Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 16
Sala Borgarspítalans Læknar bregða hart við Lœknar á Borgarspítalanumþungorðir ígarð borgarstjóra: Gerrœðisleg vinnubrögð. Söluhugmyndum mótmœlt og varað við miðstýringaráformum Læknaráð mótmælir harðlega öllum hugmyndum um sölu Borgarspítalans og lýsir furðu sinni á gerræðislegum og fljót- virknislegum vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við undirbún- ing að sölu spítalans, segir meðal annars í ályktun sem læknaráð Borgarspítalans samþykkti í gær. Læknaráð boðaði til fundarins vegna frétta um viðræður Davíðs Oddssonar borgarstjóra við heilbrigðisráðherra og fjármála- ráðherra um að ríkið taki við rekstri Borgarspítalans. Læknar á Borgarspítalanum voru á fund- inum þungorðir í garð borgar- stjóra og ráðherra. í ályktun ráðsins er varað við Framsóknarkonur Vonbrigði Líklega aðeins ein kona á þingfyrir Framsókn. Verður að leita nýrra leiða Framkvæmdastjórn Lands- sambands Framsóknarkvenna hefur lýst yfir sárum vonbrigðum með hlut kvenna á þeim framboðslistum Framsóknar- flokksins sem nú hafa verið ák- veðnir. Samkvæmt þeim verður líklega aðeins ein Framsóknar- kona á þingi eftir næstu kosning- ar. Framsóknarkonur segja að þar sem ljóst sé að hefðbundnar að- ferðir við röðun á lista tryggi kon- um ekki þennan rétt verði að íhuga aðra leiðir. Engin kona er kjörin á þing fyrir Framsókn nú. þeim miðstýringaráformum sem felast í söluhugmyndunum. Eins og fram hefur komið er ríkisvald- ið staðráðið í að setja spítalann á föst fjárlög í stað daggjalda, en læknaráð bendir á að ekki hafi verið sýnt fram á að fjárlagakerf- ið sé hagkvæmara en daggjalda- kerfið. Þá segir í ályktun ráðsins: „Hætt er við því að fjárveitingar til rekstrar spítalans verði ekki nægilegar og draga verði úr þjón- ustu og jafnvel loka deildum." Læknar og fleiri sem að heilbrigðismálum starfa eru þeirrar skoðunar að sá mikli halli sem er á rekstri spítalans sé alls ekki óeðlilegur, heldur séu dag- gjöld stórlega vanáætluð og í engu samræmi við kostnað við rekstur. Ljóst er að hafin verður söfnun undirskrifta gegn söluáformum Davíðs og á föstudaginn heldur starfsfólk fund með borgarfull- trúum og þingmönnum Reykja- víkur. -gg Rannsóknarstaða í minningu Kristjáns Á laugardaginn, 6. desember, kynnir menntamálaráðherra reglugerð um nýja rannsóknar- stöðu i fornleifafræði við Þjóð- miqjasafnið, og er til hennar stofnað í minningu Kristjáns Eld- járns forseta og þjóðmiiyavarð- ar. Sjötíu ár eru á laugardag liðin frá fæðingu Kristjáns. Miðað er við að menn gegni rannsóknarstöðunni tiltölulega skamman tíma í senn. Nánar verður greint frá tilhögun Krist- jánsstöðu á athöfn í Þjóðminja- safiiinu nú á laugardaginn. - m Jólakjötssalan Miljón máltíðir á mánuði íeinni verslun seljast um 178-180 tonn í desembermánuði. Jáfngildir miljón máltíðumfyrir 5-6 manns. Jólasalan hófst íseptember. Margar kjöttegundir uppseldar r | dcsembermánuði einum seljum Björgvin Hermannsson starfsmaður Kjötmiðstöðvarinnar með nokkur knippi af hinum vinsæla jólamat, rjúpum. Mynd: Sig. við í þessari verslun 178-180 tonn af kjöti en það jafngildir um miljón máltíðum fyrir 5-6 manns, sagði Hrafn Bachmann eigandi Kjötmiðstöðvarinnar um sölu á kjötmeti fyrir jólin. Hrafn sagði að jólamatarinn- kaupin byrjuðu strax í septem- ber, en þá færu pantanir utan að landi að streyma inn. Nokkuð er um að ákveðnar tegundir kjöts séu nú þegar uppseldar, en svo er t.d. um nokkrar gæsategundir, endur, kanínur og hreindýr, og af öðrum er ekki mikið eftir s.s. kalkún. Þá bendir allt til þess að svínakjötið seljist upp fyrir jólin en að sögn Hrafns hefur salan á svínakjöti stóraukist á árinu og er líklegt að fyrir jólahaldið muni alls vanta um 80-100 tonn til þess að anna ætti eftirspum. Hrafn sagði að salan á hinu vin- sæla jólakjöti, rjúpunni, væri alltaf að aukast og hangikjötið seldist, að venju í stórum skömmtum. Reiknaði Hrafn með því að seld yrðu um 35 tonn af því í þessum mánuði. Þá hefur á ár- inu orðið 100% aukning í sölu nautakjöts og skýrði Hrafn það með því að nautgripir væru í auknum mæli kornaldir og hefði það haft í för með sér stórbætt gæði á kjötinu. - K.ÓI. ...OG ÞAÐ FYRIR AÐEINS 30 KR. STK. Nú geturöu komiö vinum og vandamönnum skemmtilega á óvart meö jólakorti sem skartar þinni eigin Ijósmynd og sparaö um leiö dágóöa upphæö. Taktu mynd sem fyrst eöa veldu eina góóa úr safninu og viö sjáum um aö gera úr henni kort sem stendur upp úr jólakortaflóðinu I ár. Allt sem vió þurfum er filman þín. Kort með umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd Umboösmenn um land allt HANS PETERSEN HF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.