörfu „grófu" og frjálslegu tjáningar tilfinning- anna í nýrri málaralist", eins og segir í sýningarskrá. Að undirbúningi sýningarinn- ar hefur verið unnið í hálft annað ár og hún hefur kostað mikið fé og mikla vinnu. í sýningarnefnd eru Arne Eggum forstöðumaður Munch safnsins í Oslo, Ólafur Kvaran listráðunautur Norræna hússins og Knut Ödegard for- stjóri þess. Verkin eru tryggð fyrir rúman milljarð íslenkra króna og verndari sýningarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Ame Eggum fyrirlestur um list udag, en sýningin verður opnuð á I tengslum við sýninguna flytur Munchs í Norræna húsinu á sunn- laugardag. -GH LJOÐAKVOLD PJ0Ð VILJANS I tilefni af50 ára afmæli Pjóðviljans höldum við ljóðakvöldíHlaðvarpanum, Vesturgötu 3, miðvikudagskvöldið 24. sept. kl. 20.00. 15 ljóðskáldlesa úreigin verkum. Ljóða unn en d ur! Missið ekki afþessu einstæða tækifæri. Léttar veitingará vægu verði. ENGINN AÐGANGSE YRIR. Afmælisnefn din.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.