Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Stjórn Útgáfufélags framhaldsskólanna frá vinstri: Tómas Tómasson MH ritari, Hrafn Jökulsson Ari Gísli Bragason MR, meðstjórnandi og Eyþór Eðvarðsson Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Kvennaskólanum, formaður, Haukur Guðmundsson Menntaskólanum í Kópavogi, meðstjórnandi, gjaldkeri. Myndin er tekin á fundarstað stjórnarinnar á Café Hressó. Ljósm. Sig. Útgáfufélag framhaldsskólanna Skáldfákurinn beislaður Ljóða- og smásagnasamkeppni meðal framhaldsskólanema. Leitað eftir þátttöku allra framhaldsskóla á landinu komast á endurminningastigið, sem þetta verður þeim áleitið við- fangsefni, en þá út frá allt öðrum forsendum. Skilafrestur í bókmenntasam- keppni Útgáfufélags framhalds- skólanna er til 1. febrúar, en verkin skulu send undir dulnefni á pósthólf 7094, 101 Reykjavík, og skal umslagið merkt Útgáfufé- laginu. Framlaginu skal síðan fylgja nafn höfundar, skóli, heimilisfang og sími í lokuðu umslagi. Þriggja manna dóm- nefnd mun velja bestu verkin, en hún verður skipuð einum bók- menntafræðingi, ljóðskáldi og smásagnahöfundi. Þá er bara að beisla skáldfákinn, gefa andagift- inni lausan tauminn í framhalds- skólum iandsins. ólg. lug^, VU UlVilll VI uu pyi UV OVUl flestir framhaldsskólar á landinu gerist aðilar að félaginu, þannig að skólamir geti í sameiningu unnið að útgáfu og eflingu bók- menntaáhuga í framhaldsskólun- um. Það er Hrafn Jökulsson nem- andi í Kvennaskólanum sem er formaður hins nýstofnaða félags. Við náðum tali af Hrafni og spurðum hann tíðinda af hinu nýja félagi og bókmenntalífi í framhaldsskólunum. - Þetta félag var stofnað 18. nóvember, og við höfum þegar fengið mjög góðar undirtektir á Reykjavíkursvæðinu. Við vinn- um að því að fá sem flesta skóla formlega inn í félagið, t.d. með aðild nemendafélaga eða lista- og málfundarfélaga skólanna. Aðild að félaginu gerir ráð fyrir fjár- hagslegum stuðningi við félagið eftir efnum og aðstæðum, en hug- myndin er að félagið standi fyrir samfelldu útgáfustarfi. í ljóða- og smásagnasamkeppninni, sem nú er að hefjast verða veitt samtals 60.000 krónur í verðlaun, þrenn fyrir bestu ljóðin og þrenn fyrir bestu smásöguna. Við vonumst til þess að samkeppni eins og þessi verði til þess að örva bók- menntaáhugann í skólunum, og hún ætti líka að geta sýnt okkur helstu vaxtarbroddana í bók- menntaiðkun meðal þessa fjöl- menna hóps, sem telur tugi þús- unda. Það er enginn vafi á því að það leynast margir hæfileika- menn í þessum stóra hópi. Er bókmenntaáhugi að aukast í ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Og næsta systir tók við... Helga Einarsdóttir skrifar um barnabækur Guörún Helgadóttlr Saman í hrlng Rv. Iðunn, 1986. Hér segir frá sömu fjölskyldu og í næst síðustu bók Guðrúnar Helgadóttur, Sitji guðs englar. í þeirri bók var Heiða, elsta systir- in, aðalpersóna. Hér er það sú næsta, Lóa Lóa, sem segir sögu daglegra viðburða í rúmt ár, og allir hlutir eru séðir með hennar augum. Lóa Lóa er um það bil 9 ára. Þegar sagan hefst er flest við sama hversdagslega heygarðs- hornið. Heiða situr inni í kamesi og prjónar peysur á bræður sína, því hún ætlar að láta taka mynd af þeim til að hengja upp í stofunni. Hún er alltaf að reyna að halda fjölskyldunni upp úr skítnum og vera eins og aðrir, og því fylgir m.a. að láta skíra yngsta barnið og taka fjölskyldumynd. Versta skammaryrði hennar er: „Þið eruð nú ekkert venjuleg hérna.“ Stórfjölskyldan er annars sem hér segir: Mamma, uppgefin eftir basl og barngeignir, sem samt ennþá sæt og lifnar við þegar bet- ur gengur í lífsbaráttunni. Pabbi, svolítið drykkfelldur gallagripur en glaðlyndur, vinnur mikið (er til sjós) og horfir á allar konur eins og honum finnist þær fal- legar. Amma, glaðlynd, sívinn- andi, huggar, eldar, snýtir, les upphátt og borðar bara afganga hinna. Hún þjónar öllum hinum með jafnaðargeði, næstum í það óendanlega, en þolir ekki þegar afi, blindur og örvasa, minnir hana á að hún sé 4 árum eldri en hann. Afi örkumlaðist í slysi. Hann er orðljótur en hjartahlýr og skilur Lóu Lóu betur en flest- ir. Systkinin eru 7, Heiða, Lóa Lóa og Abba hin, sem allar eru áberandi persónur í bókinni, og strákamir 4, þrír þeir eldri feiknarlegir göslarar og hrakfall- abálkar og hafa hvorki skyldum að gegna innan fjölskyldunnar (eins og stelpurnar) né eiginlega annað hlutverk en að vera til að hafa áhyggjur og armæðu af (Skyldu ekki annars margir strák- ar hafa verið þanr.ig í augum systra sinna). Og svo er það sá yngsti, sá sem þarf að skíra, sjald- an kallaður annað en nýi strákur- inn. Sagan fylgir atburðum hvers- dagslífsins í ár, en það gerist margt á þessu ári. Maður drukkn- ar, annar ferst í bruna, Heiða og Abba verða fyrir mikilli sorg, bam er skírt, annað er á leiðinni, mynd tekin o.s.frv. Einnig fer efnahagur fjölskyldunnar batn- andi, og margt hefur breyst. Lóa Lóa er ekki eins sterk per- sóna og Heiða, en hugsar sitt. Hún breiðir yfir og sléttar úr og er í raun og vem í alveg einkennandi kvenhlutverki. Nema hvað, hún hatar handavinnu. Henni er aldrei hrósað, aldrei spurð hvem- ig henni hafi gengjð í skólanum (það er Heiða sem er gáfnaljósið og dugnaðarforkurinn í fjölskyld- unni), en heldur aldrei skömmuð nema þegar hún segir einu sinni óþægilegan sannleik. Saga Lóu Lóu er ekki eins litrík og saga Heiðu, en þó ekki síður skemmti- leg og áhugaverð, og höfundur er laginn að koma fyrir ýmsum lúmskum athugasemdum sem koma upp í hugann löngu eftir lestur bókarinnar. T.d. sé maður vei muninn á viðhorfi til ríkra og fátækra á þvf að ýmislegt fólk er að kvarta yfir þessum krakka- skara (systkinin í sögunni), eða ógurlega fjölda af börnum, á meðan fjölskyldan er fátæk. En þegar pabbi þénar vel á sfldinni eru þau allt í einu orðin myndar- legur hópur. Athyglisverð em líka viðbrögðin við því að Bárður útgerðarmaður. hefur líklega kveikt í bátnum sínum með alvar- legum afleiðingum. Þá vegur þyngra að pabbi missi etv. vinn- una en að segja sannleikann og láta Bárð gjalda gerða sinna. Eins og í fyrri bókum Guðrún- ar kemur gamansemi höfundar víða fram og sum atvik eru alveg bráðhlægileg, t.d. kjötbolluát strákanna (s. 83). Bókin er vönduð að frágangi og prentuð á fallegan pappír. Letrið er skýrt, en mætti vera heldur stærra svo að yngri lesend- ur ættu auðveldara með að lesa bókina. Sigrún Eldjám mynd- skreytir bókina og gerir það vel og snyrtilega. Þó þykir mér Heiða ekki nógu „sæt“, því að það er oft sagt í sögunni að hún eigi að vera það. Bókin er fýrir 6-100 ára. Helga Einarsdóttir Nýlega var stofnað í Reykja- vík Útgáfufélag framhalds- skólanna, og hefur það boðað til Ijóða og smásagnasam- keppni meðal allraframhalds- skólanema á landinu, sem fæddir eru 1963 eða síðar. Verða veitt þrenn verðlaun fyrir bestu Ijóðin og þrenn verðlaun fyrir bestu smásög- urnar og er fyrirhugað að verðlaunaverkin verði gefin út á bók ásamt með öðru fram- bærilegu efni sem berst í keppnina. Það voru nokkrir framhalds- skólanemar í Reykjavík sem áttu frumkvæðið að stofnun þessa fé- framhaldsskólunum? Það er sjálfsagt umdeilt hvort svo sé, og hann er áreiðanlega misjafn eftir skólum. Ég held að það megi segja að bók- menntaáhuginn hafí verið í nokk- urri lægð undanfarin ár, ef miðað er við þann fjölda sem verið hefur að fást við skáldskapartilraunir. Að minnsta kosti hefur efni skólablaða ekki gefið tilefni til stórra lýsingarorða á síðustu árum. En ég held hins vegar að þetta sé að breytast núna, og þessi bókmenntasamkeppni út- gáfufélagsins er hugsuð til þess að örva fólk til dáða, og koma því á fr amfæri og gefa mynd af því sem er að gerast í framhaldsskólun- um. Ert þú ánœgður með bók- menntakennsluna eins og henni er háttað í framhaldsskólunum? Mér hefur jafnan þótt ábóta- vant að ungir höfundar væru kynntir í skólunum, og þá sér í lagi ungu ljóðskáldin. Það virðist ríkja almenn tortryggni í garð allra þeirra sem ekki eru komnir á fímmtugsaldurinn. Ég held að skólarnir ættu að gera meira af því að fá ungu skáldin inn í skólana og reyna að eyða þeim útbreidda misskilningi að ljóð séu aðeins fyrir sérvitringa. Finnst þér að skólarnir œttu að leggja meiri áherslu á að kenna fólki að skrifa bókmenntatexta? Tvímælalaust ættu skólarnir að stuðla að sjálfstæðri sköpun í skólunum, til dæmis með því að láta menn spreyta sig í ljóðagerð og skáldskap. Ég vonast til þess að samkeppnin okkar verði til þess að sem flestir setjist niður til þess að semja sögur eða ljóð. Hefur hugmynda- og reynslu- heimi framhaldsskólanema ekki verið gerð heldur lítil skil í íslensk- um bókmenntum? Jú, það er óhætt að segja það. Ég man ekki eftir neinni bók sem gefur raunsanna mynd af lífi og hugmyndaheimi íslenskra fram- haldsskólanema um þessar mundir. Svokallaðar unglinga- bækur sem hér koma út fyrir jólin uppfylla ekki þessa kröfu, en í alvörubókum er lítið um þetta fjallað, nema þá helst Pétur Gunnarsson, sem hefur gert þessu dágóð skil í sínum sagna- bálki. Það er helst þegar menn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.