Þjóðviljinn - 20.12.1986, Page 1
Laugardagur 20. desember 1986 291. tölublað 51. árgangur
Vísitölusvikin
Sneitt að Alexander
Húsnœðismálastjórn samþykkir eftirgjöfvegna ofreiknaðrar lánskjaravísitölu þráttfyrir óljós
fyrirmœli ráðherra. Gildir um9300 lán. SigurðurE. Guðmundsson: Allt óljóst um framkvœmd.
Alexander Stefánsson: Endurgreiðslur gilda ekki um Byggingasjóð verkamanna
ó að samráð hafi verið haft
við Félagsmálaráðuneytið um
framkvæmd vísitölumálsins og
ráðuneytinu kunnugt um fram-
kvæmdina allan tímann er nú
orðið Ijóst, að cftirgjöf sú, sem
ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum í ágústlok 1983 að veita
húsbyggjendum, skal gilda út all-
an lánstímann hjá viðkomandi
aðilum, en ekki einu sinni, eins og
talið var að bréf Fél-
agsmálaráðuneytisins frá 2.09.83
gæfi til kynna, segir í samþykkt
sem Húsnæðismálastjórn gerði á
fundi sínum í gær vegna ofreikn-
aðrar lánskjaravísitölu sem
snerta lánveitingar stofnunarinn-
ar.
Á fundi Húsnæðismálastjórnar
var jafnframt samþykkt að eftir-
gjöfin skuli ná til allra lána, sem
verðtryggð eru með lánskjara-
vísitölu og komu til greiðslu úr
Byggingasjóði ríkisins fram til ág-
ústloka 1983, samtals um 9.300
lán. Þá samþykkti stjómin að
undirbúningur skyldi þegar haf-
inn. Loks segir að tillögur um
framkvæmdina skuli hljóta sam-
þykkt Félagsmálaráðuneytisins.
Sigurður E. Guðmundsson
sagði í santali við Þjóðviljann í
gær að enn væm engar línur
komnar í það hvemig standa ætti
að framkvæmdinni, hvort endur-
borga ætti lánþegum ofreiknaða
lánskjaravísitölu eða hvort af-
borganir af lánum yrðu lækkaðar
það sem eftir er af afborgunart-
íma þeirra. Sigurður sagði jafn-
framt að enn væri óljóst um
hvaða upphæðir væri að ræða.
í Kastljósþætti með Fél-
agsmálaráðherra í gærkvöldi var
ekki annað af orðum ráðherra að
skilja en aðeins um 12 miljónir
króna yrðu endurgreiddar lán-
þegum en lánin verði ekki færð
niður eftir því sem nemur of-
reiknuðum höfuðstól. Jafnframt
mátti á máli hans skilja að ekki
stæði til að endurgreiða vísitölu-
lækkunina frá Byggingasjóði
verkamanna.
-K.ÓI.
Sjá Nafn vikunnar
og leiðara bls. 17
í sunnudagsblaði
Okur
Sökin er
Seðlabanka
Hæstiréttur úrskurðaði í gær
að Seðlabankinn hefði árin
1984 og ’85 brugðist lagaskyldu
sinni um auglýsingu hámarks-
vaxta, og sýknaði því lögfræðing-
inn sem fyrstur var dæmdur í ok-
urmálunum útfrá viðskiptum
Hermanns Björgvinssonar.
Má búast við að þarmeð detti
botninn undan nánast öllum ok-
urmálunum. í ákæru á Hermann
sjálfan var krafist yfir 500
milljóna greiðslu. -m
Gleraugu
Sjóndepran
hátolluð
Einsog fram hefur komið í
fréttum Þjóðviljans er algengt að
álagning á sjóngler í gleraugu sé
um 100%. En það eru ekki bara
gleraugnasalar sem taka sinn toll
heldur rfkið einnig, því gjöld á
sjóngler eru samanlagt um 50%.
Nærsýnisgler að styrkleika -3
sem kostar um 10 þýsk mörk er-
lendis eða 220 krónur íslenskar
getur því kostað 1188 krónur út
úr búð á íslandi eftir að öll gjöld
og álagning hafa verið reiknuð
út.
Dæmið lítur svona út: burðar-
gjald 100 krónur, 1% vátrygging-
argjald 3 krónur, 24% vörugjald
78 krónur, 1% tollgjald 3 krónur,
tollmeðferðargjald 21 króna,
100% álagning gleraugnaversl-
unar 425 krónur og loks 25%
söluskattur í smásölu 238 krónur.
Samtals 1188 krónur. Á gler-
augnaumgjörðum eru sömu gjöld
en á snertilinsum er ekkert vöru-
gjald.
Þess má geta að Tryggingar-
stofnun ríkisins tekur engan þátt í
greiðslum . á venjulegum sjón-
glerjum nema að kaupandi þjáist
af alvarlegum augnsjúkdómum. í
slíkum tilfellum eru greidd ein
gleraugu á ári þar til viðkomandi
telst læknaður af sjúkdómnum.
-vd.
Við vitum ekki hvaða erindi hann átti í bæinn, en það hefur sjálfsagt verið eitthvert jólavafstur. E.ÓI. rakst á snjókarlinn á puttanum á Kringumýrarbrautinni í gær.
Helgarpósturinn
Ingólfur segir upp
Ragnar Kjartansson upplýsir um ókeypis Hafskipsflutninga
fyrir Ingólf Margeirsson ritstjóra. Ingólfur segir
starfi sínu lausu
Ingólfur Margeirsson, annar
tveggja ritstjóra Helgarpósts-
ins hefur sagt starfi sínu lausu,
eftir að Ragnar Kjartansson fyrr-
verandi stjórnarformaður Haf-
skips birti gögn sem benda til þess
að Ingólfur hafi árið 1983 borgað
flutninga með skipafélaginu með
reikningi fyrir auglýsingu sem
aldrei birtist.
Undanfarnar vikur hafa þeir
Ragnar og Ingólfur ást við í
Morgunblaðsgreinum végna bú-
ferlaflutninga Ingólfs með Haf-
skipi 1983 og ’84. f Morgunblað-
inu í fyrradag birti Ragnar
reikning sem Ingólfur skrifar
undir og er greiðsla fyrir auglýs-
ingu í Helgarpóstinum. Ragnar
segir enga Hafskipsauglýsingu
hafa birst í Helgarpóstinum það
ár, og sé reikningurinn í raun
pappírsgreiðsla fyrir víxil sem
Hafskip hafi sjálft innleyst.
Ingólfur sendi í gær frá sér
fréttatilkynningu þar sem segir
að skrif Ragnars gefi til kynna
„að greiðsla fyrir flutning hafi
verið felld niður með þeim hœtti
að eðlilegt sé að líta á sem mistök
af minni hálfu. “
„Ég vil taka skýrt fram“ segir
Ingólfur í tilkynningunni „að
þessi viðskipti hafa aldrei haft
nein áhrifá störfmín sem ritstjóri
Helgarpóstsins eða á ritstjórnar-
stefnu blaðsins. En þar sem um-
rœða þessi öll er komin á það stig
að hún getur valdið blaðinu og
samstarfsfólki mínu ófyrirsjáan-
legum erfiðleikum tel ég mér skylt
að segja starfi mínu lausu sem rit-
stjóri Helgarpóstsins. Mér er það
Ijóst að undir engum kringum-
stæðum má varpa skugga á nafn
blaðsins eða störf ritstjórnar. “
Ingólfur vildi engu bæta við
þegar Þjóðviljinn hafði samband
við hann í gær.
-m