Þjóðviljinn - 20.12.1986, Page 3
Fjárlögin
FRETTIR
Skipbmt
Þorsteins
Fjárlagahallinn óx úr 1600 milljónum í2,8 milljarða króna.
Geir Gunnarsson: Hefaldrei séð jafnmiklafjármuni hverfa á
svo skömmum tíma
Eg hef aldrei séð jafnmikla
fjármuni ríkissjóðs hverfa í
útgjöld á jafnskömmum tíma og
ætti ég þó að vera orðinn ýmsu
Suðurlandskratar
Konan út
í kuldann
„Það voru landfræðiieg sjón-
armið sem réðu því að víxlað var
á öðru og þriðja sæti í tillögu
meirihluta kjördæmisráðs um
uppstillingu listans,“ sagði Magn-
ús H. Magnússon, efsti maður
lista Alþýðuflokksins á Suður-
landi. Elín Alma Arthúrsdóttir
hefur neitað að taka þriðja sæti
listans og hótar að segja af sér
öllum trúnaðarstöðum á vegum
flokksins.
Úrslit prófkjörsins fyrr í vetur
urðu á þá leið að Elín Alma, for-
maður flokksfélagsins í
Vestmannaeyjum, varð í öðru
sæti og Þorlákur Helgason, úr BJ,
í þriðja sæti. Magnús, einnig frá
Vestmannaeyjum, varð í fyrsta
sæti. Meirihluti stjórnar kjör-
dæmisráðs lagði svo til að sætun-
um yrði víxlað á milli Elínar og
Þorláks.
„Það er erfitt og vont að breyta
niðurstöðu prófkjörs,“ sagði
Magnús, „en vandamálið með
landafræðina var fyrir hendi.“
En hvað með jafnvægi milli
kynja?
„Landafræðin var kynja-
jafnvæginu yfirsterkari þarna.“
Magnús tók það fram að kjör-
dæmisráðið skæri endanlega upp
úr með listann á fundi á milli jóla
og nýárs. -Sáf
vanur. Ja, hvflík veisla, sagði
Geir Gunnarsson alþingismaður
m.a. í umræðum um fjárlögin á
alþingi í gær, en eins og fram hef-
ur komið hefur halli á ríkisjóði
vaxið úr tæplega 1600 milljónum
króna í 2,8 milljarða á örfáum
dögum.
Fjárlagafrumvarpið verður af-
greitt frá alþingi í dag og að því
loknu fara þingmenn í mánaðar-
jólaleyfi. Fjölmargar breyting-
artillögur liggja fyrir frá öllum
flokkum, m.a. tillögur um hækk-
un skatta á fyrirtæki og aukin
framlög til ýmissa málaflokka. í
gærkvöldi var áformað að af-
greiða lánsfjárlög og nokkur
stjórnarfrumvörp áttu að verða
að lögum í gær.
Geir Gunnarsson fór hörðum
orðum um fjármálastjórnun
ríkisstjórnarinnar. Hann minnti á
það markmið stjórnarinnar að
minnka hallann á ríkisjóði um
þriðjung og benti á að í stað þess
mun fjárlagahallinn aukast um
hvorki meira né minna en 40%,
enda þótt góðærið hafi fært ríkis-
sjóði 3 milljarða tekjuauka.
„Skipbrot stjómarsíefnunnar
varðandi þetta markmið blasir nú
við þjóðinni,“ sagði Geir.
Pálmi Jónsson formaður fjár-
veitingarnefndar sagði hækkun
útgjalda ríkissjóðs eiga sér
þrenns konar rætur, í fyrsta lagi
nefndi hann ákvarðanir fjárveit-
inganefndar um aukin útgjöld, í
öðru lagi 915 milljón króna
hækkun vegna kjarasamning-
anna og í þriðja lagi uppfærslu
verðlags og launa um rúmlega 2,5
milljarða.
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins sagði
fjárlagahalla aldrei hafa aukist
svo mikið á svo skömmum tíma.
Hann sagði hallann á ríkissjóði
vera stærsta vandamálið í efna-
hagslífi íslendinga og sagði menn
verða að horfast í augu við að
skilgreina þyrfti hlutverk ríkis-
búskapsins upp á nýtt.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt
fram tillögur um að lækka hall-
ann úr 2,8 milljörðum niður í 652
milljónir króna. Þetta vilja þing-
Fjárlögin verða afgreidd í dag, síðasta þingdag fyrir jól. Sennilegt er að þau fái
að minnsta kosti eitt atkvæði - fjármálaráðherrans uppí vinstra horni mvndar-
innar. (Ljósm.: E.ÓI.)
menn flokksins gera með því að
hækka eignar- og tekjuskatt á fyr-
irtæki, áætla hagnað af ÁTVR
meiri og hækka launaskatt
um
0,5%, og auka þannig tekjur um
1650 milljónir. Auk þess hafa
þeir lagt til að útgjöld verði
skorin niður um 500 miljónir.-gg
El salvadornefndin
Hjálparstarf framhjá stjómvöldum
Jólasöfnun El Salvadornefndarinnar til fórnarlamba jarðskjálftanna í San
Salvador. Ragnar Stefánsson: Stjórnvöld hafa misnotað hjálpargögn
E1 Salvadornefndin hefur nú
hafið sína árlegu jólasöfnun til
bágstaddra hópa í EI Salvador en
að þessu sinni verður söfnunar-
fénu varið til hjálpar þeim sem
Sjóslys
Tjaldur enn
ófundinn
Fórst í ísafjarðardjúpi ífyrrinótt með
þremur mönnum innanborðs. Víðtœk
leit ekki borið árangur
Tjaldur ÍS-116 frá ísafirði sem
fórst í ísafjarðardjúpi í fyrri-
nótt með þremur mönnum innan-
borðs er enn ófundinn. Á þriðja
tug báta auk flugvéla leituðu í
Djúpinu í fyrrinótt og allan gær-
dag auk þess sem gengnar voru
fjörur. Báðir björgunarbátarnir
og lítilsháttar brak hefur fundist.
Annar báturinn fannst um tvö-
lcytið í fyrrinótt vestarlega á
Grunnavík, út af Bjarnanúp þar
sem talið er að báturinn hafi
sokkið en hinn fannst skammt
utan við Bolungarvík í gærmorg-
un. Leit hófst þegar að bátnum
þegar hann kom ekki til ísafjarð-
ar á tilskyldum tíma í fyrrakvöld.
Ljóst er að Tjaldur hefur sokk-
ið mjög snögglega því engin um-
merki sáust á björgunarbátunum
og ekkert neyðarkall barst frá
skipverjum. Ágætis veður var á
þessum slóðum í fyrrinótt. Um
miðjan dag í gær töldu menn sig
greina bátinn á hafsbotni í
Grunnuvík en leit með neðan-
sjávarmyndavél á svæðinu bar
engan árangur.
Skipverjarnir á Tjaldi voru all-
ir ísfirðingar. Sá elsti þeirra 59
ára en hinir tveir um þrítugt.
Tjaldur var 29 lesta eikarskip
smíðað í Danmörku árið 1956.
Hann var á skelfiskveiðum í
Djúpinu.
fóru einna verst útúr jarðskjálft-
unum í San Salvador fyrr á árinu.
„Þrátt fyrir gífurlegan skaða og
mikil vandamál sem komið hafa i
kjölfar jarðskjálftanna hefur um-
ræðan um þá verið lítil. Við vilj-
um því með söfnuninni jafnframt
vekja athygli á þessu ástandi,"
sagði Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur og stjórnar-
meðlimur E1 Salvadornefndar-
innar þegar hann var spurður út í
söfnunina. „Stjórnvöld í E1 Sal-
vador hafa verið gagnrýnd mikið
fyrir það að misnota hjálpargögn
sem send hafa verið vegna
skjálftanna. í dreifingu þeirra
hefur fólki verið mismunað eftir
búsetu, og þar með efnahag, en
fátækrahverfin hafa verið iátin
liggja milli hluta. Vegna þessa
hefur myndast hreyfing sem sinn-
ir hjálparstarfi framhjá stjórn-
völdum og hefur UNTS, Alþýðu-
samband E1 Salvador, haft um-
sjón með því. Sambandið fær að
starfa opinberlega og m.a.s.
Þjóðfrelsisfylkingin hefur hvatt
fólk til þess að senda hjálpargögn
til UMTS“.
Hvað er áætlað að það séu
margir sem eru nú heimilislausir í
E1 Salvador vegna skjálftanna?
„Kannski u.þ.b. 200 þúsund
manns, en u.þ.b. 40 þúsund
manns hafa flúið til frelsuðu
svæðanna. Annars er mjög erfitt
að átta sig á fjöldanum.
Stjórnvöld hafa tilhneigingu til
þess að halda tölunum niðri,“
sagði Ragnar.
Þeir sem vilja veita stuðning
heimilislausum í E1 Salvador geta
sent fé inná gíróreikning E1
Salvadornefndarinnar á númer
303-26-10401 og merkt seðilinn
nefndinni. Auk þess verða jóla-
annadagana, félagar úr nefndinni
með söfnunarbauka hér og þar í
miðbænum og ef augun verða
höfð opin verður óhjákvæmilegt
að koma auga á einhvern þeirra.
-K.Ól.
^HITACHI
vasa-diskó með útvarpi
verð aðeins
kr. 3.900.-
Vilberg og Þorsteinn Njáisgotu 49 s: 10259