Þjóðviljinn - 11.01.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 11.01.1987, Side 7
Hallgrímur Helgason skrifar frá New York Haustið í New York kemur þegar laufin eru farin af trjánum og götunum og aðeins leigubíl- arnir eru gulir, ellefu þúsund tals- ins, sem bruna fram hjá ögn fleiri útréttum höndum en hægja á sér um leið og borgarstjórinn minnist á fjölgun leyfishafa og leika sér að því að tefja umferð þeirra milljóna sem þurfa heim í út- hverfin. En þá læðist líka með- fram veggjum kuldinn, sem er hér kaldari en flokksbræður hans annars staðar í heiminum. Verri en íslendingum er hann þó hinum heimilislausu auðnuleysingjum sem um götur þessarar ríkulegu borgar ráfa í ætisleit og tímadrápi en liggja af sér frostlausar nætur í almenningsgörðum, á lestar- stöðvum eða undir stigapöllum. En nú þegar úti frýs flykkjast þeir í tugum þúsunda inn í svefn- skemmur Hjálpræðishersins og á vegum borgarinnar. Það er marg- víslegur söfnuður og þeirra á meðal er að finna marga gamla hermenn úr Víetnam-stríðinu en mest þó atvinnu-, vit- og vonleys- ingja. Timothy heitir þrítugur blökkumaður sem búið hefur í bakgarði undir brunastiga í 18 mánuði og telur sig vera hundelt- an af Mafíunni. A bekk einum í Central Park hefur setið í tvo mánuði Kelly nokkur, tvítug stúlka frá New Jersey, en bíður enn með tvær ferðatöskur eftir foreldrum sínum. Rose er hins- vegar komin hátt í sextugt og sit- ur á öðrum bekk ofarlega á Broadway og biður fólk að trufla sig ekki því hún sé í sjónvarpinu. Alheilbrigður er þó herra Mora- les sem varð fyrir því óhappi að teppalager fyrirtækisins tæmdist og hann missti bæði atvinnu og húsnæði, gaf kunningja sínum stereógræjurnar og keypti sér svefnpoka fyrir plöturnar. Sama sagan er líka um mistæka listmálarann sem gróf verkin sín í Washington Square Park og byggði sér lítið pappahús þar hjá. Fyrir þessa menn er sólarhringur- inn vítahringur og vonlaust fyrir þá að fá vinnu, stundum reyna þeir að selja svikna skartgripi á götum úti, en eru síðan teknir fyrir leyfisleysi, en leyfið kostar svo 200 dollara. Ef þessi hópur, sem hefur ekki áður verið jafn- stór síðan kreppunni miklu lauk, er 30-40 þúsund manns er ótalinn fjöldi fjölskyldna sem borgin heldur uppi á „Wellfare" á ýms- um ömurlegum hótelum og mat- arskömmtunarseðlum, sem mað- ur sler víða hér í verslunum. Og mitt í þessum harðindum kemur Rónald Reigan, sem af mörgum er talinn vera forseti Bandaríkjanna, fram á frétta- mannafundi í beinni útsendingu og bendir eins og kennari á eina af hinum tvö hundruð höndum óþolinmóðra fréttamanna, en svarar henni síðan eins og nem- andi uppi við töflu og stundum eins og ólesinn. En þá reynir hann að finna sér næstu spurn- ingu úr einhverri lítilli og skjálf- andi áður óþekktri kvenmanns- hönd aftarlega í salnum í von um að hún sé ekki beinskeytt skot- hríð um vopnasölu til Kómeinís. En úr hinum smáa hálsi brýst þá sú þrumurödd sem áminnir hinn svarfhærða öldung í sínu eigin hvíta húsi um þarfir hinna þurf- andi, heitar súpur fyrir heimilis- lausa og fleiri matarmiða fyrir fá- tæka, sem hann hafði sjálfur skorið niður fyrr á árinu. Ekki stendur þó á svari undir gamla sorrý-svipnum sem endalaust þekur þennan annars myndar- lega mann. Já, af hverju að halda þessu liði uppi á hótelherbergjum fyrir summu, sem hægt væri að byggja handa þessu heilt hús. Og allt í einu, án þess að kveðja er hann farinn úr pontu, sést ganga ganginn, er farinn inn til sín. Við- staddir geta þá ekki annað en rifj- að upp gamlan húsgang úr þessu sama húsi: Rónaldinu á hvítum kjól hvisla varð í rœðustól. í gegnum sjónvarps-hœð og hól honum námu eyrnatól. En sólin kann líka að skína hér í „Jorkinni“ og skín þá eins og sú íslenska, langsum upp eftir breiðgötunum en lætur þver- strætin í skugganum. Um þau gustar hinsvegar vindurinn og svo mætir hann sólinni á horninu og úr verður skemmtilegur fundur. I galleríunum er hinsvegar alltaf logn og aðeins mismunandi hvað það kostar að fá svoleiðis veður heim í stofu til sín. Á annarri hæð við 57. stræti stendur áhugalaus maður með áhugavert veski fyrir framan eitt af nýjustu verkum besta málara Bandaríkjanna og þess dýrasta í heiminum miðað við áratölu. Þetta er þriggja og fjögurra metra málverk sem eitt sinn hefur verið notað sem leiktjald í Kabuki leikhúsi, garð- ur í baksýn. En Julian Schnabel hefur málað á þetta í nokkrum pensilstrokum en af snilldarlegu innsæi skrýtilegt höfuð í gras- svörðinn og fyrir vikið kostar leiktjaldið nú 100 þúsund dali og fyrrnefndur maður lætur sannfærast án þess þó að nokkur sjáanlegur áhugi kvikni í fasi hans. Neðar í borginniog neðar í verðskalanum eru svo Þjóðverjar tveir að sýna sitt hvoru megin við Vestur-Broadway og er annar þýskur og hinn tékkneskur. Maður hittir hinsvegar ekki á góðan dag hjá Georgi Dýra Dokúpíl sem margfrægur er og margrægður fyrir að hafa á undanförnum árum sveiflað sér eins og hver annar api (eða Tars- an) á milli stíla í frumskógum nútíma- og ótíma-listarinnar og hefur nú lent á popp-greininni. En eitthvað hefur hann hringsnú- ist í aðfluginu þvi íronían, sem einatt hefur verið aðalsmerki þessa skemmtilegasta þýska ný- bylgjumálara, er hér orðin að andhverfu sinni, alvarlegri kenn- ingu. Hann skyldar sjálfan sig til að vitna stöðugt í aðrar stefnur og stríða þeim svolítið þar til jaínvel það líka er orðið eins og þreyttur brandari. Hinum megin götunnar er kollegi hans Sigmar Polke í miklum ham og sullar og spreijar, en þó alltaf undir kontróli og af- raksturinn því persónulegri. Honum tekst betur en Dokupíl að finna stöðugt og allt að því fyrirhafnarlaust upp á nýjum hlutum. Minni athygli en þessir tveir fær hinsvegar óbreyttur Bandaríkjamaður sem sýnir einnig í Sóhó um þessar mundir og heitir Doug Anderson. Þó er þar líklega ein besta sýningin í bænum. Önnur gallerí eru svo full af hinni nýju og kaldranalegu konseptual-minimal-abstrakt- geómetríu-list eða „Neó-Geó“ eins og hún er kölluð og ætti sjálf- sagt að kitla gamla Kon- Septemhópinn uppi á fslandi. (Kæru félagar, nú er rétti tíminn fyrir stóra ,,come-back“-ið). f bíóunum er fólk að horfa á hundrað nýjar amerískar kvik- myndir sem í framtíðinni eiga eftir að fylla alla lagera á vídeó- leigum heimsins. Sumar þeirra eru þó áhorfanlegar eins og t.d. nýjasta mynd leikstjórans sem frægur varð fyrir sína „Undarlegu Paradis", Jim Jarmusch. „Niður með lögum“ (Down by law) heitir hún og er stórfyndin svart- hvit smásaga um smákrimma og flótta þeirra úr fangelsi. ítalski trúðurinn Roberto Begnini stelur þar senunni frá sér frægari töffur- um, þeim Tom Waits og John Lurie. Þá er einnig annar maður af músíkættum með sína fyrstu bíómynd í fullri lengd, en það er hinn ofgefni formaður Talking Heads-hljómsveitarinnar, David Byrne. Hann veltir sér upp úr skrautlegu smáþorpi og hinum smáskrýtnu íbúum þess í bland- aðri heimildarkvikmynd. En þó þorpið heiti því kostulega nafni Virgil, Texas er myndin því mið- ur nákvæmlega eins og maður hélt að hún væri auk þess sem Stuðmenn eru löngu búnir að gera þessu efni mun betri skil. Mikil leikaramynd er „Colour of Mooney“, gerð af hinum full- mikla fagmanni Martin Scorsese, og fær góða dóma, en mest um- talaða bíómyndin er þó „Blátt flauel“ eftir David Lynch með fsabellu Rosselini án klæða. Þó er hún líklega ofmetin. En laus frá menningunni getur maður betur einbeitt sér að hátíð- isdögunum sem nú fara í hönd og haldið þakkargjörðardaginn heil- agan á sjálfsameriska vísu. Vei þeim manni sem þá hefur ekki útvegað sér aðgang að kvöldverði á móðurlegu alvöruheimili með heimabökuðu sófasetti og vel bólstruðum kalkúni í kranaberja- sósu. Vei! Vei þeim íslensku námstönnum sem þá dorma yfir dósaupptökurum á sameignaeld- húsum Háskóla-dormanna. Vei! Vei þeim útilegumönnum sem gramsa griðlausir í öskutunnum allsnægtaþjóðfélagsins í skamm- byssu-skotum stórborgarinnar við undirleik dropanna í regn- dansi þessarar gömlu indjána- hátíðar. Vei! En Hjálpræðisher- inn sér um sína og maður reddar sér. Það er aftur meiri spurning með þau í hvíta húsinu. - New York, 30. nóv. ’86 Hallgrímur Helgason Vestrœn veturkoma Sunnudagur 11. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.