Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 5
Umsjón: Magnús H. Gíslason Eiðfaxi Höfum við gengið til góðs? Hestamenn svara spurningum um árang- ur hrossarœktarinnar undanfarin ár „Vertu rólegur, vinur," gæti Birkir Þorkelsson verið að hvísla Síðasta tbl. Eiðfaxa, sem okkur hefur borist er hið níunda í röð- inni á þessu ári. Forystugreinina skrifar Hjalti Jón Sveinsson. Ræðir hann þar m.a. um hrossa- ræktina og árangur af henni, landsmótið, reiðkennslu o.fl. Hjalti Jón skrifar einnig um sýningu á ísienskum hestum í Bandríkjunum, en þar hafa eigendur íslenskra hesta stofnað með sér félag. Vel má vera að markaður fyrir íslensk hross opn- ist þar vestra og kynni veigamikið spor að vera stigið í þá átt með þátttöku í þessari sýningu. Og enn er Hjalti Jón á ferð og ræðir við Jón Guðmundsson frá Eiríks- stöðum um góðhestadóma eink- um með hliðsjón af síðasta land- smóti, en Jón er kunnur og gam- alreyndur gæðingadómari. Eru ábendingar Jóns og athugaemdir hinar athyglisverðustu, eins og vænta mátti. Þá svara nokkrir kunnir hestamenn spurningunni: „Hefur okkur miðað áfram“ (í hrossaræktinni). Þessu megin- atriði tengjast svo spurningar eins og þessari: Eru minni eða meiri framfarir milli mótanna 1982 og 1986 en 1978 og 1982? Finnst þér eitthvað vanta - voru hryssurnar síðri eða betri en áður - ellegar stóðhestarnir? Þarf að breyta fyrirkomulagi úrtöku- og ræktunarsýninga? Hvar eru stóð- hestarnir t.d. frá Hólum, Fjalla- Blesa félaginu, Skugafélaginu o.s.frv.? Hafa reiðhestakostir aukist á kostnað sköpulags? Þeir, sem þessum spurningum svara eru: Kári Arnórsson Reykjavík, Ólöf Guðbrandsdóttir Nýja-bæ Borgarfirði, Jóhanna B. Ingólfs- dóttir Hrafnkelsstöðum, Árnes- sýslu, Grétar Geirsson Hólum Hjaltadal, Sigurborg Jónsdóttir Báreksstöðum Borgarfirði og Bergur Haraldsson Kópavogi. Þá á Hjalti Jón langt og fróð- legt viðtal við þann þekkta hesta- mann Reyni Aðalsteinsson á Sig- mundarstöðum. Segir Reynir þar Hvanneyri Tvö nemendahús fyrir næstu áramót Verið er nú að koma upp á Hvanneyri tveimur bústöðum fyrir nemendur Búsvísindadeild- arinnar. Möguleikar á þeirri framkvæmd opnuðust með hin- um nýju lögum um Húsnæðis- stofnun rfldsins, þar sem gert er ráð fyrir að Byggingasjóður verkamanna annist m.a. lán- veitingar til félagslegra íbúða- bygginga. Meðal þeirra bygginga eru t.d. leiguíbúðir, sem byggðar eru af sveitarfélögum, stofnunum á þeirra vegum, félagasamtökum eða ríkinu og ætlunin er að leigja öldruðum, öryrkjum eða náms- fólki, gegn vægu gjaldi. Hvanneyringar ákváðu að grípa það færi, sem þarna gafst, og mynduðu sjálfseignarstofnun. Að henni standa Bændaskólinn, Nemendafélag Búvísindadeildar og Nemendasamband deildar- innar, þ.e. eldri nemendur. Sjálfseiginarstofnunin sér um byggingu bústaðanna og rekstur. Húsnæðisstofnun samþykkti lán til tveggja bústaða. Nema þau 85% stofnkostnaðar. Lánstíminn er 31 ár. Þetta eru einingahús á steyptum grunni, frá Loftorku í Borgarnesi. Grunnflötur hvors húss er 225 ferm. í hvoru þeirra er 45 ferm. íbúð auk fimm ein- staklingsherbergja, með klósetti, sturtu, sameiginlegri borðstofu og eldhúsi. Gert er ráð fyrir því að fyrri bústaðurinn verði fullbú- inn snemma á næsta ári og hinn síðar á árinu. Yfir sumartímann þegar nem- endur þurfa ekki húsanna með, er hugmyndin að þau verði notuð fyrir gesti, og kæmu þá til við- bótar heimavistinni í skólahús- inu. Þau auðvelda möguleika til ýmiss konar ráðstefnuhalds á Hvanneyri. Gætu og komið sér vel fyrir erlenda gesti eða fræði- menn, sem vildu búa um stund á staðnum. Óþarfi er að það liggi í iáginni, að Magnús B. Jónsson, fyrrver- andi skólastjóri á Hvanneyri, átti drjúgan þátt í því að hrinda þess- ari nytjahugmynd í framkvæmd. Tvennt er það einkum, sem knýr á um byggingu þessara bú- staða. í fyrsta lagi þröngbýli í heimavistinni, þar sem Búvísind- adeildarmenn hafa verið til þessa, ásamt öðrum nemendum skólans. f annan stað hafa nem- endur deildarinnar nokkra sér- stöðu um sumt. Nám þeirra tekur fjögurár. Þeireru aðjafnaði eldri en aðrir nemendur, sumir jafnvel fjölskyldumenn. Það er því tví- mælalaust bæði eðlilegt og hag- kvæmt að þeir geti búið útaf fyrir sig. Hinir nyju nemendabústaðir koma því til með að bæta úr ótví- ræðri þörf. - mhg frá reynslu sinni og störfum við hestamennskuna, sem hann hef- ur stundað allt frá 16 ára aldri. Þá víkur hann og að ýmsu, sem hann telur að horfi til verri vegar í he- stamennskunni og gagnrýnir það tæpitungulaust. Ólafur B. Schram á Marbakka á Álftanesi segir frá hringferð um landið, sem hann fór á hestum í sumar, ásamt tveimur félögum sínum. Greint er frá Norðurland- amótinu í Finnlandi og meistar- amótinu í Þýskalandi, sem bæði voru haldin í sumar. Ótaldar eru svo ýmsar smærri fréttir. - mhg Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda verður haldinn á Hótel Sögu laugardaginn 6. des- ember kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Stjórnin. Þjóðviljinn - Keflavík Umboðsmann í Keflavík vantar aðstoðarmann- eskju. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi ökutæki til umráða. Upplýsingar hjá Guðríði í síma 92-2882. Óskað er eftir tilboðum í saumaskap á starfsmanna- fatnaði, jökkum og buxum, v/Ríkisspítalanna. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð kl. 11.00 f.h. föstudaginn 19. des. n.k. Menntamálaráðuneytið, 28. nóvember 1986. ________________________________________________ INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 *r 2 # *is\*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.