Þjóðviljinn - 27.01.1987, Page 12
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þjómnuiNN
Þriðjudagur 27. janúar 1987 20. tölublað 52. drgangur
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Þingkosningar
Kvennalisti Alþýðubandalagsins
Konur hafa aldrei skipað
jafnmörg baráttusæti á fram-
boðslistum Alþýðubandalags-
ins eins og fyrir komandi þing-
kosningar.
Efstu menn á listum flokks-
ins í öllum kjördæmum báru
saman bækur sínar í Reykja-
vík um helgina og var þá þessi
mynd af Kvennalista Alþýðu-
bandalagsins tekin fyrir utan
Flokksmiðstöðina að Hverfis-
götu 105. Frá v.: Svanfríður
Jónasdóttir í 2. sæti á Norður-
landi eystra, Ólöf Hildur
Jónsdóttir 3ja sæti á Vestur-
landi, Unnur Sólrún Braga-
dóttir 2. sæti á Austuriandi,
Jóhanna Axelsdóttir 5. sæti
Reykjanesi, Bjargey Einars-
dóttir 4m sæti Reykjanesi,
Margrét Frímannsdóttir 1.
sæti Suðurlandi, Álfheiður
Ingadóttir 4. sæti Reykjavík,
Olga Guðrún Árnadóttir 5.
sæti Reykjavík, Ásdís Skúla-
dóttir 3. sæti Reykjanesi,
Guðrún Helgadóttir 2. sæti
Reykjavík og Unnur Krist-
jánsdóttir 3. sæti Norðuriandi.
vestra. Mynd: E.Ól.
Sjá nánar umfund
frambjóðenda á bls. 2
Reykjavíkurlistamenn
Þrír fá níu
starfslaun
Tillaga frá
minnihlutanum í
borgarstjórn kominfram
í nýrri mynd: Þrír
listamennfá starfslaun
hjá borginni nœstu þrjú
árin. Alls níu starfslaun
Reykjavíkurborg hefur ákveð-
iðað verja auknu fé í starfslaun til
handa listamönnum. Borgin hef-
ur fram til þessa greitt einum
listamanni laun ár hvert, en nú
hefur verið ákveðið að veita
þremur listamönnum þriggja ára
starfslaun næstu þrjú árin, þeim
fyrsta 18. ágúst n.k. og hinum
tveimur á sama tíma næstu tvö
árin.
Þetta mál hefur verið í umræðu
undanfarna mánuði. Upphaf
þess var að minnihlutaflokkarnir,
eða lýðræðishlutinn, fluttu til-
lögu í borgarstjórn um að veita
þremur listamönnum starfslaun
árlega. Tillögunni var vísað til
menningarmálanefndar, þar sem
nú fyrir skömmu kom upp svipuð
tillaga frá fulltrúum meirihlut-
ans, en nú skyldi tengja þetta af-
mælisárinu og binda þetta við
þrjú næstu ár.
-gg
Vestfirðir
Fjögur félög
með verkfalls-
heimild
Ekkert miðaði í samningavið-
ræðum Alþýðusambands Vest-
fjarða og vinnuveitenda á fundi
þeirra í gærdag og átti Pétur Sig-
urðsson formaður sambandsins
ekki von á því að fundur dciluað-
ila i gærkvöldi skilaði árangri.
Fjögur verkalýðsfélög á Vest-
fjörðum hafa nú fengið verkfalls-
heimild en það eru Verkalýðsfé-
lagið Baldur á ísafirði og
Verkalýðs- og sjómannafélögin í
Bolungarvík, Súgandafirði og
Patreksfirði.
-K.Ól.
Iðja
Stjómin
sjálfkjörín
Aðeins listi stjórnar og
trúnaðarráðs komfram
Sjálfkjörið var í stjórn og trún-
aðarmannaráð Iðju, félags verk-
smiðjufólks í Reykjavík. Fram-
boðsfrestur rann út í lok sl. viku
og kom aðeins einn listi fram sem
var listi stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs.
í þetta sinn var kosið eftir nýj-
um lögum félagsins þannig að
stjórnarmenn eru kjömir til
tveggja ára í senn og varamenn
eru felldir út en þess í stað skipa
nú stjórnina 11 manns.
í stjóm Iðju eiga nú sæti: Guð-
mundur t>. Jónsson, formaður.
Hildur Kjartansdóttir, varafor-
maður. Una Halldórsdóttir, rit-
ari. Sigurjón Gunnarsson, gjald-
keri. Meðstjórnendur em þau:
Ólína Halldórsdóttir, Jón Helgi
Eiðsson, Sumarlína Ólafsdóttir,
Guðbjörg Þómnn Guðnadóttir,
Hannes Ölafsson, Ámi J. Árna-
son og Halldóra Georgsdóttir.
-lg.i
Snót
Óskar eftir
veikfalls-
heimild
Engin hreyfing varð I samn-
ingaviðræðum Verkakvcnnafél-
agsins Snótar í Vestmannaeyjum
og vinnuveitenda í gær, en í gær-
kvöldi var haldinn félagsfundur
hjú Snót þarsem stjórn ogtrúnað-
armannaráð óskuðu eftir verk-
fallsheimild hjá félögum.
Vilborg Þorsteinsdöttir for-
maður Snótar sagði í satntali við
Þjóðviljann í gær að fengist verk-
fallsheimild þá gætu vinnu-
veitendur sagt sér hvernig málin
gætu snúist. „Ef ekki þá tekur
bara harkan við,“ sagði Vilborg.
-K.ÓI.
Ríkisstjórnin
Hvenær koma stóru málin?
Svavar Gestsson: Engin hemja að draga bankamálin og skattamálin til síðasta dags.
Tíminn að rennafrá þinginu
Verði málefni Útvegsbankans
ekki flutt inn í sali alþingis á
allra næstu dögum, er Ijóst að
málið kemst ekki í gegn fyrir
þinglok, sagði Svavar Gestsson
m.a. þegar hann krafði forsætis-
ráðherra sagna í upphafl þing-
fundar í gær um tillögur ríkis-
stjórnarinnar varðandi Útvegs-
bankann og skattamálin.
Svavar sagði Alþýðubandalag-
ið reiðubúið til samstarfs um að
koma staðgreiðslukerfi skatta og
lyktum Utvegsbankamálsins í
gegnum þingið, en til þess þyrftu
menn að fara að sjá framaní ein-
hverjar raunhæfar tillögur frá
ríkisstjóminni. „Það er engin
hemja að draga þessi mál fram á
síðasta dag“, sagði Svavar.
„Stjórnarandstaðan þarf að fá
tíma til að fara yfir málin.“
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði unnið að báð-
um þessum málum „af fullum
krafti“ í viðskiptaráðuneyti og
fjármálaráðuneyti. Gmndvallar-
hugmyndir varðandi stað-
greiðslukerfi skatta hefðu þegar
verið kynntar en hann gæti ekki
sagt til um hvenær framvarp þar
um yrði tilbúið. Bankamálin
væru sömuleiðis f athugun og
meðferðar hjá þingflokkum
stjórnarinnar og yrði framvarp
þar um tilbúið mjög fljótlega.
„Ríkisstjóminni er að sjálfsögðu
ljóst að málefni Útvegsbankans
þarf að afgreiða á þessu þingi“,
sagði Steingrímur að lokum _ ÁI.