Þjóðviljinn - 11.01.1987, Page 4
Steindór Hjörleifsson í Irlandskortinu eftir Brian Friel,
sem er einn af þeim nýju erlendu höfundum, sem Leik-
félagið hefur kynnt íslenskum leikhúsgestum.
Bandaríski hérinn gengur á Land míns föður eftir Kjartan
Ragnarsson, en hann hefur á undanförnum árum skrif-
að mörg leikrit, sem færð hafa verið upp af Leikfólaginu.
Stefán
Baldursson,
lelkhússtjóri,
horfir um öxl
og rýnirfram
á veginn á 90
ára afmœli
Leikfélags
Reykjavíkur
Hanna Maria Karlsdóttir og Sigurður Skúlason í hlutverkum sínum í Bros úr djúpinu eftir sænska leikskáldið Lars Norén,
en hann þykir um þessar mundir eitt athyglisverðasta leikskáld á Norðurlöndunum.
- Máttu vera að því að hinkra
við eitt andartak, sagði Stefán
Baldursson, leikhússtjóri
Leikfélags Reykjavíkur, þegar
undirritaður hitti hann í saln-
um I Iðnó. Á sviðinu var sviðs-
myndin úr Degi vonar, eftir
Birgi Sigurðsson, en leikritið
verðurfrumsýnt I dag, sunnu-
dag, á afmælisdegi Leikfé-
lagsins. Leikfélag Reykjavík-
ur er 90 ára og þótti ástæða til
að minnast þess með því að
frumsýna nýtt íslenskt
leikverk, eftir eitt fremsta
leikritaskáld okkar I dag. Úr
hátölurunum barst gáskafull-
ur hljómur saxófóns, en undir
leiknum mátti þógreinatrega
hljóðfærisins. Við hlið Stefáns
sat Þórunn Sigríður Þorgríms-
dóttir, leikmyndaog búninga-
teiknari, og voru þau að ræða
tónverkið. Því er ætlað að fylla
uppí tómarúmið á milli þátta
leikritsins, þegarleikararnir
drífa sig I fataskipti baksviðs.
Þegar síðasti tónninn deyr út
gefur Stefán I skyn að hann sé
ánægður með útkomuna.
„Er ekki best að við setjumst
upp,“ segir hann og við förum
upp á kaffistofuna og komum
okkur fyrir við einn gluggann
með útsýni yfir tjörnina. Stefán
kveikir sér í vindli og viðtalið er
hafið.
Leigjandi
Iðnaðarmanna
„Leikfélagið hefur alltaf verið
til húsa hér í Iðnó. Það tók til
starfa 11. janúar 1897 í þessu
húsi. Iðnaðarmannafélag
Reykjavíkur hafði byggt húsið og
þegar búið er að byggja hús þarf
að fylla það af starfsemi. Þá á-
kvað Iðnaðarmannafélagið,
ásamt ýmsum leikurum sem
höfðu starfað hér í bæ, að stofna
Leikfélag Reykjavíkur. Síðan
hefur Leikfélagið verið hér til
húsa að staðaldri og það er ennþá
nú níutíu árum seinna, leigjandi í
húsinu. Það er því löngu tíma-
bært að Leikfélagið komist í hús-
næði, sem það hefur full yfirráð
yfir.
Haustið 1989 er ætlunin að
flytja í Borgarleikhúsið. Nú í jan-
úar opnum við reyndar nýtt
leikhús, í gamalli skemmu í vest-
urbænum þar sem við frumsýnum
leikgerð Kjartans Ragnarssonar
af Djöflaeyju Einars Kárasonar.
Það er langt síðan að Leikfé-
lagið sprengdi utan af sér þennan
ramma, þennan litla sal hér, með
starfsemi sinni. Hátt í annan ára-
tug vorum við með miðnætursýn-
ingar um helgar í Austurbæjar-
bíói. Þetta var mjög vinsæll sýn-
ingartími og sýndum við þarna
verk af léttara taginu. Sýningarn-
ar gengu mjög vel og þær fjárm-
ögnuðu að hluta til reksturinn hér
í Iðnó. Á undanförnum árum
hefur skemmtanamunstrið hjá al-
menningi breyst, framboðið hef-
ur aukist að miklum mun þannig
að þessar sýningar eru ekki
lengur gefnar í aðsókn."
Samkeppnin
nauðsynleg
Ef við hverfum aftur til fyrstu
ára Leikfélagsins. Hvernig var
verkefnavalið þá?
„Strax og húsið var tilbúið hóf-
ust reglulegar sýningar hér í
Iðnó. Fyrstu árin voru þetta litlar
sýningar, danskir söngva- og
gamanleikir, en fljótlega upp úr
aldamótum fór Leikfélagið að
glíma við stærri og metnaðarfyllri
verk. Annar áratugur aldarinnar
var blómaskeið í íslenskri leikrit-
un og voru þá mörg íslensk verk
færð upp á sviðinu hér í Iðnó.
Ef við förum fljótt yfir sögu, þá
er hægt að tala um tvenn tímamót
í sögu Leikfélagsins. í fyrsta lagi
þegar Þjóðleikhúsið var stofnað
árið 1950. Þjóðleikhúsið hafði
verið lengi í byggingu og var ætl-
unin að starfsemi Leikfélagsins
flytti í nýja húsið þegar það yrði
tekið í gagnið. Þegar að því kom
æxlaðist það svo, að stór hópur
leikara Leikfélagsins ákvað að
halda áfram starfseminni í Iðnó.
Það var mjög heilladrjúg ákvörð-
un því með því að tvö leikhús
voru starfrækt í borginni skapað-
ist ákveðin samkeppni og aðhald
á milli þessara tveggja húsa, sem
hefur verið til góðs fyrir íslenska
leiklist.
Hin tímamótin eru 1963 þegar
Leikfélagið er gert að atvinnu-
leikhúsi. Fram að því hafði eng-
inn verið fastráðinn við leikhús-
ið, þó við það starfaði ákveðinn
kjarni leikara, sem lék mjög
mikið. 1963 var starfseminni
hinsvegar breytt og leikarar og
leikhússtjóri fastráðnir. Fyrsti
leikhússtjórinn var Sveinn Ein-
arsson og stjórnaði hann Iðnó í
níu ár. Þá tók Vigdís Finnboga-
dóttir, núverandi forseti, við.
Hún var við Leikfélagið í átta ár
en þá tókum við Þorsteinn Gunn-
arsson, leikari og arkitekt, við
stjórn hússins. Stjórnuðum við
saman í þrjú ár og var tilgangur-
inn með því sá, að við gætum auk
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. janúar 1987