Þjóðviljinn - 17.01.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 17.01.1987, Qupperneq 2
p-'SPURNÍNGIN-n Hvaö finnst þér um brott- vikningu menntamála- ráöherra á fræðslustjóra umdæmisins? Þorsteinn Þorsteinsson, sundlaugavörður: Auðvitað er það skrýtið að mönnum skuli vikið svona fyrir- varalaust úr starfi án þess að um augsýnileg brot sé að ræða. Sigursveinn Jóhannesson, kennari: Það sem mér finnst vanta i þessa umræðu svo menn geti gert sér fulla grein fyrir því sem hefur gerst, eru skýringar ráðherra á brottvikn- ingunni. Mér finnst þær alls ekki fullnægjandi eins og þær hafa komið frá honum hingað til. Bárður Halldórsson, kenn- ari: Hafi maðurinn óhlýðnast, þá ber honum auðvitað að fara. Ég er ekki sammála Sturlu Kristjánssyni um að það sé þörf fyrir alla þessa sér- kennslu í fræðsluumdæminu. Örn Ingi Gíslason, mynd- verkamaður: Ég bæði gleðst yfir því og harma það í leiðinni. Sé Sverrir Her- mannsson að brjóta af sér í þessu máli hefur hann vafalaust hugrekki til að segja af sér. Annars er póli- tískt óbragð af þessu. (ristján Jósteinsson, fé- agsráðgjafi: Þetta er forkastanleg valdnýðsla ráðherra. Á fræðslustjóra eru born- ar órökstuddar sakir og hann látinn gjalda framsækinnar skólastefnu í Norðurlandskjördæmi eystra. FRÉTT1R Sovéski sendiherrann Reynum að lægja öldur Nýstárlegur blaðamannafundur í sovéska sendiráðinu. „Mannlega þœttinumuverður nú meiri sómi sýndur heima fyrir Igor Krasavin á blaðamannafundinum (Ljósm. Smar). Reykjavíkurfundurinn í haust leið mun vafalaust auðvelda þeim verkefnið, sem efla vilja samskipti íslands og Sovétríkj- anna á ýmsum sviðum, sagði Igor Krasavin sendiherra Sovétríkj- anna, sem í gær brá á það nýmæli að halda blaðamannafund um so- vésk viðhorf til alþjóðamála. Fundurinn var haldinn í tilefni orðsendingar sem Gorbatsjof sendi framkvæmdastjóra SÞ fyrir skemmstu og fjallar um framlag Sovétmanna til „friðarársins 1986“. Sendiherrann sagði á þá leið að þótt ekki hefði tekist í fyrra að semja um afvopnun, þá stæði friðarárið undir nafni vegna þess að ekki hefði athygli al- mennings fyrr verið jafn rækilega beint að friðarmálum. Hann sagði Reykjavíkurfundinn hafa, þrátt fyrir ágreininginn sem þar kom upp, þokað afvopnunarmál- um að áður óþekktum landamær- um. Mannrettindi Sendiherrann var spurður um mannréttindamál og Afganistan. Hann svaraði á þá leið, að í gangi væri lýðræðisþróun í Sovétríkj- unum og opnari umræða og hin- um „mannlega þætti“ yrði nú meiri sómi sýndur. Kæmi þetta og fram í því að Sovétmenn hefðu stutt alþjóðlegar samþykktir um mannréttindi, aukin samskipti einstaklinga, sameiningu fjöl- skyldna og þar fram eftir götum, og legðu nú til að haldin yrði ráð- stefna um mannréttindamál í Moskvu. Hann sagði og sem svo, að þessi mál (m.a. þau sem lúta að ferðafresli) væru „ekki auðveld", þar rækjust á hags- munir einstaklinga á fullveldis- réttur einstakra ríkja sem ekki vildu íhlutun um sín innri mál, en samt ætti að vera hægt að leysa slík mál. Afganistan Um Afganistan sagði hann, að þar væru að verða þáttaskil með tilboði Kabúlstjórnarinnar um þjóðasátt, sem öll pólitísk öfl ættu aðild að sem vildu „sjálfstætt og óháð Afganistan utan hernað- arblakka". Eftir því hvernig þeirri innanlandsþróun miðaði áfram og eftir því hvernig tækist að stöðva erlenda íhlutun um stríðið („ákveðin erlend öfl kynda undir hjaðningavíg“) - færi það, hvenær sovéski herinn færi úr landi. Tengdi sendiherr- ann nokkrar vonir við næstu um- ferð viðræðna fulltrúa Kabúl- stjórnarinnar og Pakistanstjórn- ar í Genf, en þar er m.a. fjallað um áætlanir um brottflutning so- véska hersins. Afvopnun og Norðurlönd Sendiherrann var spurður að því, hvort Sovétmenn mundu bera fram tillögur um einstakar aðgerðir í afvopnunarmálum við Bandaríkin, nú eftir Reykjavík- urfundinn, eða hvort þeir mundu halda að sér höndum þar til mannaskipti verða í Hvíta hús- inu? Sendiherrann sagði, að sem fyrr væri niðurskurður kjarn- orkuvopna og fráhvarf frá Stjörnustríðsáformum Reagans „í einum pakka“. En Sovétmenn mundu reyna að draga úr áhrifum vígbúnaðarkapphlaupsins með ýmsu móti, híca á vissum svæð- um. Til dæmis hefðu þeir þegar gert ýmislegt til að greiða fyrir framgangi hugmynda Finna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum - teknar hefðu verið niður allar meðaldrægar eldflaugar búnar kjarnoddum á Kolaskaga, sömuleiðis verulegt magn skammdrægra eldflauga á Leningradsvæðinu og í Eystra- saltslöndum, þeir væru og reiðu- búnir til að hafa enga kafbáta búna kjarnorkuvopnum í Eystrasalti. Þetta er, sagði sendi- herrann, dæmi um það sem hægt er að gera til að bæta ástandið á tilteknum svæðum. Sendiherrann sagði, að Reykjavíkurfundurinn mundi hjálpa sér og öðrum við að beina athygli að ýmsu sem varðaði sam- skipti íslands og Sovétríkjanna. Hann var ánægður t.d. með sölu sovéskra bfla til landsins, en taldi ýmsa möguleika vannýtta, m.a. að því er varðar kaup á sovéskum tæknibúnaði. Þá mætti og velta upp nýjum formum samskipta eins og Ryzhkof forsætisráðherra gerði í Finnlandi á dögunum. En þá var m.a. samið um stofnun sovésk-finnskra fyrirtækja, sem er nýmæli í samskiptum Sovét- manna við Vestur-Evrópulönd. -áb Gausdal-skák Vænt útlit hjá Jóni og Jóhanni Svœðismótinu lýkur um helgina Að tveimur umferðum ólokn- um á svæðismótinu í Gausdal eiga báðir Jóhann Hjartarson og Jón L. Arnason góða möguleika á tveim efstu sætum, þótt Svíinn Ernst tróni sem stendur einn í fyrsta sæti. Jóhann og Jón L. gerðu jafn- tefli í 7. umferðinni í fyrradag, Guðmundur Sigurjónsson tapaði fyrir 0gaard, og Sævar Bjarna- son fyrir Yrjolá. í gær var ekki teflt, en staða efstu manna fyrir lokaumferðirn- ar tvær er þessi: 1. Ernst (S) 5Vi v., 2. Jóhann 5 V., 3.-5. Jón L., Karlsson (S), Mortensen (D) V/i v., 6.-8. Agdestein (N), 0gaard (N), Hellers (S) 4 v„ 9.-11. Tiller (N), Hector (S), Yrjolá (F) 3>/2 v. Guðmundur Sigurjónsson er með 3 vinninga, Sævar neðar. Keppendur eru alls sautján, allir Norðurlandamenn. Helstu tíðindi eru slök frammi- staða hins unga Simens Agde- stein sem Norðmenn töldu lík-; legan til sigurs en á nú varla, möguleika. Jóhann og Jón L. hafa þegar keppt við flesta sterk- ustu menn og ætti þeim að léttast róðurinn nú um helgina. Sigurvegari í svæðismótinu heldur áfram í millisvæðamót, sá í öðru sæti keppir við næstefsta mann á öðru svæðismóti um framhaldsrétt. Svæðismótin eru fyrsti áfangi f keppninni um heimsmeistaratitilinn. -m Eldri borgarar Opið hús Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis heldur áfram starfi sínu af fullum krafti og hefur í dag opið hús í Sigtúni frá klukkan tvö. Rætt verður um stofnun leikhóps og kemur Höskuldur Skagfjörð leikari á staðinn. Frá klukkan fimm verður dansað við harmónikkuleik. Eldri borgarar allir velkomnir. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.