Þjóðviljinn - 27.01.1987, Qupperneq 10
ORDIEYRA
Norðri, Suðri og Vestri skrifa:
Lambaket
handa
vinum
vorum
R-r-r-r-r-r-r-r... r-r-r-r-r-r-r...
r-r-r-r-r-r-r-r...
- Yes, hello.
- Hello, and good day, is that
you?
- Yes.
(Af tillitssemi við þá örfáu ís-
lendinga sem enn hafa ekki kom-
ist upp á lag með að skilja enska
tungu verður þetta samtal birt í
lauslegri íslenskri þýðingu.
Suðumesjamaður einn, áhuga-
maður um fjarskipti, varð óvart
fyrir því að hlera þetta símtal og
tók það jafnframt upp á segul-
band):
R-r-r-r-r-r-r-... r-r-r-r-r-r-r...
r-r-r-r-r-r-r...
- Já, halló.
- Halló, og góðan daginn, ert
þetta þú?
- Já.
- Sæll og blessaður, herra for-
seti. Þetta er Matti.
- Mattý? Ertu gengin af vitinu
manneskja? Er ég ekki búinn að
margbanna þér að hringja í mig í
vinnuna?
- Ha?
- Maður veit aldrei hver liggur
á línunni - og hvað hefðirðu gert
ef konan mín hefði orðið á undan
að svara í símann?
- Ég hefði bara spurt eftir þér.
- Já, Mattý mín, svona lagað
dugir ekki. Ég vil ekki hafa að þú
sért að hringja hingað. Þú verður
að vera róleg. Lilli þinn kemur í
heimsókn á fimmtudaginn og þú
verður að hafa biðlund þangað
til. Bæ, sweetheart. (Bless elsk-
an).
- Heyrðu, þetta er einhver mis-
skilningur. Þetta er Matti Matt.
- Hvaða Mattý?
- Ekki Mattý heldur Matti.
Matti Matt. ísland manstu. Kefl-
avík. Bang, bang, Rússar,
NATO, ha?
-Matti Matt, já blessaður.
Fyrirgefðu. Ég hélt þetta væri
hún Mattý, hún er hérna sko,
hmm, hmmm, ritarinn minn,
sjáðu til. Ég ætlaði síst að skilja í
því hvað hún væri djúprödduð
manneskjan. En svo ert það bara
þú, sæll vertu Matti minn. Hvað
er að frétta af klakanum?
- Æ, ég veit það ekki. Það á að
fara að kjósa!
- Kjósa hvað, vinur?
- Það eru alþingiskosningar í
vor.
- Jájájájájá. Ég fékk einhver
skilaboð út af því um daginn og
ætlaði alltaf að slá á þráðinn til
þín. En ég hef bara ekki komist til
þess. Það var smávesen hérna hjá
mér. Leki í kjallaranum, og ég
hef verið að láta gera við hann.
Nú og svo þurfti ég að fara í
Matti
- ekki
„Mattý“
smáaðgerð. Maður mæðist í
mörgu.
- Það var út af þessum kosning-
um sko. Við erum í smáveseni út
af þessum kosningum.
- Eigum við þá ekki bara að
láta fresta þeim um óákveðinn
tíma? Talaðu bara við aðmírálinn
þarna í Keflavík. Ég er búinn að
senda nýjan í staðinn fyrir þenn-
an sem var alltaf að klípa stelp-
urnar. Talaðu bara við hann,
Matti minn.
- Nei, nei, það yrði bara
leiðindi út af því.
- Nú, hvað get ég þá gert fyrir
þig, vinur?
- Það er nú það. Svoleiðis er að
við höfum áhyggjur af því að þú
sért ekki nógu vinsæll hérna, sér-
staklega ekki eftir fundinn með
honum Gorbatsjov...
- Minnstu ekki á þann auglýs-
ingaskrumara í mín eyru...
HJÓÐVILJINN
45 68 13 33
alþýóu;,
blaðió I
45 68 18 66
Tímiiin
45 68 63 00
- Og svo eftir þessa afskipta-
semi út af hvalveiðunum og
Rainbow-máliið og allt það...
- Ég hélt ég væri nú búinn að
kippa því í liðinn. Þetta er eins og
að rétta skrattanum litla fingur-
inn, þið rellið alltaf meira og
meira. Hvað vantar ykkur núna?
Á ég að láta reisa Disneyland í
Reykjavík?
- Eða í Hafnarfirði? Það gæti
nú verið gaman að því, svona
fyrir krakkagreyin, ha? En það
var nú eiginlega annað sem mig
langaði til að nefna við þig. Mesti
vináttuvottur sem hægt er að sýna
íslendingum fyrir utan að hafa
heyrt á þá minnst er að kaupa af
þeim lambaket. Svo að ef þið
keyptuð nú nokkra skrokka núna
fyrir kosningarnar er ég viss um
að það mundi mælast ofsalega vel
fyrir. Fólk mundi sjá að þið eruð
vinir okkar, og svo yrðum við
endurkosnir og ég fengi áfram að
vera ráðherra. No problem, sko!
- Lambaket? Ég er ekki viss
um að ég skilji við hvað þú átt, en
ef þú ert að meina það sem ég
held þú sért að meina þá kemur
það ekki til greina. Ég hef sagt
mínum mönnum að skipta sér
ekki af því þótt fáeinar gærur
svindli sér inn á völlinn, svona í
skemmtiferð. En við förum ekki
að kaupa þær í stórum stíl. No
sör!
- Nei þú misskilur þetta. Ég er
bara að tala um venjulegt lamb-
aket. Kótilettur sko. Eins og þú
fékkst á íslandi.
- Þetta hvíta sem ég varð
veikur af?
- Nei, það var hákallinn.
- Ertu að meina svörtu and-
litin?
- Já, svona í og með.
- Má ég benda þér á að það er
bandaríski herinn sem er í Kefla-
vík - ekki deild úr Kúkluxklan.
Það er ekki hægt að setja hvað
sem er á matseðilinn.
- En kannski bara kótilettum-
ar? Þær eru ekki svo slæmar þeg-
ar það er búið að skera af þeim
fituna. Nú og svo gætum við selt
ykkur svínakjöt líka, er það ekki
uppáhaldsmaður Gyðinga? Og
jafnvel kjúklinga og svoleiðis.
Þetta yrði ofsavinsælt.
- Ertu að tala um mikið af
þessu?
- Nei, bara smávegis svona
eitthvað fram yfir kosningar.
- Hvenær eru þessar kosning-
ar?
- Bara núna rétt strax í apríl.
- Ég skal athuga þetta, góði.
En ég ansa þá ekki meira suði í
bráð.
- Neinei.
- Og svo viljum við hafa vinnu-
Is-
lenska
lamb-
iö.
frið þarna. Án þess að það sé
alltaf verið að rekast í því sem við
erum að gera.
- Jájá
- Og ekkert friðar- og afvopn-
unarkjaftæði, nema þetta venju-
lega. Og ekkert röfl um kjarnork-
uvopnalaus svæði.
- Neinei.
- Ókei, Matti minn. Við segj-
um það þá.
- Þakka þér innilega fyrir. En
heyrðu, hvað á ég að segja við
blaðamenn að þú ætlir að kaupa
mikið?
- Það veit ég ekki. Vertu bara
borginmannlegur og segðu að við
séum ekki að tala um einn eða tvo
skrokka.
- Ókei sör - og þakka þér ofsa-
lega vel fyrir.
- Allt í lagi, Matti minn. Hvað
gerir maður ekki fyrir vini sína?
(Það er lagt á).
- Jibbí-í-í-í-í....
Vestri
Blaðburður er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sig
Blaðbera
vantar
Garðabæ
Hafnarfjörð
Eskihlíð
Skerjafjörð
DJOÐVIIJINN
W,
Félag
járniðnaðarmanna
Félagsfundur
veröur haldinn fimmtudaginn 29. janúar 1987 kl.
20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Frá Lífeyrissjóði málm- og skipasmiða.
3. Önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn félags járniðnaðarmanna.
°-
w
Cy
Lögreglustöð a Selfossi
Tilboð óskast í jarðvinnu fyrir nýbyggingu
lögreglustöðvar og sýsluskrifstofu á Selfossi.
Graftarmagn er um 10.000 m3 og fylling nýrra
efna um 5.600 m3.
Verkinu skal að fullu lokið 30. apríl 1987. Útboðs-
gögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7,
Reykjavík, gegn 2.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
11. febrúar 1987 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Borgartúni 7, sími 26844