Þjóðviljinn - 13.01.1987, Síða 8
MANNLIF
Annað af tveimur húsum Félags einstæðra foreldra: Öldugata 11. Mynd E.ÓI
Einstœðir foreldrar
Fátækt
er
sannar-
lega til
Rœtt við StelluJóhannsdóttur
starfsmann Félags einstœðraforeldra
Stella Jóhannsdóttir starfsmaður Fólags einstæðra foreldra: Það gerist æ algengara að kornungar stúlkur eignist börn.
Mynd E.ÓI
Félag einstæðra foreldra
var stofnað árið 1969 og á
félagaskrá þess hafa komið
um 5000 manns. Virkir fé-
lagar nú eru um 1000
manns að sögn Stellu Jó-
hannsdóttur starfsmanns
FEF, en hún er í fullu starfi á
skrifstofu félagsins í Trað-
arkotssundi 6. Auk
skrifstofunnar rekur félagið
einnig verslun sem kallast
Flóafriður og var opnuð
skömmu fyrir jólin. Hún er
við Laugaveg 34 b og selur
aðallega notuð föt og ýmis
konar gagnlegt dót.
„Það felst ansi margt í þessu
starfi,“ sagði Stella þegar ég
spurði hana um vinnuna á
skrifstofunni. „Ég er til viðtals
allan daginn og veiti allar þær
upplýsingar og ráðgjöf sem ég
get. Það eru ótrúlega margir sem
spyrja um hvernig að sækja um
dagvistun fyrir börnin og þá sér-
staklega konur sem hafa unnið
lengi heima.
Eg segi fólki hvaða leiðir eru
færar og hvaða rétt það hefur
varðandi dagvistun og trygginga-
bætur. Við erum með lögfræðing
á launum við að veita lagalega
ráðgjöf og upplýsingar og sú
þjónusta er gífurlega mikið not-
uð.
Það kemur að jafnaði einn
forræðislaus faðir í viku til þess
að fá ráðleggingar um hvernig
hann á að fá umgengnisrétt við
barn sitt og álíka margar konur
koma vegna þess að barnsfeður
þeirra hirða ekkert um börnin.
Við útvegum fólki einnig hús-
næði til bráðabirgða á meðan það
leitar að öðru, og eigum til þess
tvö hús sem við gerðum upp sjálf.
Annað er á Oldugötu, hitt á
Skeljanesi og samtals getum við
hýst um 21 fjölskyldu í þessum
íbúðum gegn lágri leigu. Húsin
eru alltaf fullnýtt og því miður
getum við ekki annað öllum um-
sóknum, frekar en Reykjavíkur-
borg sem vísar fólki oft á okkur.
Húsnæðisvandræði
mjög algeng
Húsnæðisvandræði eru gífur-
lega algeng á meðal einstæðra
foreldra og það segir sig sjálft að
manneskja með 25.000 krónur í
mánaðarlaun getur ekki greitt
20.000 krónur í leigu. Auk þess
eru leiguíbúðir oft leigðar í stutt-
an tíma í senn og þess vegna er
mikið flakk á fólki.“
Máli sínu til sönnunar sýnir
Stella mér félagakort ungrar
konu sem hefur verið í félaginu í
átta ár. Á kortið hafa verið skráð
sjö heimilisföng. „Svona spjald
er einsog lítil bók um ævi mann-
eskjunnar,“ segir Stella.
„Enda þótt hægt sé að fá íbúðir
á leigumarkaðnum ræður fólk oft
alls ekki við leiguna, launin eru
svo lág.“
- Hversu algengt er að einstæð-
ir foreldrar séu fátækir?
„Það fer eftir því hvað er átt við
með fátækt. Ef það er fátækt að
eiga ekki fyrir húsaleigunni enda
þótt viðkomandi sé í fullu starfi
þá er fátækt vissulega til meðal
einstæðra foreldra."
Stella grípur þykka möppu af
borðinu hjá sér, flettir og les upp
starfsheiti og laun félaga í FEF af
handahófi. Flestireru ófaglærðir,
sumir vinna í verksmiðjum, aðrir
á dagheimilum, við ræstingar, f
bönkum, við afgreiðslu í verslun-
um eða heimilishjálp. Launatöl-
urnar eru frá 12.000 krónum og
upp í tæpar 30.000 krónur.
Vinningstölurnar 10. janúar 1987
1. vinningur var kr. 2.344.041,-
Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, flyst hann yfir á fyrsta vinnmg i næsta
útdrætti.
2. vinningur var kr. 701.946,- og skiptist hann á milli 619 vinningshafa,
sem fá kr. 1.134,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.635.390,- og skiptist á milli 12.114 vinningshafa,
sem fá 135 krónur hver.
Búast má vi& að fyrsti vinningur næsta laugardag verfti 4-5 milljónir
króna.
Upplýsingarsími:
685111.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald-
dagi söluskatts fyrir desember-mánuð er 15. janúar.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis-
sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
„Við getum tekið dæmi af éin-
stæðri móður sem hefur 26.000
krónur í laun og greiðir 20.000 í
húsaleigu á mánuði," segir Stella.
„Hún á rétt á rúmlega 7000 krón-
um í mæðralaun og meðlag með
einu barni samanlagt. Hún þarf
að greiða 3000 krónur í dagheim-
ilisgjald fyrir eitt barn ef hún er
svo heppin að fá pláss á barnahei-
mili.
10.000 fyrir
öllum nauðsynjum
Sé barnið hjá dagmömmu þarf
móðirin að snara út 10.000-
12.000 krónum í upphafi hvers
mánaðar en upp úr 20. fær hún
endurgreiddan mismuninn sem
er á dagmömmugjaldi og
dagheimilisgjaldi ef hún býr í
Reykjavík. Það er hverju
sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvort
það endurgreiðir þennan mismun
og það er hvergi gert alveg að
fullu nema í Reykjavík. Mörg
smærri sveitarfélaganna úti á
landi harðneita að greiða þennan
mismun.
Þegar þessi útgjöld hafa verið
greidd á einstæða móðirin sem
við tókum dæmi af eftir 10.000
krónur til þess að greiða fyrir
mat, hita, rafmagn, síma, ferðir
til og frá vinnustað og barna-
gæslu, fatnað og aðrar nauðsynj-
ar. Það er því töluvert algengt að
einstæðir foreldrar vinni á
tveimur vinnustöðum.“
Barnshafandi
í 9.bekk
- Flestir verða einstæðir for-
eldrar eftir skilnað, sambúðarslit
eða fráfall maka. En fjórði hóp-
urinn, stúlkur sem eignast börn
án þess að vera í föstu sambandi,
hefur hann stækkað eða
minnkað?
„Sá hópur hefur tvímælalaust
stækkað. Það eru æ fleiri nýir fé-
lagar í FEF sem tilheyra honum.
Þetta eru kornungar stelpur,
margar hafa orðið óléttar í
9.bekk. Ég treysti mér ekki til að
gefa neina eina skýringu á þessu
en þetta er staðreynd.
Stór hluti þessarra stúlkna er
að baksa við að halda áfram í
skóla og sem betur fer eiga marg-
ar þeirra góða að, en uppeldi
barnana lendir oft á ungum ömm-
unum.
Það má heldur ekki gleyma því
að það er ekki sama hvernig við
fullorðna fólkið verjum tíma
okkar með börnum okkar og
unglingum. Það er tvímælalaust
minna eftirlit með unglingum en
áður var vegna óhóflegs vinnuá-
lags á foreldrum og það hefur sín
áhrif. -vd.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
BRÉFBERA
til starfa í Reykjavík.
Um er að ræða hálfsdagsstörf frá kl. 8 til 12.
Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu
póstmeistarans í Reykjavík að Ármúla 25.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN