Þjóðviljinn - 13.01.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 13.01.1987, Page 1
Þriðjudagur 13. janúar 1987 8. tölublað 52. árgangur Ríkisstjórnin Kjaradómur á sjómenn Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins: Erum sárir, reiðir og svekktir. Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins: Hagur útvegsmanna. Alþingi kemur saman í dag. Svavar Gestsson: Alþýðubandalagið berst gegn þessum lögum Ríkisstjórnin ákvað í gærmorg- un að grípa inní sjómanna- deiluna og mun leggja fram á Al- þingi í dag frumvarp um kjara- dóm á sjómenn. Ljóst er að um- ræður um kjaradómslögin munu standa á Alþingi fram eftir þess- ari viku en Alþýðubandalagið hefur lýst yfir harðri andstöðu við frumvarp stjórnarinnar. -Sjómenn eru sárir, reiðir og svekktir yfir því að löggjafinn sé að grípa inn í deiluna, sagði Ósk- ar Vigfússon formaður Sjómann- asambandsins í samtali við Þjóð- viljann í gær. Taldi Óskar að samningsgerð hefði ekki verið fullreynd þegar uppúr slitnaði í fyrrinótt. Þá höfðu samngavið- ræður staðið með litlum hléum á þriðja sólarhring. Sjómenn höfðu þá lækkað kröfu sína um kostnaðarhlutdeild í 79% og að hún yrði tengd olíuverði en út- vegsmenn buðu ekki hærra en 73%. Samningar höfðu þá tekist um ýmis önnur sérmál. -Ég tel að útvegsmenn álíti að þeir hafi hag af því að ríkisstjórn- in ljúki þessari deilu. Við erum orðnir langþreyttir á því að stjórnvöld grípi inní okkar kjara- deilur, sagði Guðjón A. Krist- jánsson forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins í gær. Taldi hann ekki ólíklegt að sjó- menn myndu mæta þessum að- gerðum með hópuppsögnum. -Þingflokkur og framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins fund- uðu um fyrirhugaða lagasetningu í gær eftir að þingflokkurinn hafði átt fund með fulltrúum sjó- manna. -Þegar tæpur hálfur sól- arhringur er liðinn síðan síðasta gagntilboð sjómanna berst er ríkisstjórnin tilbúin með frum- varp að kjaradómslögum. Við Alþýðubandalagsmenn erum alfarið andvígir þessu og munum beita okkur gegn þessum lögum á Alþingi, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. -d&'K.ÓI. Tvöföld vinna æ algengari Fátœkt og húsnœðisvandrœði algeng meðal einstœðra foreldra. Margir vinna á tveimur vinnustöðum til að geta séð fyrir sér Húsnæðisvandræði og fátækt eru mjög algeng meðal ein- stæðra foreldra, enda segir það sig sjálft að manneskja með 25.000 krónur í mánaðarlaun greiðir ekki 20.000 krónur í húsa- leigu, sagði Stella Jóhannsdóttir starfsmaður Félags einstæðra foreldra í samtali við Þjóðviljann. Félagið á tvö gömul hús sem geta hýst 20 fjölskyldur og að Skipulag björgunarmála Ráðuneytið boðar til funda „Ég ræddi þetta mál við Gunn- ar Bergsteinsson og Harald Hen- rysson í dag og ætlunin er að hefja viðræður næstu daga um hvernig eigi að haga þessum málum,“ sagði Jón Helgason dómsmála- ráðherra í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, aðspurður um við- brögð ráðuneytisins vegna deilna Slysavarnafélagsins og Landhelg- isgæslunnar um yfirstjórn björg- unarstarfa. „1985 var rætt um tilhögun þessara mála milli Landhelgis- gæslunnar, Slysavarnafélagsins, Flugmálastjórnar, Siglingamála- stofnunar og Pósts og síma en þá fengust ekki niðurstöður vegna sérstöðu Slysavarnafélagsins. -vd. Sjá síðu 2 sögn Stellu er aðsókn það mikil að alls ekki hægt að sinna öllum sem þurfa á húsnæði að halda. Svo er einnig um Reykjavíkur- borg og oft kemur fyrir að fólki er vísað á Félag einstæðra foreldra vegna húsnæðiseklu. Einstæð móðir sem Þjóðviljinn ræddi við kvaðst þurfa að vinna á tveimur vinnustöðum, í banka á daginn og í vídeóleigu eitt til þrjú kvöld í viku og þriðju hverja helgi til þess að geta séð fyrir sér og bami sínu. „Vinnuálagið bitnar mest á barninu en pirringnum reyni ég að halda fyrir sjálfa mig og láta hann ekki koma niður á dóttur minni,“ sagði hún. Að sögn Stellu er tvöfaldur vinnudagur algengur meðal ein- stæðra foreldra. „Einstæð móðir sem á eitt barn á rétt á rúmlega 7000 krónum í mæðralaun og meðlag á mánuði og sé hún með 25.000 krónur á mánuði í laun og þurfi að greiða 20.000 krónur í húsaleigu á hún um 12.000 krónur eftir fyrir öllum nauðsynjum," sagði Stella. „ Auk þess sem hún þarf að greiða 3000 krónur í barnagæslu, sé hún svo heppin að búa í Reykjavík, en það er eina sveitarfélagið sem greiðir að fullu þann mun sem er á greiðslum til dagmæðra og dag- vistunarheimila. Slíkt er hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett.“ Sjá síður 8 og 9 og leiðara. -vd. Heitast á íslandi Einsog sjá má af þessarri mynd er engu líkara en vorið sé á næsta leyti og hversu ótrúlega sem það nú hljómar er hæsta hitastigið í Vestur-Evrópu nú á islandi, og þarf að fara alla leið til Spánar til að finna önnur eins hlýindi. Um suðvestan og vestanvert landið var 3-6 stiga hiti í gær og á Norður-og Austurlandi var léttskýjað, sunnangola og 1-3 stiga hiti á meðan grannar okkar á Norðurlöndum og í Evrópu skulfu úr kulda í 25-45 stiga frosti. Að sögn Markúsar Á. Einarssonar á Veðurstofunni megum við búast við sams konar veðri í dag. Mynd: Sig. _va Djúpivogur Kaupfélagið íþrot Kaupfélag Berufjarðar á barmi gjaldþrots. Skuldar 120 milljónir króna. Fékk greiðslu- <itöðvun um áramótin Þetta dæmi var orðið vonlaust og það er spurning hvort ekki hefði átt að grípa til þessa ráðs fyrr. Fyrirtækið skuldar 120 milljónir króna, langt umfram eignir, sagði Oli Björgvinsson stjórnarformaður Kaupfélags Berufjarðar á Djúpavogi í samtali við Þjóðviljann í gær, en kaupfé- lagið sótti um þriggja mánaða greiðslustöðvun um áramótin. „Þessi tími verður nýttur til þess að gera þetta upp og reyna að koma í veg fyrir að menn tapi miklu á þessu og þá á ég einkum við almenna viðskiptamenn okk- ar,“ sagði Óli. Kaupfélagið hefur rekið versl- un á Djúpavogi, sláturhús og mjólkursamlag. Kaupfélag A- Skaftfellinga á Höfn hefur leigt verslunina og mjólkursamlagið, þannig að starfsemin stöðvast ekki. 18 manns voru í vinnu hjá kaupfélaginu. „Þetta er vissulega mikið áfall fýrir þorpið, en við vonum að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á atvinnulífið hér,“ sagði Óli í gær. -gg Skák Jóhann enn efstur Jóhann Hjartarson stór- meistari er enn einn í efsta sæti á svæðismótinu í Gausdal í Noregi. Jóhann gerði jafntefli í gær við Aagárd og er kominn með 3Vi vinning eftir fjórar umferðir. Agdenstein frá Svíþjóð er í öðru sæti með 3 vinninga en þeir Jóhann tefla saman í dag. Guð- mundur Sigurjónsson vann Sæ- var Bjarnason í gær og er kominn með 2 vinninga, Jón L. tapaði og er með 1 Vi vinning en Sævar er með 1 vinning.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.