Þjóðviljinn - 17.01.1987, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 17.01.1987, Qupperneq 12
MINNING LEIKHÚSIÐ 1 KIRKJUNNI sýnir leikritið um KAJ MUNK í HALLGRÍMSKIRKJU 4. sýning sunnudaginn 18. janúar kl. 16, upp- selt 5. sýning mánudaginn 19. janúar kl. 20.30, upp- selt 6. sýning sunnudaginn 25. janúar kl. 16, upp- selt 7. sýning mánudaginn 26. janúar kl. 20.30 8. sýning sunnudaginn 1. febrúar kl. 16. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 14455, miðasala opin: sunnudaga frá kl. 13.00 og mán- udaga frá kl. 16.00 og á laugardögum frá kl. 13.00-18.00 fyrst um sinn. Utboð Byggingamefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býður út gróður innanhúss í nýrri flugstöð. Afhendingu skal vera lokið x3. apríl (fyrri áfanga) og 1. júní 1987 (síðari áfanga). Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræði- stofunni, Fellsmúla 26 Reykjavík frá og með mánudeginum 19. jan. gegn 20.000 kr. skila- tryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 6. febr 1987. Tilboðum skal skilað til bygginarnefndar, Varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins Skúla- götu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudag- inn 13. febr. 1987. Byggingarnefnd fiugstöðvar á Kefiavíkurflugvelli Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát sonar míns og bróður okkar Bjarna Vestmar Björnssonar Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild A 7 á Borgar- spítalanum. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jónsdóttir Bára, Bragi, Boði, Birgir og Bergiind. Jóhannes Pálsson Fœddur31. maíl951 -Dáinn 23. nóv. 1986 Þann 24. nóvember s.l. var mér borin sú fregn, að Jóhannes Páls- son, æskuvinur minn og jafn- aldri, hefði verið annar þeirra tveggja manna sem fórust með trillunni Arnari ÍS-125, eftir sjó- slys austan Grindavíkur, daginn áður. Þessi fregn var mér sem reiðarslag, því vinátta okkar Jó- hannesar var svo gróin, að við vissum löngum vel hvor af öðr- um, þótt oftast væru vegalengdir langar á milli okkar. Við höfðum verið félagar og vinir frá æsku, barist saman í þeim skærum sem þá þóttu sjálf- sagðar meðal uppvaxandi kyn- slóðar á Skagaströnd. Sem inn- bæingar gerðum við oft herhlaup yfir á landssvæði útbæinga og var þá oft hart barist, þótt ekki væru vopnin annað en trésverð og bambusrenglurm Er það mér í minni hvað Jóhannes var vígreif- ur og jafnan í hættunni miðri í þessum orrustum. Þótt hann fengi þung högg og stór, hopaði hann hvergi, heldur sótti fram og ruddi sér braut þótt við illvíga væri að eiga. Jóhannes var jafnan hugmynd- aríkur og tillögugóður í herráði okkar innbæinga og lagði oft fram hernaðaráætlanir sem voru djarfar og spennandi. í þessum æskuleikjum komu strax fram í Jóhannesi þeir eiginleikar hans sem löngum voru einna mest áberandi í fari hans, að vera gjarn á að halda sínum hlut, að hvika hvergi og vera fremstur í flokki og bregða sér ekki þótt á móti blési, að sýna hörku og einarða afstöðu. Jóhannes var fæddur 31. maí 1951, sonur Páls Jóhannessonar frá Garði og konu hans, Gest- heiðar Jónsdóttur, en þeim varð þriggja barna auðið. Hann ólst upp á Skagaströnd og bar alltaf mikla tryggð til æskustöðvanna, var alltaf Skagstrendingur í húð og hár og unni Borginni og Höfð- anum af huga og sál. Hann kvæntist æsku-unnustu sinni, Önnu Margréti Kristjánsdóttur frá Háagerði á Skagaströnd, og fékk þar ágæta konu, af góðu fólki komna. Eignuðust þau hjónin þrjú börn, einn son og tvær dætur. í þessum eftirmælum ætla ég ekki að rekja ættir Jóhannesar eza lýsa æviferli hans í smáat- riðum, heldur bregða upp mynd af þeim manni sem hann var. Mér finnst ríkust þörfin á því vegna þess að Jóhannes var engan veg- inn auðskilinn maður. Ég veit að hann var mjög misskilinn af sín- um samferðarmönnum og bar margt til að svo var. Hann var að eðlisfari dulur og ekki við allra skap; fals og yfirdrepsskapur var honum andstyggð og hann reyndi aldrei að vinna sér vinsældir með því að haga orðum sínum á dipl- ómatískan hátt. Hann sagði sína meiningu, skýrt og skorinort, ef hann taldi þörf á því, og hirti þá ekki um hvernig það kom við aðra. Hann fylgdi sannfæringu sinni og hún átti sinn fasta grund- völl. Hann fyrirleit alla tilgerð og gat verið meinhæðinn í garð þeirra sem vildu setja sig á háan hest, án þess að hafa nokkra verðleika til þess. Eitt var það, til dæmis, sem mér fannst alltaf óvenjulegur þáttur í eðlisgerð Jó- hannesar, en það var umburðar- lyndi hans. Hann gat sýnt alveg ótrúlegt umburðarlyndi og var þó jafnframt harður og óvæginn bæði við sjálfan sig og aðra. Þess- ar andstæður í fari hans komu oft fram á eftirtektarverðan hátt og ég man, að við ræddum um það eitt sinn, og hló hann þá við og taldi, að flestir væru byggðir upp, að einhverju leyti, á andstæðum, og urðum við sammála um að lík- lega væri það rétt. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Jóhannes hafði til að bera mjög sterka réttlætiskennd og var því alltaf fús til að taka málstað lít- ilmagnans. Það bjó í eðli hans, að gera uppreisn gegn allri rangs- leitni. Hann hugleiddi mjög mál- efni lands og þjóðar, var einnig á vissan hátt heimspekilega sinnað- ur og trúmál voru honum hug- stæð. Við ræddum margt og mikið, nánast allt milli himins og jarðar, þegar til þess gáfust stundir, og þá leið tíminn hratt. Okkur var báðum ánægja að því að rök- ræða, og oftar en ekki komumst við að niðurstöðu sem báðir gátu fallist á. Við stofnuðum Skákfélag Skagastrandar á útmánuðum 1974, ásamt einum félaga okkar, og var Jóhannes fyrsti formaður þess. Á vegum félagsins hafa far- ið fram mót á hverju ári síðan og mjög margir komið þar við sögu. Jóhannes var ekki nema 35 ára gamall þegar hann mætti sinni hinstu stund í þessari veröld. Það er sárt til þess að hugsa að hann sé fallinn í valinn, svo löngu fyrir tímann. Mér reyndist hann ætíð dreng- ur góður, og mér er til efs að nokkur, utan fjölskyldu hans, hafi þekkt hann betur en ég. Megi hann hvfla í friði, handan þess tíma og rúms sem við þekkj- um, í þeirri veröld sem framliðn- um er búin. Minning hans verður okkur ætíð kær sem þekktum hann og virtum. Eiginkonu hans, börn- um, foreldrum og systkinum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ég verð að láta í Ijóði í Ijós þá þökk sem býr mér heit í hjartablóði og huga til þín snýr, því sœmd með sanni barstu og sýndir dug og þor, og góður vinur varstu, það votta öll þín spor. Við vorum sáttir saman og sórum vinareið, það var svo gott og gaman að ganga vorsins leið. Ég man svo margt sem skeði, úr myndum tímans les, um okkar yndi og gleði í œsku - Jóhannes. Svo lauk þá lífi þínu svo langl frá heimaströnd. Ég legg með Ijóði mínu í látna vinarhönd, það alit sem andinn tjáir við endalokin stríð. Það allt sem yndi spáir á endurfundatíð. Ég kveð þig - lífi er lokið, þú lést við skyldustörf. í fyrri skjól er fokið og framar engin þörf, að meta mál í dögum að mannfélagsins sið, því undir ceðri lögum þú öðlast hefur frið. Þú áttir huginn hrausta og heill að málum vannst, og lund svo trygga og trausta, að tál þar aldrei fannst. Nú ertu undanþeginn að ævikvöð sé brýn, því upp á æðri veginn þér opnast hefur sýn. Þú löngum varst að leita og líf þitt átti þrá, svo dula, djúpa og heita um dýrðarhvelin há, þú vildir fá að vita um veröld þá sem felst í geislum Ijóss og lita og Landið helga telst. Og nú er sál þín svifin frá sárum brimsins gný, og upp til himna hrifin í hendur Guðs á ný. Því hinstu raunir rakna, þig reisir armur Hans. Þú nœrð á ný að vakna í nafni Frelsarans. Rúnar Kristjánsson St. Jósefsspítali, Landakoti Lausar stöður Aðstoðarræstingastjóri Aðstoðarræstingarstjóri óskar sem fyrst. Upplýs- ingar gefnar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra sími 19600/220. Sjúkraliðar Lausar stöður á handlækningadeildum l-B og ll-B og lyflækningadeild l-A. Hjúkrunarfræðingar Laus staða hjúkrunarfræðings (kvöldvaktir) á lyf- lækningadeild ll-A. Nánari upplysingar gefnar hjá hjúkrunarfram- kvæmdastjórum viðkomandi deilda. Sími 19600/ 220. Röntgendeild Lausar stöður röntgenhjúkrunarfræðinga, röntgentækna og aðstoðarstúlku/manns. Upp- lýsingar veitir deildarhjúkrunarfræðingur í síma 19600/330. Býtibúr Starfsfólk óskast á kvöldvaktir í býtibúr. Vinnutími kl. 15.30-21.00. Unnið 7 daga, frí 7 daga. Upp- lýsingar veitir ræstingastjóri í síma 19600/259 kl. 10.00-14.00. Reykjavík, 13.1. 1987.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.