Þjóðviljinn - 17.01.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 17.01.1987, Page 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Islensk abstraktlist á Kjarvals- stöðum Ein viðamesta sýning sem haldin hefur verið á íslenskri myndlist í dag kl. 14 opnar að Kjarvals- stöðum yfirlitssýning um ís- lenska abstraktlist, og tekur hún yfir tímabilið frá 1920 til dagsins í dag. Á sýningunni eru 135 málverk og 43 högg- myndir eftir 48 listamenn og er hér því um að ræða ein- hverja viðamestu sýningu sem haldin hefur verið á ís- lenskri myndlist. Það er Gunnar B. Kvaran, list- ráðunautur Kjarvalsstaða sem hefur haft veg og vanda að undir- búningi sýningarinnar, en undir- búningur hefur staðið allt frá því að Menningarmálanefnd Reykjavíkur ákvað að efna til þessarar sýningar síðastliðið haust. Verkunum á sýningunni hefur verið stillt upp í tímaröð, þannig að yfirferð um salina á Kjarvals- stöðum gefur okkur gott yfirlit yfir þróun abstraktlistarinnar á þessum tíma allt frá því að hún ruddi sér rúm í íslenskum menn- ingarheimi gegn sterku viðnámi þjóðernislegrar þráhyggju og þvergirðinsháttar, þar til hún varð að ríkjandi og viðurkenndu viðhorfi á 7. áratugnum. Síðan sjáum við hvernig yngsta kynslóð íslenskra listamanna hefur lagt sig eftir að endurnýja óhlutbund- ið myndmál í ljósi nýrra viðhorfa og nýrra tíma. Jafnframt gefur sýningin vís- bendingu um þroskaferil nokk- urra listamanna sem höfðu mót- andi áhrif á þróunina hér á landi. Vegleg sýningarskrá hefur ver- ið gefin út í tilefni sýningarinnar, og er hún prýdd mörgum mynd- um. Þar er líka að finna fróðlegar greinar og viðtöl, þar sem rakin er saga íslenskrar abstraktlistar og þá sérstaklega upphafsár hennar. Ólafur Kvaran listfræð- ingur skrifar um upphaf íslenskr- ar abstraktlistar, Guðbjörg Krist- jánsdóttir skrifar um geómetr- íska og lýríska abstraktíon, Hall- dór Björn Runólfsson ritar um íslenska abstraktlist síðastliðna tvo áratugi, Gunnar B. Kvaran skrifar um abstrakt höggmynda- list og Aðalsteinn Ingólfsson ræðir við Björn Th. Björnsson um upphafsár abatraktlistarinnar hér á landi og Hjálmar Jónsson ræðir við Valtý Pétursson mál- ara. í tengslum við sýninguna á Kjarvalsstöðum verður efnt til kynningar á íslenskri abstraktlist og tengsl hennar við aðrar list- greinar. Matthías Viðar Sæmundsson mun fjalla um tengsl abstrakt myndlistar og bókmennta og Hjálmar R. Ragn- arsson mun taka saman dagskrá um tengsl abstrakt myndlistar og tónlistar. Þá hefur Eiríkur Þor- láksson listfræðingur tekið saman úrval blaðagreina um íslenska ab- straktlist í tilefni sýningarinnar. Sýningin á Kjarvalsstöðum er mikill fengur öllu áhugafólki um íslenska myndlist, og veitir auk þess myndlistarkennurum gullið tækifæri til þess að leiða íslenskt skólafólk inn í heim íslenskra lista. Er ekki að efa að borgarbú- ar munu fylla sali Kjarvalsstaða næstu vikurnar, en sýningin mun standa fram til 22. febrúar, og verður hún opin kl. 14-20 alla daga vikunnar. ólg. Þetta er ein af fyrstu abstraktmyndunum, sem málaðar voru af íslenskum málara: olíumynd eftir Jóhannes Kjarval frá 1929. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Hetjutenór í hallæri Þjóðleikhúsið frumsýnir gamanleikinn Hallæristenór eftir Ken Ludwig Gamanleikurinn Hallæristenór eftir bandaríska leikskáldiö Ken Ludwig verður frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardagskvöld kl. 20.00. Leikurinn var frumfluttur í Banda- ríkjunum í ágúst 1985, frumsýnd- ur í London í mars 1986 og hefur verið einn vinsælasti gamanleik- urinn á fjölunum þar síðan. Nú er verið að leika Hallæristenórinn víðs vegar um Evrópu og Amer- íku, en Þjóðleikhúsið er fyrst leikhúsa á Norðurlöndum til að sýna þennan bráðfyndna gam- anleik, sem gert hefur höfundinn heimsfrægan. Leikurinn gerist á hótelsvítu í Cleveland í Ohio fyrir hálfri öld og segir frá ítölskum hetjutenór, sem fenginn hefur verið til þess að syngja Othello á hátíðarsýn- ingu Clevelandóperunnar. En þessi kvenholli og duttlungafulli söngvari veldur stjórnendum óp- erunnar ómældum erfiðleikum fyrir sýninguna, sem að síðustu er bjargað fyrir horn með því að fá óbreyttan starfsmann við óper- una, sem lengi hafði gengið með hetjutenórinn í maganum, til þess að ganga í hlutverkið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er Benedikt Árnason sem leikstýrir verkinu, en þýðandi þess er Flosi Ólafsson. Leikendur eru átta talsins, og leikur Aðal- steinn Bergdal hetjutenórinn en Örn Árnason leikur leikhús- reddarann Max, sem fær óvænta upphefð á sviðinu. Erlingur Gíslason leikur leikhússtjórann Sanders, sem jafnframt er faðir Maggíar (Tinnu Gunnlaugsdóttur), sem er ást- fangin upp fyrir haus af hetjuten- órum. Helga Jónsdóttir leikur Maríu, eiginkonu hins ítalska snillings, Árni Tryggvason leikur vikapilt á hótelinu og Herdís Þor- valdsdóttir er Júlía formaður óp- eruráðsins en Lilja Þórisdóttir fer með hlutverk óperusöngkonunn- ar Díönu. Sviðsmynd leiksins er eftir Karl Aspelund, Agnes Löve stjórnar tónlist, og Sveinn Bene- diktsson stjórnar ljósum. Fyrstu sýningar á Hallæristenórnum verða á laugardag, þriðjudag og fimmtudag kl. 20.00. ólg. Leikhúsreddarinn Max (örn Ámason) fær kennslustund í flutning Othello hjá hinum heimsfræga hetjutenór Tito Merelli (Aðalsteini Bergdal). Ljósm.: Sig.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.