Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 12
Að nýfa sérstæða auðlind Bergþóra Jónsdóttir lífefnafrœðingur Minnkandi sjávarafli og erfið markaðstaða landbúnaðarvara hefur á undanförnum árum leitt til samdráttar í hefðbundnum atvinnugreinum okkar íslend- inga. Mikið hefur því verið rætt um þörfina á nýsköpun í atvinnu- lífinu. Svokölluð líftækni hefur oft verið nefnd í þessu sambandi. Hafa menn í vaxandi mæli bundið vonir við nýtingu ýmissa áður ó- nýttra auðlinda með líftækni- legum aðferðum. Dæmi um slíkt er vinnsla verðmætra efna úr fisk- og sláturúrgangi og blóði manna og dýra. Hér verður greint frá all sér- stæðri framleiðslu sem fyrirtækið G.Ólafsson h/f hefur verið að koma á fót undanfarin ár í náinni samvinnu við Tilraunastöð Há- skólans á Keldum, Lífefnafræði- stofu Læknadeildar Háskóla ís- lands og Félag hrossabænda. Er hér um að ræða vinnslu frjósem- ishormóns úr blóði fylfullra hryssa. Forsaga Árið 1979 hóf G.Ólafsson h/f söfnun blóðs úr fylfullum hryss- um til framleiðslu á hormóninu PMSG. Leitaði fyrirtækið til Til- raunastöðvarinnar á Keldum eftir aðstoð í sambandi við fram- kvæmd blóðsöfnunar, heilbrigð- iseftirlit og hormónamælingar. Þá hefur Félag hrossabænda ver- ið fyrirtækinu innan handa í sam- bandi við skipulagningu á blóð- söfnunarstað. í fyrstu var hráefnið selt óunn- ið úr landi, en um mitt ár 1983 varð ljóst að hinir erlendu kaup- endur höfðu ekki áhuga á frekari kaupum. Fékk fyrirtækið þá Líf- efnafræðistofu læknadeildar Há- skóla íslands til þess að kanna möguleika á fullvinnslu hor- mónsins. Jafnframt var farið að athuga með markað fyrir lyfið er- lendis. Rannsóknir Lífefnafræðistofu leiddu í ljós að unnt væri að fullvinna hormónið hér á landi. Samningar tókust einnig við er- lent lyfjafyrirtæki um dreifingu og sölu. f byrjun árs 1985 var haf- ist handa við að innrétta 400 m2 húsnæði sem nú hýsir verksmiðj- una og búa hana nauðsynlegum tækjum. Var verksmiðjan að hluta komin í gagnið í september sama ár. Hráefnisöflun Árlega er safnað blóði úr 500- 800 hryssum eða samtals 10-15 tonnum af blóði. Hverri hryssu er tekið blóð 5 sinnum á 50-90 degi meðgöngu, 5 lítrar í senn eða samtals 25 lítrar. Rannsóknir hafa sýnt að blóðtakan hefur hvorki neikvæð áhrif á sæld hryssa né folalda. Blóðið er tekið í citratlausn, blóðkornin látin etj- ast til og blóðvökvinn soginn ofan af og síðan frystur í 100 lítra tunn- um. Frá því að blóðið er tekið og þar til það er komið í frysti líður sjaldnast meira en 1 sólarhringur. Þessi stutti tími og lítill lofthiti hér á landi tryggir gæði hráefnis- ins. í upphafi blóðsöfnunar þarf að athuga hvort hryssurnar séu fyl- fullar og framleiði nægjanlegt magn hormóna. Hefur Tilrauna- stöðin á Keldum þróað sérstaka mælingaraðferð til þessara nota. Þetta próf er einnig notað til mæl- inga á hormónamagni á mismun- andi stigum framleiðslunnar. Vinnsla úr hráefninu í hverri viku er unnið úr 600 h'trum af blóði. Hreinsunarferill hormónsins er flókinn og krefst mikils og dýrs tækjabúnaðar. Fyrri hluti hreinsunar, svoköll- uð grófvinnsla, tekur rúma viku og fer fram í aðalvinnslusal. Sýru og kísilgúr er hrært saman við blóðið í stórum tanki. Við þetta falla út um 90% þeirra eggjahvítuefna sem eru í blóð- plasma og eru þau síuð frá með filterpressu. f næsta skrefi er hormónalausnin þykkt með hjálp svokallaðs himnusíunartækis. Við það minnkar rúmmál horm- ónablöndunnar rúmlega tuttug- ufalt. Síðan taka við nokkur hreinsunarþrep þar sem skiptast á útfellingar og skiljanir í kröftu- gri skilvindu. Að grófhreinsun lokinni eru 600 Iítrar af blóðplasma orðnir að um 100 g af ljósleitu dufti. Við frekari hreinsun fæst enn hreinni lokaafurð og vegur hún aðeins um 15 g. Frágangur hormóns í lyfjaglös Kaupendur framleiðslunnar sömdu við G.Ólafsson h/f um að fá hormónið í neytendapakkn- ingum tilbúið til notkunar. Loka- skref framleiðslunnar er áfylling í lyfjaglös. Ákveðið magn af hreinsuðu hormóni er leyst upp í sæfðu, eimuðu vatni, fyllt á lyfjaglös ogfrystiþurrkað. Glösin eru síðan innsigluð, merkt og pakkað í sérstakar öskjur, ásamt glösum með saltupplausn til þess að leysa hormónið upp í fyrir notkun. Þannig frágengið er lyfið sent hinum erlenda kaupanda til dreifingar á markað. Frágangur á lyfi sem hér um ræðir er sá vandasamasti sem um getur í lyfjaiðnaði. Fyrir utan kröfur um að í hverju lyfjaglasi sé ákveðinn fjöldi eininga af hor- móninu eru gerðar mjög strangar kröfur til þess að innihaldið sé laust við alla gerla, eiturefni og svokölluð hitavaldandi efni (pyr- ogen). Til þess að uppfylla þessi skilyrði verða allar aðstæður við áfyllingu að vera mjög fullkomn- ar. Umhverfi í áfyllingarherbergi verður að vera svo til gerilsnautt. Til þess að nálgast það er allt loft gjörsíað og auk þess er haldið yfirþrýstingi inni í herberginu. Öll tæki og áhöld eru gerilsneydd og starfsfólk klæðist ger- ilsneyddum fötum og notar and- litsgrímur og gerilsneydda han- ska við vinnu í herberginu. Að- staða til áfyllingar á viðkvæmum lyfjum hjá G.Ólafsson h/f er mjög fullkomin. Áfyllingarvélin afkastar 3000 glösum á klukku- stund og áfyllingardagana er fyllt á 11-12.000 glös. Við áfyllingu á hormóni er töppum aðeins tyllt lauslega í glösin og þannig fara þau inn í fyrstiþurrkara. Þar er hormónalausnin fryst og allur raki dreginn úr frosinni lausninni. Eftir situr kaka á botni glassins. Glösunum er lokað inni í frystiþurrkaranum með sérstök- um útbúnaði. Þau eru síðan tekin út og innsigluð með álhring. Sama áfyllingarvél er notuð til þess að fylla saltvatn á sérstök glös sem fylgja hormóninu. Við þessa áfyllingu er tappinn settur í og glösin innsigluð strax eftir áf- yllingu. Upplausnin er síðan ger- ilsneydd með upphitun undir þrýstingi. Hormónið er hins veg- ar ekki hægt að gerilsneyða á þennan hátt eftir að það er ícomið í glösin því við það eyðileggst það. í þessu liggur hluti vandans við lyfjagerð sem þessa. Framleiðsla og gæðaeftirlit Við gerð lyfja til sölu á er- lendum markaði eru gerðar strangar kröfur til framleiðslu- og gæðaeftirlits. Færa þarf ná- kvæmar skýrslur á öllum stigum framleiðslunnar. Meðan á átöpp- un stendur er fylgst með loftmengun í áfyllingarherbergi með því að leggja út skálar með bakteríuæti. Einnig er yfirborðs- mengun athuguð með sérstökum aðferðum. Vegna óska kaupanda er hluti framleiðslueftirlits í höndum óháðs aðila og hefur Tilrauna- stöðin á Keldum tekið að sér þennan þátt. Athugað er hvort hormónið sé gerilsnautt með því að færa inni- hald ákveðins fjölda glasa yfir í tvenns konar gerlaæti, sem síðan eru höfð við mismunandi hitastig í ræktunarskápum í 7 daga. Sams- konar prófanir eru gerðar á salt- vatnslausn. Til þess að ákvarða virkni hormónsins eru notaðir ókyn- þroska, 21-24 dagar gamlir, kvenkyns rottuungar. Sprautað er ákveðnu magni af hormóni og virkni ákvörðuð út frá þyngdar- aukningu eggjastokka. Þessi að- ferð er notuð til þes að staðla fín- hreinsað hormón. Einnig eru gerðar virknismælingar eftir hverja einustu áfyllingu og sömu- leiðis við geymsluþolsrannsóknir (sjá síðar). Til eiturefnaathugana eru not- aðar mýs og til athugana á hita- valdandi efnum eru notaðar kan- ínur. Síðastnefnda prófunin hef- ur fram til þessa verið gerð í Nor- egi. Markaðsöflun Mjög dýrt er að markaðssetja ný lyf. Þetta frjósemishormón er ekki ný tegund lyfs, en kostnaður við að setja það á markað undir nýju nafni er engu að síður gífur- legur. Gerður hefur verið samn- ingur við belgískt dótturfyrirtæki bandaríska lyfjaframleiðandans Sytex um að koma lyfinu á mark- að undir sínu nafni. Samningur- inn er til þriggja ára í senn og hljóðar upp á sem svarar 600.000 hettuglösum á ári. Fyrsta sending (10.000 glös) sem ætluð er til notkunar á al- mennum markaði var send frá verksmiðjunni í júní sl. og önnur sending (50.000 glös) fór utan fyrir skömmu. Því er ekki að neita, að það dróst lengur en við áætluðum í fyrstu að ná þessum áfanga. Til þess liggja ýmsar ástæður. í upphafi var gert ráð fyrir að flytja hormónið út full- hreinsað en ófrágengið að öðru leyti. Það varð þó úr að ganga frá hormóninu í endanlegar neyt- endapakkningar. Þetta þýddi fullkomnari aðstöðu og tækja- búnað og tók uppsetning verk- smiðjunnar því lengri tíma en áætlað var. Þá krefst slíkur útflutningur sérstakrar skrásetningar á lyfinu áður en hægt er að senda það á markað. Slíkt er mjög tímafrekt og tekur oftast mánuði, í sumum tilvikum ár (misjafnt eftir því hvaða lyf og hvaða lönd eiga í hlut). Við höfum útbúið skrán- ingargögn fyrir Porceptene 600 en lyfið er sett á markað undir því nafni. Er það einkum ætlað sem frjósemislyf í svín. Þessi gögn verða m.a. að hafa að geyma nið- urstöður geymsluþolsrannsókna. Þetta þýðir að liggja verða fyrir niðurstöður reglubundna virknis- mælinga á hormóni sem hefur verið geymt í allt að ár frá fram- leiðsludegi. Við erum að leggja síðustu hönd á þessar rannsóknir. Er nú kominn verulegur skriður á skráningarmál. Þær sendingar sem eru þegar famar af lyfinu fóru á Hollands- markað, en Holland er eina landið sem ekki krefst skráningar á þessu lyfi. Fjárfesting og fjármögnun Fjárfesting vegna þessarar framleiðslu, þ.e. tækjakaup, innrétting verksmiðjuhúsnæðis og hráefnisöflun (1983-1986) nemur um 50 miljónum króna. Þetta hefur verið fjármagnað með lánum frá Iðnþróunarsjóði (8.6 miljónir), Iðnlánasjóði (6.5 miljónir), Fjárfestingarfélaginu (8 miljónir), Þróunarfélaginu (10 miljónir), Glitni (8 miljónir og skammtímalánum (5 miljónir), samtals 43.1 miljónir króna. Eigið framlag fyrirtækisins nem- ur þannig um 7 miljónum króna auk rekstrar verksmiðjunnar (laun og rekstrarvörur) í lVi ár sem nemur um 6 miljónum króna. Viðskiptabanki fyrirtæk- isins, Landsbanki íslands, hefur sýnt mikinn skilning á þessu verk- ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Suðurland Forval 4., og 5. desember Síðari umferð forvals AB á Suðurlandi vegna alþingiskosninganna fer fram dagana 4. og 5. desember. Kjörstaðir verða opnir kl. 16 - 22 báða dagana. Kosið verður hjá formönnum félaganna eða trúnaðarmönnum þeirra nema annað sé tekið fram. Vestmannaeyjar: Rannveig Traustadóttir s: 2960. Kjörstaður í Kreml. Selfoss: Anna Kristín Sigurðardóttir s: 2189. Kjörstaður að Kirkjuvegi 7. Þorlákshöfn: Elín Björa Jónsdóttir s: 3770. Kjörstaður á skrifstofu Stoð sf. Hveragerði: Magnús Ágústsson s: 4579. Kjörstaður verður á Breiðumörk 11. Stokkseyri: Dagrún Ágústsdóttir Iragerði 9, s: 3303. Uppsveitir Árnes- sýslu: Unnar Þór Böðvarsson Reykholti s: 6831. V-Skaftafellssýsla: Mar- grét Guðmundsdóttir, Vatnsskarðshólum s: 7291. Rangárvallasýsla: Einar Sigurþórsson, Háamúla s: 8495. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forvalsins hefst föstudaginn 28. nóvember. Kosið verður hjá formönnum félaganna og á aðalskrifstofu AB á Hverfisgötu 105 á skrifstofutíma. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. desember 1986 efni og veitt ýmsa fyrirgreiðslu til þess að mæta þessari fjárþörf. Framleiðsla frjósemislyfs úr blóði fylfullra hryssa er dæmi um verkefni á sviði lífefnaiðnaðar sem hefur þróast á ákaflega far- sælan hátt. Hér er um dýrmæta útflutningsvöru að ræða sem ekki krefst mikillar orku í framleiðslu. Hins vegar byggir framleiðslan á tækniþekkingu, sem til er í landinu, en hefur ekki fyrr verið nýtt í þágu atvinnulífsins. Sú reynsla sem fengist hefur og sú aðstaða sem byggð hefur verið upp vegna þessarar framleiðslu opnar leið til frekari lífefnavinns- lu af svipuðum toga. En hverjar skyldu vera for- sendur þess að verkefni sem þetta heppnist? I fyrsta lagi gott hráefni. Vegna landfræðilegra staðhátta og ein- angrunar höfum við um margt sérstöðu. Búfjárstofnar okkar eru t.d. að mestu lausir við flesta þá smitsjúkdóma sem hrjá búfé erlendis og setja lífefnavinnslu sem þessari þröngar skorður. Mengun er hér minni en víða annars staðar og smæð þjóðfél- agsins og gott heilbrigðiskerfi opnar ómælda möguleika á sviði ýmiss konar lífefnaiðnaðar og líf- efnavinnslu. Þetta verkefni hefur einnig fært okkur heim sönnur á því að við höfum hér á landi rannsóknaraðstöðu og menntað fólk til þess að takast á við verk- efni af þessu tagi. Það sýnir einn- ig hvernig standa má að svona verkefnum með samstarfi einka- fyrirtækja og rannsóknarstofn- ana. Forsenda slíks samstarfs er auðvitað skilningur ráðamanna fyrirtækja á gildi og nauðsyn rannsókna við þróun verkefna á þessu sviði og um leið að þeir hafi vilja og áræði til þess að leggja eitthvað undir. Síðast en ekki síst verður að koma til fyrirgreiðsla lánastofn- ana og skilningur forsvarsmanna þeirra á því að vandasöm fram- leiðsla sem þessi verður ekki al- sköpuð á einum degi. í þessu sambandi er vert að draga fram og þakka framsýni Þróunarfél- agsins sem hefur, eins og áður hefur komið fram, veitt 10 milj- ónir króna til áframhaldandi þró- unar á sviði lífefnaiðnaðar hjá fyrirtækinu. Því ekki dugar ann- að en að horfa fram á við. Þegar hefur verið hafist handa með at- huganir á framleiðslu annars frjósemishormóns, en það er hormón sem skilst út í þvagi þungaðra kvenna. Kaupendur hryssuhormónsins (PMSG) vilja fá það blandað með þessu horm- óni og hefur það fram til þessa verið keypt frá Hollandi. Vegna aukinna krafna til framleiðslu lyfja úr blóði og þvagi manna (m.a. vegna AIDS) hefur verið boðuð margföld hækkun á verði þessa hormóns. Þetta verkefni er því mjög brýnt en við teljum að- stæður hérlendis að mörgu leyti mjög heppilegar til framleiðslu sem þessarar, m.a. vegna góðs heilbrigðiskerfis. Þá eru einnig í gangi athuganir á því hvernig nýta megi ýmsar aukaafurðir sem falla til við hormónavinnsluna. Aðilar að þessum verkefnum eru þeir sömu og áður og höfum við hlotið umtalsverðan styrk frá Rannsóknarráði ríkisins til þess- ara rannsókna. Það er mér sér- stök ánægja að ljúka þessu erindi mínu á að þakka þennan stuðn- ing. Það er algjör forsenda fyrir framtíð þess iðnaðar sem hér er kominn vísir að, að tengsl fram- leiðenda og vísindastofnana rofni ekki. Verður það best tryggt með stuðningi við þróunarverkefni og öflugar stuðningsrannsóknir, sem fyrirtækjunum sjálfum er oft um megn að veita á meðan þau eru að hasla sér völl á þessu sviði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.