Þjóðviljinn - 17.01.1987, Side 14
ALÞÝÐUBANDALAGK)
ABK
Opinn kynningarfundur í Kópavogi
Geir Ólafur Ásdís
Opinn kynningarfundur verður í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaginn 19.
janúar kl. 20.30.
Dagskrá: 1) Kynntur listi Alþýðubandalagsins á Reykjanesi. Efstu menn
listans, Geir, Ólafur Ragnar, Ásdís, Bjargey og Jóhanna flytja stutt ávörp og
sitja fyrir svörum ásamt Elsu, Þórunni og Birni. 2) Undirbúningur kosning-
anna: Valþór Hlöðversson. 3) Önnur mál. Fjölmennum. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra
Aukakjördæmisþing
Aukakjördæmisþing AB í Norðurlandi vestra verður haldið laugardaginn
17. janúar kl. 14.00 í Villa Nova á Sauðárkróki.
Dagskrá: 1) Framboðslisti fyrir næstu alþingiskosningar. 2)
Kosningaundirbúningur.3) önnur mál.
Stjórn kjördæmisráðs.
Alþýðubandalagið Vestfjörðum
Kjördæmisráðsfundur
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum boðar til fundar í Verka-
lýðshúsinu í Bolungarvík, laugardaginn 17. janúar kl. 14.00
Fundarefni: 1) Ákvörðun um framboðslista fyrir alþingiskosningar. 2) Mál-
efni Vestfirðings. 3) Fjármál kjördæmisráðs. Stjórn kjördæmisráðs.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Bæjarmálaráðsfundur
Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn í Þinghól laugardaginn 17. janúar kl.
10.00 um fjárhagsáætlun. Heimir Pálsson mun skýra frá gangi mála.
Stjórn bæjarmálaráðs
Alþýðubandalagið i Reykjavík
Félagsfundur um G-listann
ABR boðar til félagsfundar laugardaginn 17. janúar klukkan 14.00 á Hótel
Sögu, Súlnasal.
Á fundinum verður gengið frá framboðslista flokksins fyrir þingkosningarn-
ar í vor. Hrafn Magnússon kynnir niðurstöður kjörnefndar. Guðmundur
Ólafsson leikari les Ijóð eftir Snorra Hjartarson. Stutt ávörp. Kaffiveitingar.
Fundarstjóri: Þráinn Bertelsson ritstjóri. Félagar fjölmennið!
Stjórn ABR
Fulltrúaráð ABR
Fundur að Hverfisgötu 105 laugardaginn 17. janúar klukkan 13.00.
Fundarefni: Afgreiðsla framboðslista til félagsfundar.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Félagsfundur um kosningar
og fjárhagsáætlun
Stjórnir ABH og bæjarmálaráðs bjóða til almenns félagsfundar laugardag-
inn 17. janúar, kl. 13:30, i Skálanum, Strandgötu 41.
Dagskrá:
1. Kosningastarfið framundan. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson reifar málin.
2. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 1987. Magnús Jón Árnason kynnir
áætlunina.
3. Önnur mál.
Stjórnirnar
Alþýðubandalagið
Starfshópur um utanríkis- og friðarmál
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.00 í Flokksmiðstöð-
inni, Hverfisgötu 105. Starfshópar taka til starfa.
Hrafn
Alþýðubandalagið Akureyri
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur í bæjarmálaráði, mánudaginn 19. janúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi.
Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaöar. 2) Skólamál.
Stjórnin
_____________MINNING________
Séra Eiríkur J. Eiríksson
Fæddur 22. júlí 1911 - Dáinn 11. jan. 1987
Séra Eiríkur er dáinn. Þessi er
gangur lífsins þótt vissulega sé
erfitt að sætta sig við það eftir að
hafa rætt við hann glaðan og
reifan við vígslu hins nýja húss
Fjölbrautaskóla Suðurlands að-
eins sólarhring áður. Ekki mun
ég framar finna þétt tak hans um
handlegginn eins og hans var
vandi þegar hann þurfti að vekja
athygli viðmælanda á einhverju
sem honum hafði flogið í hug.
Séra Eirík þekkti ég af afspurn
þegar á unga aldri enda var hann
einn þeirra er verða goðsögn í lif-
anda lífi.
Kynni okkar hófust þó ekki
fýrr en á síðustu árum þegar hann
annaðist gæslu á lesstofu Fjöl-
brautaskólans á Selfossi.
Kennarar og nemendur fundu
brátt að þeir áttu hauk í horni þar
sem séra Eiríkur var einkum þeg-
ar leita þurfti heimilda um hin
margvíslegustu efni er lutu að rit-
gerðavinnu nemenda.
Ósjaldan gerðist það líka ef
nauðsynlegt rit var ekki til staðar
á hinum vanbúnu bókasöfnum
staðarins, að það var komið
næsta morgun og þá úr einkasafni
séra Eiríks. Við komumst fljót-
lega að því kennararnir að þrátt
fyrir ýmsa lærdómstitla urðum
við fyrst og fremst þiggjendur
þegar fræðin voru rædd við séra
Eirík. Slík var þekking hans að
viðræðustundin gat orðið sem
háskólafyrirlestur. Hann var
einkum fundvís á snjallar samlík-
ingar í sögu nútíðar og fortíðar og
hafði alþjóðlega yfirsýn er byggði
á þjóðlegum grunni.
Þrátt fyrir söknuðinn yfir því
að geta ekki lengur haft séra
Eirík að viðmælanda er mér þó
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
átt hann að samferðarmanni um
stund. Á okkar síðasta fundi
minntist hann nýlátins samferða-
manns með þessum orðum: „Það
má segja að hann hafi verið lif-
andi til síðasta augnabliks“.
Ævikvöldi séra Eiríks verður
varla betur lýst en með þessum
orðum.
Eiginkonu, börnum og ástvin-
um öllum votta ég mína innileg-
ustu samúð.
Björn Pálsson
Fyrir tveim misserum eða svo
héldu framfaraviljug samtök
málþing hér á Selfossi í þeirri von
að hraða þróun fjölmiðlunar í
héraðinu. Upphófst þar hið
mesta ramakvein um að við
Sunnlendingar værum ævinlega
seinastir til á landsmælikvarða og
virtist enn ætla svo að verða, í
þessu máli sem öðrum. Var fund-
urinn orðinn skelfilega leiðin-
legur. Síra Eiríki þótt nóg um
harmagrátinn og kvaddi sér
hljóðs. Eigi væri rétt að áfellast
oss Sunnlendinga svo, til þess
stæðu ekki rök. Við hefðum oft
brugðið við skjótt, stundum fyrs-
tir, eins og t.a.m. á Alþingi hérna
um árið, þegar við tókum við
kristni, hérna á Þingvöllum.
Eftir þetta var fundurinn mjög
skemmtilegur. Þar kom reyndar
ekki aðeins til röksemdin, og
vissulega nefndi hann til fleira en
ég nú gat um, heldur einnig það
rafurmagn sem af þessum manni
jafnan stafaði þegar hann tók til
máls, sú útgeislun sem gjörði til-
heyrendum gjörsamlega ómögu-
legt að dotta.
Samhengið í sögu vorri var
gengið síra Eiríki í merg og bein.
Engum hef ég kynnst sem ferðað-
ist jafn erfiðislaust um aldirnar
ellefu og hann gerði hversdags-
lega. Jafnan er ég hitti hann var
það spenningur minn hvort ég
myndi mæta Jóni Arasyni, Giss-
uri jarli eða ísleifi biskupi. En
hvern sem ég hitti hjá honum þá
var hláturinn vís og upplyftingin,
ég var alltaf miklu drýgri við
moksturinn á eftir. Við töldum til
frændsemi, af Bakkanum báðir,
mikið sé ég eftir að hafa ekki
kynnst honum fyrr. Ég þakka
honum gleðistundirnar og sam-
starfið við Fjölbrautaskóla Suð-
urlands s.l. 4 ár.
Ástvinum síra Eiríks tjái ég
djúpa samúð skólafólksins, mína
eigin og fjölskyldu minnar.
Þór Vigfússon
Með síra Eiríki J. Eiríkssyni er
fallinn frá mikill öndvegismaður
íslenzkrar kristni og þjóðmenn-
ingar. Vitsmunir hans og lær-
dómur, ásamt yfirburða þekk-
ingu á sögu og arfi lands og þjóð-
ar, skipaði honum í fylkingar-
brjóst þar, sem hann fór, og þeg-
ar við bættist sú gáfa hans, að
hann var afar næmur á manneðlið
og samtíð sína, gat það engum
leynzt, sem með honum voru, að
þar fór afburðamaður.
Síra Eiríkur var kennimaður
mikill; orðsnillingur og skörung-
ur á stóli. Þar fór saman lærdóm-
ur og þekking og boðunin
gegnsýrð þjóðlegri reynzlu. Því
var hann alþýðlegur kennimaður
í bezta máta og gagnaðist vel,
þótt hann miðlaði af djúpri vizku
og háleitum sannindum.
Síra Eiríkur var gleðimaður,
þótt ekki væri hann glaummaður.
Hann var allra manna fyndnast-
ur, þegar því var að skipta, og
samræðulistin var honum svo
töm, að þá var hann oft áhrifarík-
astur, þótt fáir væru hans jafn-
ingjar af stólnum. Hjá honum fór
enda saman mikil víðsýni og góð-
semi, svo hann var þeim þarfur,
sem hlýða kunnu og hafa vildu
not hans. Þegar hann fann að, var
það með þeim hætti gjört, að ekki
sámaði, nje heldur var hægt að
fyrtast við ábendingunum. Fyrst
því var hann friðarmaður, án þess
hann keypti friðinn við órjettvísi.
Gæfumaður var síra Eiríkur,
og átti þar ekki minnstan hlut að
kona hans, Kristín Jónsdóttir.
Þau voru hvort öðru samboðin,
því Kristín ber af í sínum reit.
Fáir eru hennar jafningjar.
Henni og börnum þeirra vott-
um vjer innilegustu samúð með
blessunaróskum.
Geir Waage
Reykholti
f Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkur, fyrir hönd Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í
götuljósastólpa.
Utboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuö á sama staö þriðjudaginn
24. febrúar nk. kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Atvinna
Sjúkraliðar og aðstoðarfólk
óskast til starfa.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
91-29133 frá kl. 8.00-16.00.
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar.
Frá
Borgarskipulagi
Á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, verður til kynn-
ingar tillaga að skipulagi verslunarlóðarinnar í
miðhverfi Ártúnsholts frá 19.01 .-02.02. ’87 frá kl.
08.30-16.15 á virkum dögum. Tillagan gerir ráð
fyrir verslunarhúsnæði ásamt nokkrum íbúðum.
Athugasemdum eða labendingum varðandi til-
löguna sé komið til Borgarskipulags fyrir 6. febr.
1987.
Auglýsið í Þjóðviljanum
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN