Þjóðviljinn - 25.09.1986, Síða 6

Þjóðviljinn - 25.09.1986, Síða 6
ATVINNULÍF Mjög hressandi Mér fínnst þetta alveg ágætis starf og hressandi að vera búinn að bera út áður en maður sest inn í skólastofuna klukkan 8.00 á morgnana, sagði Inga Dóra Helg- adóttir blaðberi í samtali við Þjóðviljann. Inga Dóra á heima að Safamýri 44 og er 16 ára gömul. Hún ber út í Álftamýri, Safamýri og Lág- múla og við spurðum hana hve- nær hún vaknaði á morgnana? „Ég vakna kl sex til hálfsjö en á svo að vera mætt í skólann klukk- an átta. Ég ber út Þjóðviljann, Tímann og Alþýðublaðið, sam- tals um 8o blöð. Það er langmest af Þjóðviljanum enda er hann auðvitað besta blaðið!“. Og hvenœr byrjaðirðu á þessu starfi? „í fýrrasumar og ég ætla að bera út áfram, að minnsta kosti í vetur því það er gott að hreyfa sig svona á morgnana og svo fær maður auðvitað borgað fyrir þetta.“ Hvað fcerðu á mánuði í kaup? „Ef mér gengur vel að rukka áskriftargjaldið fæ ég 7000 kr á mánuði, sem er ágætis vasapen- ingur með skólanum. Yfirleitt gengur mér vel að rukka en samt verður maður að fara nokkrar umferðir áður en allir eru búnir að borga.“ • Er eitthvað sérstakt sem þú ert óánœgð með í starfinu? „Mér líkar mjög vel við starfið sem slíkt en hins vegar finnst mér asnalegt hvernig sumar blokkirn-- ar eru hannaðar. Sum staðar í Álftamýrinni eru póstkassarnir á bak við læstar dyr þannig að mað- ur verður að hringja á einhverri bjöllunni til að komast að kössu- num. Ég held að arkitektarnir ættu að bera út einn morgun til að finna sjálfir hvað þetta er fárán- legt,“ sagði Inga Dóra Helga- dóttir að lokum. -v. Inga Dóra Heigadóttir ber út I Saf- amýri og Álftamýri og er ánægð með ailt nema arkitektana! Inga Dóra: ágætt að fá 7000 kr á mánuði í vasapening. Ljósm. E.ÓI. FLÓAMARKAÐURINN íbúð óskast Starfsmaður Þjóðviljans óskar eftir að taka á leigu 2-3ja herb. íbúð sem fyrst. Tvennt í heimili. Reglusemi og öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í síma 681331 kl. 9-17. fbúð óskast 26 ára einstæð móðir með eitt barn óskar eftir 2ja herb. íbúð sem fyrst. öruggar mánaðargreiðslur. Góðri umgengni heitið. Meðmæli ef ósk- að er. Uppl. í s. 73426 eftir kl. 17. íbúð óskast Systkin óska eftir 3ja-4ra herb. íbúð. Öruggar mánaðargreiðslur, s. 73426 eftir kl. 17. Til sölu eru eftirtalin húsgögn og munir Hjónarúm úr tekki með áföstum náttborðum án dýna, dívan (sófi) með Ijósum viðarörmum, strau- borð, eldhúsvaskur með áföstu frá- leggsborði og forn skíði. Ennfremur gardínubrautir af ýmsum lengdum. Verð ákveður kaupandi. Nánari upplýsingar er að fá í síma 30672 eftir kl. 19. Elnstæð móðir óskar eftir léttu sófasetti gefins, kommóðu eða skáp (ekki stórum) og litlum ís- skáp. Uppl. í síma 77337. Tll sölu Lítil Siemens eldavél með 2 hellum og ofni á kr. 4.000.-, Yhamaha þjóðlagagítar 6 strengja með poka kr. 5.000.-, Candy SA-98 þvottavél með 12 kerfum á kr. 4.000.-, spor- öskjulaga eldhúsborð 120x80 cm á kr. 3.500.-, ónotuð rússnesk skák- klukka. Uppl. í síma 14381 eftir kl. 18 á kvöldin virka daga. TII sölu 2 servantar úr maghony með marmaraborðplöturn. Selst á góðu verði. Uppl. i síma 621486 eftir kl. 18. Óska efttr að kaupa þvottavél, Öu og sjónvarp. Vinsamlegast í síma 18490 eftir kl. 16. Óska eftlr litlu sv/hv sjónvarpl. Vinsamlegast hringið í síma 29734. Tll sölu nýleg frystikista 410 I Elektrolux verð kr. 15 þús. og Elektrolux ís- skápur nýlegur 154x59 cm. Verð kr. 15 þús. Uppl. í síma 31216. Tvö skáld óska eftir ódýru og hentugu vinnu- húsnæði. Helst tveimur litlum sam- liggjandi herbergjum. Uppl. í síma 22843 eftir kl. 19. 2ja ára gamalt IKEA fururúm 160x200 til sölu. Lélegar svamp- dýnur fylgja með ef vill. Verð kr. 4.000.-. Uppl. í síma 14751. Tll sölu tvö rúm. Annað gamalt barnarúm sem hægt er að stækka. Hitt er einsmanns- rúm með háum göflum. Á sama stað er óskað eftir sterku reiðhjóli. Sími 17087. Hjónarúm án dýnu tll sölu. Selst ódýrt. Uppl. I síma 611720 eftir kl. 18.00. (Erla). Hefilbekkur og sv/hv sjónvarp til sölu. Uppl. í síma 618152. fbúðaeigendurl Ungt par óskar eftir 2ja herb. íbúð í miðborginni. Greiðslugeta 14 þús. á mánuði og 6 mán. fyrirfram. Uppl. fást í síma 24658 eftir kl. 17. 2 Nlkon myndavélar og 2 Motordrive, 28 mm linsa, 55 micro og 135 mm. Sími 39571. Tll sölu Amstrad CPC 464 með þýskri 320 K minnisstækkun, diskdrifi, fjólda bóka og forrita. Selst ódýrt. Uppl. í síma 40552. Saxofónn. Vil kaupa saxófón. Uppl. I síma 13574 eftir kl. 19. Kvöld- og helgarvinna óskast. Rafeindavirkjanemi með stú- dentspróf óskar eftir vinnu með námi. Vanur ýmiss konar vinnu. Get unnið eftir kl. 18.00 virka daga og allan daginn um helgar. Uppl. í síma 74335. Óskum eftir fbúð, 3-4ra herbergja. Uppl. í síma 17792 eða 20979. Þröstur og Guðný. Tll sölu. Vegna flutninga er til sölu eldhús- borð, hillusamstæða og horn- skápur- allt úr furu, Nilfisk ryksuga og hárþurrka með hjálmi. Uppl. í síma 15305 eftir kl. 20. Herstöðvaandstæðlngar. Landsráðstefna Samtaka her- stöðvaandstæðinga verður haldin laugardaginn 25. okt. Uppl. í síma 17966. Sllver Cross barnavagn til sölu og svefndýna 30 cm þykk. Uppl. í síma 32228. Lftið skrlfborð óskast gefins eða til kaups. Uppl. veittar á Uppeldis- og meðferðarheimilinu Sólheimum 7, sími 82686. ________________MINNING___________________ Ragnhildur Kristhjörg Þorvarðsdóttir Fœdd 24. febrúar 1905 - Dáin 16. september 1986 Góðar manneskjur lifa aldrei nógu lengi. Hver stund í návist þeirra er dýrmæt og eftirsjáin við andlát þeirra mikil og sár. Þannig er því farið nú þegar amma mín elskuleg hefur lokið sínu lífs- hlaupi, á áttugasta og öðru ald- ursári. Við sem bárum gæfu til að þekkja hana og elska hefðum viljað hafa hana hjá okkur svo miklu lengur. Hildur amma var seinni kona Ömólfs afa míns, en hann var áður kvæntur móðurömmu minni, Finnborgu Kristjánsdótt- ur, sem lést úr spönsku veikinni árið 1918, fáeinum dögum eftir fæðingu Finnborgar móður minnar og einkadóttur þeirra hjóna. Þegar amma var sjö ára gekk afi að eiga Ragnhildi, sem sögur herma að hafi verið einhver besti og glæsilegasti kvenkostur þar um slóðir, enda mun Örnólf- ur hafa lagt hug á hana sem púr- unga stúlku, og beið hennar þol- inmóður þar til í fyllingu tímans. Hildur amma reyndist móður minni ávallt vel, og okkur stjúp- dótturbörnum sínum var hún sönn amma, ekki síður en sínum eigin barnabörnum, og var þar aldrei nokkum mun á að fínna. Heimili þeirra Hildar ömmu og Ömólfs afa var alla tíð snar þátt- ur í lífí okkar bamabarnanna. Þar var ávallt ýmislegt um að vera, enda fjölskyldan mannmörg og h'fleg, og við krakkamir nutum þess að vera velkomnir í þessu stóra húsi, þar sem við máttum leika lausum hala að vild án þess nokkm sinni væri amast við okk- ur. Hjá afa og ömmu ríkti um- burðarlyndi og einstök þolin- mæði í garð æskunnar, þau sýndu bömum reyndar sjaldgæfa virð- ingu, og uppskáru hið sama hjá þeim. Alltaf vom börnin fullgildir þátttakendur, aldrei homrekur eins og nú tíðkast svo víða. Á hátíðum og örum tylli- dögum þegar allir komu saman til að gleðjast var sérstök rækt lögð við að skemmta börnunum; þau vom með í leikjum og spreyttu sig á þrautum einsog þeir fullorð- nu, og þegar kom að því að Hild- ur amma settist við hljóðfærið með „kindabókina" fyrir framan sig var þess vandlega gætt að allir fengju eitthvað við sitt hæfi, allt til þess yngsta í hópnum. Þessar söngstundir fjölskyldunnar vom ómissandi þáttur í hverri veislu á Langholtsveginum, þar fór sam- an mikil sönggleði og góðir hæfi- leikar, svo oft var unun á að hlýða. Hildur amma átti þar ekki minnstan þátt, hún var menntaður organisti og bjó að þeirri kunnáttu, auk þess sem hún hafði hreina og fallega rödd sem gott var að fylgja, þeim sem skemmra var á veg kominn í sönglistinni. Hinn kröftugi sam- hljómur sem hreif með sér bamið forðum lifir enn í minningunni, og ófá sönglögin kann ég frá þess- um samvemstundum fjölskyld- unnar við píanóið. Afi og amma voru eitt. Þó þau væm orðin roskin á mínum bemskuámm vom þau ástfangin eins og unglingar, og mátti hvor- ugt af hinu sjá. Kærleikur þeirra hvors til annars var einstakur; hann birtist í hverju andsvari, hverju augnatilliti. Hann tengdi þau saman í blíðu og stríðu og gerði þau bæði að gæfumanneskj- um. Þegar afi dó fyrir allmörgum ámm sýndi Hildur amma ótrú- legan styrk, hún lét ekki bugast þá fremur en endranær, en hélt áfram að lifa með þeirri reisn sem hún sannarlega hafði til að bera. Ég hef þá trú að á göngu hennar um þetta mishæðótta og oft grýtta landslag sem lífið er hafi henni aldrei fundist hún vera ein á ferðum. í huganum átti hún ást- vininn sem aldrei yfirgaf hana í raun, og hún átti sinn guð sem aldrei myndi bregðast henni heldur. Eftir að ég komst á fullorðinsár og fór að sjá mannkosti Hildar ömmu í ljósi aukins skilnings og út frá víðara sjónarhorni óx enn aðdáun mín á þessari merku konu. Hún fæddi tíu börn í heim- inn, sem öll lifa hana utan Rúna litla nafna mín, augasteinn móð- ur minnar, sem dó á barnsaldri. Við sem í dag eigum fullt í fangi með barnafjölda vísitölu fjöl- skyldunnar megum vita að slíkur bamafjöldi á tímum frumstæðra lífsþæginda hefur kallað á ómælt þrek og erfiðar fómir. Vissulega var ömmu mikill styrkur að afa, sem tók virkan þátt í umönnun bamanna, en starf hennar hefur verið ærið samt. Þrátt fyrir barn- afjöldann fann hún tíma til að sinna öðrum hugðarefnum sín- um. Hún var stórgáfuð kona og starfskraftar hennar eftirsóttir alls staðar þar sem hún lagði hönd að verki. Góða menntun hafði hún líka í vegamesti, því auk tónlistamámsins var hún menntaður kennari. Amma varð aldrei ellinni að bráð, enda þótt aldurinn setti mark sitt á líkamshreysti hennar síðustu árin. Jákvætt viðhorf hennar til tilverunnar, kærleiks- rík skaphöfn hennar og skilning- ur á breyskleika mannanna gæddi hana lífskrafti sem aldrei þvarr. Það var ávallt gleðilegur viðburð- ur að fá hana í heimsokn, og áhugi hennar á velferð okkar hér á heimilinu og ástúðleg umhyggja fyrir bömunum mínum gladdi mig innilega. Ef hún frétti af ánægjulegum viðburðum í lífi okkar stóð aldrei á hlýlegum hamingjuóskum frá henni. En nú er amma dáin. Þýði mál- rómurinn hennar er þagnaður og augun hennar fögm horfa inn í eilífðina. En allar minningarnar verða eftir í hugskoti okkar, það sem hún kenndi okkur og gaf af hreinu hjarta. Ég óska þess áð hún verði mér nálæg um ókomna tíma, að mér auðnist að draga lærdóm af lífi hennar og verkum til að rækta hið góða í kringum mig. Ég kveð ömmu mína með sámm trega, en jafnframt með þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana svo lengi. Olga Guðrún Árnadóttir 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.