Þjóðviljinn - 29.01.1987, Síða 3
FRÉTTIR
Tómstundir
Unglingamir til fyrimiyndar
Könnun undirstrikar mikilvœgifélagsmiðstöðva. 14% unglingavinna með skólanum
Hvað gera fslenskir unglingar í
tómstundum sínum utan veg-
gja heimilisins? Þetta er spurning
sem íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur hefur leitað svara
við í sérstakri könnun, sem kynnt
var á blaðamannafundi í gær.
Könnunin var gerð í apríl sl. og
náði til allra nemenda 7., 8. og 9.
bekkjar grunnskólanna í höfuð-
borginni sem mættu í skólann
mánudaginn 14. aprfl. Einar
Gylfi Jónsson sálfræðingur, sem
er höfudur könnunarinnar sagði
að niðurstöður hennar gæfu já-
kvæða mynd af meginþorra
reykvískra unglinga. Samkvæmt
könnuninni sækja rúm 30%
reykvískra unglinga félagsmið-
stöðvar borgarinnar að minnsta
kosti eitt kvöld í viku, og bendir
könnunin til þess að þeir ung-
lingar sem sæki félagsmiðstöðv-
arnar reglulega séu jafnframt
innan þess hóps sem er virkari í
öðru tómstundastarfi og dvelji
oftar utan heimilis á kvöldin.
Töldu aðstandendur könnunar-
innar þetta sýna mikilvægi henn-
ar.
Athyglisvert er að 14,4% að-
spurðra segjast vinna með skól-
anum 3-6 daga vikunnar, og er
vinna marktækt algengari meðal
stúlkna en pilta.
Ef litið er á áhugamál ung-
linga, þá eru íþróttir vinsælastar
(46,6%), þá tónlist (32,2%), föt
og tíska (17,6%), kvikmyndir og
vídeó (13,9%), hestar (12,8%),
dans (11,6%), ferðalög og útivist
(11,3%), og tölvur (10,7%). At-
hyglisvert er að aðeins 1,0%
töldu trúmál sem áhugamál og
0,7% merktu við stjórnmál.
Sömuleiðis virðist skátahreyfing-
in ekki lengur njóta vinsælda
meðal unglinganna (1,9%). At-
hyglisvert er einnig að rúmlega
12% unglinganna komu heim til
sín eftir kl. 3 á föstudags- og
Iaugardagsnóttina áður en
könnunin var gerð. Svo virðist
sem 30% unglinga á þessum aldri
séu utan heimilis fram yfir kl. 1 á
nóttunni á föstu- og laugar-
dögum. Flestir segjast hafa verið
í partíum eða heima hjá vinum og
vinkonum, en rúmlega 2% nefna
vínveitingahús eða krá. Þá leiðir
könnunin einnig í ljós að um 20%
unglinga sé ekki heima hjá sér
eitt einasta kvöld vikunnar, og er
algengast að þau séu hjá vinum í
Iheimahúsum eða í tómstunda-
stöðvum og kvikmyndahúsum.
íþrótta- og tómstundaráð
hyggst nota könnun þessa til þess
að koma betur til móts við þarfir
unglinga í framboði á tómstunda-
aðstöðu.
ólg.
Samningarnir
Hrein-
asta
svnrirða
Samtök kvenna á
vinnumarkaði
fordœma nýgerða
samninga harðlega.
Launafólk hvatt til að
hreinsa
blettaóhroðann úr
forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar
Katrín Lund starfsmaður á ritstjórn seilist inn (bréfaflóðið í leit að þeim heppnu. Mynd-E.ÓI.
Þjóðviljagetraunir
Loðnan
Flotinn á
leið norður
í dag tilkynntu loðnuskip um
tæplega 10 þús tonna afla og er
heildaraflinn frá áramótum nú
orðinn um 640 þús. tonn sagði
Ástráður Ingvarsson hjá loðnu-
nefnd í gærkvöldi.
Flotinn er nú við Fótinn en svo
nefna margir svæðið út af Beru-
firði.
Veðrið er gott á miðunum og
menn farnir að hugsa sér til
hreyfings norður á bóginn og
nokkrir lagðir af stað.
Menn bíða spenntir eftir tíð-
indum þaðan, en þar er loðnan
betri og ætti að vera mun feitari
og að auki greiða verksmiðjurnar
betra verð þar. -sá.
Vestmannaeyjar
Verslunar-
menn semja
Lágmarkslaun eftir
eitt ár28 þúsund
krónur
Verslunarmenn í Vestmanna-
eyjum náðu samningum við vinn-
uveitendur um helgina en í gær
voru samningarnir samþykktir
einróma á félagsfundi Verslunar-
manna. Eins og kunnugt er felldi
félagið jólaföstusamninga ASÍ og
VSI.
Samkvæmt samningi versl-
unarmanna fær starfsfólk á fyrsta
ári sömu grunnlaun og jóla-
föstusamningarnir kveða á um,
eða 26.500. Starfsfólk með eins
árs starfsreynslu fær 28 þúsund í
grunnlaun og starfsfólk með 5 ára
starfsreynslu 29.500 krónur. Fólk
með 10 ára starfsreynslu hjá sama
vinnuveitenda eða sem hefur ver-
ið 15 ár í sömu starfsgrein fær 5%
hækkun á laun sín. Auk þess náð-
ust samningar um það að yfir-
vinna yrði 1% af dagvinnu-
launum. Samningarnir gilda frá
1. janúar. -K.ÓI.
Geysimikil þátttaka
Dregiðíbarna-, krossgátu, og myndagátuþrautum ígær
A aðalfundi Samtaka kvenna á
vinnumarkaði sem haldinn var á
dögnum voru nýgerðir kjara-
samningar ASI og VSI harðlega
gagnrýndir þar sem þeir festi
ríkjandi launamismun enn frekar
í sessi.
Samtökin benda á að sam-
kvæmt nýlegri spá Þjóðhags-
stofnunar muni kaupmáttur
atvinnutekna aukast enn meir á
þessu ári en samningarnir gera
ráð fyrir. Það merki, að þeir sem
hafa aðstöðu til muni fá hækkanir
umfram það sem felst í samning-
unum, enda hafi aðstoðarfram-
kvæmdastjóri stofnunarinnar lýst
því yfir að þeir sem minnst fengu í
sinn hlut af góðærinu væru þeir
sem eru á lægstu launatöxtunum.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði telja þessa kjarasamninga
hreinustu svívirðu. Frá undirrit-
un hafi ekki linnt tilkynningum
um verðhækkanir á vörum og
þjónustu, sérflagi á opinberri
þjónustu. Mestu skipti þó að lág-
markslaunin sem samið var um
voru allt of lág og ekki hafi verið
gerð tilraun til að knýja fram vís-
itölutryggingu launa. „Ásmund-
ur og félagar munu gráta fögrum
tárum yfir þessum nýja bletti á
hreyfingunni." Við svo búið megi
ekki standa og er launafólk hvatt
til að þvo „blettaóhroðann burt
úr forystu verkalýðshreyfingar-
innar,“ eins og segir í ályktun-
inni.
Þá er lýst fullum stuðningi við
þær konur sem gripið hafa til
hópuppsagna og baráttu verka-
kvenna í Snót við að rétta hlut
fiskvinnslufólks.
-lg-
Dregið hefur verið í jólaverð-
launaþrautum Þjóðviljans en
mikil þátttaka var í öllum þremur
verðlaunagátunum; barnaþraut-
um, krossgátu og myndagátu.
Vinningshafar í barnaþrautum
eru þau: Reinhildur Karlsdóttir,
Víðigrund 4, Sauðárkróki.
Brynjar Guðmundsson, Hóla-
vegi 73, Siglufirði og Sveinn Guð-
mundsson, Eskihlíð 11, Reykja-
| vík. Þau fá öll senda frá Þjóðvilj-
Starfsfólk fræðsluskrifstofanna
hefur reynt að vinna eftir
þessarri reglugerð þegar það hef-
ur metið sérkennsluþörfina, en
það er í raun og veru ekki hægt
þar sem ekki er minnst á almenna
skólann í henni nema mjög tak-
markað heldur er eingöngu mið-
að við sérstofnanir. Endur-
skoðun er því orðin mjög
nauðsynleg, sagði Bergþóra
Gísladóttir sérkennslufulltrúi
anum nýútkomna bók Guðrúnar
Helgadóttur, „Saman í hring.“
Þeir sem voru dregnir út úr jóla-
krossgátubunkanum eru: Vigdís
Gunnarsdóttir, Skallabúðum,
Grundarfirði. Óskar Árnason,
Hjallalundi 5d, Akureyri og
Guðrún D. Ágústsdóttir, Veg-
amótastíg 9, Reykjavík. Þau fá
öll senda í verðlaun frá Þjóðvilj-
anum, bók þeirra Árna og Lenu
Bergmann, „Blátt og rautt“.
Ein verðlaun 10.000 kr. voru
Vesturlands í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
„Reglugerðin á að vera út-
færsla á grunnskólalögum, en
þau kveða einmitt á um að öll
börn skuli fá kennslu við sitt hæfi
í heimaskólum, eftir því sem við
verður komið" sagði Bergþóra.
Umrædd reglugerð var gefin út
1977 og var ákveðið í byrjun síð-
asta árs að taka hana til endur-
skoðunar. Fagfólk og foreldra-
veitt fyrir rétta lausn á verð-
launamyndagátu. Sú heppna
Aagot Árnadóttir, Háaleitis-
braut 123, Reykjavík.
Rétt lausn myndagátunnar er:
í vor gefst kjörið tækifæri til að
steypa ríkjandi íhaldsstjórn og
mynda öfluga stjórn vinstrisinn-
aðra afla í landinu með félagslega
þróun að leiðarljósi. Gæfuríkt ár.
Þjóðviljinn þakkar öllum þeim
sem þátt tóku og óskar vinnings-
höfum til hamingju. -lg.
samtök víðs vegar um landið fékk
þá endurskoðaða útgáfu senda og
eftir að umsagnir þeirra höfðu
borist ráðuneytinu var Magnúsi
Magnússyni,sérkennslufulltrúa
ríkisins, falið að gera tillögu að
nýrri reglugerð til ráðherra.
Magnús lauk við gerð tillög-
unnar strax í febrúar á síðasta ári
og þá fjallaði skólamálaskrifstof-
an um hana. Síðan þá hefur til-
lagan verið til umfjöllunar í
Póstþjónusta
8-20% hækkun
Póstburðargjöld hækka um 8-
20% frá 1. febrúar nk. Burðar-
gjald bréfa í fyrsta þyngdar-
flokki, 20 gr., innanlands og til
Norðurlanda hækkar í 12 kr., til
annarra landa í 15 kr. og flug-
burðargjald til landa utan Evr-
ópu í 24 kr.
Burðargjald fyrir póstkort og
prent í fyrsta þyngdarflokki, 20
gr., verður 12 kr. nema flugburð-
argjald til landa utan Evrópu sem
verður 14 kr.
Gjald fyrir almennar póstávís-
anir verður 28 kr., símapóstávís-
anir 121 kr. og póstkröfur 50 kr.,
33 kr. sé um innborgun á póst-
gíróreikning að ræða.
fjármála-og áætlanadeild
menntamálaráðuneytisins.
„Ég tel það brýnt að ný reglu-
gerð komi sem allra fyrst því
miklar breytingar hafa átt sér
stað á tíu árum“ sagði Magnús í
samtali við Þjóðviljann. „Mér
hefur hins vegar skilist á skrif-
stofustjóra skólamálaskrifstof-
unnar að menn telji rétt að bíða
með það þar til lokið verður við
fyrirhugaðar breytingar á grunn-
skólalögunum.“ -vd.
Sérkennsla
Ný reglugerð strand hjá Sverri
Bergþóra Gísladóttir sérkennslufulltrúi Vesturlands: Ekki hægtað vinna eftirgömlu reglu-
gerðinni. Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi ríkisins: Mjög brýnt aðfá nýja reglugerð
Flmmtudagur 29. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3