Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.12.1986, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 3. desember 1986 276. tölublað 51. árgangur Varaflugvöllurinn Herstöð í neytendaumbúðum Viðrœður um varaflugvöll fyrir Nató hefjast í nœstu viku. Framsóknarmenn samþykktu viðrœðurnar í ríkisstjórn. Svavar Gestsson: Þriðja herstöðin á kjörtímabilinu ROtisstjórnin hefur ákveðið að hefja viðræður við flotastjórn NATÓ um byggingu varaflugvall- ar fyrir herstöðina í Keflavlk hér á landi. Hefjast viðræðurnar í næstu viku og taka þátt í þeim 2 fulltrúar frá utanríkisráðuneyti og 2 frá samgönguráðuneyti. I er- indisbréfi fjórmenninganna kem- ur fram að Sauðárkrókur og Eg- iisstaðir komi til greina sem að- setur fyrír þetta nýja hernaðar- mannvirki, sem Nató óskaði eftir sl. vor. Petta kom fram hjá Matthíasi Á. Mathiesen utanríkisráðherra í fyrirspurnartíma á alþingi í gær. Þingmönnum Framsóknar- flokksins þótti þetta greinilega hið sjálfsagðasta mál þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar m.a. miðstjórn- ar flokksins um að ekki megi blanda saman hernaðarfram- kvæmdum og öryggissjónarmið- um almenna flugsins varðandi byggingu varaflugvallar. Stein- grímur J. Sigfússon, sem spurði um stöðu þessara mála í gær, sagði þetta framsóknarlegustu yfirlýsingu allra tíma í ljósi síð- ustu atburða. Ljóst væri að ríkis- stjórnin væri ákveðin í því að selja þjóðinni herflugvöll í skrautlegum neytendaumbúðum - sem almennan varaflugvöll. Þar með væri búið að kistuleggja endanlega þá yfirlýstu stefnu Framsóknar að auka ekki hern- aðarumsvifin hér á landi. Steingrímur benti á að í starfs- reglum mannvirkjasjóðs Nató eru skýrar kröfur um að mannvirki, sem sjóðurínn styrk- ir, séu í eðli sínu eða stjórnunar- lega séð hernaðarmannvirki. Líftœkni Hormónaiðjan heppnast vel Fimmtíu miljónir fjárfestar íframleiðslu frjósemislyfs úr hryssublóði Líftæknitilraun lyfjafyrirtæk- isins G.ÓIafsson hefur gengið vel. í júní var fluttur út til Hollands fyrsti skammturinn af frjósemis- lyfi sem unninn er úr blóði teknu úr fylfullum hryssum, og næsti skammtur var fluttur út fyrir skömmu. Þessi framleiðsla G.Ólafssonar í samvinnu við Félag hrossa- bænda og ýmsar rannsóknarstof- ur er „dæmi um verkefni á sviði lífefnaiðnaðar sem hefur þróast á ákaflega farsælan hátt“, segir Bergþóra Jónsdóttir í grein í Þjóðviljanum í dag. Bergþóra telur að þessi tilraun opni leið til frekari vinnslu af svipuðum toga, og er þegar á döf- inni að framleiða hérlendis annað hormón - úr þvagi barnshafandi kvenna. f erindinu kemur meðal annars fram að í þessu verkefni hafa ver- ið fjárfestar 50 miljónir. Sjá SÍÖU 12 _m Lágmarkskrafan sem sjóður- inn setti væri ákvæði um að Nató geti yfirtekið alla stjóm mannvirkisins á hættu- eða spennutímum, eins og nú gildir um nýju flugstöðina í Keflavík. Þetta virtist koma Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra á óvart og sagði hann að kanna þyrfti þessar reglur betur, þó hann hafi án þess samþykkt að hefja þessar viðræður! Ekki kæmi til greina að þiggja fé úr sjóðnum ef flugvöllurinn yrði þar með hernaðarmannvirki en ef engin skilyrði fylgdu önnur en þau að herflugvélar gætu lent þar þegar Keflavíkurvöllur væri lok- aður, gegndi öðm máli. Ragnar Arnalds sagði sam- stöðu um það á Sauðárkróki að ef flugvöllurinn ætti að vera hernað- armannvirki, mannaður eða undir stjóm Nató, vildu menn heldur vera án hans. Svavar Gestsson benti á að ef þessi áform Nató um varaflugvöll hér á landi næðu fram að ganga, yrði það þriðja herstöðin sem rík- isstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefði leyft á valdatíma sín- um. Hinar tvær em radarstöðv- arnar fyrir austan og vestan. Stefán Guðmundsson sagði nauðsynlegt að menn hættu að tala um herstöð og færa að koma sér niður á jörðina í þessum efn- um en Páll Pétursson gagnrýndi orðalag erindisbréfins og ítrekaði að hugmyndir um að sækja fé í mannvirkjasjóð Nató væm ekki frá heimamönnum komnar. Sjálfur væri hann andvígur vara- flugvellinum, ef hann ætti að vera herstöð. -ÁI Um miðnætti: Lagt (eina lotunaenn. Þórir Daníelsson, Karl Steinar Guðnason, Ásmundur Stefánsson og árvökui augu fylgjast með hverri hreyfingu. Mynd: ASÍ/VSÍ/VMS EÓL Vökunótt hjá samningsaðilum Allt var enn óljóst um niðurstöður um miðnœtti í nótt. Karl Steinar: Erum með þokuljós. Þórarinn V.: Það bermikið ímilli. Sigurður Óskarsson: Svartsýnn Við göngum hér um með þoku- Uós, sagði Karl Steinar Guðnason varaformaður Verka- mannasambandsins um útlit samningaviðræðnanna um miðn- ætti í gær en þá virtist allt vera enn nyög óljóst um hvernig samn- ingaviðræðum næturinnar myndi lykta. Hvort viðræðum verður haldið áfram eða hvort uppúr slitnar fram til áramóta ræðst af því hvort samningsaðilar geti komið sér saman um lág- markslaun, en samningsaðilar voru ekki farnir að nefna neinar tölur um miðnætti. Þórarinn V. Þórarinsson for- maður VSÍ sagði að þó væm samningsaðilar farnir að skynja í æ ríkari mæli hvaða lágmarkslaun og með 1. desember. Samnings- umframhækkun framfærsluvísi- lægju í loftinu hjá hvorugum að- bundin launahækkun er 2.5% og tölu er 2.09%. —K.Ól. ila fyrir sig, og sagði Þórarinn að honum virtist bera mikið í milli. „Ég er nú ekki tilbúinn til þess að semja um einhverja mola sem hrjóta af borði VSÍ. Það er afar ólíklegt að okkur bjóðist annað núna þegar samningstímabilinu er ekki lokið og enginn þrýsting- ur er á atvinnurekendur. Þess vegna held ég að það sé afar ólík- legt að við náum saman í nótt“ sagði Sigurður Óskarsson for- maður Alþýðusambands Suður- lands um stöðuna í nótt. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum lagði launanefnd fram úrskurð sinni í fyrrinótt og hljóð- aði hann upp á 4.59% hækkun frá Laugardalur Borgin hefji búskap Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kvennalista lagði til á fundi borgarráðs í gær að borgin hæfi búskap að Laugabóli í Laugardal, svo reykvísk- um börnum gefist í framtíðinni kostur á að fylgjast með því sem fram fer á sveitabæ. Tillögu Ingibjargar var vísað til borgarstjórnar. Hún kom upp í kjölfar umræðu um nýtt deiliskipulag að Laugardalnum, sem einnig var vísað til borgarstjórnar, en verður afgreitt á borgarstjórnarfundi í vikunni. Hugmyndin um að borgin hefji búskap í Laugardalnum hefur áður komið upp og verið rædd, en í tillöguflutningi þess efnis hafa menn ekki áður nefnt hvar þeir vilja koma slíku býli á fót. Hugmyndin er sú að þama verði búið með sauðfé, kýr og kannski sitthvað fleira. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.