Þjóðviljinn - 11.01.1987, Page 17

Þjóðviljinn - 11.01.1987, Page 17
í Míg langar að vera hjartncem ástarskáld þessarar mínnar Nína Björk Árnadóttir: Átti ekki von á svo sterkum við- brögðum við leikriti mínu Leikritið Líf til einhvers eftir Nínu Björk Árnadóttur sem sýnt var í sjónvarpinu á nýársdag, og sem Kristín Jóhannesdóttir leikstýrði, hefur fengið kröftugri viðbrögð en flest önnur íslensk sjónvarpsleikrit. Athugasemdum frá áhorfendum hefur rignt inn á fjölmiðla vegna leikritsins; stór- um hluta (slensku þjóðarinnar varð ofboðið. Ein helsta ástæðan var ástarlífssenur persónanna. Aðrir uröu hugfangnir, en minna hefur á þeim viðbrögðum borið í fjölmiðlum. Við spurðum Nínu Björk álits á viðbrögðunum. Ég hef alls ekki lesið nema hluta af því sem blöðin hafa birt um verkið. T.d. ekki Dagfara sem hefur víst skrifað um það dag eftir dag. Ég las þó eitt lesenda- bréf þar sem kveðið var um að við Kristín ásamt Hrafni Gunnlaugs- syni yrðum send í útlegð til Sví- þjóðar. Þetta þykir mér hálf ank- annalegt og hálf broslegt. Um- fjöllunin í Þjóðviljanum og Morgunblaðinu hefur verið ein- kennileg; eins og verið sé að biðja um allt annað verk. Þetta kom mér ekki á óvart því ég hef áður skrifað nokkur leikrit. Persónuleg viðbrögð hafa ver- ið mikil og sterk. Fólk hringir til mín og tjáir mér hrifningu og gleði, bæði fólk sem ég þekki og svo margir ókunnugir, t.d. hringdu bændur úr Dalasýslu og ísafjarðardjúpi. Svo ég baða mig bara í sælunni. Áttir þú von á þeim við- brögðum sem fólk hefur sýnt? Ég átti alls ekki von á svona sterkum viðbrögðum. Lesenda- bréf dag eftir dag og Dagfari sömuleiðis. Ég hugsa venjulega aldrei um hver viðbrögðin verða. Alla vega ekki meðan ég er að vinna verkið því þá myndi ég bara hætta. En dagana áður en mynd- in var sýnd var farið að hvarfla að mér að við fengjum viðbrögð en ekki svona gusu. Tekurðu neikvæðu viðbrögðin nærri þér? Nei, en ég er mjög skekin. Þessu linnir ekki. Alls staðar þar sem ég kem er verið að tala um myndina. Síminn stopparekki. Á kvöldin líður mér eins og ég hafi verið í kolavinnu allan daginn. Engu að síður hafa símhringing- arnar veitt mér ánægju því flestir eru að segja: „Berðu höfuðið hátt Nína mín. Þetta var gott“. Mig langar til þess að vera hjartnæmt ástarskáld þessarar þjóðar minnar og mér finnst ég hafa far- ið eitt skref frammá við. Hvað viltu segja um þau við- brögð margra áhorfenda og Dag- fara að í myndinni sé gróft klám? Mér finnst ástarlífssenurnar svo langt frá því að vera klám. Mér finnst þær mjög fallegar og það er sorglegt að fólk skuli vera að æsa sig út af fallegum ástarsen- um en situr svo og horfir á ofbeldi kvöld eftir kvöld, jafnvel með börnum sínum og finnst það ekk- ert athugavert. Astarlífssenurnar í myndinni þjóna líka ákveðnum tilgangi þar sem Haraldur er erót- ískur segull í myndinni og mér finnst leikstjóranum hafa tekist mjög vel með þessi atriði. í myndinni ertu m.a. að fjalla um samskipti móður og dóttur í 3 ættliði. Átökin í samskiptum þeirra virðast hverfast mjög mikið um karlmanninn í mynd- inni, Harald. Eru karlmenn svona mikilvægur þáttur í inn- byrðis samskiptum kvenna? Persónurnar í þessu leikriti komu til mín og sögðu mér þetta sjálfar. T.d. unglingurinn í mynd- inni. Hún er útundan og hefur orðið undir og fer í óhamingju sinni að fantasera um Harald. Þegar hún segir „Ég loga af girnd“ er hún e.t.v. að meló- dramatisera uppúr þeim skáld- sögum sem hún hefur lesið og þeirri myndlist sem hún hefur séð. Hana langar e.t.v. til þess að vera skáldsagnapersóna eins og svo margar stúlkur á unglingask- eiðinu. Er myndræn útfærsla leikrits- ins í samræmi við þær hugmyndir sem þú hafðir þegar þú skrifaðir það? Sumt, og annað kom frá Kristínu. Hún var mjög opin og þægileg í samstarfi. Henni líkaði þær hugmyndir sem ég setti fram í handriti mínu og mér líkaði út- færsla hennar. Við féllumst þann- ig í faðma í samstaríi okkar, bók- staflega hugsuðumst stundum á. Ég vil líka taka það fram að ég er sérlega ánægð með tónlistina í myndinni eftir Hilmar Örn Hilm- arsson, en gagnrýnendur hafa fram að þessu ekki séð ástæðu til þess að minnast á þann þátt verksins. Svo vil ég líka lýsa yfir ánægju minni með leikmynd Guðrúnar Sigríðar og leikarana sem stóðu sig með miklum ágæt- um, en það er vegna þess að þetta eru góðir listamenn, þeim þótti vænt um verkið og þeim leið vel undir leikstjórn Kristínar. —K.Ól. LEIÐARI Leikfélag Reykjavikur Leikfélag Reykjavíkur er nírætt, einhver merkasta og ágætasta menningarstofnun þessa lands. Saga þess er um margt saga ís- lenskrar leiklistar í hnotskurn, um leið og hún endurspeglar sérkenni, sigra og vandamál ís- lensks menningarlífs yfir höfuð. Leikfélagið byrjaði sem félag áhugamanna, náskylt ótal fé- lögum sem síðar hafa risið um landið og eru enn í dag mikill þáttur í okkar menningarlífi. Á þess vettvangi gerðist sú þróun frá áhugamennsku til sérhæfingar og fullgildrar atvinnumennsku, sem ráðið gæti við hvaða verkefni sem væri - og var m.a. nauðsynleg forsenda þess að Þjóð- leikhúsið yrði til. Leikfélagið sýndi fram á það með listrænum afrekum sínum, að það var mis- skilningur að höfuðborgin gæti látið sér nægja eitt leikhús. Og Leikfélag Reykjavíkur hefur átt mikinn og góðan þátt í því að örva til dáða íslenska leikritahöfunda, auka hlut íslenskra verka á verkefnaskrá og þar með færa það sem á fjölunum gerist nær almenningi. Það segir svo sína sögu um þá erfiðleika sem Leikfélagið hefur átt við að glíma, að það hefur ekki verið atvinnuleikhús nema í rösklega tutt- 90 ára ugu ár, og það er ekki fyrr en eftir tvö ár að sá gamli draumur Leikfélagsmanna rætist, að þeir geti flutt inn í það Borgarleikhús sem verið er að reisa - góðu heilli. Margir hafa á það minnst, að eitt er það sér- kenni íslensks þjóðlífs, sem öðrum er öfu- ndsvert, en það er mikill áhugi almennings á leiklist, miklu öflugri en menn eiga að venjast í öðrum löndum. Hér verður ekki lengi staðar numið við forsendur þessa áhuga - þar koma saman þættir eins og sterk bókmenntahefð, öflugt félagsstarf úti um byggðir landsins sem fann sér snemma farveg í leiklistarstarfi - og þetta tvennt hefur svo átt drjúgan þátt í því að leikhúsið varð ekki eign tiltekinna stétta. Eða eins og Stefán Baldursson leikhússtjóri segir í viðtali hér í blaðinu ídag: „íslenskt leikhús hefur alla tíð verið almenningseign, ólíkt því sem er víða annarsstaðar.“ Við höfum ekki átt að ráði við að glíma við tregðu stórra þjóðfélagshópa, sem afgreiða leikhús fyrirfram með því að segja: þetta er ekki fyrir okkur. Og veigamikill þáttur í því að þessi áhugi lifir er viss sam- þætting starfs atvinnufólks og áhugamanna sem lætur leikhús í höfuðstaðnum njóta beint og óbeint góðs af lifandi frumkvæði leikfélaga á landsbyggðinni - og öfugt. í framhaldi af þessu er rétt að ítreka það, að líklega er ekki til verri sparnaður en sá sem skerðir kost lifandi menningarlífs. Og við okkar aðstæður er leiklistarstarfsemi einn hinn virk- asti þáttur lifandi menningar: þar koma saman margþætt nýsköpun, þar mætast sérhæfing og áhugi, þar er að finna þá virku nálægð þeirra sem gefa og túlka og þeirra sem taka á móti, sem er sterkari og allt annars eðlis en menn þekkja í kvikmyndahúsi eða af sjónvarpi. Merk- isafmæli Leikfélags Reykjavíkur gefur okkur til- efni til að minnast þeirra með þakklæti sem hafa gert það að áhrifagóðu stórveldi. Það ætti líka að brýna það fyrir mönnum, að þeir blandi í árnaðaróskir sínar einlægum ásetningi um að stuðla, hver með sínum hætti, að hinum bestu starfs- og móttökuskilyrðum íslenskri leiklist til handa, láta það aldrei sannast að hún verði hornkerling í þjóðfélaginu. — áb Sunnudagur 21. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.