Þjóðviljinn - 20.12.1986, Side 2
—SPURNINGIN—
Hvaða skoðun hefur þú á
vœntanlegum stórhcekk-
unum á opinberri þjón-
ustu?
Óskar Árnason, hárskeri:
Þær eru alveg nauðsyn-
legar til að halda öllu gang-
andi. En það er nú vonandi að
þið á Þjóðviljanum komist í
stjórn næst, þá lagast þetta.
Haraldur Norðdahl,
tollvörður:
Mér finnst þetta ekki nógu vel
hugsað. Hálfgerð naflapólitík.
Kolbrún Sigfúsdóttir:
Eru þeir ekki bara að taka af
okkur kjarabæturnar?
Helga Hannesdóttir, hús-
móðir:
Mér finnst þetta varla geta
staðist miðað við það sem þessir
ráðamenn eru búnir að lofa okk-
ur. Ég verð afar skúffuð ef úr
þessu verður.
Kolbrún Gunnarsdóttir:
Eflaust eru þær nauðsynlegar,
en samtímis er náttúrlega búið að
skerða kauphækkanir almenn-
ings.
FRÉTTIR
Kvosin
Niðuirifið samþykkt
Kvosarskipulagið samþykkt með atkvœðum Sjálfstœðisflokks og Framsóknar
Tillaga að nýju skipulagi í
Kvosinni var samþykkt í horg-
arstjórn á fimmtudaginn með at-
kvæðum borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokks. Fulltrúar Alþýðubanda-
lags, Alþýðuflokks og Kvenna-
lista hafa lagst hart gegn sam-
þykkt tillögunnar.
Enda þótt tillagan hafi nú verið
afgreidd frá borgarstjórn gefst
áhugamönnum um Kvosina enn
færi á að gera athugasemdir við
hana. Átta vikur eru til stefnu
með það, en síðan verða slíkar
tillögur vegnar og metnar. Að því
loknu teist tillagan endanlega af-
greidd.
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins lögðu til á fundinum á
fimmtudaginn að ekkert niðurrif
skuli leyft í Kvosinni án þess að
fyrir liggi nákvæm fjárhags- og
framkvæmdaáætlun um upp-
byggingu á lóðinni. Tillögunni
var vísað til borgarráðs.
Tillögu um að leyfa ekki ný-
byggingar í Aðalstræti nema að
undangengnum fornleifarann-
sóknum var einnig vísað til borg-
arráðs. Talið er að í Aðalstræti sé
að finna minjar frá fyrstu byggð í
Reykjavík, jafnvel allt frá
landnámsöld.
Ingibjörg S. Gísladóttir
Kvennalista lagði fram tillögu um
að gerð yrði kostnaðaráætlun um
framkvæmd skipulagsins og var
þeirri tillögu sömuleiðis vísað til
borgarráðs.
Samtökin Líf og land hafa sent
borgaryfirvöldum bréf þar sem
segir að í ljósi þeirrar víðtæku
gagnrýni sem fram hefur komið á
skipulagstillöguna, telji stjórn
samtakanna mjög brýnt að unnt
verði að ná breiðri samstöðu um
skipulagið.
Þá hefur húsafriðunarnefnd
einnig varað alvarlega við þeim
niðurrifsáformum sem tillagan
ber með sér og skorað á borgaryf-
irvöld að fresta afgreiðslu tillög-
unnar um sinn.
-gg
Vilhjálmur af Baskerville leitar sannleikans gegnum gleraugu sín.
Háskólabíó
Rósin fnimsýnd
Miðaldamorðgáta Umberto Eco á hvíta tjaldið
um jólin
að er kalt í ritsalnum, mig
verkjar í þumalinn. Eg skil
þessar skriftir eftir, ekki veit ég
hverjum, ekki veit ég um hvað:
Stat rosa pristina nomine, nom-
ina nuta tenemus.
Þannig lýkur hinn aldni Adso
bókinni um ferð sína og Vil-
hjálms frá Baskerville til
klaustursins mikla þarsem saman
hrannast bækur, morð, trúvill-
ingar, guðfræði, holdsins nautn
og hláturspeki: Nafn rósarinnar.
Verk Umberto Eco fór sigurför
um metsölulista heimsbyggðar-
innar, og nú hefur Rósin lagt upp
í aðra reisu, í þetta skipti í kvik-
myndaformi; frumsýning í Há-
skólabíó í dag.
Eiginlega hefur gjörvöll
Vestur-Evrópa lagt saman í
myndina, sem er ein af dýrustu
myndum álfunnar. Skotinn Sean
Connery leikur aðalhlutverkið,
Vilhjálm, - helsta andstæðinginn
leikur reyndar Bandaríkjamað-
urinn Murrey Abrahams (Salieri
í Amadeus). Leikstjórinn er
Frakki, Jean-Jacques Annaud
(Leitin að eldinum o.fl.), fram-
leiðandinn þýskur, Bernd Eich-
inger, sá sem á peningaheiðurinn
af Sögunni endalausu, tökur í
Suður-Þýskalandi og Róm, og
þykir þeim sem séð hafa ekki
minnst til um vandvirkni og góð-‘
an smekk við staðarval og leik-
mynd.
Nafn rósarinnar varð metsölu-
bók hérlendis fyrir tveimur árum
í rómaðri þýðingu Thors Vil-
hjáimssonar, og varla efi að jóla-
mynd Háskólabíós verður vel
sótt og um rædd.
Af rósinni forðum stendur
nafnið eitt; vér höldum aðeins í
nakin nöfn.
-m
Skoðanakannanir
Töluvert ólíkar niðurstöður
Gunnar Maack hjá Hagvangi: Mjög ólík vinnubrögð. Vísindalegra hjá okkur og
Háskólanum en dagblöðunum
Iskoðanakönnun sem Hagvang-
ur Iét vinna í fyrstu viku des-
ember um fylgi stjórnmálaflokk-
anna fyrir komandi þingkosning-
ar eru niðurstöður á suman hátt
nokkuð ólíkar þeim niðurstöðum
sem bæði Dagblaðið og Helgarp-
ósturinn hafa birt nýverið. Eink-
um er fylgi Alþýðuflokksins
hærra í dagblaðskönnunum en
þjá Hagvangi og fylgi Alþýðu-
bandalags, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks lægri en könn-
un Hagvangs gefur til kynna.
- Ég held að einn hluti af skýr-
ingunni á þessum mismun sé sá
að það er staðið á mjög ólíkan
hátt að könnun dagblaðanna
annars vegar og könnun okkar og
Félagsvísindastofnunar Há-
skólans hins vegar, sagði Gunnar
Maack hjá Hagvangi í samtali við
Þjóðviljann.
- Miðað við þær aðferðir sem
eru notaðar, bæði við val á úrtaki
og framkvæmd könnunar þá tel
ég að kannanir okkar og þeirra í
Háskólanum séu raunsannari.
Það eru alltaf ákveðnar kerfis-
bundnar villur í könnunum sem
þessum sem við vitum um og höf-
um jafnvel verið að velta fyrir
okkur að gefa út kosningaspár út
frá niðurstöðum könnunar þar
sem tekið sé tillit til skekkjunnar,
sagði Gunnar.
I könnun Hagvangs sem náði
til 1000 kjósenda um allt land
náðist til um 77,5% af brúttóúr-
taki. Af þeim sem tóku afstöðu
söguðust 14,2% styðja Alþýðu-
bandalagið, 22,2% Alþýðuflokk-
inn, 0,4% BJ, 16% Framsóknar-
flokkinn, 6,4% Kvennalistann og
40,5% Sjálfstæðisflokkinn.
Samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar var fylgi flokk-
anna með tilliti til aldurs kjós-
enda nokkuð breytilegt. Fylgi
Framsóknarflokksins var mest
hjá 50 ára og eldri en Alþýðu-
flokkurinn átti minnst fylgi í elstu
aldurshópum. Fylgi Alþýðu-
. bandalagsins var mest í yngsta
aldurshópnum en minnst hjá 50
ára og eldri. Mest fylgi Kvenna-
lista var hjá fólki 18-29 ára og hjá
Sjálfstæðisflokknum í elsta aldur-
shópnum.
-Ig-
Leiðrétting
Þau mistök urðu í Jólablaði
Þjóðviljans, að nafn Stefáns
Jónssonar fyrrverandi alþingis-
manns féll niður, en hann skrifaði
greinina „Minning um Pál Zóp-
hóníasson“ á bls. 15 til 17 í blað-
inu. Eru lesendur og höfundur
beðnir velvirðingar á þessum
mistökum.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1986