Þjóðviljinn - 29.01.1987, Page 8
Sjúkradagpeningar
MANNI ER KASTAÐ
TH. HUÐAR...
Edda V Scheving:Hef þurft að lifa á rúmlega300 kr. á dag síðan íseptember
Er hægt að lifa af sjúkradag-
peningum? Allir geta tekið
undir að ekki er nein leið að
draga fram lífið á 9.252 á mán-
uði.
Það er engu að síður veru-
leikinn á íslandi nú árið 1987.
Eddu V. Scheving er af þjóð-
félagsins hálfu ætlað það hlut-
skipti. Hún er sjúklingur og ófær
um að stunda fasta vinnu. Hún
hefur þurft að lifa af sjúkradag-
peningunum síðan nokkru fyrir
síðustu áramót.
...að lifa á 9000 kr.
á mánuði
„Þegar ég fékk fyrst greidda
dagpeninga fyrir fyrstu 13 daga
októbermánaðar var upphæðin
263,28krádagenernú 308,40 og
af þessu get ég ekki greitt raf-
magn, síma, þetta nægir ekki
einu sinni fyrir mat. Sjúklingar
þurfa venjulega hollan mat, en
hafa ekki efni á honum og eru oft
á tíðum haldnir vanlíðan vegna
rangs mataræðis ofan á þá and-
legu vanlíðan sem því fylgir að
vera meinað að starfa“
Hvað hefurðu verið lengi veik?
„Ég veiktist í september sl.
Læknirinn sem stundar mig vildi
sækja um örorkubætur fyrir mig í
eitt ár til að byrja með meðan séð
yrði hvernig sjúkdómurinn þró-
aðist, en hann fékk það svar hjá
lækni Tryggingastofnunar að ég
yrði að vera á sjúkradagpening-
um í ár fyrst. Þegar hann var
spurður hvernig manneskjan ætti
að geta lifað af þeim sagði hann
að ég gæti leitað til Félagsmála-
stofnunar með það sem á van-
taði.
Á ég að borga þér?
Þetta hafa verið erfiðir tímar.
Hjá Sjúkrasamlaginu hef ég aðal-
lega átt við ákveðinn ungan mann
þar og hann sagði td.eitt sinn:„
Hvað, er ekki verið að sækja um
örorku fyrir þig? Ég veit ekki
hvað ég ætti að borga þér.“ Ég
sagðist þá eiga 13 daga inni, en
hann sagði þá að ég ætti rétt á
dagpeningum ákveðinn daga-
fjölda. Ég vildi þá vita hver væri
réttur minn og var þá sagt að ég
ætti rétt á 200 daga bótum.
Það gerir varla neinn sér til
gamans að ganga milli þessara
stofnana og deilda. Fyrst þarf
sjúklingurinn að ná í sinn lækni,
sækja til hans vottorð, fara síðan í
Sjúkrasamlagið upp á 3. hæð, síð-
an niður í afgreiðslu til að fá þess-
ar krónur sem enginn lifir af
hvernig sem reynt er og ég sagðí
við þennan unga pilt að þetta væri
varla nema fyrir fullfrískt fólk að
fást við þá hjá þessum stofnun-
um. Ef fólk er verulega sjúkt
verður gjarnan að taka leigubíl
og þá saxast fljótt á „ölmusuna".
Sjúkradagpeningar
ættu að vera jafnir
lægstu launum
Hvað hafðirðu í laun áður en
þú veiktist?
„Ég hafði um 36 þúsund svo ég
hef um 27 þúsund krónum minna
milli handanna nú. Auk þess er
mér gert að greiða upp í fyrirfram
áætluð gjöld talsvert meira en ég
fæ í dagpeninga.
Það væri hægt að sætta sig við
sjúkradagpeninga sem væru jafn-
ir lægstu launum, en þetta er ó-
þolandi. Ég ætla ekki að lýsa
hversu sálarniðurdrepandi þetta
ástand er og t.d hafði þetta
samtal við unga manninn hjá Fé-
lagsmálastofnun, sem ég sagðii
þér frá áðan, þau áhrif á mig að ég j
fór út þaðan með tárin í augun- ;
um. Framkoma hans var eins og
ég væri að biðja hann um ölmusu
úr hans eigin vasa.“
Hvernig gengur með að standal
í skilum með afborganir af íbúð-
inni o.s.frv.?
Reikningarnir bíða
„Ég veit ekki hvemig ég fer að
nú um mánaðamótin næstu. Vin-
ir mínir hjálpuðu mér um ára-
mótin - vinnufélagamir í Sam-
tökunum um kvennaathvarfið,
þetta dásamlega góða fólk, það
var sannarlega ekki kerfinu að
þakka. En það em ekki allir jafn
heppnir og ég.
Ég er að kaupa þessa litlu íbúð í
verkamannabústað og nú er
kominn reikningurinn fyrir fast-
eignagjöldunum, ég get ekki
borgað það, orkureikningar safn-
ast upp hjá mér, ég á gamlan bfl,
ég á ekki fyrir tryggingunum, ég
get ekki borgað af íbúðinni þegar
þar að kemur. Ég ýti þessu svona
á undan mér.
Maður verður einhvernveginn
mjög langt niðri af þessu basli.
Það er sagt að líkamleg og andleg
heilsa fylgist oft að og ég finn það
á sjálfri mér. Auk þess finnst mér
sem í svona framkomu kerfisins
felist einhverskonar afneitun á
fólki eins og mér. Ég hef komið
börnunum mínum vel til manns,
unnið hörðum höndum og alltaf
staðið mína pligt og borgað skatt-
ana samviskusamlega.
Þegar svo ég veikist og verð
óvinnufær þá er mér kastað til
hliðar eins og einhverjum ónýt-
um hlut og ætlað það hlutskipti
að lepja dauðann úr skel.
Þjóðfélag
hinna sterku
Ég vil ekki trúa að þetta eigi að
vera hlutskipti þeirra sem minna
mega sín í þjóðfélaginu — kvenna,
barna og aldraðra, en hvað á
maður að halda.
Það hellist yfir mann minni- EddaV.Scheving.
máttarkennd, það liggur við að
ég gangi með veggjum þegar ég
er úti á götu.
Þessum hlutum verður að
breyta. Fólk verður að taka sig
saman og átta sig á hvort það vill
þjóðfélag samhjálpar eða ekki og
ef svo er, sem ég held þrátt fyrir
allt, þá verður það að fá þessum
hlutum breytt“.
-sá.
Jónas Pálsson
rektor KHÍ:
Gera þarfKHÍ
að miðstöð og
aðalstofnun
uppeldis- og
kennslufrœða í
landinu
OECD-skýrslan
SKÓLASTARF 0MERKLEGT
Hin svarta skýrsla OECD um
skólamál sem fjallað var um í
Þjóðviljanum á laugardaginn var
er að sönnu ekki fagur vitnis-
burður um stefnuleysi og hringl-
andahátt sem ríkir { menntunar-
málum á íslandi, þó vissulega sé
að finna í henni Ijósa punkta.
Tómlæti almennings
og yfirvaida
gagnvart uppeldis-
og skólastarfi
Jónas Pálsson rektor Kennara-
háskóla íslands hafði þetta um
skýrsluna að segja:
„Skýrslan virðist staðfesta það
sem margir okkar skólamanna
hafa margoft bent á, að íslenskur
almenningur sýnir uppeldis- og
skólastarfi oft tómlæti, ef ekki
beinlínis lítilsvirðingu.
Stundum verður ekki annað
merkt en meirihluti embættis-
manna og alþingismanna hafi
haft svipaða afstöðu. Sérfræðileg
kunnátta á sviði uppeldis- og
skólamála er annaðhvort sögð
uppspuni, eða í besta falli prakt-
ískt atriði sem best sé að læra í
starfinu sjálfu. Það sem skipti
máli sé gott hjartalag og brjóst-
vit. Kennsla sé eins og hver önnur
atvinna, sem ungt fólk, einkum
konur, grípi til, meðan ekki býðst
annað betra. Oft finnst mér erfitt
að greina verulegan mun á skoð-
unum manna um þetta efni eftir
pólitískum flokkum.
Þetta viðhorf virðist því miður
rótgróið hjá íslendingum og stað-
fest af þessum gestum sem skýrs-
luna unnu. Þetta viðhorf má sjálf-
sagt skýra með vísun til ýmissa
aðstæðna í sögu okkar og lífshátt-
um en það er í nútímasamfélagi
jafnskaðlegt fyrir því.
Viðurkenning
á starfi KHI
Það er ánægjulegt að viðleitni
kennara menntunarstofnana,
einkum Kennaraháskólans og
Fósturskólans, til að koma á nú-
tímalegri starfsmenntun fyrir
kennara og uppeldisstéttir er
viðurkennd og bent á nauðsyn
þess að styrkja þessar stofnanir.
Það er vonandi að alþingismenn
og embættismenn taki mark á
kurteislegum vísbendingum
nefndarmanna.
Það kemur fram á nokkrum
stöðum í skýrslunni að efla beri
hlut lista og verkmennta í al-
mennri menntun. Forsenda þess
er auðvitað traust menntun kenn-
ara í þessum greinum. Lögð er
áhersla á að þessar greinar, ekki
síst myndmennt og íþróttir, séu
hluti af hinu almenna kennara-
námi.
Kennaraháskólinn hefur í ára-
tugi barist fyrir því að fá þetta
sjónarmið viðurkennt, en það
gengur seint og hægt.
Neikvæð viðhorf
til uppeldis- og
kennslufræði
Skýrslan ýjar kurteislega að
ýmsum vandamálum á fram-
haldsskólastiginu, sem m.a.
endurspegla neikvæð viðhorf
sem þar ríkja meðal kennara
gagnvart uppeldis- og kennslu-
fræðilegum viðhorfum.
Höfundar benda að sjálfsögðu
á hve varhugavert það sé að veru-
legur hluti kennara er án starfs-
menntunar og kennsluréttinda.
Þá er því starfi sem unnið var í
námsefnisgerð í samfélagsfræði
hrósað í skýrslunni. (En aftur-
haldsöflin réðust gegn því með
kjafti og klóm á sínum tíma.
Innsk blm.)
Þá er getið alvarlegrar mis-
mununar milli landshluta, -
þéttbýlis og strj álbýlis hvað varð-
ar kennslu og kennsluaðstæður,
en það er vissulega viðsjárvert
atriði.
Efla þarf starfs-
og símenntun kennara
Loks er rækilega bent á nauð-
syn þess að auka endurmenntun
og símenntun kennara, auk al-
mennrar grunnmenntunar
þeirra, sem höfundum þykir
auðvitað sjálfsagt mál. í því sam-
bandi beri að styrkja Kennarahá-
skólann sem miðstöð uppeldis-
og kennslufræða í landinu og
skólinn þannig aðal stofnun fyrir
rannsóknar- og þróunarstarf á
sviði uppeldisvísinda hérlendis.
Sjálfur verð ég stöðugt
jjg
Jónas Pálsson
rektorKHl.
sannfærðari um að efling Kenn-
araháskólans sé eitt meginatriðið
í öllu umbótastarfi í skólamálum í
þessu landi. Það er ástæðulaust
að vera neitt að skera utan af
þeirri skoðun minni,“ sagði Jónas
Pálsson skólastjóri Kennarahá-
skóla íslands að lokum.
-sá.
VEISLUR -
SAMKVÆMI
Skútan h/f hefur nú opnað
glæsilegan sal, kjörinn fyrir
árshátíðar, veislur, fundi fé-
lagasamtaka og alls kyns
samkvæmi. Leggjumáherslu
ágóðan matog þjónustu.
SKÚTAN HF.
Dalshrauni 15, Hafnarfirðí,
Sími51810og651810.
NYJUNG!
VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
Á RAFTÆKJUM
Er bilað raftæki á heimilinu t.d.
brauðrist, hraðsuðuketill, kaffivél,
vöfflujárn, straujárn, rakvél, ryksuga,
lampi eða eitthvert ámóta tæki? Ef
svo er komdu með það í
viðgerðarbílinn og reyndu
þjónustuna
Vlðgerðarbíll verður staðsettur vlð
eftirtaldar verslanlr samkvæmt
timatöflu
ÞRIÐJUDAGAR:
Grímsbær, Efstalandl26
kl. 1030til 1230
Verslunln Ásgelr, Tlndasell3
ki.ieootins00
MIÐVIKUDAGAR:
Verslunln Árbæjarkjör, Rofabæ 9
kl.1030 tillS30
Kaupgarður, Englhjalla B
ki.ieootins00
FIMMTUDAGAR:
Verslunln Kjöt og flskur,
Seljabraut54
kl. 1030 «1123°
Hólagarður, Lóuhólum 2-6
kl. 16°° til 18°°
FÖSTUDAGAR:
Verslunln Breiðholtskjör,
Arnarbakka 4-6
kl. 1030 «11230
Fellagarðar, Eddufelll 7
kl. 16°°til 1900
RAFTÆKJAVIDGERDIR
SÆVARS SÆMUNDSSONAR
VERKSTÆDI - VIÐGERÐARBlLL
ÁLFTAHÓLUM 4 - SlMI 72604
MARKAÐURINN
Grensásvegi 50
auglýsir:
HLJÓMTÆKI
Kassettutæki
Magnarar
Hátalarar
Ferðatæki
Litasjónvörp
frá kr. 7.000,-
frá kr. 7.000.-.;
frá kr. 2.500.-j
frá kr. 4.000,-!
frá kr. 8.000.-.:
Hljómtækjaskápar
Bíltæki
Tölvur og fleira
SKÍÐAVÖRUR
Okkur vantar nú þegar íj
sölu skíðavörur af flestum
stærðum og gerðum.
MARKAÐURINN
Grensásvegi 50
Sími 83350.
STAÐAR NEM!
Öll hjól eiga að stöövast
algerlega áðuren
að stöðvunarlínu KlHl
er komið.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. janúar 1987