Þjóðviljinn - 20.12.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 20.12.1986, Qupperneq 4
LEIÐARI Góð frétt af Andrei Sakharof í gær bárust frá Moskvu fregnir, sem öllum þeim munu gleðilegar þykja, sem fylgst hafa með mannréttindabaráttu sovéska eðlisfræð- ingsins Andrei Sakharofs og baráttu margra ágætra manna fyrir því að aflétt verði „útlegð“ þeirri sem hann og kona hans, Elena Bonner, hafa sætt í borginni Gorkí við Volgufljót nú um nær sex ára skeið. Fregnirnar eru þær, að Sak- harofhjónunum verði leyft að snúa aftur til Moskvu - m.ö.o. að aflétt sé banni á ferðafrelsi þeirra innan Sovétríkjanna. En ekki er enn vitað hvort Sakharof verður leyft að flytja úr landi ef hann óskar þess - stundum hefur hann talið að hlutverk sitt væri heima, hvað sem á gengi, en á seinni misserum hefursvo mjög að honum sorf- ið að hann hefur gefið til kynna að hann færi af landi ef hann gæti. Saga Sakharofs er merkileg saga af mann- legri reisn andspænis ofurefli. Andrei Sakharof átti ungur verulegan þátt í því, að Sovétríkjunum tókst að eignast atómvopn á borð við Banda- ríkjamenn og var m.a. kosinn í Vísindaaka- demíu Sovétríkjannayngsturallramanna. Fyrst slettist upp á vinskap hans við æðstu menn landsins þegar hann á sjöunda áratug aldarinn- ar mælti mjög gegn því, að haldið yrði áfram tilraunum með kjarnorkuvopn, sem þá hafði enn ekki verið samið um milli risaveldanna. Enn syrti í álinn, þegar Sakharof bar fram óvenjuleg- ar hugmyndir um friðsamlega sambúð risa- velda og hugsanafrelsis einmitt um það leyti sem sovéskur her réðist inn í Tékkóslóvakíu. Sakharof var rekinn úr starfi og sætti margvís- legum árásum og áreitni. Ekki aðeins vegna þess að hann hefði aðrar skoðanir á vígbúnað- arkapphlaupinu en þáverandi ráðamenn, held- ur - og kannski fyrst og fremst - vegna þess, að hann gerðist mjög virkur þátttakandi í baráttunni fyrir mannréttindum heima fyrir. Hann leitaðist við að fylgjast sem best með málum einstaklinga og hópa (t.d. Krím-Tartara) sem misrétti eða ofsóknum sættu, bar fram rök- sterk mótmæli, kom upplýsingum á framfæri við erlenda fréttamenn. Stjórnvöld ákváðu svo að refsa honum fyrir þetta starf með því að senda hann í ársbyrjun 1980 í útlegð í borginni Gorkí. Áður en að því kom hafði margt verið gert til að einangra Sakharof og torvelda honum baráttu hans- m.a. með því að handtaka vini hans, eða neyða þá beint og óbeint til að fara úr landi. í Gorkí var svo fylgst mjög rækilega með þeim hjónum og æ þéttara net um þau riðið - í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að rödd Sakharofs heyrðist. Hér skal engum getum að því leitt, hvað hefur ráðið mestu um það, að Gorkíútlegðinni er nú létt af Sakharof-hjónunum. Margir áhrifamiklir aðilar erlendir hafa lagt inn gott orð fyrir þau hjón og það hefur vafalaust haft sitt að segja. Ekki skal því heldur gleymt, að síðustu mánuði hefur öll opinber umræða í Sovétríkjunum tekið miklum stakkaskiptum - menn ræða nú tiltölu- lega opinskátt um spillingu, misferli og réttinda- brot ýmiskonar, sem áður lá á bannhelgi. Nú síðast hefur verið rætt af miklu kappi bæði um náttúruspjöll, sem hafa verið viðkvæmt pólitísk feimnismál, ranga og stranga dóma, og sjálf ritskoðunin er ekki friðhelg lengur. Allt er þetta partur af þeirri „umsköpun“ sem Gorbatsjof hef- ur boðað. Enginn veit enn hve langt sú hreyfing muni ganga, né heldur hver verða endanleg afdrif hennar. En vonandi eru tíðindin af Sakharof-hjónunum marktæk vísbending um að þessi umbótavilji sé enn að sækja í sig veðr- ið. ÁB Ljósmvnd Sigurður Mar. LJOSOPIÐ Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrfta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlttstelknarar: Sœvar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, SigríðurKristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri:HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmlðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Áskrlftarverð á mánuöi: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.