Þjóðviljinn - 29.01.1987, Side 6
FLÓAMARKAÐURINN
Fríar auglýsingar fyrir áskrifendur Þjóðviljans á
þriðjudögum og fimmtudögum í viku hverri.
GERIST ASKRIFENDUR - ÞAÐ BORGAR SIG.
Barnavagn púðum. Einnig notað barnarimla-
Oskaeftirvelmeðförnumbarna- rúm með nýlegri dýnu. Selst
vagni. Uppl. í slma 14967. ódýrt. Uppl. ( síma 31857.
Reglusöm hjón
með 2 börn óska eftir rúmgóðri
íbúð á leigu frá 1. mars. Uppl. I
síma 18795.
Uppistöður og
sökklauppistöður
til sölu. Uppi. í síma 72119.
Sófasett óskast
3ja sæta sófi og 2 stólar óskast
ódýrt eða gefins. Uppl. gefur
Olga í síma 681331 eða 681310.
Álgróðurhús
til sölu. (Edenshús). Stærð
2,55x3,79. Húsið er klætt með
píexigleri og með aukastyrkingu.
Uppl. (síma 43188 eftir kl. 19.
ísskápur
Tvískiptur (sskápur til sölu. Uppl. í
síma 23046.
Til sölu
Lymx tölva með ýmsum auka-
hlutum til sölu. Verð 8.000.-. Á
sama stað Sincler Spectrum með
mörgum leikjum. Verð 5.000.- kr.
Uppl. eftir kl. 18 í síma 13092.
Barnabaðborð til sölu
á kr. 1000.-. Einnig lítill grillofn.
Uppl. í síma 13092 eftir kl. 18.
Til sölu
lítið notaður kvenfatnaður no. 40.
Selst ódýrt. Uppl. (síma 611624
eftir kl. 17.
Óska eftir ódýrum ísskáp
Sfmi 38033 eftir kl. 15.
Vantar góðan notaðan ísskáp
Ekki hærri en 1.38 cm. Uppl. (
síma 28404 eftir kl. 18.
Danshljómsveit
vantar æfingarhúsnæði í hvelli.
Uppl. í síma 46896 og 44496.
Grábröndótt læða
tapaðist s.l. fimmtudag
frá Baldursgötu 12. Er með gula
ól m/gulu merkispjaldi. Gegnir
nafninu Táta. Uppl. í síma 25859.
Nágrannar vinsamlegast beðnir
að athuga í geymsluskúrum.
Fundarlaun.
Húsnæði óskast
Bókasafnsfræðing og hag-
fræðing vantar 4ra herb. íbúð í
Reykjavík. Reglusemi og góðri
umgengni heitið. Vinsamlegast
hringið í síma 12132 eða 42082.
Viðar.
Lestu mlg
Ertu að fara á árshátíð? Langar
þig að vera öðruvlsi? Ég útfæri og
sauma allar hugmyndir eftir máli.
Hanna L. Elíasdóttir klæðskeri.
Sími 15511 á daginn og 83069 á
kvöldin.
Til sölu
Stuttur pels nr. 38-40 og leður-
jakki (nýr) á 4-5 ára barn. Uppl. í
síma 11978.
Tveir unglingasvefnbekkir
úr furu m/dýnum. Dýnustærð
75x190. Verð kr. 5.000.- kr. Uppl.
í síma 53423.
Óska eftir
að kaupa ódýran svalavagn. Sími
41492 til kl. 4 og 45745 eftir kl. 4.
Til sölu
fiskabúr með hreinsibúnaði og
um 30 fiskum. S(mi 28393.
Óska eftir að kaupa
notaða vélsög í borði eða sam-
byggða trésmíðavél í góðu lagi.
Uppl. í síma 44465 eftir kl. 17
næstu daga.
Svefnsófi
nýlegur til sölu með skúffum og
Píanó „
Óska eftir að kaupa gamalt pí-
anó. Uppl í síma 622390.
2ja herb. íbúð -
Einstaklingur
Vantar 2ja herb. íbúð á næstunni.
Er 24 ára, utan af landi. Er reglu-
söm og heiti skilvísum greiðslum.
Nánari uppl. ív.s. 621355 og h.s.
687087.
Sófasett
Til sölu sófasett 3+2+1. Vel útlít-
andi. Verð 6.000.- kr. Uppl. í s(ma
45196.
Cortina 1600 árg. ’74
Til sölu Cortina 1600 árg. 74,
skoðaður '87. Útvarp, segulband.
Nýleg snjódekk og einn gangur af
sumardekkjum með. Verð
50.000,- kr. Uppl. í síma 45196.
Símsvari
Til sölu er símsvari. Uppl. í síma
681663.
NAD og KEF
Hef til sölu NAD 3020 magnara á
8 þús. og KEF CODA 3 hátalara á
7 þús. Uppl. (síma 18078 eftir kl.
19.30 í kvöld.
ísskápur óskast
Óska eftir að kaupa lítinn ísskáp.
Hringið í síma 28404.
Sófasett og barnasvefn-
bekkur fæst gefins
Uppl. isima 12747.
Erum að leita að
ibúð til lengri tíma
Vinsamlegast hafið samband
sem fyrst í síma 622118. Jakob
Þór.
Fundarlaun
Tapast hefur grá og hvít læða frá
Bollagötu 14. Sími 11409.
Gólfteppi
Til sölu gólfteppi 2x3 m og
saumavél (handsnúin). Uppl. í
síma 27928 frá kl. 14-18 daglega.
Kettlingar
3 gullfallegir kettlingar af Blóma-
skálakyni fást gefins. Þrifnir,
borða allan mat. Uppl. í síma
77114.
Ertu með margfaldan smekk?
Tek að mér saumaskap. Uppl. í
s(ma 23661.
Mjög fallegar
rússneskar tehettur
Matrúskur (Babúskur) og grafík-
myndirtil sölu. Uppl. gefur Selma
í síma 19239. Trékassar fást gef-
ins.
Óska eftir að kaupa
ódýra rafmagnsritvél (góðu lagi.
Uppl. (sfma 681310 á daginn og
41262 á kvöldin.
Trérennibekkur
til sölu. 3ja fasa. Uppl. f síma
41785 eftir kl. 18.
Barnagæsla -
Vesturbær
Vantar ungling til að gæta Hildu
(14 mánaða) tvö kvöld í viku frá
kl. 18 til 21. Uppl. í sfma 11539 -
Auður.
Antiksófi til sölu
Selst ódýrt. Uppl. í s(ma 99-3115
eftir kl. 17.
Fíat 127 árg. 79
Góður bíll til sölu á góðum vetrar-
dekkjum. Mikið endurnýjaður og
yfirfarinn. Verð aðeins 65.000.-.
Greitt eftir samkomulagi. Uppl. í
síma 621309 næstu daga.
Hljóðfæraleikarar
Það vantar hljómborðsleikara,
bassaleikara og trommuleikara í
óstofnaða hljómsveit. Hringið (
síma 651141.
íbúð óskast
Starfsmann Þjóðviljans vantar
litla og ódýra íbúð til leigu strax.
Vinsamlegast hringið f síma 985-
21951.
Til sölu
Ford Cortina 2000 árg. 77. Fæst
á góðum kjörum. Uppl. ( síma
53430 eftir kl. 18.
Safnahúsið á Sauðárkróki.
Safnamál
Sífellt berast
góðar gjafir
Frá skagfirsku söfnunum
Undanfarin 10 ár hefur ritið
Safnamál komið út á vegum
Héraðsskjala- og héraðsbókas-
afns Skagfirðinga. Kemur eitt rit
út á ári og nýtur útgáfan styrks úr
Menningarsjóði Magnúsar
heitins Bjarnasonar, kennara.
Umsjón með útgáfunni hafa þeir
Hjalti Pálsson, Kári Jónsson og
Kristmundur Bjarnason.
Meðal efnis Safnamála að
þessu sinni eru að sjálfsögðu árs-
skýrslur safnanna og Safnahúss-
ins fyrir árið 1985. Heildarútlán
Héraðsbókasafnsins urðu 34.397
bindi. Á árinu bættust 800 bindi í
safnið og í árslok voru númer
20.800. Árlega berast bókasafn-
inu gjafir og að þessu sinni frá 13
gefendum.
Á Héraðsskjalasafninu var
unnið með líkum hætti og áður,
„handrit flokkuð, ritaðar lýsingar
á þeim, getið skráningarmarks og
uppflettitölu. Lokið var við nafn-
alykil rúmlega 1000 handrita."
Stöðugt bætist við safnið. Tala
þeirra, sem færðu því gjafir á ár-
inu, er á milli 60 og 70. Þar á
meðal voru 35 bindi „gamalla,
geistlegra rita“ frá þeim hjónum
Ottó A. Michelsen, forstjóra í
Reykjavík og Gyðu Jónsdóttur,
en áður höfðu þau fært safninu
mjög verðmætar gjafir. Hinar
elstu þessara 35 bóka voru prent-
aðar á Hólum 1746 en sú yngsta í
Viðey 1843. Þá barst safninu
megin hluti bóka- og handrita-
gjafar Sigurðar J. Gíslasonar
kennara en nokkuð af henni var
áður komið.
í Safnahúsinu var ýmislegt um
að vera. Þar voru m.a. haldnar 6
málverkasýningar og 12 tón-
leikar.
Venja hefur verið að birta í
Safnamálum sýnishorn af því,
sem finna má í Héraðsskjalasafn-
inu. Svo er einnig nú. Er þar fyrst
frásögn Guðmundar Guðmunds-
sonar, (Hóla-Guðmundar), af
ferð hans vestan úr Húnavatns-
sýslu og heim að Hólum í Hjalta-
dal vorið 1887 og svo af bú-
skapnum á Hólum þetta sama
harðindavor. Ferðin tók Guð-
mund 8 daga og segir það sína
sögu um færð og ferðaveður
Norðanlands í maímánuði árið
1887. Þessar sagnir Guðmundar
voru skráðar af Guðmundi Da-
vjðssyni á Hraunum 1936.
Og þá er það erfiljóðið um
Biblíu-Björn, eftir Pál skálda, og
er laust við að vera nokkurt lík-
ræðulof.
Loks segir svo Hannes heitinn
Hannesson frá Melbreið í Stíflu
frá félagslífi og skemmtunum í
Fljótum um aldamótin síðustu.
Nútímamanninum myndi finnast
aðstaða Fljótamanna til
skemmtanahalds á þessum árum
ærið frumstæð en þó mætti segja
mér að þeir hafi skemmt sér kon-
unglega. Mætti það vera nokkurt
umhugsunarefni þeim, sem telja
það hámark hamingjunnar að
komast í Broadway.
Hannes skáld Pétursson er
þama með þáttinn Vísnamál,
birtir þar nokkrar vísur og greinir
frá tildrögum þeirra og höfund-
um. Og svo eru að síðustu nokkr-
ar óþekktar mannamyndir, ef
vera kynni að einhver, sem sér
þær, geti glöggvað sig á af hverj-
um þær eru. Reynist svo er sá
hinn sami góðfúslega beðinn að
hafa samband við Héraðsskjala-
safnið.
- mhg
Tímarit
Hófí í Æskunni
Ekki veit ég hvað mörg barna-
og ungiingablöð eru gefin út á ís-
landi en að því leyti sem ég þekki
til þá er Æskan þar í sérflokki.
Gildir það bæði um efni og útlit
og raunar allan frágang.
Á jólablaðinu er mikill jóla-
svipur, eins og vera bera. Sr.
Heimir Steinsson á Þingvöllum
ritar jólahugleiðingu og birt er
hið hugljúfa ljóð um jólabarnið
eftir Jóhannes úr Kötlum, auk
ýmislegs annars efnis, sem sér-
staklega er tengt jólunum.
Þá er viðtal við fegurðardrottn-
inguna okkar, Hólmfríði Karls-
dóttur sem alla hefur hrifið, utan-
lands sem innan, með einstæðum
þokka sínum, ljúfmennsku og
látleysi. Og ekki dregur það úr
áliti mínu á Hólmfríði að hún er
sonardóttir míns góða og kæra
kennara á Laugarvatni, Guð-
mundar heitins Ólafssonar.
Mynd af Hólmfríði prýðir forsíðu
blaðsins, auk opnumyndar og
mynda, sem fylgja viðtalinu.
Þá er og viðtal við Grím Gísla-
son á Blönduósi, sem lengi bjó á
Saurbæ í Vatnsdal. Segir hann
þar frá bernskuárum sínum í
Vatnsdalnum. Öldungurinn,
Hólmsteinn Helgason frá
Raufarhöfn, sem nú er 94 ára,
segir frá hundinum Penna.
Spj allað er við nokkra krakka um
jólagjafir og friðarmál og við
Hrönn Stefánsdóttur 11 ára, um
djassballett.
Fjölmargt fleira er að finna í
Æskunni: sögur, þætti ýmiss kon-
ar og ævintýri. - mhg
Hólmfríður Karlsdóttir - Hófi.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 29. janúar 1987