Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 2
Sigurður Þórðarson fyrrver- andi útgerðarmaður: Það var allt uppþotið hjá Fram- sókn um helgina. Það lítur út fyrir að það verði eitt ef ekki tvö sérf- ramboð hjá þeim, bæði Stefán Valgeirsson og Haraldur. Karl Sigurjónsson sjómað- ur: Það var athyglisverðast að Fram- sóknarflokkurinn skyldi missa þingmanninn út, Harald Ólafs- son. -SPURNINGIN- Hvað finnst þér athyglis- verðast við úrslit úr próf- kjörum flokkanna um helgina? Dagrún Jónsdóttir, starfar í Hagkaupum: Ég veit það ekki, ég fylgist ekki með þessu. Guðni Ágústsson mjólkur- eftirlitsmaður: Niðurstöðurnar hjá Framsókn í Fteykjavík voru athyglisverðast- ar, það að Haraldur skuli hafa fallið niður í fimmta sæti. Listinn hjá Alþýðubandalaginu kom ekki á óvart, hann var svipaður því sem mér datt í hug. Eyrún Ingibjartsdóttir kenn- ari: Konur eru í meirihluta. Það er mjög mikið atriði að konur séu á þingi. FRÉTTIR Það er margt sem freistar í ferskum hillum bókaverslananna þessa dagana. Myndina tók Sig. í bókamarkaðnum í Miklagarði. Bóksalan 300 titlar fyrir jólin Bækur hafa hœkkað um allt að 30% fráþvíífyrra Bókavertíðin fyrir jólin stendur nú sem hæst. Reiknað er með að hátt í 300 bækur komi út á síðustu 2 mánuðum ársins, og tai- ið er að verð á bókum hafl hækk- að um 20-30% frá síðasta ári. Hjá Félagi íslenskra bókútgef- enda fréttum við að félagsbundn- ir útgefendur væru með rúmlega 280 titla nú fyrir jólin, en auk þess væri alltaf talsvert um útgáfu á vegum ófélagsbundinna aðila. Reiknað væri með því að útgefnir Samkvæmt nýlegri könnun Manneldisráðs á matarvenj- um íslendinga, þurfa íslendingar að skera fituneyslu sína niður um helming og draga verulega úr syk- urneyslu, en hún er tvöfalt meiri en æskiiegt þykir. Rannsókn Manneldisráðs er hluti af því verkefni sem ríkis- stjórnin hefur sett í gang með því markmiði að fyrir næstu aldamót Frumsýningu á leikriti Þórunn- ar Sigurðardóttur, í smásjá, sem átti að fara fram nú í mánuðinum á hinu nýja leiksviði Þjóðleik- hússins í Iþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar, hefur verið frestað til 30. desember vegna veikinda eins leikarans. Leikritið í smásjá er annað leikverk Þórunnar Sigurðardótt- bókatitlar yfir árið væru um 400, en slíkt færi þó alltaf eftir skil- greiningu á því hvað væri bók. Þeir hjá Bóksalafélaginu héldu að verð bóka hefði hækkað að meðaltali um 20-30% frá því í fyrra. Dæmi eru þó um meiri hækkanir. Þannig kostar skáld- saga eftir metsöluhöfundinn Al- ister McLean 1188.- kr. í ár en kostaði 888.- kr. í fyrra að sögn Ólafs Þórðarsonar verslunar- stjóra hjá Máli og menningu. Þessi hækkun er um 33%. Ólafur verði heilsa Islendinga að veru- legu leyti betri en gerist í dag. Mikilvægur þáttur í þessu verk- efni eru betrumbætur á neyslu- venjum íslendinga, en rangar neysluvenjur eru ásamt tób- aksreykingum, algengustu orsak- ir fyrir langvinnum sjúkdómum s.s. hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Á grundvelli niðurstaðna ur sem sett er á svið, en leikstjóri verksins er Þórhallur Sigurðsson. Leikendur í verkinu verða þau Anna Kristín Arngrímsdóttir, Amar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigurður Skúlason. Gerla gerir leikmynd og búninga en ljósin eru í hönd- um Bjöms Bergsteins Guð- mundssonar. sagðist bjartsýnn fyrir hönd bók- sala í ár, bækur væru þegar farnar að hreyfast, þótt enn væri of snemmt að spá í metsölubækur. Þorgeir Baldursson prentsmiðju- stjóri í Odda sagði aðspurður að stærsti hluti bókaflóðsins væri þegar kominn á markaðinn. Þó væru alltaf nokkrar bækur með seinni skipunum, en hjá Odda vinna nú 180 manns á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn, enda sagði hann að Oddi sendi frá sér um 120-130 titla nú fyrir jólin. könnunarinnar hyggst Manneld- isráð kynna ráðleggingar um mataræði fyrir almenning. I þeim er lögð megináhersla á fjöl- breytta fæðu úr nokkmm fæðu- flokkum sem em kornmatur, mjólkurmatur, grænmeti og ávextir, kjöt, fiski og eggjum. Samkvæmt ráðleggingunum ber að halda fituneyslu í skefjum, og leggja áherslu á neyslu mjúkrar fitu frekar en harðar þar eð hún eykur hættu á æðakölkun. Mælt er hins vegar með fitu úr sjávar- dýmm, en hún er talin hafa verndandi áhrif gegn æðastíflun. Allir þekkja afleiðingar sykuráts, en tannskemmdir á íslandi em með því mesta sem gerist í heiminum, enda stöndum við næst Kúbu hvað neysluna snertir. Þá þykir saltneysla landsmanna fullmikil og er fólki ráðlagt að halda henni í skefjum, en hún veldur auknum blóðþrýstingi. Loks eru fólk hvatt til að auka við sig D-vítamíni, en samkvæmt könnuninni er of lítið af því í dag- legri fæðu landsmanna. -K.ÓI. í Almennt var gott hljóð í þeim bóksölum sem Þjóðviljinn hafði samband við í gær. ólg. Bœkur Rautt og blátt Árni og Lena Bergmann sendafrásérbók Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Blátt og rautt - bernska og unglingsár í tveim heimum, eftir Arna og Lenu Bergmann. Arni og Lena voru námsmenn í Moskvu á sjötta ára- tugnum þegar þau kynntust. Hann hafði alist upp í íslensku sjávarplássi, hún óx upp í Sovétr- íkjunum á tímum heimsstyrjald- ar og stalínisma. í bókinni lýsa þau hvort um sig bernsku sinni og unglingsárum í tveim heimum. Arni segir frá uppvexti í Kefla- vík, skólavist í Reykholti og í Menntaskólanum að Laugar- vatni, um leið og hann bregður upp myndum af óvenjulegum mönnum sem hann kynntist á mótunarárum sínum. Lena, gyð- ingur í báðar ættir, segir frá allt annars konar uppvexti og skóla- vist í borginni Rjazan skammt frá Moskvu. Líf hennar gerbreytist við innrás Þjóðverja, þegar kon- ur og börn eru flutt til Mið-Asíu. Neysluvenjur Fjölbreytt fæða fækkar kvillum Rangar neysluvenjur auka líkurnar á langvinnum sjúkdómum. Manneldisráð hveturfólk til að draga verulega úrfitu-, sykur- og saltneyslu Leiklist í smásjá Frumsýningu frestað til áramóta 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 3. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.