Þjóðviljinn - 29.01.1987, Page 2
Ásdís Magnúsdóttir nemi:
Það á hiklaust að gera það.
HHHHHHHHHHHB&H^iv' HHHH
r—SPURNIKGIN-n
Hvað finnst þér um
þá hugmynd að láta
eyðniprófa alla lands-
menn?
Tryggvi Sveinsson starfsm.
Skipaútgerðar ríkisins:
Ég tel að fólk eigi að ráða því
alveg sjálft.
Einar Jón Másson
starfsmaður Hagkaups:
Ég hef ekki velt málinu fyrir
mér, en held þó að fólk verði að
ráða slíku sjálft.
Steingerður Ágústsdóttir
húsmóðir með meiru:
Ég held ekki að það sé tíma-
bært að grípa til svo róttækra að-
gerða.
Ólafur Tímótheusson
póstmaður:
Mér finnst að neyta verði allra
ráða til að hefta útbreiðslu þessa
alvarlega sjúkdóms.
FRÉTTIR
Öryggismál sjómanna
Flotbúningar
í fiskiskipaflotann
Flotbúningar komnir íöll fiskiskip fyrir lok vetrarvertíðar
Þessa dagana er unnið að því að
koma fyrir flotbúningum í öll ís-
lensk fiskiskip. Hilmar Rós-
mundsson formaður Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja
segir að unnið sé að málinu og
stefnt sé að því að því að öll ís-
lensk fiskiskip verði búin flotbún-
ingum áður en vetrarvertíðinni
lýkur.
Hin hörmulegu sjóslys í des-
ember urðu til þess að skriður
komst á málin og sjómenn og út-
vegsmenn í Eyjum leituðu fyrir
nokkru tilboða vegna 450 bún-
inga sem þar er þörf á.
Nú hafa útgerðarmenn alls
staðar á landinu bundist sam-
tökum og hafa óskað tilboða um
flotbúninga fyrir allan fiskiskip-
aflotann, alls 5000 búninga.
Tilboðin verða opnuð 1. mars
nk. og verður þá ein tegund bún-
inga valin, þannig að sjómenn
kunna á búningana þótt þeir
skipti um skipsrúm.
Þá er einnig þessa dagana verið
að ganga frá sameiginlegu útboði
vegna flotbúninga fyrir kaupskip-
aflotann en samkvæmt nýrri
reglugerð eiga slíkir búningar að
vera komnir um borð í sérhvert
íslenskt kaupskip fyrir 1. júlí n.k.
-sá.
El-Salvadorsöfnunin
130 þús.
hafa saf nast
Lokadagur
6. febrúar. Stefnt
álOOþús.
Rúmar 130 þúsund krónur
hafa nú safnast í söfnun El-
Salvadornefndarinnar til styrkt-
ar fórnarlömbum jarðskjálft-
anna sem urðu í El-Salvador í
október á sl. ári.
Stefnt er að því að ná 200 þús.
króna markinu áður en söfnun-
inni Iýkur en lokadagur söfnunar-
innar hér á landi er 6. febrúar
n.k.
Það var Alþýðusamband E1
Salvador, UNTS, sem hóf stór-
fjársöfnun til aðstoðar þeim sem
verst urðu úti í jarðskjálftunum
og mun sambandið sjá um að
koma íslenska söfnunarfénu til
skila.
Þeim sem vilja leggja sitt af
mörkum í söfnun þessari er bent
á tékkareikning 10401 í Búnaðar-
bankanum við Hlemm og gíró-
númer 0303-26-10401.
Kvenréttindafélag íslands hélt upp á 80 ára afmæli sitt í fyrrakvöld og bauð af því tilefni til veislu að
Hallveigarstöðum. Við það tækifæri voru fjórar konur, sem allar hafa unnið ötullega fyrir félagið, gerðar að heiðursfé-
lögum. Það voru þær (talið frá vinstri): Valborg Bentsdóttir, Lóa Kristjánsdóttir, Sigurveig Guðmundsdóttir og Guðrún
Gísladóttir. (Mynd: Sig.).
Afmœli
Framfarasókn í hálfa aðra öld
Búnaðarfélag Islands 150 ára- Afmœlisins minnst með
Um þessar mundir er Búnað-
arfélag íslands 150 ára. Að
sönnu hlutu samtökin ekki það
nafn fyrr en 5. júlí 1899, en nefnd-
ust í upphafi „Suðuramtsins húss-
og bústjórnarfélag“ og síðar
„Biínaðarfélag Suðuramtsins“.
En þó að nafnið hafí þannig tekið
breytingum þá hefur sá þráður,
sem spunninn var í upphafí, hald-
ist óslitinn í 150 ár.
Það var Þórður Sveinbjörns-
son, háyfirdómari, sem hug-
myndina átti að stofnun fyrsta
búnaðarfélagsins á íslandi. Fyrir-
myndina sótti hann til nágranna-
landanna og mun þá einkum hafa
horft til „Konunglega danska
landbúnaðarfélagsins“.
Stofnfundur „Suðuramtsins
húss og bústjórnarfélags" var
haldinn 28. janúar 1837, „á burð-
ardegi vors allra náðugasta kon-
ungs Friðriks sjötta“ eins og þar
segir. Stofnendur voru 11: stipt-
amtmaður, hinir helstu embættis-
menn landsins og tveir bændur,
Jón Jónsson, bóndi á Elliðavatni
og Pétur Guðmundsson, bóndi í
Engey. Þórður Sveinbjörnsson
var formaður. Markmið félagsins
var: „Að efla sérhvað fyrir
Suðuramtsins sveita og sjávar-
búnað gott og nytsamlegt, upp á
hvörn þann hátt, sem í þeirra
valdi mætti standa“.
Hér er ekki rúm um sinn til
þess að rekja frekar langa og
merka sögu. Að því verður hugað
síðar ef rúm gefst fyrir kosninga-
þvargi á þessum síðustu og há-
bölvuðustu tímum.
Búnaðarfélag íslands mun
minnast 150 ára afmælis síns með
ýmsum hætti. Efnt verður til rit-
gerðarsamkeppni meðal nem-
enda í grunn- og framhalds-
skólum og verðlaun veitt fyrir
bestu ritgerðirnar. Efnt verður til
ýmsum hœtti
hugmyndasamkeppni um nýj-
ungar í atvinnulífi sveitanna.
Haldin verður landbúnaðarsýn-
ing í Reiðhöllinni í Víðidal dag-
ana 14.-23. ágúst í sumar. Mun
það verða stærsta og umfangs-
mesta landbúnaðarsýning, sem
haldin hefur verið hérlendis.
Kjörorð hennar er: „Máttur lífs-
og moldar“. Þar verða 15 sýning-
arbásar og sýndar allar nýjungar í
bú- og tölvutækni, kynbótum og
vöruþróun í landbúnaði okkar.
Loks eru starfsmenn Búnaðarfé-
lags íslands að rita 150 ára sögu
félagsins.
-mhg