Þjóðviljinn - 11.01.1987, Side 19

Þjóðviljinn - 11.01.1987, Side 19
Green hefur lengi fylgst með „stelpu- legum“ strákum Richard Green Sumir eru bara öðruvísi Bandarískur sálfræðingur hefur gefið út rit um hómó- sexúalisma, sem byggirá rannsókn hans á körlum, sem ungir drengir voru mjög „stelpulegir1' í háttum og leikjum, og urðu ótrúlega margirþeirra síðar hommar eðahneigðirtil beggjakynja. Deilur um ástæður þess að til- tekinn hluti karla - og kvenna að sjálfsögðu - kýs fremur eigið kyn en hitt kynið hafa lengi staðið. Sálgreiningarmenn hafa um alllangt skeið veitt þau svör helst, að hommahneigðir séu fyrst og fremst tengd tiltekinni hegðun foreldra. Homminn eigi gjarna sterka og stjórnlynda móður sem ofverndar hann og veiklyndan og hlédrægan föður. Ýmsir hafa orðið til þess að andmæla þessari einföldun og einn þeirra er Richard Green í bók sinni „The Sissy Boy Synd- rorne". Hann segir þar frá drengjum sem hann fylgdist með frá því í bernsku (að beiðni á- hyggjufullra foreldra) og höguðu sér í mörgu eins og stelpur - léku sér að brúðum, klæddu sig í mömmuföt, tóku að sér stelpu- hlutverk íleikjum o.s.frv. Aðeins einn þessara drengja varð síðar transvestit (karl sem vill sem mest líkjast konum og klæðast eins og þær), en flestir urðu hom- mar (75%). Og skýringin er blátt áfram sú, að „mörg börn eru blátt áfram öðruvísi allt frá fæðingu. Svo virðist, sem þessir drengir séu fæddir án árásarhneigðar karla, sem einkennir aðra pilta.“ Það kemur á daginn í starfi Greens að tilraunir foreldra til að hafa áhrif á „stelpuhegðunina", þegar þeir verða hræddir um að synirnir verði hommar, bera ekki árangur. Green heldur því samt ekki fram að menn séu fæddir homm- ar og síðan ekki söguna meir. Hann viðurkennir ýmsa samfé- lagsþætti og uppeldisþætti, sem geta ýtt undir hommahneigð (ósk feðra eftír að eignast dóttur en ekki son, tilhneiging sumra for- eldra til að punta syni sína eins og brúður, fjarvera föður eða dauf samskipti við hann geta og haft sitt að segja). Sem fyrr eru engin endanleg svör fengin; forsendur hómósexualisma eru einatt ófyrirsjáanleg blanda erfða, upp- eldis og menningaráhrifa. Útboð - hljóðkerfi Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í útvegun og uppsetningu á hljóðkerfi fyrir Verzlanamiðstöðina í Kringlumýri í Reykjavík. Tilboðið óskast m.a. í eftirtalda verkþætti: - Sameignarkerfi - Verslanir Hagkaups Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1987. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og með mánudeginum 12. janúar 1987 gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilatil Hagkaups hf., Lækjargötu 4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 11. febrú- ar 1987 en þá verða þau opnuð þar að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. HAGKAUP H.F., Lækjargötu 4, Reykjavík. MYNDUSTA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS Ný námskeið 1. í teiknun og málun fyrir börn og unglinga hefjast 3. febrúar 1987. Kennari: Katrín Briem. 2. í bókbandi hefjast 19. janúar 1987. Kennarar: Einar Helgason og Hrefna Valdimarsdóttir. Skólastjóri. ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 19 Eftirtaldar greinar eru í boði á vorönn 1987, ef þátttaka leyfir: TUNGUMÁL: íslensk málfræði og stafsetning. íslenska fyrir útlendinga. Danska 1 .-4. flokkur. Norska 1 .-4. fl. Sænska 1.-4. fl. Enska 1.-6. fl. Þýska 1.-3. fl.. Þýska samtalsfl. ítalska 1.-4. fl. (talskar bók- menntir. Spænska 1.-4. fl. Spænskar bók- menntir. Franska 1.-4. fl. Portúgalska. Gríska. Hebreska. Tékkneska. VERSLUNARGREINAR: Vélritun. Bókfærsla. Tölvunámskeið. Stærðfræði (grunnskólastig/framhaldsskólastig). VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Myndbandagerð. Myndmennt. Leðursmíði. Smelti. Formskrift. Postulínsmálun. Smíði. Einnig verður boðið upp á kennslu í dönsku, sænsku og norsku fyrir börn 7-10 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. Kennsla hefst í febrúar. í almennri deild er kennt einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Lauga- lækjarskóla, Gerðubergi og Árseli. Námsgjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist við innritun. INNRITUN fer fram 13. og 14. janúar kl. 17-20 í Miðbæjarskóla. Kennsla hefst 19. janúar. St. Jósefsspítali, Landakoti Lausar stöður Starfskraftur á skurðstofu- gang Starfskraft á skurðstofugang vantar í 100% vaktavinnu. Einnig vantar starfskraft á sama stað í 50% starf frá kl. 9.00-13.00. Upplýsingar veitir ræstingarstjóri í síma 19600- 259 milli kl. 9.00-14.00. Reykjavík 6.1. 1987. Heilbrigðisfulltrúi Laust er til umsóknar starf heilbrigðisfulltrúa hjá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðarsvæðis. Um laun fer samkvæmt samningi Hafnarfjarðarbæjar og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Umsóknir skal senda til héraðslæknis Reykja- neshéraðs, formanns svæðisnefndar um heilbrigðiseftirlit, Strandgötu 8-10, 220 Hafnar- firði, fyrir 1. febrúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir fram- kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins á sama stað, sími: 65-18-81. Heiibrigðiseftirlit Hafnarfjarðarsvæðis. Vélstjórar - vélstjórar Aðalfundur Vélstjórafélags íslands verður hald- inn sunnudaginn 18. janúar kl. 14 að Borgartúni 18. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Félagar fjölmennið. Munið félagsskírteinin. Stjórn Vélstjórafélags íslands.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.