Þjóðviljinn - 26.09.1986, Side 9

Þjóðviljinn - 26.09.1986, Side 9
Þorsteinn frá Hamri. Elías Mar raaðir við Sigurð A. Magnússon. Ingibjörg Haraldsdóttir: af raunum blaðamanns.. Þjóðviljaafmœlið Velheppnað liaðakvSU Ljóðakvöld sem efnt var til á miðvikudagskvöld ítilefni Þjóðviljaafmaelis, fór hið besta fram að viðstöddum fullum sal áheyrenda. Verk eftir eliefu skáld af eldri og yngri kynslóð voru lesin upp. Þau voru Vilborg Dagbjartsdótt- ir, Jón úr Vör, Þorsteinn frá Hamri, Ingibjörg Haralds, Elías Mar, Nína Björk Árnadóttir, Þóra Jónsdóttir, Elísabet Jökuls- dóttir, Bragi Ólafsson og Finnur - og Geirlaug Þorvaldsdóttir las úr verkum Þuríðar Guðmunds- dóttur. Ása Ragnars stjórnaði samkomunni. Sum þessara skálda eiga sér talsverða „Þjóðviljasögu“ - til að mynda hefur Elías Mar starfað lengur við blaðið en nokkur ann- ar. Þessarar sögu var stundum að nokkru getið áður en upplestur kvæða hófst. Til dæmis las Vil- borg Dagbjartsdóttir kvæði sem fyrst birtust í blaðinu og hafði annað valdið talsverðu fjaðra- foki. Ingibjörg Haraldsdóttir rifj- aði m.a. upp í ljóði raunir blaða- manns andspænis lítt merkum hvunndagsleik, sem skyggir á hin stærri málin. Jón úr Vör rifjaði það upp fyrir viðstöddum hvað gerðist á fundi í Fjalakettinum fyrir fimmtíu árum, þegar Einar Ólgeirsson tilkynnti að Theódóra Thoroddsen hefði boðið, að hið nýja blað bæri nafn þess blaðs sem Skúli maður hennar hafði gefið út og hve vel því var fagnað. Og Finnur sagði nokkra rauna- sögu af viðskiptum ungs skálds við blaðið. Ljóðin voru bæði ný og gömul, birt áður eða óbirt. Og menn töluðu saman um það yfir borð- um meðal annars, hvernig stæði á því misræmi, sem er á milli góðr- ar aðsóknar að ljóðakvöldi (og ekki aðeins þessu hér) og sorg- lega takmarkaðs áhuga á bókum skálda... Nlna Björk Ámadóttir. Vilborg Dagbjartsdóttir: svona máttu ekki yrkja f Þjóðviljann... Jón úr Vör: í Fjalakettinum fyrir fimmtíu árum. Föstudagur 26. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.