Þjóðviljinn - 13.01.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 13.01.1987, Síða 5
VKDHORF Hver ógnar lífi manna og heilsu, Davíð Oddsson? Það er út af tveimur setningum í dólgslegri áróðursgrein Davíðs Oddssonar gegn meinatæknum í Mogganum laugardaginn 3. janú- ar s.l. sem ég ætla að leggja. Davíð segir: „Erfiðleikarnir eru eins og alltaf þegar fólk mis- notar aðstöðu sína og notar stöðu sjúklinga til að knýja fram hærri laun en aðrir.“ Og enn fremur að við lagagerð um kjarasamninga opinberra starfsmanna hafi m.a. verið lögð á það áhersla: „að litlir hópar starfsmanna í lykilaðstöðu myndu ekki misnota hana til þess að ógna lífi manna og heilsu." Hér er um að ræða einhverja ógeðfelldustu árás á launþega- hóp, sem sést hefur á prenti. En hún vekur óneitanlega þá spurn- ingu, hvort það sé ekki einmitt Davíð sjálfur og forréttindaliðið í kringum hann á Borgarspítalan- um sem hafi verið að ógna lífi manna og heilsu í prívatpoti sínu. Uppsagnir meinatækna á Borgarspítalanum voru fullkom- lega eðlilegar og þeir féllust meira að segja á kröfu borgar- stjóra um að framlengja upp- sagnarfrest sinn um 3 mánuði. Þeir sinntu meira að segja neyðarþjónustu í nokkra daga eftir að forstjóri spítalans var bú- inn að lýsa því yfir við fjölmiðla að þetta fólk væri hætt og við það væri því ekkert að ræða lengur. Meinatæknar buðust til að fresta uppsögnum sínum um tvo til þrjá mánuði til viðbótar gegn því að á því tímabili yrðu þeim greidd sömu laun og meinatækn- ar fá á Landspítalanum, og með því skilyrði að borgarstjóri gæti ekki enn einu sinni beitt fram- lengingarákvæðum. A löngu tímabili sem meina- tæknar hafa þannig sýnt mikla ábyrgðartilfinningu á meðferð sjúklinga sýndu borgarstjórinn og halelújakór hans ekki neitt af sér annað en algert sinnuleysi og kæruleysi, framan af, gagnvart réttmætum krgfum meinatækna, þangað til að lokum að þeir grípa til aðgerða sem einkennast af hroka og dólgshætti, algeru Ragnar Stefánsson skrifar ábyrgðarleysi gagnvart lífi og lim- um sjúklinga í stað þess að reyna af alvöru að komast að samkomulagi við meinatækna. Jú ég gleymdi einu: Nú átti að senda forréttindakarlana í lúxusreisu út um heiminn til „að kíkja á meina- Mér virðist að meinatæknar séu með kröfu sinni um hættuálag að reyna að koma dagvinnutekj- unum eitthvað í námunda við það að unnt væri að skrimta af þeim. Með því móti fengist fleira fólk til starfans, og þörf fyrir yfirvinnu lífvænleg laun fyrir dagvinnu eiga fullan rétt á sér. Því þarf allt launafólk að styðja meinatækna á Borgarspítalanum núna og aðra þá sem eiga í sambærilegri bar- áttu, þótt kröfurnar séu eitthvað hærri en þær 36 þúsund krónur .. Húrrafyrir meinatœknum og réttindabaráttu kvenna! Niður með Davíð. Þetta er krafan semfólkþarfnú að taka undir. Þið líka, listamenn, sem studduð Davíð, MANNINN, til stórsigurs í borgarstjórnarkosningunum í vor... “ tækna“ og athuga hvort þeir séu ekki tilkippilegir fyrir lítið, þarna einhvers staðar í atvinnuleysinu. Kröfur meinatækna Lægstu laun meinatækna voru um áramótin 31.100. Aðalkrafan er tveggja flokka hækkun og svo 45% hættuálag ofan á launin eins og þau voru fyrir hálfu ári. Mér sýnist að þetta þýði að meina- tæknar yrðu með 45-55 þúsund krónur á mánuði eftir starfsaldri, að hættuálaginu meðtöldu, ef gengið yrði að kröfum þeirra. Þetta er miðað við það hvernig meinatæknar sjálfir útskýra sínar kröfuropinberlega. Davíð Odds- son kýs hins vegar að afsaka eigin gjörðir með því að falsa kröfur meinatækna og láta þær líta út fyrir að vera miklu hærri en þær eru. Mesta fals Davíðs er þó að reikna 43 klst. yfirvinnu inn í mánaðarkaupið. yrði minni. Þannig væri dregið úr álagi og þreytu, en þreyta eykur auðvitað stórlega á þær hættur sem þessu starfi fylgja. Það er svo sem ekki erfitt að skilja að margir meinatæknar skuli vilja leggja lífsstarf sitt að veði, við þær aðstæður sem þeir nú búa við. Það er erfiðara að skilja þá valdamenn sem standa gegn kröfum þeirra. Meinatækn- ar eru í þó nokkurri hættu vegna smitsjúkdóma, ekki síst eftir að eyðnin kom til sögunnar. Við álag og ofþreytu eykst hættan á banvænum mistökum, bæði fyrir starfsfólk og sjuklinga. Aðferð Davíðs Oddssonar að reikna yfir- vinnuna inn í væntanlegt mánað- arkaup er því ekki bara fals, held- ur mikið ábyrgðarleysi af þessum æðsta yfirmanni spítalans. Auðvitað á stöðug yfirvinna ekki að þekkjast hjá neinu launa- fólki, 40 stunda vinnuvika á að vera réttur allra. Allar kröfur um sem alþýða manna setti fram sem lágmarkskröfu s.l. haust. Hræsni valdhafanna Þeir sem núna eru að berjast hatrammlega gegn meinatækn- um eru sjálfsagt með 3svar sinn- um hærri laun en þeir, svo ég fari nú ekki að telja upp öll hlunnind- in. Hræsnin verður enn þá yfir- gengilegri þegar það er haft í huga að ofan á launaskrið sem fyrst og fremst hefur farið í topp- stöðurnar, er kerfið morandi í óunninni yfirvinnu og lestímum, 20-60% álagi, ekki vegna ein- hverrar sérstakrar áhættu. Nei, þetta er bara svona aukalegt sem menn fá fyrir það eitt að vera í sæmilega háum launum, og góð- um stöðum. Þetta gildir líka um hina æðri á spítölunum, þótt formið á því að auka hagsæld þeirra sé nokkuð annað en ann- ars staðar í opinbera kerfinu. Hroki valdstéttarinnar Hroki valdstéttarinnar í þessu máli og fleirum slíkum í seinni tíð, gagnvart opinberum starfs- mönnum, og reyndar fleirum, ég minni á bannið á flugfreyjuverk- fallinu, er yfirgengilegur. Hann stafar ekki síst af langvarandi ves- aldómi verkalýðsforystunnar. Eftirlætisbörn kerfisins virðast geta gert hvaða skammarstrik sem er án þess að þurfa að óttast viðbrögð þaðan. Sagt er að Davíð hafi meira að segja verið farinn að hóta meinatæknum með sak- sóknara og málssóknum. Davíð lyppast niður Vegna staðfestu meinatækna varð niðurstaða þessa áfanga deilunnar að borgarstjóri féllst á fyrrnefnt tilboð meinatækna um frestun, þrátt fyrir belginginn og stóru orðin. í stað þess að borgarstjórinn kynni nú að skammast sín og þegði, segir hann í nýrri Mogga- grein í eftirmála samninganna (í anda Jóns sterka, sáuð þið hvern- ig ég tók þá piltar); „Mín skoðun er að meinatæknar hafi ákveðið að falla frá uppsögnum eftir að ljóst varð að þetta var ekki fær leið til að ná árangri.“ „Það var enda ekki frambærileg leið að lama starfsemi spítalans eins og þarna leit út fyrir“. Viðbrögð meinatækna við þessu oflæti Davíðs voru snögg og einarðleg. Þeir sögðu nánast allir með tölu upp aftur. Húrra fyrir meinatæknum og réttindabaráttu kvenna. Niður með Davíð. Þetta er krafan sem fólk þarf nú að taka undir. Þið líka, listamenn, sem studduð Da- víð, MANNINN, til stórsigurs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Spyrjið hann nú hvort hann vilji ekki hætta þessum ofsóknum gegn láglaunafólki á stundinni. Og ef ekki þá munið þið aldrei skrifa undir slíkt plagg aftur fyrir hann, eins og þið gerðuð þá. 7.1.’87, Ragnar Stefánsson Bréfkom til Gyðu Þóra Þórðardóttir skrifar Sem framhald svargreinar þinnar vil ég bæta við örfáum orðum. í fyrsta lagi er ég fegin að þú hefur náð að lesa mína grein og umfjöllun Guðmundar varðandi Fóstruskólann. Vonandi ber það einhvern árangur. í öðru lagi kemur þar fram að inntökuskilyrði eru þau sömu og við ræddum um, nema að mig undrar stórum að kennara- menntun er þar nefnd án þess að getið sé um styttri skólagöngu í Fóstruskólanum. Þykir mér kennaraskóla þar gert lágt undir höfði en kannski vanrækir hann sínar uppeldisskyldur. Hvað dön- skukennsluna varðar er það staðreynd að hún var gerð að ást- eytingarsteini í því tilviki er ég til þekki. Efa ég ekki að Guðmund- ur hafi líka farið með rétt mál í því dæmi er hann tiltók. Hins vegar skal það aftur tekið fram að í mínu tilfelli vantaði hálfan vetur af tveimur undirbún- ingsvetrum. Aftur á móti vantaði allsstaðar lærðar fóstrur og skólinn hálftómur. Spurningin var því sú hvort meta ætti tveggja og hálfs árs starfsreynslu og góð meðmæli á við það sem vantaði. En þá var það að dönsku- einkunnin var látin taka af skarið sem mér fannst alveg fráleitt; við öllu öðru hafði ég nú búist. í þriðja lagi er það einmitt þetta hæfileikamat sem ég er ekki sátt við í skólakerfinu. Þar finnst mér að meta ætti mest þá þætti er nýtast best í starfi. Fyndist mér mjög athugandi eins og fram kom á Alþingi að framhaldsskólar á landsbyggðinni byðu upp á upp- eldisbrautir þar sem stunda mætti fóstrunám. Væri það bóklegt og þá ekki síður verklegt nám með lærðri fóstru í tengslum við skólann. Eins mætti nýta sumartímann þannig að nemend- ur störfuðu að barnagæslu og fengju þá sínar umsagnir. Síðan hefðu þessir nemendur forgang að Fóstruskólanum. Þar gætu þeir lært einn, tvo eða þrjá vetur er hver um sig veitti þeim ákveðin réttindi. Gæti það komið sér vel í ýmsum tilvikum að taka námið í þannig áföngum og for- stöðuréttindi og/eða sémám væri þá lokamark þeirra er á það stefndu. Mætti vel hugsa sér að það væri ekki fyrr en eftir ein- hverja lágmarksstarfsreynslu sem lærð fóstra, t.d. 3-5 ár. Teldi ég að með þessu væri langtum tryggara að við fengjum hæfa ein- staklinga til að annast um börnin okkar heldur en að setja stúd- entspróf sem inntökuskilyrði. Því um það erum við Gyða hjartanlega sammála að uppeld- isstörf eru mikilvæg störf. Þau eru mikilvægust af öllum, á þeim byggist allt annað og mættu þau svo sannarlega vera betur metin í orði og á borði. Það er bara um það hvaða hæfileika á að setja á oddinn sem við virðumst ekki vera sammála um, en vonandi er bilið ekki eins breitt og sýnist. Óska ég þér svo árs og friðar sem og öllum mönnum, með þökk fyrir tilskrifið. Þóra Þórðardóttir frá Súðavík „Fyndist mér mjög athugandi eins og komfram á Alþingi að framhaldsskólar á landsbyggðinni byðu upp á uppeldisbrautir þarsem stunda mættifóstrunám“. Þriðjudagur 13. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.