Þjóðviljinn - 20.01.1987, Qupperneq 3
FRETTIR
Suðurnes/togaraútgerð
Framtíð óljós
Margt bendir til aðfjöldi togara verði seldur burt afsvœðinu.
Voru áður 14 eru nú 8 og hugsanlega aðeins 2 innan tíðar
Suðurnesjamenn hafa nú mikl-
ar áhyggjur af framtíð togar-
aútgerðar á svæðinu. Ekki eru
mörg ár síðan gerðir voru út 14
togarar frá Suðurnesjum, en nú
aðeins 8 gerðir þaðan út og margt
bendir til að þeim muni fækka
hugsanlega niður í 2 á næstu mán-
uðum.
Eigendur togarans Gauta frá
Garði hafa þegar skrifað undir
kauptilboð frá Hraðfrystihúsinu í
Grundarfirði sem býður mun
hærra í togarann en heimamenn
segjast geta borgað.
Mikil óvissa er um framtíð
Hraðfrystihúss Keflavíkur en á
þess vegum eru nú gerðir út 2
togarar, sömuleiðis eru erfið-
leikar hjá systurfyrirtækjum
Sjöstjörnunnar en á þeirra veg-
um eru gerðir út 2 togarar.
Guðmundur Finnsson hjá
Verkalýðs- og sjómannafélagi
Keflavíkur sagði í gær að það væri
alveg ljóst að ef rekstur fyrirtækj-
anna legðist af þá yrði atvinnu-
ástand mjög alvarlegt á svæðinu.
Nú um nokkurt skeið hefur verið
nokkur þensla og hefur m.a.
Flugstöðvarbyggingin krafist
verulegs vinnuafls og hefði bygg-
ing hennar ekki komið til, væru
trúlega um 60-80 karlmenn
atvinnulausir um þessar mundir.
Byggingu hennar lýkur nú í vor
og hvað þá tekur við er ekki ljóst,
en eitthvað nýtt og mikið verður
að koma til.
ÖRFRÉTTIRj
Stjórn samtaka
aldraðra
hefur sent frá sér ályktun þar sem
harmað er að hækkun ellilauna
skuli ekki fylgja hækkun lægstu
launa og skorar á stjórnvöld að
endurskoða hækkun ellilauna og
tekjutryggingar fyrir aldraða.
Útköllum
slökkviliðs
Reykjavíkur á nýliðnu ári fækkaði
frá árinu á undan. Þá voru útköllin
581 en 564 í fyrra. Slökkva þurfti
eld í 330 skipti þar af 86 sinnum í
sinu. Sjúkraflutningar voru
10.187 á árinu eða mjög svipaðir
og á umliðinum árum.
Listahátíð 1988
er þegar farið að undirbúa og hef-
urframkvæmdastjórn hátíðarinn-
ar tekið til starfa. Hana skipa Jón
Þórarinsson tónskáld, formaður.
Valur Valsson bankastjóri, Karla
Kristjánsdóttir safnvörður, Arnór
Benónýsson leikari og Gunnar
Egilsson skrifstofustjóri. í undir-
búningsnefnd Kvikmyndahátíðar
eiga sæti þau Sigurður Sverrir
Pálsson, Kristín Jóhannesdóttir,
Friðrik Þór Friðriksson og Hilmar
Oddsson.
Framfærsluvísital-
an
í janúar er 2.32% hærri en í des-
emberbyrjun. Sl. 12 mánuði hef-
ur vísitalan hækkað um 12.8%
en hækkunin nú í desember
svarar til 31.7% árshækkunar.
Frá upphafi árs 1986 til ársloka
hækkaði framfærsluvísitalan um
13% og er það minnsta hækkun
vísitölunnar á heilu ári frá 1972.
Sjávarafurðadeild
SÍS
framleiddi á nýliðnu ári um 50
þús. lestir af frystum sjávarafurð-
um. Það er um 4.4% aukning frá
árinu á undan.
Dagvistun
Hálftóm dagheimili
Nýjustu dagheimilin íborginni hálftóm. Neyðarástandskapastef uppsagnir takagildi
Nokkur skortur er á starfsfólki
á dagvistunarstofnunum borgar-
innar, sérstaklega vantar víða
fóstrur til starfa, enda launakjör-
in ekki eftirsóknarverð.
Bergur Felixson sagði blaðinu
að ástandið væri svipað og verið
hefði að undanförnu. Uppsagnir
fóstra væru enn í gildi og samn-
ingaviðræður í gangi milli BSRB
og ríkis og bæja og væru mál öll á
viðkvæmu stigi.
Nokkuð væri um að fóstrur
væru í hálfu starfi og væru dæmi
um, td. að Foldaborg, nýju dag-
heimili í Grafarvogshverfi, að
erfiðlega gengi að manna vakt-
irnar og vantaði þar fóstrur eftir
hádegi og því ekki hægt að taka
við þeim fjölda barna sem hús-
næðið þó leyfir.
Borgarnes
Bara
timbrið
eftir
Þakfauk afverslun í
rokinu um helgina
„Þetta er með því mesta veðri
sem hefur komið hér, það flcttist
nær allur pappinn af þakinu á
versluninni og dreifðist yfir bíla
og næstu hús,“ sagði Stefán Har-
aldsson kaupmaður í Borgarnesi í
samtali við Þjóðviljann í gær en
verslun hans skemmdist töluvert í
hvassviðrinu á laugardaginn.
„Þetta var alveg nýr pappi sem
var settur á í sumar, það var bara
timbrið eftir. Pappinn skemmdi
þrjá bíla og fauk á hús og í garða
nálægt versluninni. Pað var rosa-
lega hvasst en það varð ekkert
annað tjón á við þetta í Borgar-
nesi, nema lausadót fauk til,“
sagði Stefán.
-vd.
Noregur
Sjávaiútvegur blómstrar
Útflutningur jókst um 53 miljónir dollara
Arið 1986 var einkar hollt
norskum sjávarútvegi, og ár-
ið í ár lítur út fyrir að verða enn
hagstæðara, samkvæmt frétt-
astofunni norinform.
Norðmenn fluttu út fiskafurðir
fyrir 1133 miljónir dollara í fyrra,
53 miljónum dala meira en ’85.
Þó varð samdráttur í útflutningi
sfldarafurða um 66 miljónir doll-
ara, en annar útflutningur jókst
um 16,5% eða 160 miljónir doll-
ara. Haft er eftir sjávarútvegs-
ráðherra Norðmanna, Bjarne
Mörk Eidem, að útlitið í þorsk-
veiðum sé einkar gott.
Vegna nýgerðra samninga.við
Sovétmenn um veiðar í Barents-
hafi er ætlað að þorskafli Norð-
manna á þessu ári verði meiri en í
áratug. Norðmenn hyggjast tvö-
falda markað sinn í Japan á næstu
þremur árum, og hafa þær
áhyggjur einar að Efnahags-
bandalagið hátollar fiskafurðir, -
þeir tollar segir Eidem að verði
helsta verkefni norska sjávar-
útvegsráðuneytisins á árinu.
-m
Ragnhildur
Missti af
myndatöku
Valgeir Guðjónsson, Stuð-
maður, hafði samband við Þjóð-
viljann vegna smáfréttar í Sunnu-
dagsblaðinu um auglýsingaher-
ferð, sem Landlæknisembættið
er að undirbúa. Sagði Valgeir
það rangt með farið að Ragnhild-
ur Helgadóttir, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, hafi ekki vilj-
að láta ntynda sig með smokka,
heldur sé hún ekki með þar sem
hún þurfti að fara til útlanda áður
en myndatökur hófust.
Þá segir Valgeir það rangt að
hann stjórni herferðinni. Hann
hafi bara verið fenginn af auglýs-
ingastofunni Svona gerum við, til
að hafa samband við aðila vegna
myndatökunnar.
Bókagerðarmenn
Samningum náð
Á laugardag tókust samningar
á milli Félags íslenskra bóka-
gerðarmanna og Félags íslenska
prentiðnaðarins. Samkvæmt
heimildum Þjóðviljans eru samn-
ingarnir ekki frábrugðnir samn-
ingum ASÍ og VSl sem gerðir
voru í desember sl. Samningarnir
verða bornir undir trúnaðarm-
annaráð í kvöld og undir fél-
agsfund á fimmtudaginn.
-K.ÓI.
Vinningstölurnar 17. janúar 1987
Heildarvinningsupphæð: 8.939.150.-
1. vinningur var kr. 5.644.580,-
og skiptist hann á milli 5 vinningshafa, kr. 1.128.916,- á mann.
2. vinningur var kr. 989.904,- og skiptist hann á 503 vinningshafa, kr.
1.968,- á mann.
1. vinningur var kr. 2.304.666,- og skiptist á 12.663 vinningshafa, sem fá
182 krónur hver.
Upplýsingarsími:
685111.
Þriðjudagur 20. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3